Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1978 29 Oddur Ólafsson alþingismaður: Farid að þrengjast um atvinnu á Suðumesjum Sérstakra aðgerða þörf Hér fer á eftir þingræða Odds Ólafssonar, er hann flutti í efri deild Alþingis, þegar frumvarp um ráð- stafanir vegna breytingar á gengi íslenzkrar krónu var þar til fyrstu umræðu. Þaö er ekki vafi á því, að þær aðgerðir, sem nú er verið að fram- kvæma eru ekki síst vegna fisk- vinnslunnar í landinu og hlaut að því að koma eftir kauphækkanir á s.l. hausti og fiskverðshækkanir nú eftir áramótin. Fiskvinnslunni á að tryggja hagstæðari útkomu með þessum aðgerðum, en það sem ég vildi leggja áherslu á er það, að afkoma fiskvinnslunnar er mjög misjöfn eftir landshlut- um. Og vil með leyfi forseta lesa hér örfá orð úr bæklingi, sem kom út á vegum Þjóðhagsstofnunar núna í haust og heitir „Athugun á afkomu fyrstihúsa haustið 1977“. Þar segir: „Eins og rækilega hefur komið fram hér að framan og í viðauk- um skýrslunnar leyna landstölur af þessu tagi miklum mun milli landshluta og einstakra fyrir- tækja. Þannig benda athuganir á afkomu frystihúsa á Suður- og Suðvesturlandi til mun lakari af- komu þar sem hallinn virðist stefna í allt að 8—10% af tekjum, en áður var búið að segja frá því, að landsmeðaltalið mundi verða um 7% eða minna. Hallatölur af þessu tagi fela að sjálfsögðu I sér yfirvofandi greiðsluþurrð, þar sem við þessar aðstæður duga afurðasölutekjur rétt til þess að greiða beinan launakostnað, hrá- efni og umbúðir, en engan annan kostnað af rekstrinum“. Síðar í sömu skýrslu segir: „Hér er því greinilega um tvf- þættan vanda að etja. Annars vegar almennan vanda, sem af því hlýst, að innlendar kostnaðar- hækkanir hafa farið fram úr hækkun afurðaverðs á undan- förnum mánuðum og eru reyndar horfur á, að þessarar þróunar gæti áfram þannig, að rekstrar- vandi fiskvinnslunnar ágerist ef ekkert verður að gert. Hins vegar er um að ræða sérstakan og stað- bundinn vanda fiskvinnslu í ákveðnum landshlutum, vanda sem að undanförnu virðist hafa ágerst. Astæður þessa staðbundna vanda eru margvíslegar m.a. 1. Lakari nýting hráefnis. 2. Lakari nýting afkastagetunnar. 3. Yfirborganir á hráefni. 4. Breytingar framleiðslumagns. 5. Röskun á framleiðsluskilyrðum vegna sérstakra áfalla. Og þótt hagur fiskvinnslunnar verði bættur að mestu leyti með þessum ráðstöfunum, sem hér er verið að gera, þá er afkoma fisk- vinnslunnar á Suðvesturlandi alls ekki tryggð með þessu. Og þetia byggist á því, eins og ég var að lesa nú áðan, að tap hennar er meira, hefur staðið lengur, og orsakanna verður að leita annars staðar heldur en á öðrum stöðum í landinu. Og þarna f skýrslu Þjóðhags- stofnunar er gripið niður á megin- vandamál fiskvinnslunnar á Oddur Ölafsson alþingismaður Reykjanessvæðinu og þar sem eins og ég sagði að vandinn er talinn tvíþættur. Þeir eiga að sjálfsögðu við þann almenna vanda að etja, en í öðru lagi eiga þeir einnig við staðbundinn vanda að etja