Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1977 Sigurlaug Bjarnadóttir alþm.: Ef við slítum lögin, þá slítum við friðinn I góðri trú veitti Alþingi opin- berum starfsmönnum verkfalls- rétt með lögum er samþykkt voru undir þinglok vorið 1975. I góðri trú um, að með þessari löggjöf væri stigið spor í réttlætis átt og um leið mörkuð skynsamlegri og heillavænlegri stefna í kjara- samningamálum allra lands- manna. Nú, þegar fyrsta verkf all BSRB hefir staðið í tæpa viku, er ljóst, að á þessari löggjöf eru ýmsir vankantar, sem þarf að lagfæra og ekki síður hitt, að framkvæmd verkfallsins er stórgölluð. For- svarsmenn BSRB sjást litt fyrir i ákefð sinni til að reyna bitið í hinu nýja vopni, verkfallsverðir fara sínu fram í krafti eigin geð- þótta, jafnvel þvert ofan i gefin fyrirmæli yfirmanna sinna. Krafa um lögbrot Það er staðreynd, að þessi nýju lög, sem áttu sér langan aðdrag- anda, byggðust á samkomulagi milli núverandi ríkisstjórnar og BSRB. Þvf sorglegri er sú stað- reynd nú, að forystumenn sam- takanna verða nú í fyrstií atrennu til þess að hafa ýmis veigamikil ákvæði þeirra að engu. Þar á ég fyrst og fremst við ákvæðin um verksvið og vald kjaradeilunefnd- ar (26. gr), sem ítrekað hefir ver- ið bortið gegn og um tveggja ára gildistíma aðalkjarasamnings (8. og 24. gr.). Krafa BSRB um endurskoðunarrétt ásamt verk- fallsrétti á samningstimabilinu, hlýtur að skoðast sem krafa um lögbrot á meðan Aiþingi hefir ekki breytt gildandi lögum. Það lógbrot hefir raunar þegar verið framið í a.m.k. einu sveitarféiagi, Akranesi. Takmörkuð velþóknun Fullvíst má telja, að þorri aðildarmanna BSRB, þeir, sem á annað borð hugsa nokkuð út .i málin, líti þessar aðf arir með tak- markaðri velþóknun. Eða hver skyldi treysta sér til að verja það uppátæki er Háskóla íslands og menntaskólum i Reykjavík er iok- að og liklega fast að 10 þúsund manns þar með gerðir verklausir vegna þess, að 4 eða 5 húsverðir — og þeir einir — máttu snúa lykli í hálfhring til að opna skóla- dyrnar að morgni og læsa að kvöldi, þótt rektprar hafi þar að sjálfsógðu lyklavöld og sennilega fleiri eða færri kennarar. (Gamli M.A. fyrir norðan heldur sínu striki sem ekkert sé.) Einn af forráðamönnum BSRB upplýsir á blaðamannafundi, að húsverðir umræddra skóla séu „yfirleitt" i Starfsmannafélagi rikisstofnana. Hvað þá um hina, sem eru það ekki? Og hvaðan kom ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytisins vald til að fyrirskipa Iokun skól- anna? Hér urðu einfaldlega hrein mistök, hálfgerður skrípaleikur, og þegar leiðrétta skal mistökin og sjálfsögð ákvörðun tekin um að opna skólana aftur, þá er ósýnt um (þegar þetta er skrifað), hvort það muni takast. BSRB staðhæfir, að með því sé verið að fremja í senn lögbrot og verka- fallsbrot. Lögfræðingum, sem spurðír hafa verið álits ber hins- vegar saman um að svo sé ekki. Hvorum skyldum við fremur eiga að trúa — eða hvers virði eru lög í þessu landi? Fær ekki staðizt í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur (frá 1938), 18. gr. segir svo: „Þegar vinnustöðvun hefir verið Iöglega hafin, er þeim, sem hún er að