Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978
Aftarlega
1 tímanum
Kópavogsleikhúsið:
JÓNSEN SALUGI.
Gamanleikur eftir Carl Erik
Soya.
Þýðing: Oskar Ingimarsson.
Leikstjóri: Guðrún Þ. Stephen-
sen.
Leikmynd: Gunnar Bjarnason.
Lýsing: Samúel Guðmundsson.
Lcikhljóð: Hörður Þorvalds-
son.
Það er stundum erfitt að átta
sig á leikritavali leikhúsa, ekki
síst þegar erlend verk eiga í
hlut. Jónsen sálugi eftir Carl
Erik Soya, danskan höfund, er
leikrit sem einhvern veginn er
aftarlega í timanum. Það
minnir á gamla daga í leikhúsi
þegar kapp var lagt á að sýna
leikrit sem ekkert skildu eftir,
voru aðeins skemmtun
skemmtunarinnar „ toíw*
fengin*^-' .Nifcv^trtmrnát tfiðslfk-
um verkum. Þau hafa sitt gildi.
Ég býst við að fyrir Leikfélagi
Kópavogs hafi aðeins vakað að
slá á léttari strengi. Þótt eitt-
hvað sé talað um ádeilu á
borgaralegt samfélag í leikskrá
dettur engum slíkt í hug sem
sér Jónsen sáluga. Hér er verið
að rækja einhverja skyldu sem
kemur leikhúsinu ekki við.
Carl Erik Soya mun vera
kunnur fyrir djarfar sögur sem
svokallaðar rúmstokksmyndir
hafa verið gerðar eftir Soya var
afkastamikill höfundur og
kunni sitt fag þótt hann risti
ekki djúpt. Hann átti þó til svo-
lítinn húmor eins og Jónsen
Lelkiist
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
sálugi sannar. Leikurinn gerist
á heimili Jónsens skipstjóra
þegar tíu ár eru liðin frá dauða
hans. Kona hans, Emily, getur
ekki sætt sig við að hann sé
horfinn úr lífi hennar Hún
talar við skipstjórann 'r-" '
____—. ifnuri e“ns og hann
væri enn á lífi. Þegar systir
hennar, Annie, kemur í heim-
sókn fara málin að skýrast. Jón-
sen var ekki það valmenni sem
kona hans ímyndar sér. Hún
hefur búið til sparimynd af
honum. Jónsen hefur sinnt
einu áhugamáli af kostgæfni:
kvennafari. Um kynferðismál
snýst leikurinn að mikiu leyti,
margfeldni manneskjunnnar
og skinhelgi. Hér er fyrst og
fremst verið að brjóta til
mergjar mannlegan breysk-
leika, hinn samfélagslegi vandi
er aðeins veikur undirtónn.
Leikurinn stendur og fellur
með skopi sínu, hnyttnum til-
svörum, óvenjulegum aðstæð-
um. Allt gengur upp eins og
reikningsdæmi, málalok eru of
ljós, auðvelt að sjá hvernig fara
muni. í siðari hlutanum,
tveimur lokaþáttum leikritsins,
eru umbúðirnar of miklar um
lítið. Leikurinn verður lang-
dreginn, er í raun lokið áður en
tjaldið fellur. Hér hefði mátt
stytta verkið.
Leikstjórinn Guðrún Þ.
Stephensen er trú þeim hefð-
bundnu aðferðum sem jafnan
er notast við í uppsetningu
verka af þessu tagi. Að því má
helst finna að hlutirnir gangi of
hægt, en margt er gott umJeik-
stjórn hennar. Leikmynd Gunn-
ars Bjamasonar er í dönsk-
íslenskum anda, ósmekkleg
stofa eins og vera ber. Þýðing
Öskars Ingimarssonar er ágæt.
Emily er leikin af Jóhönnu
Norðfjörð og er leikur hennar
hnökralaus, siður en svo vanda-
laus túlkun sem lukkast. Sama
er að segja um Annie Helgu
Harðardóttur. Því hlutverki var
skilað af öryggi og með réttum
áherslum á meinlaust skopið.
Sólrún Ingvadóttir túlkaði Frú
Larsen á skemmtilegan háft,
leikur hennar, dæmi um hvað
hægt er. að gera út litlu hlut-
verki þegar vilji og geta eru
fyrir hendi. Sigurður Grétar
Guðmundsson sómdi sér vel í
hlutverki Hamlets-Andersens
skipamiðlara, en tókst ekki að
vekja verulega athygli. Önnur
hlutverk eru smá. Svana Lisa
Daviðsdóttir var fumgjörn
Öfelía fy'rir hlé, en sótti í sig
veðrið í leikslok. Andri Örn
Clausen sýndi nokkra leikara-
tilburði í hlutverki Johns stýri-
mannsefnis. Einnig kom Ög-
mundur Jóhannesson yið<sögú.