og lausn sem er bundin við það, aðeins við annan þáttinn, þ.e.a.s. að leysa alm'enna vandann skilur þá eftir með þeirra staðbundna vanda og munu þau því halda áfram sínum hallarekstri með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Þessi svæði þar sem rekstrar- örðugleikar hafa ekki eingöngu verið af innlendum kostnaðar- hækkunum heldur einnig að mjög verulegu leyti af öðrum ástæðum svo sem minnkandi fiskgengd, breytingu á samsetningu afla o.s.frv. Þetta ástand er einkenn- andi fyrir Reykjanessvæðið og þessar ráðstafanir, sem hér er um að ræða munu því alls ekki nægja þeim fiskiðnaði til þess að endar nái saman, enda þótt það kunni að vera nægilegt fyrir alla aðra landshluta. Og ég vil geta þessa í fyrsta lagi, að fram að síðustu árum, þá kom aðalaflamagn Reyknesinga á land á fyrstu 4—5 mánuðum ársins og þetta hafði það i för með sér að fiskvinnslustöðvar urðu að vera afkastameiri og mannafli meiri en ella hefði orðið ef aflinn hefði komið jafnar á land. I öðru lagi þá var hér nærri eingöngu um stór- þorsk að ræða, sem var hagstæður f vinnslu, hvórt sem um söltun eða frystingu var að ræða. Nú er þetta ástand alveg gjörbreytt. Af stórþorski veiðist ekki helmingur þess magns, sem áður veiddist, en nú er skrapað saman miklu magni af ufsa, karfa, löngu, keilu og fleiri fisktegundum. Allar þessar tegundir eru óhagstæðari í vinnslu en þorskurinn og þess vegna er þessi breyting frá þorski og yfir í verðminni tegundir aðal- ástæðan að mínu viti fyrir hinni lélegu afkomu frystinúsanna. Þar við bætist svo, að þegar hráefnis- magn minnkar skyndilega þá má alltaf gera ráð fyrir því að þau frystihús sem hráefnissnauð eru, að þau fari að yfirborga og enn- fremur verður nýting véla og bygginga að sjálfsögðu lélegri þegar afli dregst skyndilega saman og ekki er hægt að nýta frystihúsin allt árið. Þess má og geta að það er örugglega liður í erfiðleikunum að framkvæmd hraðfrystihúsáætlunar náði aldrei lengra en að Reykjanesi. Þess vegna vantar nú mikið á, að húsin á Reykjanesi séu í stakk búin til þess að taka að sér og mæta almennum rekstarörðug- leikum og því er það að þegar tekjuþörf frystihúsanna 100 sem í landinu eru eru áætlúð og lands- meðaltal fundið þá er augljóst, að mestur hluti Reykjaneshúsanna liggurfyrir neðan það meðaltal og þess vegna verða þau eins og ég sagði áður með skuldahalann á eftir sér og reyndar er nú svo komið í dag, að verulegur hluti af þessum húsum á Suðurnesjum er nú lokaður. Og ég sé ekki að þær ráðstafanir, sem áætlað er að gerðar verði nú, verði til þess að opna þessi frystihús aftur. Þarna fyrir sunnan er 12 þús. manna byggð og verulegur hluti húsmæðra og fleiri kvenna vinn- ur í frystihúsunum og það er nú þegar farið að þrengjast um at- vinnu þarna og versnar með hverjum mánuðinum. Og auk þess að verja nú verulegu fjár- magni til hagræðingar og endur- bóta í frystihúsunum á Suður- nesjum þá sé ég ekki annað en að það hljóti að verða að gera sér- stakar