Morgunblaðið - 23.07.1977, Síða 29

Morgunblaðið - 23.07.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977 29 Hin þýzka deild Amnesty International hélt blaðamannafund í Dusseldorf1 f janúar s.l. með hinum 37 ára gamla, úkraínska stærðfræðingi Leonid Plyust, sem látinn var laus til Vesturlanda árið 1976. Frá árinu 1962 og fram til þess, að hann hóf að mótmæla sovézkum yfirvöldum eftir innrásina í Tékkóslóvakíu, starfaði hann við þá stofnun Vfsindaakademíunnar í Úkra- ínu, sem kennd er við „kybernitik“, en það er fræðigrein, sem „rafeindaheil-, ar“ og „hugsandi“ vélar og slík fyrirbæri eru byggð á. Plyust var meðal | stofnenda nefndar til varnar mannréttindum í Sovétríkjunum. Hann var handtekinn í janúar 1972, settur í fangelsi og síðan í geðsjúkrahús. Sjúk- sómsgreiningin þar var: „Hægfara hugklofnun með frelsunar- og siðbótar-1 hugmyndum“. Eftir að Plyust var kominn til Vesturlanda í fyrra, skýrði hann frá ömurlegri reynslu sinni af vistinni á geðveikrahælum, og birti Morgunblaðið allftarlega frásögn af blaðamannafundi f París 20. júní í fyrra. 24. janúar s.l. birtist eftirfarandi viðtal við Plyust í „Súddeutscher Zeitung“: —Eftir því að dæma, sem þér hafið haldið fram, eftir að þér komuð til Vesturlanda, mætti kalla yður nýmarxista. Hvernig skýrið þér sem marxisti af- myndun eða afskræmingu þeirra kenninga frá upphafi sögu þeirra á rússneskri grund? „Ösigur október-bylt- ingarinnar má kenna hinum efnahagslegu, stjórnmála- legu og réttarfarslegu aðstæð- um i Rússlandi, en þróun þeirra var mjög skammt á veg komin. Rússland hefur aldrei þekkt lýðræðislegar venjur og hefðir. Þess vegna varð það að ganga í gegnum borgaralegt lýðræði, en bráðabirgðastjórnin réð ekki við vandamálin. Bolsévik- ar, sem áttu við svipaða erfið- leika að stríða, lögðu inn á leið Robespierres undir einkunnar- orðunum: „Tilgangurinn helg- ar meðalið“, inn á braut stjórn- málalegs siðleysis. Þar með ruddu þeir brautina fyrir Stal- ín, fyrir ógnarstjórn, sem minn- ir á þróun frönsku stjórnarbylt- ingarinnar og tíma Napoleons. Rússneski þjóðernissinninn Schulgin sagði fyrir um það í bók sinni, „Árið tuttugu“, að hugsjónir hvitliðanna — sigur rússneskunnar, viðurkenning á því, að hinu rússneska riki yrði ekki skipt, efling voldugs heimsveldishers og óskoraðs ríkisvalds — myndu sigra með hjálp „rauðra handa". Lenin sá þessa hættu framundan fyrir dauða sinn. Það var þvi ekki fyrir tilviljun, að Stalin tileink- aði sér hið versta úr rússneskri, sögulegri hefð: grimmd Ivans hins skelfilega, boð og vönn rik- isvaldsins gagnvart andlegu lífi, ruddamennsku Péturs mikla við að koma á endurbót- um, geðþótta í stjórnarstefnu, flatneskju i menningarmálum (sósíal-realisminn) og hættu- legust einkenni Slavastefnunn- ar — útbreiðsluáráttuna, fjand- skapinn gegn vestrænni menn- ingu — sem i dag ber að nýju hátt innan vissra hópa andófs- manna." — Getið þér hugsað yður, að umbrotin i hinum vestrænu kommúnistaflokkum gætu haft áhrif á lýðræðislega