Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 33
41 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚÁR 1978 AI VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI væri ein af beztu myndum Elvis Presleys, meira að segja skrifuðu þið það í Mbl. Jæja, svo á sýningin á myndinni að hefjast en þá fer rafmagnið, svo ég sá ekki nema smá hluta úr miðri myndinni og endinn. Og það hafa verið fleiri en ég sem sáu ekki meira af myndinni. Svo mér þætti ekkert mikið af sjónvarpinu að það endursýndi myndina, þeir hafa ekki minnst svo mikið á rokkkónginn Elvis Presley, ég held að frétt hafi komið einu sinni í fréttatíma um lát hans og svo i fréttayfirlitinu á gamlárs- dag. Eg vona að það verði fleiri sem senda í blöðin eða hringja i sjón- varpið til að fá myndina endur- sýnda. Elfsabet Jónsdóttir.,, 0 Gatnasalt — grautarsalt „Söltunarstarfsemi á gatna- kerfi Reykjavikurborgar hefur lengi verið úr hófi fram, en aldrei eins og nú. Varla bregst það, að búið sé að salta flestar götur kl. 7 að morgni, jafnvel þótt gaddfrost sé og götur svo þurrar, að allir nema hörðustu ökuníðingar hljóta að geta stansað bíla sina. Þarna virðist vera sóað tugum eða hundruðum milljóna, engum til gagns nema saltseljendum og svo þeim, sem hafa af þessu at- vinnubótavinnu, á næturkaupi. Nýlega skrapp ég upp í Bláfjöll á laugardagsmorgni með ungt fólk á skiði. Þá höfðu söltunar- meistarar borgarinnar verið þar á ferð og atað út skrælþurran veg- inn í hörku frosti. Kannski hafa þeir verið að salta Gvendarbrunnavatnið, svo borg- ararnir þurfi ekki í framtíðinni að eiga „salt i grautinn". Sveinn Indriðason." Þessir hringdu . . . 0 Um fíkniefnamenn Fyrir stuttu var greint frá beiðni er sögð var vera frá sauma- klúbbi isfirzkum um nafnbirting- ar kynferðisafbrotaanna. Eitt- hvað virðist sú beiðni hafa skolazt til hjá Velvakanda því þær ís- firzku vilja engan þátt eiga i nafn- birtingu þeirra, en áttu hins veg- ar við fikniefnasala. Sögðu þær að erfitt væri að varast slika menn í litlum plássum úti um land, mönnum er e.t.v. kæmu úr varð- haldi og reyndu siðan að hefja fyrri iðju sína á ný og mynda „sambönd" við fólk á þessum stöðum. Væri það oft svo að menn þessir væru að lcita fyrir sér með vinnu og kæmu undir þvi yfir- skyni, en hefðu siðan aðra og verri starfsemi með höndum. Fór hinn isfirzki saumaklúbbur sem sé fram á að nöfn þessara manna yrðu birt þegar þeir hefðu verið dæmdir, þannig að menn vissu hverja iðju þeir hefðu fyrrum lagt stund á jarðvel þótt ekki væri svo lengur. 0 Góðir þættir 5780—6184: Ég vil fá að þakka fyrir og vekja athygli með nokkrum orð- um á þáttum Geirs V. Vilhjálms- sonar er hafa verið í útvarpinu að undanförnu á sunnudagskvöld- um. Það er mjög þarft að taka til umræðu það sem þarna er á ferð- inni og þessi mál varða almenning mjög miklu, þ.e. hvert stefnir nú i hcilsugæzlumálum. Meðal annars kom það fram siðast að fjarlægðar eru á lyfjaglösum teiðbeiningar, sem þar eiga að vera og sagði einhver meinatæknir frá því að honum hefði verið meinað um þessar leiðbeiningar. Þá kom fram ágæt hugmynd frá Olafi Mixa um að leysa á einfaldan hátt vandamál hinna öldruðu og barnagæzluvandamál. sem sé að þeim öldruðu verði gefinn kostur á að gæta barna. Með þvi fá þau að sinna börnum, fá verkefni, sem þáu e.t.v. hefur vantað og