Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 St. Jósefsspítafínn Landakotiára Giftn- ríkt starf- mikil afrek skóli var settur á stofn. Má segja,' að síðari helming 19. aldar hafi spitalamálin staðið i þófi. Læknar sóttu á, en valdstjórnin sat á höndum sér. Höflega skulum vér nútíma- menn áfellast ráðamenn þeirrar tíðar. Þjóðin var örsnauð og eng- inn skilningur á þvi, að læknis- verk gætu skilað arði i beinhörð- um peningum með færri veik- indadögum, aukinni starfsorku og lengdri æfi vinnandi manna. Árið 1901 var svo komið, að fyrir Alþíngi lá frumvarp um landsspftala með 24 rúmum og var áætlaður kostnaður 100 þús- und krónur. Ekki voru þingmenn á eitt sáttir. Þá barst þeim bréf frá St. Jósefssystrum. Buðust þær til þess að reisa spítalá með 35 rúm- um. Skyldi öllum læknum heimilt að stunda þar sjúklinga. Ættu all- ir að eiga þar athvarf án tillits til trúarskoðana og ekkert myndi gert til þess að hafa áhrif á sjúkl- ingana í þeim efnum. En því var þetta sagt skýrum orðum, að margir óttuðust þá pápísku. Skyldi spitalinn vera að öllum búnaði eftir kröfum tímans og gerður í samráði við kennara læknaskólans en þeim heimil kennsluaðstaða þar. Á móti þyrfti að koma 60 þúsund króna lán frá landssjóði með 6% vöxtum á ári til 28 ára og 3000 króna árlegur rekstrarstyrkur til jafnlangs tíma. Felldi nú Alþingi landsspít- alafrumvarpið. Fjárlaganefnd neðri deildar var þess fýsandi, að lánið yrði veitt og lagði raunar til, að rekstrarstyrk- ur til St. Jósefssystra yrði hækk- aður í 4000 krónur á ári. En Alþingi felldi bæði lán og styrk. Samt létu systurnar ekki hug- fallast. Hefur þá komið i góðar þarfir fjársöfnun paters Jóns Sveinssonar, sem fyrr var nefnd. Þegar Oddfellowar gáfu spítalann i Laugarnesi höfðu safnast 30 þús- und frankar og runnu þeir nú til Landakotsspítala. Hefur Nonni verið þarfur landi sinu um fleira en landkynningu. A útmánuðum 1902 hófst bygging spítalans. Var hornsteinn lagður 26. april, en svo hratt gekk verkið fram, að þ. 16. október var sjúkrahúsið vigt. Hafði þó fyrsti sjúklingurinn komið hálfum öðr- um mánuði fyrr. Var það 33 ára gömul kona, sem kom þ. 1. sept- ember og fór heim þ. 15. október sama ár. Næsti sjúklingur kom 3. september. Það var 37 ára karl- Varð því að gera spitalanum vatnsból. Knud Ziemsen, ungur verkfræðingur, sem síðar varð borgarstjóri, taldi að fá mætti vatn ef brunnur væri grafinn við spítalann, en sá brunnur þyrfti að vera 22 metra djúpur. Jafnframt spítalabyggingunni var tekið til við brunngröftinn. Þegar komið var niður 4 metra var komið á klöpp. Voru sprengd göng í gegn- um klöppina með dynamiti. Klöppin sýndist endalaus og gekk sprengiefnið til þurrðar. Leit út fyrir, að brunngröfturinn myndi stöðvazt langa hríð eins og sam- göngum var þá háttað við útlönd. Þá spurðist, að Lefoliiverslun á Eyrarbakka ætti dynamit og lét hún það falt. En enginn fékkst til þess að sækja dynamitið af ótta við, að það springi við hristinginn á leiðinni: „Eftir mikla eftir- gangsmuni fékkst þö einhver i þessa Bjarmalandsreisu og vitan- lega kom