einhverju leyti beint gegn óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustóðv- uninni standa". Ef það er í krafti þessarar greinar, sem BSRB staðhæfir, að rektorar hinna ærði skóla hafi ekki leyfi til að opna þá og loka, þá fær það auðvitað ekki staðizt, því að þeir eru, engir þeirra, inn- an þess bandalags, heldur í Bandalagi háskólamanna, sem ekki eiga aðild að samningum BSRB. Þetta. er þvi augljóst mál, að mér er tjáð af lögfróðum mönnum, að túlkun á hugtakinu „verkfalisbrot" hafi í framkvæmd verkfalla á islandi byggzt með- fram á hefð, án þess, að laga- ákvæði komi'til. Ég spyr í fullri alvöru, hvort ekki sé tími til kom- inn að búa hér eitthvað betur um hnútana með tilliti til þess, sem er að gerast nú og hefir gerzt áður hvað eftir annað, er smærri og stærri verkfóll hafa dunið fyrir þjóðina, stundum með þeim hætti að örfámennir starfshópar hafa stöðvað heilar atvinnugreinar og stundum það örlagarík, að hrikkt hefir í allri þjóðfélagsbygging- unni. Skaðinn hefir jafnan verið ómældur en ævinlega mestur fyrir þá, sem minnst mðiga sin í þjóðfélaginu. Gamla slagorðið „verkfallsrétturinn er heilagur" sem fól i sér mikinn sannleik hér á fyrri tíð, sem nauðvórn svelt- andi alþýðu, er með tímanum orð- ið að dapurlegu öfughæli. Engin marktæk niðurstaða Ég mnn ekki fara hér út í að ræða einstök launaatriði þessarar nýstárlegu vinnudeilu en hlýt að vekja athygli á með hverjum hætti forsvarsmenn BSRB túlka niðurstöðu af könnun þeirri, sem að frumkvæði fjármálaráðherra var nýlega gerð á kjörum opin- berra starfsmanna og annarra stétta þjóðfélagsins í því skyni að fá hlutlausa úttekt, er „gæti greitt fyrir samningsgerð um kjör opin- berra starfsmanna". BSRB hefir haldið því mjög á loft, að könnun þessi hafi leitt i ljós mjög veruleg- an launamisun rikisstarfsmanna og launafólks í einkaþjónustu, þann mismun verði að leiðrétta. Rikisvaldið hefir komið til móts við þá kröfu með tilboði um all- miklu meiri launahækkun nú en i hinum almennu kjarasamningum s.l. vor. En sannleikurinn er raun- ar sá, að því er varðar umrædda könnun Hagstofunnar, að þar liggur engin marktök niðurstaða fyrir:, enda hafði hagstofustjóri mjög sterkan og ótrvíræðan fyrir- svara á gildi hennar í greinargerð sinni að könnun lokinni — segir m.a. þetta: „Til þess að fá tiltölulega traustan grundvöll til samanburð- ar við launakjör i einaþjónustu hefðu þurft að stokka upp flokk- un rfkissrarfsmanna í könnuninni en á því voru óyfirstíganlegir örðugleikar við ráðandi aðstæður, auk þess sem enginn tími hefði verið til sliks. Niðurstöðurnar má túlka á ýnt.san hátt og hagnýting þeirra til samanburðar við launa- kjör starfsmanna í einkaþjónustu er þar af leiðandi miklum ann- mörkum bundin. Hér bætir það dálítið úr skák, að alvarleg tilraun var gerð til að samræma flokkun starfsmanna í einkaþjónustu gildandi starfs- flokkun verzlunar- og skrifstofu- fólks þar sem eru nothæfar skil- greiningar á tegund og eðli starfa í hverjum flokki. Heimfærsla sér- hvers rikisstarfsmanns til þeirrar starfsflokkunar, eftir því sem við ætti myndi skapa nothæfan sam- anburðargrundvóll en slík