Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 17 Fylgiskjal 10: Fundargerð Ar 1977, laugardaginn 1. október kl. 9 hélt Kjaradeilu- nefnd 23. fund sinn i fundarher- bergi fjármálaráðuneytisins. I upphafi fundar voru mættir þessir nefndarmenn: Helgi V. Jónsson, Friðjón Þórðarson, Agúst Geirsson, Guðmundur Gígja, Ólafur W. Stefánsson, Magnús Öskarsson og Nanna Jónasdóttir. Þettagerðist: 1. A fundinn komu Hallvarður Einarsson, rannsóknarlögreglu- stjóri og Grétar Sæmundsson, rannsóknarlögreglumaður til við- ræðna um starfsemi rannsóknar- lögreglu rikisins, ef til verkfalls kemur. 2. Kjaradeilunefnd hefur kynnt sér sjónarmið lögreglu- manna og yfirstjórnar lögregl- unnar varðandi störf lögreglu- manna, ef til verkfalls kemur. Er m.a. upplýst að menn vantar í 20 stöður lögreglumanna í Reykjavik og að unnin er mikil yfirvinna af lögreglumönnum um iand allt. Að þessu athuguðu telur Kjara- deilunefnd ekki fært annað en að lögreglumenn starfi almennt áfram, þótt til verkfalls komi. Samþykkt þessi nær þó ekki til eftirtalinna starfsþátta lögreglu- manna: 1) Utgáf u skírteina og leyf a. 2) Skráningu í spjaldskrár. 3) Vörslu og afhendingu óskilamuna.4) Starfsemi lögregluskólans. 5) Umferðarfræðslu og sektainn- heimtu. Þá er samþykkt að almenn fyr- irgreiðsla sem lögreglumenn veita og ekki telst öryggisgæsla verði felld niður og eftirlitsstörf verði i lágmarki. Varðandi rannsóknarstörf lögreglumanna samþykkir nefnd- in að ekki verði unnin slík störf sem þola bið öryggis vegna. Fylgiskjal 11; Bréf Lögreglu- félags Reykjavíkur Reykjavfk. 14. okt. 1977 Til allra lögreglumanna f Reykjavfk. Stjórnarfundur í Lögreglu- félagi Reykjavíkur haldinn í lög- reglustöðinni að Hverfisgötu 113, þann 14. okt. 1977 kl. 14:00, samþykkti eftirfarandi: 1. Lögreglumenn fari og kanni með öll umferðaróhöpp, sem tilkynnt er um. Eigi séu gefnar lögregluskýrslur eða höfð afskipti af umferðaróhöppum, nema slys hafi orðið á fólki eða stórfellt eignatjón á ökutækjum hafi átt sér stað. 2. Sem áður i þessu yfirstand- andi verkfalli verði eftirlit í lág- marki. Eftirlitsferðir eru verk- fallsbrot. Ef lögreglumenn eru hvattir til slíkra brota af yfir- mönnum ber lögreglumónnum að halda þegar í stað til verkfalls- nefndar B.S.R.B. að Hekluhúsinu Laugavegi 172, s. 26688, og bíða þar fyrirmæla verkfallsnefndar- innar. 3. Til upplýsingafyrir lögreglu- menn skal þess getið að aðeins Framhald á bls. 27 Yfirlýsing BSRB Vegna „sleitulauss áróð- urs" Morgunblaðsins, 99rang$núins og hlutlægs fréttaflutnings" og rit- stjórnargreinar blaðs- ins 16. október 1977 MorgunblaSinu hefur borizt eftirfar- andi yfirlýsing fri BSRB: A8 undanfömu hefur Morgunbla5- iS haldiS uppi sleitulausum iróSri gegn Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, svo og rangsnúnum og hlut- lægum fréttaflutningi af verkfallsaS- gerSum þess. Sakir anna vi8 fram- kvæmd verkfallsins hefur ekki veriS hirt um aS leiSrétta rangfærslumar Ii8 fyrír Ii8, en síSastliSinn sunnudag 16. okt. birtir blaSiS ritstjómargrein. sem ekki verSur komist hjá að svara. Undir fyrirsögninni „BSRB og úr- skurSir kjaradeilunefndar" ber MorgunblaSiS BSRB i brýn ítrekuS lagabrot og stySur þi isökun dæm- um. sem sýna gleggra en nokkuð annaS. sem