þá fá börnin að umgangast aðra en for- eldra sina, fá að umgangast gamla fólkið, sem sannarlega mætti vera meira, og læra af þyi. HÖGNI HREKKVÍSI Okkur leiðist ekki biðin — þarft ekki að skemmta okkur. — Kosningar í Frakklandi Framhald af bls. 11 áhrifariku yfirlýsingu sinni í kjölfar ræðu Giscards að flokk- ur kommúnista hefði fallið frá þeirri eindregnu kröfu að endurskoðun hinnar sameigin- legu stefnuskrá væri algert skilyrði fyrir þvi að vinstri flokkarnir störfuðu saman i rík- isstjórn. Engin vinstfi stjórn? Nokkuð væri hæft i þvi að slá þvi fram, að kommúnistar mundu fúsir til þátttöku i myndun rikisstjórnar vinstri- manna ef þeir komu svo sterkir út úr kosningunum að þeir stæðu nokkurn veginn jafnfæt- is jafnaðarmönnum. Svo fram- arlega sem kommúnistar gætu aflað sér aukaatkvæða á kostn- að einhvers annars en jafnaðar- manna. En staðrcyndin er sú, að bezti möguleiki Marchais á því að fá meiri fylgi en 21 af hundraði er að draga atkvæði frá Mitterand. Vegna baráttuaðferðar kommúnista verður kosninga- barátta jafnaðarmanna og kommúnista eins illskeytt og kosningabarátta vinstri og hægri manna, þótt hin afdrifa- ríka ræða Giscards hafi sett strik i reikninginn og Marchais sé fallinn frá kröfu sinni um endurskoðun á stefnuskrá eins og fyrr segir. Takist Marchais að ná þvf marki að fá meira en 21 af hundraði i fyrri umferð kemst hann nálægt þvi að rétta við valdajafnvægið á vinstra vængnum. Sennilega tekst hon- um þá einnig að tryggja að kommúnistar hafi betur en frambjóðendur jafnaðarmanna i fjölmörgum kjördæmum og þar með hefur hann rétt til þess að fara fram á það i siðari um- ferðinni að aafnaðarmenn ljái kommúnistum atkvæði sin. En raunar getur svo farið að kommúnistum verði lftið gagn af slikum atkvæðaskiptum i síð- ari umferðinni ef þeir gera kjósendum jafnaðarmanna svo gramt i geði að þeir neiti að ljá þeim atkvæði. Verið getur að kosningabar- átta, scm háð er við slik skil- yrði, komi af stað svo mikilli úlfúð milli jafnaðarmanna og kommúnista að sameiginlegur sigur þeirra gæti ekki leitt til stjórnarsamvinnu. Barátta Mitterand stenzt vel samanburð við „kák“ forsetans Mitterand er báráttuuænn en jafnvel pólitizkur .Napóleon gæti ekki með hægu móti leyst vanda hans nú. Hann segir að vinstri menn geti þótt sundrað- ir séu tryggt sér sameiginlegan þingmeirihluta. Sá möguleiki er fyrir hendi að Mitterand biðji Marchais að samþykkja stefnu byggða á útgáfu jafn- aðarmanna á hinni sameigin- legu vinstri stefnuskrá, sem nú er dauð Hann hlýtur að vita að Marchais gæti ekki fallizt á slikt hvort sem um er að ræða 25 eðæ20 af hundraði atkvæða. Ekki verður heldur með góðu móti séð hvernig jafnaðarmenn geti stjórnað einir. Mitterand og samstarfsmenn hans hafa kannað þá hugmynd en þeir vtlja helzt forðast vandræðin, sem portúgalskir jafnaðarmenn hafa komizt i þar scm minni- hlutastjórn þeirra féll fyrir ára- mót. Auk þess óttast jafnaðar- men að þcir fái varanlegt óorð á sig ef þeir gera tilraun til að stjórna skamma hrið, þar sem það gæti orðið til þess að þeir kæmust ekki i stjórn um árabil. Ætla vinstri menn þá að koma hægri mönnum aftur til vaida. Svo þarf ekki að vera. Almcnn- ur áhugi er á breytingu i Frakk- landi eftir tveggja áratuga hægri stjórn og baráttu Mitter- ands fyrir þjóðfélagsumbótum stenzt vel