þróun i Sovétrikjunum? „Ef þróunin í átt til frjáls- ræðis innan hinna vestrænu kommúnistaflokka, það er að segja Evrópukommúnisminn, er ekki herbragð í valdabar- áttu, — ef hinir vestrænu kommúnistaflokkar láta af hentistefnu sinni gagnvart Sov- étríkjunum, ef þeir taka upp baráttu fyrir frelsi innan hinn- ar svokölluðu sósíalísku blakk- ar, — ef þeir í Marx nafni af- neita hinni marxisku goðfræði, gæti þetta haft jákvæð áhrif á hina lýðræðislegu andstöðu i Sovétrikjunum. Annars sé ég fyrir hugsanlegt bandalag milli íhaldssamra afla innan rússn- esku andófshreyfingarinnar og félaga Bréznevs. Hingað til Vesturlanda kom fyrir skömmu í heimsókn málarinn Ilja Glasunov, fasisti og einvalds- sinni, sem hefur hlotnazt sá heiður að mála „foringja" sov- ézka kommúnistaflokksins, Bréznev. Utgefandi hins ólög- lega, hálffasistiska tímarits, „Wetsche" (Þjóðfundur), situr nú í fangelsi. Hann heitir Ossi- pov. Hann bar lof á tvo Sovét- sinnaða fasista, rithöfundinn Schevzov og listmálarann Glas- unov, sem fulltrúa hins háleit- asta i rússneskri menningu, en verstu övinir hennar séu Gyð- ingar og Trotskisinnar. Þetta er ein af hinum furðulegu þver- stæðum í Rússlandi um þessar mundir: hinn hreinskilni Ossi- pov situr í fangelsi, en banda- maður hans, Glasunov, er full- trúi rússneskar menningar á Vesturlöndum. Þetta bandalag KGB og fasismans er ekki til- viljun. Fyrir skömmu var sagt í blaði, sem úkraínskir útlagar gefa út í Kanada, að Grigor- enko, Solschenizyn og Plyust væru Gyðingar — sem sagt ná- kvæmlega það, sem KGB er einnig að breiða út.“ —Hvað haldið þér um slökun- ina? Og hvernig búizt þér við, að þróunin verði í Sovétríkjun- um í náinni framtíð? „Sovétríkin notfæra sér slök- unina til að treysta áhrif sín og auka í Þriðja heiminum, en herða jafnframt tökin í landinu sjálfu. En þar með er ekki sagt, að maður eigi að gefa slökunina og Helsingfors-sáttmálann upp á bátinn. Félagar mínir i barátt- unni reyna að jafnmiklu leyti að beita fyrir sig Helsingfors- sáttmálanum sem vopni eins og stjórnarskrá Sovétríkjanna og Mannréttindayfirlýsingunni. í Moskvu og Kiev hafa verið myndaðir starfshópar til stuðn- ings ákvörðunum ráðstefnunn- ar í Helsingfors. Húsrannsókn- ir hafa fylgt i kjölfarið. Án slökunar, án raunverulegrar minnkunar spennu getur kalda stríðið hafizt að nýju, járntjald- ið umlukið sovézku þjóðirnar, ógnarveldi að hætti Stalins blossað upp aftur bak við þetta járntjald og meira að segja ferði- legur stuðn ingur einn öllu fremur, eins og Amalrik lagði áherzlu á nýlega, stjórn- málalegur og efnahagslegur þrýstingur? „Andstaðan innan Sovétríkj- anna þarfnast hins siðferðilega stuðnings Vesturlanda, en sá stuðningur einn er einskis virði án raunhæfrar aðstoðar — eins og til dæmis af hálfu verkalýðs- félaga, stjórnmálaflokka, sam- taka á borð við Amnesty Inter- national sem og frá stefnuföst- um ríkisstjórnum lýðræðisríkja með pólitískum og efnahagsleg- um þrýstingi. Blöðin hafa einn- ig veigamiklu hlutverki að gegna i þessu efni, ef þau hætta að ljúga og eltast við rosafrétt- ir.