S blaSinu hefur birst, hvaS það hefur hirt litt um aS afla sér upplýsinga um þaS, sem gerst hefur. Vart verSur því trúaS a8 rit- stjóm MorgunblaSsins beri vísvit- andi ósannindi i bor8 fyrir lesendur sina. eSa hvaS? í þessari ritstjórnargrein er í upp- hafi visaS til 26. greinar laga um kjarasamninga og verkfallsrétt opin- berra starfsmanna. þar sem segir: „Þótt löglegt verkfall si hafiS. er starfsmönnum. sem ! verkfalli eru, skylt aS starfa svo. aS haldið verSi uppi nauSsynlegri öryggisvörslu og heilsugæslu. Kjaradeilunefnd ikveS- ur hvaSa einstakir menn skulu vinna i verkfalli og hún skiptir vinnuskyldu i milli manna. Um laun og kjör þessara manna meSan á verkfalli stendur skal fara eftir þeim kjara- samningi, sem gerSur verSur aS loknu verkfalli." f ritstjómargreininni segir siSan, að þau vandamál, sem upp hafi kom- iS í þessu verkfalli og teljast megi mjög alvarlegs eSlis stafi af því, aS BSRB hafi sýnt úrskurSum kjara- deilunefndar virSingarleysi. Þetta er mikill misskilningur. Þau vandamil, sem ritstjómargreinin siðan tiltekur sem dæmi. hafa öll itt rót aS rekja til þess, aS kjaradeilunefnd hafSi sjiH ekki i upphafi verkfallsins fariS aS umræddri lagagrein númer 26. Henni hafSi algjörlega láðst aS ikveSa hvaSa einstakir menn skyldu vinna i verkfallinu i ýirisum mikil- vægum vinnustöðum i sviSi öryggis- vörzlu og heilsugæzlu og hún hafSi ekki skipt vinnuskyldu þar milli manna, svo sem 26. grein mælir fyrir um. Þau vandamil, sem i greininni eru talin stafa af lagabrotum eru eftirfar- andi: 1. Vandamil viS hliSin i Keflavík- urflugvelli 2. Órói i sjúkrahúsum 3. VandræSi í Hjúkrunarskólan- KEFLAVIKURFLUG VÖLLUR 1. Þegar verkfall hófst aðfararnótt þriðjudagsins 1 1. október höfðu þeir lögreglumenn. sem staría í hliðum Keflavíkurílugvallar ekki fengið úr- skurð kjaradeilunefndar um hvaða ein- stakir menn skyldu vinna í verkfalli né um skiptingu vinnuskyldu þeirra i milli. Þeir hefðu þvi getað lagt niður störf með fullum rétti. En þar sem þeir gerðu sér fyllilega Ijóst, hverjar afleið- ingar það gæti haft fyrir öryggisvörzlu á Keflavikurflugvelli, — og minnugir þess, sem segir i 26. grein, að starfs- mönnum sé skylt að starfa svo. að haldið verði uppi nauðsynlegri öryggis- vörzlu. enda þótt lengi megi deila um hvað sé ..nauðsynleg" öryggisvarzla, — var kjaradeilunefnd gert viðvart um þennan trassaskap sinn og sendi hún þá i snatri handskrifaðan lista með nöfnum þeirra. sem skyldu vinna. Vinnuskyldu var hinsvegar ekki skipt þeirra í milli i þvi plaggi, sem barst lögreglumönnum þegar langt var liðið á nótt. enda þótt dagsett væri 10. október. Það sem síðar gerðist í hliðinu var, að tekin var upp strangari varzla en endranær vegna hins óvenjulega ástands innan vallarhliða og lokunum áfengisverzlana i Reykjavik, sem llkleg þórti, samkvæmt fyrri reynslu, til að ýta undir sókn i vin á vellinum. I þessu efni voru lögreglumenn i fyllsta rétti, því að i 26. grein laganna er hvergi á það minnzt, að kjaradeilunefnd beri að úrskurða meS hverjum hætti störf að öryggisvörzlu og heilsugæzlu séu unn- in aðeins hverjir geri það og hvernig vinhuskyldu skuli skipt milli þeirra Með úrskurði sinum um að varzla i hliðinu skyldi vera eins og venjulega fór Kjaradeilunefnd þvi tvímælalaust út fyrir það valdsvið, sem hún hafði feng- ið samkvæmt 26 grein og bar lög- reglumönnum þvi alls engin skylda til að hlita þeim úrskurði. 