samanburð við hálf- kert kák Giscards d'Estaing síð- ustu þrjú árin. En stjórnin varð dálitið trúverðugri þegar Barre forsætisráðherra boðaði stefnu- skrá sfna. Barre: Framþróun án byltingar Hugmyndir Barres hafa að geyma góðan umbótavilja i anda frjálslyndisstefnu Gis- cards. Barre leggur m.a. til að Frakkar taki upp „habcas corpus" (þ.e. þá reglu :ð tit þurfi að koma skipun til að leiða menn fýrir dóniara) en það fyrirkomulag i lagakcrfi Engilsaxa hafa Frakkar lengi dáðst að og talið höfuðkost laga- kerfis þeirra fyrrnefndu. Sjálf- ir hafa þeir ekki þorað að taka það upp í lög sín um gæsluvarð- hald, sem eru ekki nærri cins frjálslynd. Stefnuskráin í efnahagsmál- um mun ekki „frelsa heiminn" en sainkvæmt henni er siglt fram hjá þeirri hættu að verð- bólgan magnist. Grunntónninn i stefnuskrá Barres er „framþröun án þylt- ingar", hugmynd sem fjölda- mörgum Frökkum fellur veæ i geó- Það sem líklega hefur þó haft meiri áhrif á Frakka varð- andi stefnuskrá Barre, var það sjónarspil, sem hann setti á svið, þegar hann kynnti hana að viðstöddum öllum ráðherrum stjórnarinnar. Eini áhrifamaðurinn. sem ekki var viðstaddur, var Jacques Chirac, hinn skapstóri fyrrverandi forsætisráðherra, sem reynir að gera stöðu Gaull- istaflokksins sem sterkasta i bandalagi mið- og hægri flokka. 1 fyrrihluta kosninganna munu þvi gaullistar ekki siður en kommúnistar keppa fyrst og fremst að þvi að sigur þeirra verði sem stæ__tur, en öfugt við kommúnista leikur enginn vafi á því að gaullistar muni styðja bandamenn sina i siðari umferðinni. Og þótt ágreiningurinn sé nokkur milli núverandi forsæt- isráðherra Barres og fyrrver- andi forsætisráðherra Chirac er hann þó aldrei cins mikill og á milii Marchais og Mitterand. Þótt samvinna hægri manna sé skrikkjótt ganga þeir sam- einaðir til kosninganna en það verður ckki sagt unt vinstri menn, hvað sem siðar kann að gerast. Þvi má telja að kosning- ar þessar verði mjög tvísýnar þótt skoðanakannanir hafi hingað til spáð vinstri mönnum sigri. — H.Þ. tók saman úr L.’Express. Le Monde og The Economist. Mótmæla banninu NOKKRIR aðilar hafa sent rfkis- saksóknara mótmæli vegna af- skipta hans af fyrirhuguðum sýn- ingum á japönsku myndinni Veldi tilfinninganna, sem felldar • voru niður. Nemendur við Mynd- lista- og handfðaskólann hafa mótmælt þessu svo og fundur kennara og nemenda í Flensborg- arskóla f Hafnarfirði, en Mbl. hef- -ur borizt bréf þess fundar er hljóðar svo: Hr. ríkissaksóknari Þóröur Björnsson Fundur kennara og nemenda Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir því harðlega að þú í krafti þíns embættis hafir látið banna sýningar á kvikmyndinni „Veldi tilfinninganna” eftir jap- anska leikstjórann Nagisa Oshima. Við mótmælum því að þú skulir leyfa þér að úrskurða kvikmynd, sem vakti geysilega athygli i Cannes ‘76 og margir vildu kalla einstætt listaverk, kvikmynd, sem breska kvikmyndastofnunin kaus bestu mynd ársins ‘76 klám er varði við lög að sýna á þessari fyrstu kvikmyndahátið Islands. Þætti okkur fengur i að vita hvort þú hyggst einnig ákvarða hver verði leyfileg dagskrá listahátíðar á sumri komanda. Okkur þykir það næsta óheilla- vænleg þróun að geöþóttaákvörð- un embættismanna hins opinbera skeri úr um hvað er list og hvað ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.