Undirtektir áhorfenda voru
góðar. Þeir virtust hafa skemmt
sér og þökkuðu fyrir sig. í leik-
skrá er sagt frá því að Leikfélag
Kópavogs sé að æfa Vakið og
syngið eftir Clifford Odets og
því verki leikstýri Haukur J.
Gunnarsson. Einnig er fyrir-
huguð Kópavogsvaka í apríl.
Þetta er minnt á til að ljóst sé
að Leikfélag Kópavogs er ekki
metnaðarlaust.
Safn
Orglands
ISLANDSKE DIKT. Norsk om-
dikting ved Ivar Orgland. 398 bls.
Fonna forlag 1977.
ÞRIÐJA bindi hins mikla
þýðingasafns Ivars Orglands er
komið út og nær frá Sólarljóðum
til upplýsingaaldar. Raunar hefst
bókin á hundrað og tuttugu blað-
síðna ritgerð um sögu tímabilsins
eftir þýðandann. Ritgerðin ber
með sér að þýðandi er hér öllum
hnútum kunnugur, bæði staðhátt-
um og tengslum lands og skáld-
skapar, sem og þeim hugmyndum
sem Islendingar gera sér sjálfir
um bókmenntir sínar. Ritgerð
Orglands er því að mörgu leyti
»íslensk«. Víst er hún þó samin
fyrir samlanda þýðandans, og
sums staðar ber Orgland saman
það sem hér var ort og það sem
skáld í Noregi voru að fást við á
sama tíma, t.d. Hallgrím Péturs-
son og Petter Dass. Ritgerðin mun
því gerst skírskota til norskra
ísiandsáhugamanna — þeirra
sem hafa annað tveggja komið
hingað eða gera sér það ómak að
hafa Islandskort við höndina með
lestrinum, og láta hugann reika
hér um söguslóðir um leið og þeir
lesa.
Sólarljóð eru að því leyti sér-
stæð meðal Eddukvæða að þau
eru ekki heiðin heldur kristin.
Orgland telur þau ásamt Lilju
hátind íslenskra helgikvæða frá
miðöldum. Helgikvæðin tóku við
þar sem dróttkvæðum sleppti.
Með þvi að byrja á Sólarljóðum
lætur Orgland bók sina hefjast
nálægt þeim óglöggu tímamótum
er norðmenn og íslendingar
hættu að eiga bókmenntalega
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
samleið gn hvor þjóðin hélt sína
leið, bæði í málþróun og skáld-
skap. Á eftir Sólarljóðum fer svo
Lilja (nema hvað Orgland skýtur
inn á milli hinni frægu vísu Þóris
Jökuls) og tekur Lilja mest rúm í
safninu. Síðan rekur þetta sig
áfram eftir stærstu nöfnunum
sem óþarft er að telja upp hér og
nú, en safnið endar áVatnsenda-
Rósu, fjórum stökum eftir hána.
í vali sínu styðst Orgland við
Nordal og fleiri sem safnað hafa í
úrvalsrit frá þessum öldum, fer
þó í sumum greinum eigin leiðir,
tekur t.d. upp nokkrar vísur eftir
Æra-Tobba. Ennfremur kvæði
eftir Hallgrim Scheving sem ég
minnist ekki að hafa séð í úrvals-
ritum áður. Allt um það er meiri-
hluti safnsins kveðskapur sem
íslendingar vita deili á, þeir sem á
annað borð leggja það i vana sinn
að lesa bækur.
Ekki treystist ég til að dæma
um hvernig »omdikting« Org-
lands hefur tekist, skortir til-
finning fyrir móðurmáli hans til
að vera dómbær um þá hluti. En
hafi einhver gaman af að sjá
hvernig alkunnur íslenskur kveð-
skapur lítur út á norsku tilfæri ég
Ivar Orgland.
Galdrafár
ISLANDSKE DIKT
I rá Sólarlji'WS til opplvsnini>MÍ(l
xtiitsk miiHK n\t- i i ii
n.iit OHtll.AXI)
hér smásýnishorn. Hér er t.d. vísa
Þóris Jökuls:
Opp skal du pá kjöl kliva.
Kald er uthavs-driva.
Djervt lyt du hugen herda.
Her har du stutt á vera.
Skap deg no ikkje, skalle,
om skur pá deg falle.
Elsk fekk du hjá möy.
Ein gong skal kvar döy.