hann jafnheill að austan og hann hafði farið“, segir Knud Ziemsen. Þegar komið var niður á 22 metra dýpi fór að seytla inn vatn, en þegar holan var orðin 24 metra djúp streymdi í hana vatn, bragðlaust og blátært. Var þetta besti og vatnsmesti brunnur bæj- arins. Gat spítalinn miðlað Stýri- mannaskólanum og einu húsi við Stýrimannastíg af nægtum sínum. Med mestu mannvirkjum Séra Schreiber, prestur í Landakoti, stjórnaði brunngreftr- inum. Hann fór sjálfur niður i brunninn — var fluttur fram og aftur í tunnu — og kom fyrir hverju sprengjuhylki, „en það er hinn mesti lífsháski, ef ekki er höfð nóg aðgæsla", stendur i Isa- fold 18. október 1902. Segir Knud Ziemsen, að brunn- urinn sé fyrsta stórvirkið hér í bæ, sem dynamit var notað við og hafi hann á sínum tíma tvimæla- laust verið með mestu mannvirkj- um, sem gerð höfðu verið í Reykjavík. Þegar nú vatnið var fengið, þurfti að koma skolpi í burtu. Víðast i bænum var því veitt í vilpur eða skvett i hlaðvarpann, en ekki þótti hlýða að gera slíkt hér. Var þvi lagt holræsi til sjáv- ar, þar sem nú er Ægisgata og er þaó fyrsta holræsið í þessum bæ. Segir Vilmundur Jónsson, land- læknir, að bærinn hafi lánað 2600 kr. til þeirra framkvæmda. Svo myndarlega var að þvi staðið, að Ræða dr. Bjarna Jónssonar yfirlæknis Herra forseti Islands, virðulega forsetafrú. Góðir gestir. Ef þú sinnir þvi smáa eins og það væri stórt, mun þér hlotnast sú náð að ráða því stóra eins og það væri smátt. Á þessum 16. degi októbermán- aðar minnumst vér þess, að á þeim degi fyrir 75 árum var vígð- ur spítaii í Landakoti. Systur af reglu heilags Jósefs reistu þann spítala og ráku fram að árslokum næstliðnum og enn hafa þær að nokkru hönd í bagga. Þáttur systranna í heilbrigðis- málum islendinga er stór. Enn hefur enginn hópur af jafnri stærð lagt eins mikið af mörkum til spítalareksturs á þessu landi. Vantar þar mikið á og verður það afrek væntanlega seint jafnað. Það er upphaf þessa máls, að 1896 komu fjórar reglusystur til Reykjavíkur í þeim tilgangi að sinna sjúkum. Þær lögðu frá Kaupinhöfn þ. 14. júlí og tóku land hér þ. 24. sama mánaðar. Stunduðu þær heimahjúkrun framan af og mun hafa verið ofar- lega í huga þeirra að hjálpa holds- veikum. Rennir það stoðum undir þá skoðun, aó á sama ári kom pater Jón Sveinsson, S.J., af staó fjársöfnun með ávarpi í frakk- neskum blöðum og skyldi fénu varið til byggingar spítala fyrir holdsveika á Islandi. En þó þær byrjuðu á heimahjúkrun gátu þær fljótlega skotið skjólshúsi yf- ir sjúklinga en þö aðeins að sumri til. Í859 komu hingað til lands tveir prestar til þess að vera sálnahirð- ar franskra sjómanna, sem voru margir hér við land. Keypti ka- þólska kirkjan þá Landakotseign- ina og árið eftir reisti séra Bern- hard þar kapellu. Dvaldist hann stutt en séra Baldvin var hér i 15 ár. Kapellan, lágreist hús, var not- uð til tíóahalds fram eftir ári 1897 en þá var byggð stærri kirkja austar f túninu og stóð hún þar þangað til 1929, að steinkirkjan reis, sem nú stendur á Landakots- hæó. Þá var gamla kapellan rifin en kirkjan