“ —Margir nýútlagar eru þeirr- ar skoðunar, að Vesturlön standi á barmi glötunar. Eruð þér sama sinnis? „Ég myndi vilja taka dýpra i árinni. Ekki aðeins Vesturlönd, heldur allur heimurinn er á barmi glötunar. Tortíming af völdum kjarnorkustriðs vofir yfir okkur, og einnig af völdum eyðingar umhverfisins og sívax- andi siðleysis. En ég er ekki á sama máli og Solschenitsyn, þegar hann kennir einasta veik- leika Vesturlanda og hinna lýð- ræðislegu stjórnkerfa um það, hvernig komið sé. Mér virðist sem allur hinn siðmenntaði heimur sé gripinn hinum sama borgaralega sjúkdómi: eftir- sókninni eftir velmegun. í Sov- étríkjunum kemur þetta mjög greinilega fram, þar sem það rikisauðvald, sem þar drottnar, er í mínum augum versta teg- und kapitalisma. En þar sem ég er þó bjartsýnn svartsýnismað- ur, tel ég rétt að leita að sam- eiginlegri lausn. Og þá lausn sýnist mér vera að finna i Prag — sósíalismanum.“ —Það getur ekki farið fram- hjá Vesturlandabúum, að svo virðist sem deilur milli nýrra útlaga að austan fari vaxandi i sama mæli og nýjum andófs- mönnum er sleppt til Vestur- landa. Hverfur samstöðukennd- in með fjarlægðinni frá heima- vinstrisinnuðu og frjálslyndu, lýðræðissinnuðu andófsmanna annars vegar og hins vegar rit- stjóra „Kontinents", Maxinovs, útlagasamtakanna NTS eða hinna úkranínsku fasista. En ég sé einnig hið jákvæða við þessar vaxandi, hugmynda- fræðilegu deilur, þar sem föð- urland mitt mun i framtiðinni byggja sér frjálslegt og lýðræð- islegt þjóðfélagskerfi. Grund- völl fjölbreytilegs þjóðfélags þarf þegar að undirbúa. En það verður að gera frá sjónarmiði gagnkvæmrar virðingar. Með^l hinna rússnesku útlaga hefur þó orðíð vart tilhneigingar til nokkurs konar ritskoðunar gagnvart hinum vinstrisinnuðu og frjálslyndu andófsmönn- um.“ — Hvaða vandamál látið þér yður mestu skipta? Mannréttindamál, og þar með þá einnig sjáfsákvörðunarrétt manna. Þegar til greina kom, að skipt yrði á Bukovski og chilenska kommúnistaforingj- anum Corvalan, var ég hlynnt ur þeim skiptum, þó að ég gerð mér ljóst, hvilik óskammfeiln og blygðunarleysi fólst í þeirr: mannaskiptaverzlun. Ég frétti það fyrir skömmu, að Corvalan hefði lýst því yfir, að i Sovét- ríkjunum væru engir pólitiskir fangar. Bak við lás og slá sætu þeir einir, sem hefðu brotið gegn sovézkum lögum. Það mun þó ekki aftra okkur frá þvi að vinna að frelsi pólitískra fanga í Chile, svo sem eins og úkrainsku, pólitisku fangarnir gerðu i einum fangabúðunum, þegar þeir fóru fram á það, að peningar þeir, sem þeir höfðu unnið sér inn í búðunum með súrum svita, yrðu sendir til styrktar pólitiskum föngum í Chile. Á Vesturlöndum eru þjóðernisvandamálin jafn van- metin og vandamál Gyðinga, hið opinbera, sovézka Gyðinga- hatur, vandamál þeirra þjóðar- brota, sem flutt hafa verið nauðungarflutningum, svo sem Krímtatara og Volgu-Þjóðverja er einskis virði 99 komið ’ til kjarnorkustriðs. Ef