aðgerðir til þess bæði að losa þessi hús að einhverju leyti við skuldahalann og í öðru lagi að tryggja þeirra rekstrarafkomu. Ég hefi áður látið þess getið, að þar sem — eins og ég gat um áður, að samsetning afla þeirra hefur breyst mjög mikið úr þorski og yfir i aðrar tegundir, sem kannski ekki veiðast svo mikið annars staðar við landið þá tel ég, að það væri mjög athugandi að fella niður eða minnka útflutnings- gjald á þessum tegundum og þannig bæta afkomu frystihús- anna á þann hátt, að það kæmi sérstaklega til góða þessum lands- hluta. Að sjálfsögðu yrði' trygg- ingasjóður og aflatryggingasjóður að fá sitt fjármagn annars staðar frá og gæti þá gengismunarsjóður komið þar að gagni, en ég tek það skýrt fram, að ég er hér að tala um hlut, sem ég geri mér grein fyrir að er erfiður í framkvæmd. Þó held ég að þegar á það er litið að meðan þorskstofninn er í þeirri hættu, sem hann nú er í, þá væri aðgengilegt og nauðsynlegt að afla einmitt þeirra fisktegunda sem ég gat um sem geta komið í staðinn fyrir þorskinn ef vinnsla og verðlagning þeirra væri hag- stæðari. — Skák Framhald af bls. 17 nú peð. en þvi miður er staðan jafntefli) 34. Bxe4 — Hg+»6. 35. Bd5 — H6 e7, 36. Hbl — Be5, 37. Kg2 — Hb8, 38. Hxb8 — Bxb8, 39. Kf3 — h5, 40. h4 — g4 + , 41. Ke2 — Be5. 42. Hc2 — He7. 43. Be4 — Hc7, 44. Ha2 — Hc4, Jafntefli Hvltt: Friðrik Ólafsson Svart: Lev Polugajevski Sikileyjarvörn, afbrigði Polugaj- evskis I Najdorfafbrigðinu 1. e4 — c5. 2. Rf3 — d6. 3. d4 — cxd4. 4. Rxd4 — Rf6. 5. Rc3 — a6 (Najdorfafbrigðið fræga. sem Fischer beitti hvenær sem færi gafst) 6. Bg5 — e6. 7. f4 — b5 (Poluga- jevskis-afbrigðið sem Fischer tefldi aldrei með svörtu, en vann margan góðan sigur með hvitu á móti þeim sem þorðu að beita þvi gegn hon- um Polugajevski hefur alltaf haldið tryggð við þetta afbrigði. þótt stund- um hafi hann hlotið slæman skell Alltaf er eitthvað nýtt að finnast i þessu afbrigði, meðal annars hefur Guðmundur Sigurjónsson komið með sterka nýjung fyrir svartan sem mér vitanlega hefur ekki verið hrak- in ) 8. o5 — dxe5. 9. fxo5 — Dc7, 10. Do2 (exf6 — De5+ og Bg5 fellur) — Rfd7, 11. 0-0-0 — Bb7 (peðið á e5 er baneitrað, Dxe5, 12 Dxe5 — Ftxe5. 13 Rxe6 eða Rxe5 14 Rxe6 og vinnur 12. Rxe6 (djarflega teflt. algengara er Dg4 strax Friðrik hefur alveg örugglega undirbúið þetta afbrigði vel heima. en hann kemur ekki að tómum kofanum frekar en aðrir sem reynt hafa þennan hildarleik gegn Polu) — fxe6. 13. Dg4 — Dxe5, 14. Bd3 — Bo7. 15. Bxo7 — Kxo7. 16. Hh-ol (möguleikar Friðriks byggjast aðallega á skjótri liðsskip- an) — h5, 17. Db4+ — Dc5 (svartur vill ólmur drottningarkaup enda manni yfir) 18. Dh4+ — Rf6 (eftir skákina sagði Polu að skákin væri jafntefli eftir þennan leik Betra hefðl verið 18 — g5. 19 Dh3 — Hh6 með flókinni stöðu). 19. Dg3 (beinir spjótum sinum að g7 og c7— Hg8. 20. Ho5 — Db6, 21. Bf5 — Rb-d7 (eini möguleikinn, annars eftir Kf8, 22. Hxe6 og hvitur vinnur) 22. Hxo6 + — Dxo6. 