5JÚKRAHÚSIN 2 Óróinn á sjúkrahúsum skapaðist skki vegna þess, að BSRB virti úr- skurði kjaradeilunefndar að vettugi Par var hið sama uppi á teningnum og i flugvallarmálinu Kjaradeilunefnd hafði ekki farið að fyrirmælum 26. greinar laganna um að ákveða hvaða einstákir menn skyldu vinna í verkfalli, né hafði hún skipt vinnuskyldu milli þeirra Til þess að koma i veg fyrir Framhald á bls. 27 Verkfallsnefnd BSRB á fundi. Athugasemd Morgunblaðsins MORGUNBLAÐIÐ hefur hvorki haldið uppi „sleitulausum áróðri" gegn BSRB né „rang- snúnum og hlutlægum (sic.) fréttaflutningi" af verkfallsaðgerðum þess. (Hér mun eiga að standa „hlutdrægum"). Morg- unblaðið hefur einungis flutt sannar fregnir og hlutlægar af aðgerðum nokkurra BSRB-manna, sem því miður hafa varp- að skugga á samtökin í heild, þótt almennir félagar BSRB eigi þar engan hlut að máli, heldur aðeins fámennir hópar og einstakir verk- fallsverðir. Sumt af þessu hefur Kjaradeilunefnd, sem hefur æðsta úrskurðar- vald í verkfallinu, talið lögbrot og er því ekki að furða, þótt verkfalls- nefnd BSRB hafi þótt illt að sjá á' prenti fregnir um lögbrot þessi. Morg- unblaðið ber ekki ábyrgð á þessu, heldur þeir for- svarsmenn BSRB, sem mest hafa látið að sér kveða. Kjaradeilunefnd hefur séð sig knúna til að mótmæla þessum kröf- um BSRB-manna lið fyrir lið og telur Morg- unblaðið nægilegt að vísa til þess. Afstaða Kjara- deilunefndar birtist hér á síðunni og geta menn borið hana saman við fullyrðingar BSRB- manna. I Kjaradeilu- nefnd sitja m.a. fulltrúar BSRB og þar hefur ekki komið fram neinn ágreiningur svo vitað sé. Morgunblaðið vísar staðlausum fullyrðing- um um „rangsnúinn og hlutlægan (sic)" frétta- flutning algjörlega á bug. Morgunblaðið hefur gagnrýnt framkvæmd verkfallsvarða á verkfall- inu og það ekki að< ástæðulausu, en sú gagn- rýni hittir ekki fyrir félaga BSRB almennt, heldur þá hópa, sem að- gerðum hafa stjórnað. Það er athyglisvert, að gagnrýni BSRB-manna á Morgunblaðið fjallar um ímyndaðan áróður og rangsnúinn fréttaflutn- ing, en ekki skrif blaðs- ins um kjaramálin sjálf. Það er athyglisvert og segir í raun og veru mikla sögu að mörgum hefur virzt áhugi forystu BSRB nú snúast meira um framkvæmd verk fallsins, en kjaramál Harkan í þessari fram kvæmd hefur fært verk fallsbaráttu hér á laiitl marga áratugi aftur í tfmann. Það hefur ekki aðeins orðið mörgum utan BSRB íhugunar- efni, heldur einnig mörg- um félögum BSRB sjálfs. Um það mættu forystu- menn samtakanna hugsa, áður en þeir gera næstu atlögu að Morgunblaðinu og Kjaradeilunefnd. En kannski „annir [þeirra] við framkvæmd verk- fallsins" gefi ekki tóm til slíkrar umhugsunar. BSRB-menn tala um, að Morgunblaðið hafi hengt bakara fyrir smið. Það hefur aldrei verið tilgangur blaðsms, held- ur að hvetja forystu- menn BSRB til að virða landslög. Blaðið fagnar því síðustu málsgrein <yfirlýsingar BSRB. Ritstj. P.s. 1 lslenzkri orðabók Menningarsjóðs segir svo um orðið hiutlægur: „hlutrænn, ótruflaður af lill inniumim eða persónulegum lönnununi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.