upp- stokkun er, eins og áður segir, óframkvæmanleg við ráðandi að- stæður". (leturbr. mínar). Krafaum heilindi og heiðarleik Óþarflega hljótt hefir verið i yfirstandandi kjaradeilu um þessa greinargerð hagstofustjóra, sem forsvarsmenn BSRB hafa með all óskammfeilnum hætti túlkað sér afdráttarlaust i vil. Með þessu vil ég síður en svo veitast að hagsmunum þess launa- fólks, sem hér á i hlut. Það er vitað mál að innan BSRB eru hin- Jón Torfason: Sídbúið Blöndusvar Pálmi Jónsson bóndi á Akri ritar enn um Blönduvirkjun i Morgunblaðinu 20. júlí siðastlið- inn. Sú grein ber svipað yfirbragð og hin fyrri frá því i apríl og er allnokkuð reynt að gylla Blöndu- virkjun þó stillilega og hófsam- lega sé að f arið. Hlutföll og samanburður i Pálmi gerir í upphafi ágæta j grein fyrir því hvernig mismun- andi hlutfallstölur um landsspjöll vegna Blönduvirkjunar séu fengnar. Hann bendir réttilega á að tölur orkumálastjóra frá 1973 séu ekki endanlegar en telur mig hafa dottið í pytt með því að bera nýjustu tölur og tjón vegna virkj- unarinnar saman við þær. Það er að vísu ekki fyllilega réttmætt en samkvæmt þeim upplýsingum, sem tiltækar eru, virðist gróður- eyðing vegna Blönduvirkjunar nema um 40% allrar gróðureyð- ingar vegna nýrra virkjana á landinu. Við nánari rannsóknir geta gróðurskemmdir við aðrar virkjanir orðið meiri en orku- málastjóri taldi árið 1973 og þá lækkar þetta hlutfall við Blöndu vitanlega. Varla er þó þessi pyttur dýpri en keldan, sú er Pálmi hleypti i, þegar hann i aprílgrein- inni vitnaði í tittnefnt erindi orkumálastjóra frá 1973 og lét svo sem gróðureyðingarhlutfallið vegna Blönduvirkjunar næmi að- eins 13,1% af öllum virkjunum á landinu, þótt þá væri miðað við að gróðurland sem spylltist við Blöndu væri töluvert minna en helmingur þess sem nú er reiknað með. Pálmi er nokkuð efins um að sú fullyrðing sé rétt að gróður- eyð.ingin vegna Blönduvirkjunar nemi nálægt þriðjungi af öllu gróðurlendi á Auðkúluheiði. Þar er að vísu bara um lauslegt mat heimamanns að ræða byggt á nokkrum kunnugleik áheiðinni en ekki rannsóknum sérfræðinga. Ekki held ég samt að þeta laus- lega mat sé verr grunað en aðferð- in, sem Pálmi virðist vilja nota, að meta gróðurlendi eftir þeim fjölda fjár og hrossa sem á því gengur. Það værí þá alveg ný að- ferð. En að slepptu öllu gamni þá vitum við grannarnir báðir að starfsmenn Rala hafa lengi pré- dikað yfir okkur að afrétturinn sé fullnýttur, jafnvel ofnýttur, og i ljósi þess ættum við frekar að keppa að þvi að stækka gróið land á heiðinni en að minnka það. Þar sem nú svo vandfarið er með tölur um hlutfallslegt tjón vegna Blónduvikjunar getum ,við farið aðra leið, sleppt tölunum og orðað aðalatriðið á annan hátt, þannig: gróðureyðing vegna Blönduvirkjunar er mikil, meiri en við flesta — ef ekki alla — virkjunarkosti í landinu og mörgu sinnum meiri en við Villinganes- virkjun. Þá er liklegt að breyting- ar á landslagi og náttúrufari verði einhverjar, jafnt ofan stíflu sem neðan, en það er að miklu leyti ókannað ennþá. Hvað er auðvelt? Landbætur heitir stuttur kafli i grein Pálma sem fer msetallur í að leiðrétta