Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 Ragnhildur Helgadóttir, forseti n.d. Alþingis: „Meginregla, sem alltaf hefur gilt, og gildir í öllum þjóo]Mngum" Sjálfstæði þings í engu skert þótt Kjaradómur kveði á um kjör þing- manna, segir Ellert B. Schram Morgunblaðið rakti fyrir helg- ina efnisatriði úr ræðum þingmanna. er frv. Gylfa Þ. Gislasonar og Ellerts B. Schram þess efnis, að Kjara dómur kveði á um laun og kjör þingmanna, var á dag- skrá. Þá var rakinn fyrri hluti umræðunnar. Sá síðari fer hér á eftir. 0 Get ekki látið óátalið Vilborg Harðardóttir (Abl) sagði sjálfgt að þingmenn losnuðu undan þeirri ankannalegu kvöð að skammta sjálfum sér laun Sitt erindi i þennan ræðustól væri þó að andmæla svívirði- legri árás Sverris Hermannssonar á íslenzka blaðamannastétt Hvað sem liði heimiliserjum i Sjálfstæðisflokkn- um og skoðunum SvH á leiðaraskrif- um Mbl réttlætti það ekki þá mis- notkun á aðstöðu þingmannsins að sverta i þingræðu á svivirðilegan máta heila starfsstétt í þjóðfélaginu Get ég ekki látið slikt óátalið VH sagðist tilheyra þessari stétt manna. sem SvH hefði veitzt að svo smekkvíslega Ég get upplýst þingheim um að nákvæmlegu sömu prófa- og menntunarkröfur eru gerðar til blaða- manna og þingmanna. Af blaðamönn- um i föstu starfi er hins vegar krafist þekkingar, verklagni og siðferðis- þroska, sem mér virðast sumir háttv þingmenn ekki krefjast af sjálfum sér £ Ekki i skapi til að hopa af hólmi Karvel Pálmason (SFV) deildi hart á það sem hann kallaði „sjálfskipuð sið- vaeðingar- og siðgæðisóflu í þjóðfélag- inu. sem fyrst og fremst virðast vera ritstjórar nokkurra dagblaða. vonbiðlar þingsæta o.sv.frv." Hann tæki undir með SvH, og væri ekki i skapi til að hopa af hólmi fyrir þessum öflum. enda erum við báðir Vestfirðingar KPá sagði Dagblaðið hafa gengið lengst i þessum árásum á háttvirta þingmenn En Mbl hefði einnig iað að sliku i leiðara. hvað sem EKJ segði um sina fyrri samstarfsmenn. KPá sagðist ekki sjá neitt sem mæiti með þvi að ..Alþingi afsali sér ákvörð- unarrétti i þeim efnum (þ e um launa- kjör þingmanna)". Eg víl að Alþingi endurheimti þetta vald sitt að fullu KPá sagði þíngfararkaup nú 328 þús kr. á mánuði Auk þess kæmi greiðsla á húsaleigu (utanbæjarþingmenn) 39 þús. kr. á mán (hámark) Þá kæmu fæðispeningar kl 2 950— pr dag Auk þess fengju landsbyggðarþing- menn greiddar 24 ferðír, fram pg til baka, i kjördæmi sin KPá sagði strjal- býlisþingmenn sízf ofhaldna af kjörum sínúm. KPá vék að skrifúm Sigurlaugar Bjarnadóttur, alþingismanns. um þetta efni (í Mbl) Áréttaði hann að þeir liðir i kjörum þingmanna. sem þingfarar- kaupsnefnd ákvarðaði, hefðu hækkað um 26% Sagðist KPá ómögulega geta skilið gagnrýni SBj á samþings- menn sina fyrir óbilgirni í kjaramálum Ef einstökum þingmönnum þætti of- gert við síg ættu þeir að vera menn til að flytja á þingi tillögur um lækkun á launum sínum KPá áréttaði að afnema ætti það að þíngmenn gegndu fleiri en einu starfi og tækju laun á fleirum en einum stað ^ Mannaskipti við hverjar kosningar Ragnhildur Helgadóttir (S). forseti n d Alþingis. sagði m a að frumvarp- ið gerði ráð fyrir þvi, að kjaradómur ákvæði laun þingmanna og önnur kjör Framkvæmdin, yrði möo sú. að Al- þingi kysi nefnd til að vera einhvers konar stjórn stéttarfélags gagnvart kjaradómi Ég læt mér ekki til hugar koma. að þær tillögur. sem þingfarar- kaupsnefnd bæri fram tyrir hcyid þing- manna. yrðu taldar annað en kröfugerð af hálfu Alþingís, miðað við þann mál- flutning, sem i frammi hefur verið hafður nú upp á siðkastið Spyrja mætti, hvort þingfararkaupsnefnd ætti hér yfir höfuð að koma til? Þótt svo yrði ekki, yrði ábyrgðin eftir sem áður þingmanna Ég held, sagði RH, að við ættum að leggja til hliðar hugleiðingar um það að losa okkur við ábyrgð að þessu leyti Hana komumst við ekki hjá að bera. Ég tek undir orð LJó í þvi efni Ef Alþlngi er ekki trúandi til að reka þessa stofnun, setja lög um rekstur Alþingis. þá m um kaup og kjör þingmanna, þá veit ég ekki, hvort þinginu er trúandi til að set|a önnur lög i landinu. Hitt er svo annað mál, að menn geta deilt um. hver kjör þingmanna eigi að vera. Ég tel lýðræðisrök mæla með þvi að þau séu góð Astæðan er sú, að þingmannsstarf þarf að vera opið öll- um, hvaðan sem menn koma úr stétt og stöðu Það á ekki og má ekki verða stofnun fyrir þá eina, sem hafa rúman efnahag Það á ekki að fara eftir efna- hag, hvort menn geta tekið sér þing- mennsku fyrir hendur eða ekki RH sagði það mæla gegn röksemdum EKJ um þingmennsku sem hlutastarf að með þeim hætti ætti fjöldi manna í þjóðfélaginu alls ekki tækifæri til þess að gegna þingmennsku, þótt þeir hefðu til þess vilja, hæfni og fylgi RH vék að ýmsum dæmum, máli sínu til stuðnings, m a , að erfitt væri að sam- ræma þingmanns- og kennarastarf, þann veg, að báðum væri hægt að sinna Menn óttast, sagði RH, að þing- mannsstarf sem aðalstarf stefndi að þvi sem kallað væri atvinnustjórnmál (at- vinnupólitikusar) Mér virðist reynslan hafa sýnt annað. Áður fyrr var það mun algengara að þingmennska væri ævistarf en nú er — og þá var annað fyrirkomulag á kjöri þingmanna Fftir að þingmennska varð ársstarf hefur þetta breytzt; mikil mannaskipti hafa orðið um hverjar kosningar Reynslan hefði talað slnu máli i þessu efni Og Meðfylgjandi mynd er tekin I neðri deild Alþíngis, er sú umræða fór fram, sem hér er rakin. Magnús Torfi Ólafsson, varaforseti deildarinnar, leysir Ragnhildi Helgadóttur. forseta, af hölmi við fundarstjórn um stundarsakir, meðan hún tók þátt í umræðunni. I þá mund er MTÓ settist á forsetastól tók Ijósm. Mbl. myndina. sem ævinlega hafi gilt um þessa stofn- un og gildir í öllum þjóðþingum. þar sem lýðræðisskipulag er, að þingið skuli vera sjálfstætt. Ástæðan sé sú. þegar núverandi fyrirkomulagi hafi ver- ið haldið allar gotur siðan 1845, að Alþingi eigi ekki að vera háð neinni stofnun i landinu, engu háð, nema sjálfu sér — og umboði þjóðarinnar í frjálsum og leynilegum kosningum Ef slegið verður af sjálfstæði Alþingis gagnvart öðrum stofnunum er verið að svikjast undan skyldum í lýðræðisþjóð- félagi Vilborg: Sömu menntunarkröfur gerðar til blaðamanna og þingmanna. Karvel: Hopum ekki enda báðir Vestfirðingar Ragnhildur: Lýðræðisrök mæla með núverandi skipu- lagi. Sigurlaug: Þingmenn afsali sér verðbótum og grunn- kaupshækkunum út árið. Ellert: Skerðir ekki sjálfstæði Alþingis þó kjaradómur korrii til. Gylfi: Kjaradómur i samræmi við þá þróun sem orðið hefur I launaákvörðunum á þingi. Sverrir: Þingmannslaun myndu stórhækka í Kjaradómi Eyjólfur: Ekki rétt frá sagt hjá þingfararkaupsnefnd. lýðræðisrök, mæltu með núverandi skipan, m.a. vegha þess, að hún greið- ir fyrir því, að fulltrúar frá fleiri sviðum þjóðfélagsins geti skipað þingbekki RH vék að orðaskiptum þingmanna um fjölmiðlastarf og blaðaskrif um þingmenn Hún sagði það sjálfsagðan hlut.. sem hver hlyti að reikna með, er hann tæki sæti á þingi, að þurfa að sæta köpuryrðum Menn geta ekki i stjórnmálum staðið, ef þeir þola ekki slíkt Hitt er annað mál, að svo rammt getur kveðið að áróðri gegn störfum Alþingis yfirleitt, eins og nú hefur verið undanfarið, þegar því er haldið fram að þingmenn fari.ekki að lögum, hafi i frammi óheiðarlegt athæfi, m a i ákvörðun eigin launa, að ekki er hægt að taka sliku með ró Með slikum áróðri getur verið vegið að lögum og rétti i landinu Einmitt nú, þegar Al- þingi þarf að taka erfiðar ákvarðanir í efnahagsmálum, þjónar það hæpnum tilgangi að reyna að sannfæra almenn- ing um, að þingmenn með tölu séu óheiðarlegt fólk Hér er um hættulega iðju að ræða, sem beinlinis getur graf- ið undan lýðræði i landinu RH sagði að lokum að Alþingi ætti ekki að hverfa frá þeirri meginreglu. 0 „Afsölum okkur verðbótum og grunn kaupshækkunum 1978" Sigurlaug Bjarnadóttir (S) sagðist andvíg þeirri hugsun, sem þetta frum- varp fæli í sér Alþingi á að halda þessum málum í sinum höndum En þrátt jyrir það er ég óánægð með þá skipun mála, sem giídir i dag, Með hliðsjón af þvi sem er að gerast i þjóðfélaginu i dag i þessum efnum finnst mér ekki viðunandi, að þing- menn þurfi að fylgja sjálfvirkt eftir ákveðnum launaflokki opinberra starfs- manna og gerast þann veg þátttakend- ur i því ábyrgðarlausa kapphlaupi um kaup og kjör, sem hafa leitt okkur út í efnahagslegar ógöngur Það er að visu staðreynd að þingfararkaup i dag er ákveðið i lögum Allir útúrsnúningar um það atriði, sem viðhafðar hafa verið i fjölmiðlum, eru þess vegna út i hött SBj sagðist andvig þvi að taka alfar- ið ákvörðunarvald þingfararkaups- nefndar og Alþingis úr þeirra höndum Eg vil að Alþingi, sem þarna á ábyrgt, geti i vissum tilfellum verkað eins og öryggisventill i islenzkum launamálum Ef við hefðum ekki haft núgildandi þingfararkaupslög til að fara eftir, þá hygg ég, að við hefðum aldrei staðið upp nú um áramót með 80% kaup- hækkun yfir árið Ég vil haga lögum um þingfararkaupsnefnd á þann veg að hún hafi að vissu marki frjálsar hendur um að lækka eða hækka laun þingmanna. SBj sagði nú kjörið tæki- færi til að leiðrétta það misvægi, sem orðið væri, einfaldlega með því að afsala okkur (þingmönnum) öllum verðbótum og grunnkaupshækkunum út árið 1978 Við þurfum að fá inn í lög ákvæði, sem gerir þíngfararkaups- nefnd fært að vikja til eða frá til hækk- unar eða lækkunar eftir þvi sem rök og ástæður liggja til hverju sinni Mér þætti fara vel á því að alþingismenn yrðu fyrstir til þess að spyrna við fótum og sýna ábyrgð SBj gat þess í lok ræðu sinnar, að þegar samanburður við laun þmgmanna á Norðurlöndum hefði borið á góma i þingfararkaups- nefnd þá hefði slikum samanburði ver- ið hafnað sem viðmiðun, þó hann gæti engu að síður verið fróðlegur. 0 Okkar hlutverk að hlusta á gagnrýni og skoðanir Ellert B. Schram (S) svaraði nokkr- um fyrirspurnum, sem til flm. frv. hafði verið beint Hann sagði það rétf að vissu marki hjá LJó. að þingmenn tækju ekki laun annars staðar hjá þvi opinbera á sama tíma og þeir sinntu þingstörfum og tækju þingmannslaun A.m k kæmi til greina að sú regla gilti þann tima, er þing væri að störfum. Þá vék ESch að máli KPá. sem spurt hafði, hvort laun þingmanna þættu of há. ESch vitnaði trl fyrri raeða, þar sem hann rökstuddi, að þihgménn þyrftu að hafa góð laun, en i þvi hefði ekki falist neinn dómur um. hvort núgild- andi laun væru of há eða of lág Hann persónulega teldi ekki ástæðu til að kvarta yfir sinum launum. ESch vék siðan að þeirri fullyrðingu SvH að þetta frumvarp væri flutt af hræðslu við kjósendur Það væri rangt Ég hefi verið óhræddur við að rök- styðja nauðsyn góðra þingmanns- launa. Það er hins vegar SvH, sem boðar tillöguflutning, sem felur i sér undanhald vegna framkomins áróðurs Undanhald felst einnig i orðum SBj. En ég mun-hins vegar ekki Ijá þvi lið að þingmenn ákvarði laun sin einhliða. heldur ekki til lækkunar Ef um kjara- skerðingu verður að ræða, almennt, á hún að ná til okkar sem annarra. Það er hlutverk okkar. sagði ESch. að hlusta á gagnrýni og skoðanir, sem fram koma hjá þjoðinni. hvort heldur sem það er i óvönduðum dagblöðum eða öðrum. Og víð eigum að sniða löggjöfina að vilja þjóðarinnar og haga störfum okkar að þjóðarvilja. Ég viður- kenni ekki að við séum að hlaupast undan ábyrgð með frumv.fl. okkar Þvert á móti erum við að leggja til, hvern veg með skuli farið með við- kvæmt mál og taka ábyrgð á þeirri málsmeðferð Mér finnast þrjár loiðir koma til greina. 1) Núverandi leið að þing- menn taki laun skv. ákv. launaflokki rikisstarfsmanna 2) Að þingmenn ákveði laun og kjör alfarið eins og SvH hefur boðað tillögu um 3) Að hlutlaus aðili ákveði laun þíngmanna eins og gerist nú um laun ýmíssa háttsettra embættismanna (kjaradómur). Ég hefi í sjálfu sér ekkert út á fyrstu leiðina að setja, þá sem nú er farin. Mérfinnst hins vegar óviturlegt að færa þessa ákvörðun alfarið I hendur þingfarar- kaupsnefndar. Og ég get ekki séð að það skerði sjálfstæði þingsins á einn eða neinn hátt þó hlutlaus aðili fjalli um laun og kjör þingmanna, m.a. vegna þess. að lög kveða á um. að þetta vald sé alls ekki i höndum þing- manna Skoðun min og GÞG á þessu máli er ekki ný. Hún hefur áður komið fram hér í þínginu Þess vegna er alrangt að halda þvi fram. að mál þetta sé nú flutt vegna skrifa i blöðum nýverið, þar sem launamál þingmanna hafa sætt gagn- rýni ^ Léleg rök gegn frumvarpi Gylfi Þ. Gislason (A) sagðist hissa á, hve léleg rök hefðu verið tind til gegn þessu frumvarpi. I raun væri þessar umræður Ijós vottur þeirrar nauðsynjar, sem væri á þvi að sam- þykkja frumvarpið Annars vegar er þvi haldið fram (LJó) sem grundvallarskoð- un, að þingmenn eigi að hafa góð laun og árslaun, að lita beri á þingmanns- starf sem fullt starf, og þingmenn megi ekki þiggja laun fyrir önnur störf. Hins vegar er skoðun (EKJ), sem kemur heím og saman við fyrri sjónarmið Bjarna heitins Benediktssonar, að þingmennska ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauðsyn fyrir þingmann að gegna jafnframt öðrum störfum út i þjóðlífinu. sem tryggði tengsl þings við þjóðfélagið. staðbundna og lifandi með þekkingu á og yfirsýn yfir starfs- greinar þjóðarbúskaparins. Aðalrökin gegn frumvarpi okkar um kjaradóm og kjör þingmanna eru hins vegar þau. svo grunnt sem þau þó rista, að við séum að láta undan áróðri ófyrirleit- inna blaðamanna — i stað þess að axla ábyrgð af óvinsælum ráðstöfun- um Fyrir 20—30 árum ákvað Alþingi sjálft laun allra opinberra starfsmanna sagði GÞG, ráðherra sem húsvarða í barnaskólum. En hver hefur þróunin orðið? Árið 1961 var þessu breytt, sem betur fer. og hlutlausum aðila. kjaradómi. falin þessi launaákvörðun Alþingi afsalaði sér að visu valdi, þegar þessi breyting var gerð. en hélt enn ákvörðunarvaldi varðandi þingmenn Sú rök hnigu þá að þessari undantekn- ingu, að þingmenn höfðu þá dagpen- inga en hvorki mánaðar- né árslaun. Þeir lutu þá launalega geróliku grund- vallarkerfi en gilti um opinbera starfs- menn. Engu að siður tel ég nú að þessi undanþága, varðandi þingmenn, hafi verið röng. Þá talaði enginn um að Alþingi væri að afsala sér valdi. setja niður, minnka o.sv.fv. þó kjaradómur tæki að sér að ákvarða laun ráðherrá, hæstaréttar- dómara og annarra einstakra embætt- ismanna Þá hafði enginn þingmaður svo lágkúruleg sjónarmið. En þeir eru komnir á þing núna, því er miður Menn, sem halda því fram að virðing Alþingis minnki vegna þess eins að stungið hefur verið upp á þvi, að alþ m hætti að ákveða laun sin sjálfir og setji I hendur hlutlausum kjara- dómi Þau rök, sem á sínum tíma vóru fram færð fyrir þvi, að þingmenn fylgdu ekki með i þeirri breytingu, er kjaradómur tók við ákvörðunarrétti varðandi laun rikisstarfsmanna, féllu niður, þegar þingmenn skyldu hafa mánaðarlaun og ársmenn i starfi sinu Áður miðuðust laun þeirra við þann tima, er þing var að störfum Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.