Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 íþróttakeruiarinn sem varð lands- frœgur aflamaður byggja yfir bátinn og lengja hann frá því hann kom tii landsins og hefur báturinn því miklu meira burðarmagn. Til landsins kom báturinn i desem- ber 1967, 16. desember að mig minnir. Þennan vetur fórum við á togveiðar og fiskuðum vel. Þetta var ísavetur fyrir Norður- landi og aflaðist oft vel við ís- inn. En það var erfitt að eiga við þessar veiðar og oft rispuð- um við bátinn þótt ailt gengi þetta stóráfallalaust. — Ég hugsaði mér nú gott til glóðarinnar um sumarið 1968 með þennan splunkunýja bát en það átti allt eftir að breytast. Um vorið fór ég með bátinn til Noregs í ábyrgðarskoðun og þegar við vorum þangað komnir veiktist ég svo hastar- lega af liðagigt að ég gat í hvor- ugan fótinn stigið. Var ég lagð- ur inn á spítala í Noregi og mátti vera þar í drjúgan tíma. Veikindin voru erfið og ég varð að vera heilt ár í landi. Síðan byrjaði ég að leysa af stuttan tíma í einu. Fyrsta skipið, sem ég var með í skamman tíma, var Ilelga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði, síðar var ég með Bjarma II. frá Dalvík og við Jóni Kjartanssyni frá Eskifirði tók ég um tíma á meðan Þor- steinn Gislason skipstjóri brá sér til kennslustarfa. Um ára- mótin 1972—’73 tók ég sfðan við Súlunni á nýjan leik af Ilrólfi Gunnarssyni, sem hafði ÞAÐ ER eflaust fátítt aö íþróttakennarar söðli um og gerist skipstjórar. En þess eru dæmi. Baldvin Þorsteinsson á Akureyri nam ungur íþróttafræði með það fyrir augum að gerast íþróttakennari. En sjórinn heillaði, Baldvin lagði leið sína í Stýrimannaskólann og ekki leið á löngu þar til honum var falin skip- stjórn, enda maðurinn fiskinn með afbrigðum. Lengst hefur Baldvin stýrt því skipi, sem hann er oftast kenndur við, Súlunni EA. Blaðamaður brá sér í heim- sókn á heimili Baldvins og hans ágætu konu, Bjargar Finnboga- dóttur, þegar hann var á ferð á Akureyri fvrir skómmu og átti við hann stutt spjall. — Fæddur er ég í Hléskógum í Höfðahverfi, Suður- Þingeyjarsýslu, 4. september 1928, svaraði Baldvin, þegar hann í upphafi samtalsins var spurður um ætt og uppruna. I’oreldrar mínir voru Þorsteinn Vilhjálmsson fiskmatsmaður og Margrét Baldvinsdóttir, Ijósmóðir. Strax á fyrsta ári flutti ég með foreldrum mínum frá Hléskógum til Hríseyjar. Eins og gefur að skilja hneigð- ist hugurinn fljótlega að sjón- um, eins snar þáttur og hann var í lífi okkar Hrfseyjarbúa. Sem strákur byrjaði ég á hand- færum á trillubátum og þegar ég var um fermingu eignaðist ég sjálfur trilluhát. Bátinn átt- um við saman, ég og Vilhelm (nú forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa) tvíburabróðir minn. Við eignuðumst bátinn með dyggri aðstoð foreldra okkar og við vorum á færum og línu á sumrin. ÆTLAÐI AÐ VERÐA ÍÞRÓTTAKENNARI — Þegar ég var ungur ætlaði ég mér ekki að verða sjómaður heldur íþróttakennari. Ég fór í íþróttakennaraskólann til hans Björns Jakobssonar og útskrif- aðist sem íþróttakennari eftir 8 Myndin var tekin fyrir 1950, en þá voru notaðir tveir nótabátar við síldveiðarnar. Myndin er tekin um borð f Eldey EA 110. mánaða nám vorið 1947. Sumar- ið eftir að ég lauk