Tilhlýðilegt er að minnast
Passíusálmanna nú á föstunni en
þeir hefjast svo i þýðingu Org-
lands:
Opp, opp, min sjel og alt
mitt sinn,
sá du, mitt hjarta, klangen
finn.
Hug og tunge, hjelp og til.
Herrens pine eg minnast vil.
Hér munar minnstu að síðasta
línan sé óbreytt íslenska. Mis-
munurinn á íslensku og norsku er
annars margvíslegur, meðal
annars stafsetningarmunur. Eg
hygg að norðmenn sé almennt
raunsærri en við i stafsetningar-
málum, t.d. rita þeir v eftir fram-
burði þar sem við höldum í f
samkvæmt uppruna, en muninn
má meðal annars marka ef vísa
Þóris Jökuls er borin saman við
áðurnefnda þýðing Orglands:
»kliva«, »uthavs-driva«, »djervt«.
Við skrifum hér segja, svo annað
dæmi sé tekíð en berum fram
Framhald á bls. 33.
Hugh Trevor-Roper:
GALDRAFARIÐ IEVROPU
Islenzk þýðing eftir
Helga Skúla Kjartansson
sem einnig ritar inngang.
Hið íslenzka bókmenntafélag
1977.
Eftir Englendinginn Hugh
Trevor-Roper hefur áður komið
út á íslensku bókin Siðustu dagar
Hitlers (Almenna bókafélagið
1972, þýðandi Jón R. Hjálmars-
son). Milli þessara bók er nokkurt
samhengi því að vissulega fjalla
þær um skyld efni: galdrafár og
nornabrennur fyrri alda og
nasiska hugmyndafræði sem m.a.
ól af sér gyðingahatur.
Trevor-Roper er hressilegur rit-
höfundur og mun vera ágætur
fræðimaður að sögn kunnugra
(samanber inngang Helga Skúla
Kjartanssonar). í bókum hans er
einkennilegt samband af stráks-
legum ályktunúm og virðingu
fyrir heimildum. Viðleitni hans
til að kveikja nýjar hugmyndir er
auðsæ og um margt athyglisverð.
Stíll hans verður hvergi þurrleg-
ur, en aftur á móti nokkuð ýkju-
kenndur á köflum. Þetta skemmt-
ir lesandanum, enda „verður
höfundi tíðræddara um skúrka
sína en hetjur" eins og stendur í
inngangi.
Helgi Skúli Kjartansson segir
um bók Trevors-Ropers að ekki sé
„verið að segja sögu galdrafársins
Helgi Skúli Kjartansson
sjálfrar hennar vegna, heldur
leitað svara um samhengi hennar
við menntastefnur og samfélags-
sögu“. Þetta er f anda þess sem
höfundur sjálfur segir í lokakafla
bókarinnar: „Ég hef leitt að þvi
rök, að vér fáum ekki skilið, hve
magnað galdrafár 16du og 17du
aldar varð né hve lengi það var-
aði, nema vér sjáum sögu þessj
senn sem hugmyndasögu og sam-
félagssögu". Það var „ný heims-
skoðun, hugmyndabylting" sem
vann á galdrafárinu. Djöfla-
fræðin var „viðauki við hug-
myndaheim miðalda“, en nýr
skilningur á eðli náttúrunnar
ruddi henni úr vegi. Að mati
Trevors-Ropers má ekki líta á
galdratrúna einangraða. Um for-
vígismenn náttúruvísinda og
heimspekinga sem ekki lýstu van-
trú á galdra hefur Trevor-Roper
þetta að segja: „Bacon, Grotius og
Selden kunná að hafa verið fá-
málir um galdra, en það var
Descartes raunar líka. Því skyldu
þeir vekja styr um einangrað mál-
efni, sem ekki skipti sköpum? Um
meginmálefni sitt voru þeir allt
annað en fámálir; þar sjáuhi vér
þá berjast ótrauða fyrir grund-
vallarviðhorfi sfnu, og sú orusta
varð galdrahugmyndunum um
síðir að falli“_
Meðal þeirra sem börðust gegn
galdratrúnni var hollenski
presturinn Balthasar Bekker sem
gaf út bók um galdra 1690. En
Trevor-Roper gerir lítið úr áhrif-
um Bekkers vegna þess hve hann
hafi verið háður strangguðfræði-
legu sjónarmiði sem lýsti sér í því
að djöfullinn hefði eftir fall sitt
frá himnum verið bundinn f víti
og gæti þess vegna engin afskipti
haft af mönnunum. Innocentius
páfi áttundi stuðlaði að þvf með
tveimur ritum að skipulagðar
galdraofsóknir hæfust f Evrópu.
Framhald á bls. 33
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON