Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 Kanada: Öryggisráðstafan- ir gegn sovézkum diplómötum hertar Ottawa. Kanada. 13. fehr. AP NU VERÐA sovézkir diplómatar að horfast í augu við strangara eftirlit áður en þeir eru ráðnir í Kanada. öryggisreglur varðandi ráðningar verða hertar til muna eftir að upp komst um njósnir þrettán sovézkra diplómata, herma áreiðanlegar heimildir. Þrír hinna þrettán njósnara héldu á brott frá Kanada s.l. föstudagsnótt. Framvegi.s munu leyniþjónustu- menn í Kanada kanna feril dipló- matanna, hvar þeir héldu til áður og hvort þeir hafi orðið uppvísir að njósnum sagði blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hann sagði jafnframt að hingað til hefðu rússneskir diplómatar átt mjög auðvelt með að komast til Kanada en nú yrði Kreml að standa í ströngu áður en opinbert leyfi fengist fyrir ráðningu nýrra manna við sendiráðið í Ottawa. Þá verða reglur varðandi ferða- lög diplómata hertar og nú verður að fá sérstakt leyfi til að ferðast út fyrir landamæri Kanada. Hing- að til hafa sovézkir diplómatar haft mjög frjálsar hendur til ferðalaga, en það sýna skýrslur er segja frá leyfisbeiðnum á síðasta ári, þar sem 980 umsóknir voru allar samþykktar. Reynt verður á nýju öryggis- reglurnar þegar Rússar senda þrettán nýja menn í stað þeirra er reknir voru, áskaðir um að hafa reynt að fá meðlim úr öryggis- þjónustu kanadísku riddaralög- regiunnar til að njósna fyrir Sovétríkin. Utanríkisráðherra Kanada, Don Jamieson, skýrði frá njósnamál- inu á þingi s.l. fimmtudag. Sagði hann að njósnaranum úr riddara- lögreglunni hefðu verið greiddar 30.500 dalir fyrir upplýsingar. Rússnesk stjórnvöld hafa neit- að þessum ásökunum og starfs- maður sovézka sendiráðsins í Ottawa sagði að hér væri um sam- særi af hálfu öryggisþjónustu kanadísku riddaralögreglunnar að ræða, sem væri að reyna að hreinsa sjálfa sig af því óorði, sem hún hefði á sér. Þá ásakaði hann öryggisþjónustu riddaralögregl- unnar um að hafa reynt að fá rússneska sendiráðsstarfsmenn til að njósna fyrir sig. Þeir rússnesku sendiráðsmenn, sem áskaðir voru um njósnir og enn eru í Kanada hafa fengið frest til 23. febrúar til að yfirgefa landið. Kambódiumeim ráð- ast á thailenzkar landamærastöðvar Bangkok. 13. feb. AP. TVÖ hundruð Kambódíuher- menn réðusl á afskekktar lög- reglustöðvar á landamærum Thailands og Kambódíu um helg- ina, að sögn talsmanns Thailands- hers. Drápu Kambódfumenn 10 manns í árásunum og særðu 30 aðra. Fyrir skömmu ákváðu lönd- in tvö að auka samskipti sfn og skiptast á sendiherrum. Um eitt hundrað hermenn réð- ust á landamærastöð 510 km norð- austur af Bangkok á laugardag. Eftir 35 minútna skothríð og loft- árás héldu hermennirnir aftur inn í Kambódíu. Við Siam-flóa, suðaustur af Bangkok, réðust aðr- ir 100 Kambódíuhermenn á bæki- stöð thailenzkrar landgönguliða- sveitar. Unnu þeir þar nokkur skemmdarverk. Kambódiumcnn ásökuðu i dag Víetnama fynr áframhaldandi innrásir í Páfagauksnefið um helgina. Skýrði útvarpið í Phnom Penh frá átökum á svæðinu, sagði Kambódiumenn hafa drcpið 35 Víetnama og tekíð 57 aðra til fanga. I Víetnam skýrðu fjölmiðlar enn frá því að stjórn landsins væri fús til að leysa landamæra- deilur landanna. Vietnamar hafa lagt fram friðaráætlun um fyrir- komulag vopnahlés og friðarvið- ræðna. Segja fjölmiðlar að Víet- namar muni fagna öllum tillögum Kambódiumanna varðandi friðar- viðræður og vopnahlé. Ástralía: Tveir létu lífid og níu særðust Sydney, 13. feb. Reuter. TVEIR létu Iffið og níu særðust er sprengja sprakk fyrir utan Hilton-hótelið í Sydney f fyrri- nótt, en þar ræða nú saman tólf leiðtogar Asfu og Kyrrahafslanda Brezka samveldisins. Önnur sprengja sprakk skömmu síðar í nágrenninu en olli ekki tjóni né slysum. Mikil leit er nú gerð að þremur mönnum sem sáust við hótelið skömmu fyrir sprenging- una. Eru þeir taldir vera Arabar. Sprengjunni var komið fyrir i ruslatunnu rétt við hótelinngang- inn. Sprakk hún skömmu eftir miðnætti er tunnan var sett í sorpbil. Létust tveir sorphreins- unarmenn samstundis og niu nærstaddir slösuðust. Meðal hinna slösuðu voru fimm lög- regluþjónar og slasaðist einn þeirra lifshættuíega. öryggisvarsla við Hilton-hótelið var hert mjög i kjölfar sprenging- anna. Byssuklæddir lögregluþjón- ar gæta allra hæða hótelsinsins og götum í nágrenninu hefur verið lokað. Ráðstefnugestir verða að gangast undir mikla öryggisleit við inngöngu i hótelið. Malcolm Fraser forsætisráðherra hélt næt- urlangan fund með helstu örygg- isfulltrúum sínum til að ráðgast um öryggisráðstafanir vegna sprenginganna. Lýsti forsætisráð- herrann sprengingunum sem and- styggilegum ofbeldisverkum. Sprengjusérfræðingar ástralska hersins gerðu i gær óvirka sprengju sem komið hafði verið fyrir i annarri öskutunnu í miðborg Sydney. Var sú sprengja eyðilögð um 12 klst. eftir spreng- inguna sem leiddi til dauða sorp- hreinsunarmannanna. Otlawa. 12. frb. AP. LlKUR eru á að forsælisráð- herra Kanada, Pierre Trudeau, efni til almennra þingkosninga á sumri komanda. Vinsældir hans hafa dvfnað nokkuð f landinu að undanförnu vegna efnahags- og stjórnmálalegra örðugleika landsins og telja ráðamenn innan Frjálslynda flokksins hyggilegast að láta kjósa áður en saxast um of á fylgi hans. Lögum samkvæmt er gert ráð fyrir kosningum 1979. Frjálslyndi flokkur Trudeaus er i ktípu. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups á siðasta ári fylgdi honum að málum 51 af hundraði i júni s.l. en þegar kom fram i desember hafði fylgið hrapað niður í 42 af hundraði. Þau mál, sem efst Pierre Trudeau forsætisráðherra 1968. Hann hefur siðan borið sigurorð af stærsta stjórnarandstöðu- flokknum, thaldsflokknum, i þremur almennum kosningum þrátt fyrir minnkandi vinsæld- ir. Ein helzta ógnunin við veldi Trudeaus nýlega hefur verið uppljóstrun hneyksla, er snerta nákomna vini forsætisráðherr- ans eins og Francis Fox yfirlög- mann, er hjálpaði til við að fá fóstureyðingu fyrir hjákonu sína, eða ólögleg athæfi aðila sem kanadísku riddaralögregl- unnar, en hún njósnaði um ýmsa stjórnarandstöðuhópa að beiðni stjórnvalda snemma á áratugnum. Trudeau hefur sjálfur gefið í skyn að hann muni ekki efna ti almennra kosninga fyrr en hag- ur hans vænkast á nýjan leik. Trudeau kann brátt að efna til kosninga eru á baugi á líðandi ári eru verðbólga, sem var 5,6% i nóvember, en 9,5% i síðasta mánuði, atvinmuleysi, sem vax- ið hefur úr 5,1% 1974 i 8,3% í síðasta mánuði, aðskilnaðar- málið i Quebec og ýmis hneykslismál, sem verið hafa i hámæli nýlega. Að visu varð uppljóstrun njósnamálsins i síðustu viku til að strykja stöðu Trudeaus nokkuð, en það er þó ekki talið hrökkva til að snúa við vinsældatapinu. Nærri 10 ár eru nú siðan Trudeau, orðhvatur ötull lög- fræðingur, gerðist leiðtogi Frjálslynda flokksins og varð Þetta kann þó að breytast leggi samstarfsmenn hans hart að honum. I síðustu kosningum, árið 1974, hlaut Frjálslyndi flokkurinn 141 þingsæti, íhaldsflokkurinn 96, Nýi demó- krataflokkurinn 16, Sósíal- credit flokkurinn 10 og óháðir 1. Þetta gerðist 14. febrúar 14. febrúar. AP. 1976 — Stjórn Nigeríu staðfestir að þjóðhöfð- ingi landsins, Murtala Ramat Muhammed, hafi verið líflátinn i misheppnaðri bylting- artilraun. 