Vesturlönd standa sem sagt ekki fast á því, að samkomulag- inu í Helsingfors verði fram- fylgt, er nýtt Múnchen yfirvof- andi eins og 1938. Því að i skrif- stofubákni Sovétríkjanna eru nefnilega engir menn eins og Dubcek. Þess vegna er ekki að vænta breytinga i frjálsræðis- átt „að ofan“ nema fyrir þrýst- ing að vestan. Þróunin í náinni framtið í Sovétríkjunum er þannig háð utanrikismálum, þróun hinnar alþjóðlegu verka- lýðshreyfingar og þá sérstak- lega afstöðu hinna vestrænu kommúnistaflokka til Sovét- ríkjanna, og hún er komin und- ir efnahagsástandinu í landinu og, þó að í minna mæli se, undir því einnig, hvers eðlis andstað- an gegn stjórnarvöldunum verður fyrst og fremst. Ef lýð- ræðisrikin styðja ekki andstöð- una i Sovétrikjunum, verður henni óhjákvæmilega sýnd meiri harka af yfirvöldunum þar. Ef það verða aðeins hægri öflin, sem beita sér i andstöð- unni, þá munu hægri öflin ná yfirhöndinni bæði í stjórnar- kerfinu og í stjórnarandstöð- unni.“ —Hvaða stuðningur af hálfu Vesturveldanna haldið þér að yrði áhrifamestur? Hinn sið- ferðilegi fyrst og fremst eða Leonid Plyust. landinu eða öllu heldur, hefur fjarlægðin að heiman í för með sér nákvæmari skilgreiningu á persónúlegum skoðunum manna, sem síðan kemur fram í ritdeilunum? „í Sovétríkjunum sjáum við aðeins hinn eina, sameiginlega óvin. En í útlegðinni fer það, sem greinir á milli lýðræðis- sinnaðra og ihaldssamra and- ófsmanna, fyrst að skipta veru- legu máli. Það er einnig að nokkru leyti komið undir bandamönnum okkar í vestri. Ég fæ ekki séð neinn mögu- leika á samvinnu milli hinna Útlægi andófemaðurinn Leonid Plyust ræðir andstöðuna innan Sovétríkjanna ( sem reyndar vilja nú heldur fara aftur til Þýzkalands.) Stjórn Vestur-Þýzkalands gerir að minu áliti of lítið fyrir þetta fólk. Ennþá minna vita menn um vandamál Ukrainubúa, Eystrasaltsþjóðanna og þeirra þjóðarbrota í Asiu, sem berjast fyrir þjóðlegri menningu sinni og þar með gegn þeirri „rúss- un“, sem inn á þau er neytt. Sem Ukraínubúi er ég sjálfur þeirrar skoðunar, að það sem mestu máli skipti fyrir úkraínsku þjóðina í framtiðinni sé sjálfstæði. Sömu skoðunar eru Eystrasaltsþjóðirnar, Armeníumenn og Kákasusbú- ar.“ — Þér hafið verið i varðhaldi á geðveikrahælum í þrjú ár. Hvað getið þér sagt um reynslu yðar af þvi? „Hið versta við þvingaða geð- læknismeðferð er: 1. Að vera í sambýli við of- stopafulla og alvarlega veika geðsjúklinga. 2. Övissan varðandi dvölina. Það er enginn fyrirsjáanlegur endir á dvölinni, nema þá sá, að maður liti á það sem endi, að tekizt hafi að eyðileggja sálarlif manns með umhverfinu og lyfj- um, sem breyta vitundarlifinu. 3. Auðmýking af hálfu starfs- fólksins á stofnuninni, KGB- manna, sem starfa sem læknar, og annarra. 4. Meðhöndlun með geðlyfj- um, sem gefin eru i stórum skömmtum og án sefandi hjálp- arlyfja. Samanlagt verður þetta full- komin pyntingaraðferð. Ur „Súddeutsche Zeitung" — svá —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.