frá 1897 flutt á grunn hennar og er nú æfingahús Iþróttafélags Reykjavíkur. Á Antoniusdag 1897 — það gæti verið 13. júní — skrifar séra Jo- hannes Frederiksen: „En ny Kirke er snart under Tag her 1 Reykjavik og den gamla Kirke er nödtörftigt indrettet til Somraer- hospital". Hafa þá systurnar verið byrjaðar á spítalarekstri fyrir 80 árum þó í smáum stíl væri. Áætlanir systranna um smiði holdsveikraspítala urðu að engu, því danskir Oddfellowar urðu fyrri til og gáfu landinu spítala, sem reistur var 1 Laugarnesi 1898 og stóð þar þangað til hann brann á stríðsárunum í höndum setuliðs- ins. Systurnar lögðu ekki hendur í skaut, þó holdsveikir þyrftu ekki þeirra hjálp. Spílalamálin íþófi Spitalamál landsins voru i ólestri og höfðu aldrei komist á neinn rekspöl, þótt læknar hefðu uppi raddir um þörf fyrir spítala og þörfin fyrir kennsluspitala yrði brýn eftir 1876 þegar lækna- maður. Hann dó i spítalanum 9. febrúar 1903. Til ársloka 1902 komu í spítalann 37 sjúklingar en legudagar voru 1110. Árið 1911, þegar Háskólinn var stofnaður komu 682 sjúklingar í spítalann, en legudagar voru þá 17.893. 1 fyrra — síðasta árið sem systurnar ráku sjúkrahúsið — voru lagðir inn 4530 sjúklingar og legudagar urðu 64.495. Systurnar stóðu við loforð sín og ríflega, þó ekki væri þeim rétt hönd af yfirvöldum. Uppkominn rúmaði spitalinn 40 sjúklinga eða nærri 15% meira en þær höfðu nefnt í upphafi. Ber samtíma heimildum saman um, að húsið væri hið besta, búnaöur allur með ágætum og systrunum til sóma. Kostaði 80 þúsund kr. Kostnaður við bygginguna var 80 þúsund krónur eða 2000 krón- ur á sjúkrarúm, en í frumvarpi því, sem lá fyrir Alþingi árið áður var kostnaður á rúm við landsspít- ala áætlaður rúmlega 4000 kr. En það var ekki nóg að byggja hús. 1 þessu húsi átti aö hafa um hönd störf, sem kröfðust mikils hreinlætis og þá um leið mikils vatns. Reykjavík bjó á þeim tímum við vatnsskort. Vatnsbólin voru brunnar á við og dreif og margir vatnslitlir svo vatn 1 þeim þvarr 1 þurrkum og í frosti. Var talið, aó 18 lítrar af vatni kæmu á mann á dag og þætti það litið nú og eins þó litið sé til þess, að þvottur fór 1 laugar. En meira var ekki að hafa. það er enn notað og tekur vi.ð frárennsli frá þeirri byggð, sem risið hefur á túnunum norðan spítalans. Var þá ekki einasta, að systurn- ar væru forgöngumenn um spít- alabyggingu með þeim myndar- brag, að allir undruðust sem sáu, heldur voru þær líka brautryðj- endur í hollustuháttum og hrein- læti með vatnsleióslu inn 1 spítal- ann og skolpleiðslu frá honum. Stækkun hafin 1933 Spítalinn varð brátt of lítill. Var þá horfið að því ráði að taka herb’ergi starfsfólks fyrir sjúkra- stofur. 1911 voru rúmin orðin 60 en 1931 voru þau 70. 1933 var byrjað á viðbyggingu við spítal- ann, eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar. Erum vér stödd. 1 þvf húsi nú og var þessi salur kapella systranna. Á hausti 1935 var þeirri byggingu lokið og rúm- aði hún 30 sjúklinga. Auk þess var 1 húsinu Röntgendeild og vist- arverur systra. Enn var þar eld- hús í kjallara og birgðageymslur, þvottahús, straustofa og sauma- stofa svo og stofur fyrir ljóslækn- ingar og matstofa systra. Var fyrsti sjúklingurinn vistaður þar 22. september, en næsta dag voru öll rúm fuilskipuð. Eftir þessa viðbót var hægt að nýta ibúðir systra, sem verið höfóu í rishæð gamla hússins, fyrir sjúklinga og bættust þar við 20 rúm. Arið 1950 var bætt við 18 sjúkrarúmum 1 vesturálmu. Hafði verið reft yfir flatt þak á húsinu og fengu systurnar íbúð þar, en hibýli þeirra á 2. hæð voru tekin fyrir sjúkrastofur. 1960 var tekin i not barnadeild á 3. hæð þessarar sömu bygging- ar. Höfðu áður verið þar íbúðir starfsfólks. A ofanverðu ári 1956 var enn tekið til við byggingar og byrjað á austurálmu spítalans, sem koma skyldi í stað timburhússins gamla. Að þessu sinni var ekki ætlun að fjölga sjúkrarúmum. Systurnar höfðu lofað þvi 1902 að byggja spítala í samræmi við kröfur timans. Þær efndu það og höfðu lengst af haldiö i horfinu við auknar kröfur. En nú var svo komið, að starfsemi spítalans var búin að sprengja utan af sér stakkinn og auk þess lá eldhættan í gamla timburhúsinu eins og mara á stjórn spítalans. Nýbyggingin kom i gagnið í áföngum. Var fyrst flutt i sjúkra- deild á 1. hæð í janúar 1962. Var síðan smáflutt úr gamla spítalan- jum eftir þvi sem fram vatt inn- réttingu nýja hússins og síðast var flutt í skurðstofur i marz 1963. Þegar gamla húsið hafði verið rifið var reist einnar hæðar bygging á hluta af gamla hússtæð- inu og eru þar skrifstofur og aðal- inngangur. Því var lokið á jóla- föstu 1966. Nú eru 180 sjúkrarúm í spitalanum. Það tók áratug að fullgera þessa byggingu. Hún var teiknuð af Einari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni en Gunnar féll frá áður en byggingin var komin á rekspöl. Við stórhýsi af þessu tægi koma ætíð upp mörg vandarhál, sem þarf að leysa jafnótt og byggingin gengur fram. Allt mæddi það á Einari Sveinssyni. Það var mikil fyrirhöfn og stórar fjárhæðir, sem hann sparaði systrunum. Og launin, sem hann tók fyrir alla þessa vinnu voru ekki nema nafn- ið tómt. Án hans hefði spítala- byggingin orðið systrunum enn þyngri róður. Enn þrengir ad Nú fannst öllum, bæði læknum og systrum, að nóg væri olnboga- rúm og myndi verða svo nokkuð lengi. Svo mikil voru viðbrigðin að komast úr spennitreyjunni. En það var stutt gaman. Spitala- vinna hefur breytst svo á undan- förnum áratugum að er með ólíkindum. Stoðdeiidir aukast og stækka og þurfa orðið meira rúm í nýtísku spítala en sjúkradeildir. Ekkert lát er á þeirri þróun. Elfur tímans streymir fram óstöðvandi. Aukning rannsóknastofuvinnu hefur aukist svo, að ekki verður líkt við annað en sprengingu. Má geta þess, að 1936 þegar ég byrj- aði mína læknisæfi i þessu húsi voru rannsóknastofustörf unnin af kandidat með annarri vinnu og sama máli gegndi um Landspít- ala, sem þá hafói starfað i hálfan tug ára. Nú vinna á rannsókna- stofum Landakotsspítala 33 menn allan daginn. Og þó annað þætti hlýða þá um lengd vinnudags en nú er titt og þó sjúkrarúm séu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.