Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1977 41 fclk í fréttum Blindur listamaður + „Það er engin ástæða til að setjast niður og halda að sér höndum þótt maður hafi misst sjónina" segir danski mynd- höggvarinn Carl Lobedanz. Hann er steinblindur og hefur verið það í tvö ár en enginn getur séð það á verkum hans að þau séu gerð af blindum manni. „Ég hef að vísu orðið að hætta að móta úr leir, maður hefur ekki nægilega mikið næmi í höndunum til að geta unnið úr honum án þess að sjá. Sama máli gegnir um granit, maður verður að sjá það sem maður er að búa til. Öðru máli gegnir með tré. Tré er dásam- legt efni og áður en ég varð blindur vann ég mikið úr tré og fyrsta listaverkið sem ég gerði var úr tré“. Það gleður Carl mikið þegar fólk segir að það sjáist ekki á verkum hans að þau eru eftir blindan lista- mann. Og eitt er vfst. Fólk segir það ekki til að gleðja hann heldur vegna þess að því finnst það. Þvf er haldið fram að þegar fólk missi eitt skynfæri skerpist annað og þótt Carl hafi ekki verið blindur nema f tvö ár hefur hann þegar tekið eftir þessu. Ég skynja hlutina á ann- an hátt og ósjálfrátt einbeiti ég mér meira. Það er oft talað um sjötta skilningarvitið og staðreyndin er sú að það kemur fram þegar maður missir sjón- ina. Hin skilningarvitin fjögur vinna saman að þvf að skapa þetta sjötta skilningarvit. Carl var sjötugur f mars sfðastliðn- um en hvorki aldurinn né fötlun hans koma í veg fyrir að hann fylgist með því sem gerist f kringum hann. „Ég reyni að fylgjast eins vel meðng ég get og útvarpið er stór hluti af Iffi mfnu. Ég fylgist með athygli með rannsóknum sem verið e'r að gera á sjúkdómi þeim sem olli því að ég missti sjónina og ef til vill er sá dagur ekki langt undan að hægt verði að lækna hann,“ segir listamaðurinn. Björn Borg sem auglgsingaspjald + Sænski tennisleikarinn Björn Borg er orðinn eins og gangandi auglýsingaspjald, en tekjurnar af þvf eru dágóðar, eða um það bil 90 milljónir á ári. Tekjur hans fyrir sfðast liðið ár eru sagðar um 300 milljónir. Það er sænska Tretorn-verksmiðjan sem greiðir honum fyrir að nota Tretorn-skó, peysan og buxurnar eru frá fyrirtæki sem heitir Joekey. Á vinstri handlegg ber hann lftið SAS-merki, hann fær Ifka greitt fyrir það. Tennisspaðaverksmiðja sem heitir Donnay greiðir honum fyrir að nota eingöngu spaða sem þeir framleiða og sama er að segja um strengina f spaðana og að lokum er það svo Tuborg sem borgar honum fyrir að ganga með ennisband með auglýsingu frá þeim. Tölurnar á myndinni eru upphæðirnar sem Björn fær greiddar f dönskum krónum. Við getum svo bara margfaldað með 32 til að fá útkomuna f fslenskum krónum. En skattayfirvöldin vilja Ifka fá bita af kökunni og hann stóran. Þess vegna hefur Björn Borg yfirgefið velferðarrfkið Svfþjóð og sest að í Monte Carlo. + Við getum ekki stillt okkur um að birta þessa mynd af kappanum Glistrup, en hún er tek- in árið 1973. Orlof húsmæðra í Hafnarfirði Hafnfirzkar húsmæður munu dvelja að Laugar- vatni dagana 4.—11. júlí. Þær konur, sem hug hafa á orlofsdvöl, láti skrá sig þriðjudaginn 7. júní kl. 8.30—1 0 e.h. í Öldutúnsskóla. Orlofsnefnd Hafnarfjarðar. Lækkid hitakostnadinn med Danfoss of nhitastillum Sparið 20% af hitakostnadi med Danfoss ofnhitastillum Setjið Danfoss hitastilla á miðstöðvarofnana og nýtið ókeypis orkugjafa. Umfram- hiti er fyrir hendi i öllum íbúðum og kemur frá Ijósum útvarpi, sjónvarpi, heimilis- tækjum, fólki og sól. Aðferðin er einföld: Aðeins Darf að stilla hitastil- linn á óskað hitastig, stillir hann herbergishitastigið bá sjálfvirkt HEÐINN Hann opnar fyrir hitann áður en kólnar og lokar að nýju áður en verður of heitt. Með fáum orðum sagt, hann stjórnar rennsli heita vatns- ins og sparar pannig sjálf- virkt 20% eða meira af hita- kostnaðinum Setjið Danfoss í hús yðar - Danfoss stjórntæki eru fáan- leg til stillingar, hvort sem er á miðstöðvarhitun eða hitaveitu. Ofnhitastillir af gerð RAVL- tryggir stöðugt herbergis- hitastig og lægsta mögu- legan upphitunarkostnaó. Mismunaprýstijafnari af gerð AVD- tryggir stöðugan prýst- ing og hljóölausa starfsemi i hitakerfinu. Sérstakir hitaveituventlar af gerðunum FJVR- FJV- og AVTB- tryggja stöóugt frá- rennslishitasfig hitaveitu- vatnsins og stuðla að lágum vélaverzlun - simi 2 42 60 Seljavegi 2, Reykjavik. ROHL eldhúsviftur eru ísenn kröftugar, hljóðlátarog fallegar. Eigum fyrirliggjandi tvær gerðir, SANIMAR með þremur hröðum og Ijósi og ELECTRONIC. með elektrónískri hraðastillingu og innbyggðu Ijósi. Báðar gerðir er hægt að stilla á inn - eða útblástur. Verðfrákr. 44.500,- Verzlunin Sími 26788 •w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.