námi fór ég á sfld á Eldey, sem frændi minn Björn Baldvinsson var skip- stjóri á. Veturinn 1947—’48 kenndi ég íþróttir i Ilrfsey og var það eini veturinn, sem ég kenndi. Sumarið eftir fór ég enn á ný á síld, nú á Snæfell EA 740 hjá hinum miklá dugnaðar- og aflamanni Agli Jóhannssyni. Við gerðum það ágætt þetta sumar og það hvarflaði ekki að mér að fara i land aftur. Ég átti eftir að vera 12 ár á Snæfellinu, sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. í millitíðinni var ég einnig um tíma á togaranum Svalhaki. — í Stýrimannaskölann fór ég 1952 og lauk þaðan stýri- mannaprófi. Það sama ár varð ég stýrimaður á Snæfellinu og var reyndar með skipið öll vor. Við skipstjórn á Snæfelli tók ég árið 1956 og var með það til ársins 1963. Mér er það sér- staklega minnisstætt frá þess- um árum að við á Snæfellinu voru þeir síðustu ásamt Björg- úlfi F\ ne Sit'urði Bjarnasyni Spjallað við Baldvin á Súlunni EA 350 EA, sem vorum með gamla lag- ið við síldveiðarnar, það er að segja tvo nótabáta. Kraft- hlökkin leysti þessa aðferð af hólmi. SÚLAN KEMUR TIL LANDSINS — í ársbyrjun 1964 varð sú breyting á högum minum, að ég tók við nýjum bát, sem Leó Sigurðsson útgerðarmaður á Akureyri fékk til landsins í febrúar þetta sama ár. Bátur- inn var 220 tonn samkvæmt gömlu mælingunni. Ilann var skýrður Súlan EA 350 og var þá með stærstu bátum. Eg var með þennan bát til ársins 1967 að ég tók við nýjum bát, sem Leó hafði látið smíða í Noregi. Hann var einnig skírður Súlan. Með þennan bát hef ég verið síðan, en bæði er búið að „Þetta eru heimsins heztu eiginmenn ” BJÖRG Finnbogadóttir er sjó- mannskona. Hún er gift Bald- vin Þorsteinssyni skipstjóra á Súlunni EA og þar sem eigin- maðurinn hefur verið á sjónum mestan part ársins alian þeirra búskap sem spunnið hefur 25 ár, hefur það komið í hennar b hlut að sjá um heimilishaldið að mestu leyti. Morgunblaðið átti stutt spjall við Björgu um líf sjómannskonunnar. — Ég er fædd á Eskifirði og alin upp á sjómannsheimili, sagði Björg. Faðir minn Finn- bogi Þorleifsson var formaður á eigin bát. Móðir ipín, Dorothea Rafnsdóttir, hélt heimilið sem var stórt, því við systkinin vor- um sex talsins. En aldrei heyrði ég móður mína kvarta þótt heimilið væri stórt og pabbi mikið að heiman. — Eitt atvik er mér minnis- stætt óðru fremur frá bernsku minni, en þá hafði Svölunnar, en svo hét bátur föður míns, verið saknað f nokkra daga. Móðir mín sat uppi á eldhús- borói með prjónana sína. Sat ég þar hjá henni því þaðan sáum við vel út á fjörðinn. Meðan við sátum þarna sáum við hvar bát- ur kom í fjarðarmynnið. Nú var bara að bíða og vona, sjá hver báturinn var, hvort það voru okkar óskir og bænir sem voru að rætast eða einhvers annars. í þetta skipti var það okkar að gleðjast, það var Svalan sem var að koma. Þannig er lif sjó- mannskonunnar, að biða, vona og gleðjast. — Er ekki oft erfitt að vera sjómannskona? — Það er jú erfitt, en við viljum ekki vera án þeirra erfiðleika, því ánægjan er svo mikil þegar eiginmaðurinn kemur heim. Þetta eru jú heimsins beztu eiginmenn. Ég skal viðurkenna, að ég öfunda oft landsmannakonur, að þær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.