útúrsnúning minn á þeim orðum hans í aprílgreininni að „skoðun vísindamanna og til- raunir, sem gerðar hafa verið benda allar til þess með vaxandi öryggi, að nýtt gróðurlendi sé Björn Steffensen: Skraf um umferðarmál Áhugamaður, sem ekið hefur bíl í hálfa öld, segir álitsitt. Fyrst eru hér lýsingar tveggja manna á akstursmáta Islendinga: „Það fer ekki framhjá neinum, sem ekið hefur mikið erlendis, að akstursvenjur Islendinga ein- kennast mest af frekju, frunta- skap, óbilgirni, aulahætti og van- kunnáttu í meðferð bíla." — „Er- lendis reyna ökumenn undan- tekningarlítið að greiða fyrir um- ferðinni, hliðra til og hjálpa ná- unganum til að komast leiðar sinnar. Hér er eins og þeir reyni að hrella hann, hræða hann, eða hreinlega reyni að láta helvítið hafa það — búms. Hver hefur ekkí t.d. reynt að skipta um ak- grein með sannan Islending á eft- ir sér á hinni akgreininni?" Þann- ig lýsir Halldór Jónsson verk- fræðingur „umferðarmenning- unni" á islandi nýlega í bréfi til Velvakanda. Gísli Sigurðsson á Morgunblað- inu segir nýverið frá Vestur- Islendingi, sem hér var á ferð fyrir skömmu og var alveg gáttað- ur á umferðarmátanum. Hann kom ekki auga á að hér giltu neinar reglur í umferðinni, held-. ur sveifluðu menn sér bara til og frá milli akgreina eftir geðþótta og eftir því, sem þeir fyndu glufu. Hann sagðist undir engum kring- umstæðum mundi þora að aka bíl hér. Hver sem ekur hér bíl að staðaldri veit að þessar lýsingar eru réttar. En hvernig í ósköpunum stend-* ur áþessu? Algengast er að kenna um vanhæfni í akstri og að ókumenn kunni ekki umferðarreglur. Ég held að þetta sé ekki rétt, nema þá að litlu leyti. Ég sé enga ástæðu til að ætla að við séum, almennt, tornæmari og klaufskari en t.d. Bretar, en umferðarmenn- ingin í Bretlandi er annáluð. Við höfum að vísu djöful að draga, sem Bretar hafa lítið af að segja. Ég á hér við minnimáttarkennd- ina, sem tröllríður okkar fólki. Þessi vankantur í skapgerð okkar skilur að sjálfsögðu eftir merki sin i umferðinni. Má til dæmis um það nefna, þegar menn fara í kappakstur við þann, sem reynir að komast fram úr þeim, þá eru þeir menn áreiðanlega haldnir þess háttar sálarbeiglu. En nóg um það. Síðast liðið vor var ég 10 daga í Luxemburg og var þá daglega ek- ið um landið og borgina í bíl. Aldrei varð ég þess var þessa daga að neitt óhapp yrði á vegun- um sem ég fór um, og aldrei heyrði ég í bilflautu. Þó var ekið hraðar heldur en hér er gert. Hér ekur maður aftur á móti varla gegnum borgina ( svo, að maður sjái ekki einhverstaðar lógreglumenn vera að bauka við mælingar, vegna nýafstaðins áreksturs, og komi það atvik fyrir í umferðinni, t.d., að ökumenn fipist og geri eitthvert klaufa- strik, þar sem aðrir ökumenn þyrftu þá að sýna tilhliðrunar- semi og gætni, til þess að gera gott úr, þá er það segin saga að „sannir islendingar" leggjast tafarlaust á flautuna, en einmitt það er visasti vegurinn til þess að syndaselurinn tapi sér alveg og úr þessu verði slys. Þegar ég verð vitni að svona atviki kemur mér ævinlega í hug það, sem Þórbergur segir i við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.