1974 — Clifford Irving rithöfundur lát- inn laus eftir 16 mán- aða fangelsisvist, ákærður fyrir að hafa falsað ævisögu auðkýf- ingsins Howard Hug- es. 1973 — Japan gefur gengi yensins frjálst, og það hækkar strax í verði gagnvart banda- rikjadal. 1972 — Bandaríkin slaka á viðskiptahöft- um við Kína og setja Kina á sama bás og Sovétrikin. 1969 — Tundurskeyta- bátar Perúmanna skjóta á bandaríska túnfiskbáta, 26 milur fyrir utan strendur Perú. 1958 — Irak og Jórdania sameinast i eitt riki. 1959 — Krúsjeff for- dæmir stefnu Stalins á ráðstefnu sovézka kommúnistaflokks- sins. 1953 — Rússar ná borginni Rostow aftur á sitt vald frá Þjóð- verjum. 1929 — Sjö glæpa- menn og keppinautar Al Capone myrtir í Chicago. 1919 — Woodrow Wilson kynnir stofn- skrá Þjóðbandalagsins Rússneskir kommún- istar gera innrás í Eistland. 1893 — Hawai innlim- að i Bandaríkin. 1797 — Brezki flotinn undir stjórn John Jervis og Horatio Nelson sigra Spán- verja við Saint Vincent höfða. 1663 — Kanada verður konungleg nýlenda Fakklands. Afmæli eiga í dag: Israel Zangwill, brezk- ur rithöfundur (1846 — 1926), Jack Benny, bandariskur gaman- leikari (1894 — 1975). Hugieiðing dagsins: Elskendur rökræða ekki — Norman Douglas, enskur rit- höfundur (1862 — 1952). 19 létu lífið í óveðri í V-Evrópu um helgina Milun, 13. feb. Heuter. AÐ MINNSTA kosti 19 manns létu lffið vegna fannfergis, íss eða snjóflóða í Vestur-Evrópu um helgina. Vegna hlýnandi veðurs er óttast að miklar snjóskriður geti farið af stað á Italfu næstu daga en þar hefur kyngt niður miklum snjó. Níu manns létu lífið í snjóflóð- um á Italíu um helgina og lentu margir í erfiðleikum vegna snjóa í nyrstu héruðum landsins. M.a. rofnaði allt vegasamband við hundruð fjallaþorpa. Hefur fann- fergi f landinu ekki verið eins mikið í fjölda ára. Um tuttugu manns hafa látið lífið af völdum snjóflóða á ítalíu síðustu tvær vikurnar. Mikil hálka myndaðist á frönsku þjóðvegunum og urðu mannskæðir árekstrar af hennar völdum. I ölpum landsins lenti fólk í erfiðleikum vegna snjó- komu, en engin slys urðu á mönn- um. Féll og 15 sentimetra snjór í París í nótt og unnu tvö þúsund manns aó hreinsun gatna borgar- innar f morgun. I hálendi Wales og Skotlands létu þrír fjallgöngumenn lífið f aftakaveðri um helgina, og teppt- ust vegir í nyrstu hlutum Bret- lands vegna mikillar snjókomu. Mikið fannfergi hefur og verið í Vestur-Þýzkalandi síðustu tvo sólarhringana og eru snjóplógar við störf á flestum hraðbrautum landsins. Tvö létu lifið í Belfast Belfast, 13. feb. AP. TlU ARA gamall drengur og sjölug amma hans létu lífið er eldsprengja sprakk í Belfast á sunnudagsmorgun. Lögreglan hefur ekkert látið frá sér fara um hverjir hugsanlega beri ábyrgð á sprengingunni. Mikill eldur kom upp er eld- sprengjan sprakk við útidyr húss frú Mary Smith. Komst hún og Michael Scott dóttursonur hennar ekki út úr húsinu og urðu inn- lyksa í svefnherbergi á efri hæð hússins. Næsta hús við hliðina skemmdist talsvert í eldinum og urðu ibúar þess að yfirgefa það. Engan sakaði þar. Sonur Mary Smith var skotinn til bana í Belfast 1973 er til átaka kom milli brezka hersins og öfga- manna. Síðustu níu daga hafa sex manns látið lífið á Norður-írlandi, og hafa því 1808 manns látið lífið í landinu frá því að vopnuð átök hófust milli kaþólskra og mót- mælenda þar 1969.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.