23. Bxo6 — Kxe6, 24. Dd6+ — Kf7. 25. Dc7 — Bc8. 26. Rd5 — Rxd5, 27. Hxd5 — He8. 28. Hxd7+ — Bxc7, 29. Dxd7 + — Kg6. Jafn tefli, þótt hvitur hafi peði meira tryggja virkir hrókar svarts honum jafntefli Lokastaða: Hv: Kcl. Dd7. a2. c2. g2. h2. Sv: Kg6. He8, Ha8, a6 b5. g7, h5. — Megin- regla Framhald af bls. 32. Sagt er að þingmenn taki laun skv. ákveðnum launaflokki ríkisstarfs- manna. Rétt er það En hitt veit hvert mannsbarn, að það eru þingmenn sjálfir sem ákveða í hvaða launaflokki og þrepi þeir skuli vera Og þar með ákveðum við sjálf, sem hér sitjum. laun okkar og kjör, hvað sem sagt er Mér þykja því þær ákúrur, sem ritstjórar og blaðamenn hafa hér sætt, vegna stað- hæfinga um, að þingmenn ákvæðu laun sín sjálfir, ósanngjarnar og rang- látar Þeir hafa sem sé fullkomlega rétt fyrir sér, hvað þetta atriði varðar Ég skal segja þetta aftur Þeir hafa rétt fyrir sér i því, að þau laun, sem þing- menn hafa i dag, eru að grunni til ákveðin af okkur alþingismönnum sjálfum. Hitt er og rétt, að breytingar, sem orðið hafa á launum siðan, eru ekki okkar verk, heldur annarra Loks vék GÞG að staðhæfingu LJÓ, fyrrverandi ráðherra, um, að þingmenn mættu ekki taka önnur laun annars staðar i rikiskerfinu Ein var þó undan- tekning i máli LJÓ, sagði GÞG. þ.e. ráðherrar Ég geri ekki athugasemd við þetta sjónarmið, sagði GÞG, svo lengi sem ég hefi verið ráðherra og veit þvi hvað sliku starfi fylgir En ég vek athygli á þessu engu að síður. ^Morgunblaðið og útúrsnúningur Sverrir Hermannsson (S) vék að vörn GÞG fyrir blaðamenn. GÞG hefði haldið því fram að ákúrur i garð Mbl væru rangar, vegna þess að blaðið hefði haft rétt fyrir sér. þegar það lét að þvi liggja, að þingmenn ákvörðuðu laun sin sjálfir SVH sagði Mbl hafa birt aðsent aðra forsendu en þá. er GÞG nefndi. Þá, að þingmenn hefðu ákveðið breytingu, sem leiddi til þess að þeir fengu einna mestu hækkunina af öllum starfshópum þjóðfélagsins. Þegar sýnt var fram á þessi forsenda var röng þá kallar Mbl slikt útúrsnúrv Ning Mergurinn málsins er sá. að það er sannfæring min, að þingmannslaun myndu stórhækka ef Alþingi visaði þessum kjaramálum þingmanna til kjaradóms. og ekki síður önnur kjör þingmanna Óg hægt væri áfram að segja að þingmenn hefðu sjálfir ráðið ferð um, hvern veg með væri farið Ekki lægjum við ver við höggi eftir þá breytinguna SVH sagði fullyrðingu Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar um ,,að þingfarar- kaupsnefnd sé i færum um að breyta niðurstöðu", sem ákveðin er annars- staðar, vera beinlinis ranga Ég hef borið þetta atriði undir fleiri en einn lögspeking og þeir eru sammála um. að enda þótt horfinn sé úr launatöxtum sá flokkur, sem tilgreindur er i 1 . gr þingfararkaupslaga. þá liggi fyrir túlk- un laganna á þann veg, að það sé þriðji hæsti flokkur sem starfsmenn ríkisins taki iaun eftir. EJK kallaði fram i: (hverjir eru þeir lögspekingar?) Þeir eru áreiðanlega jafn færir fyrirspyrj- anda. Ég skal ekki um segja, hvor þeir eigi rætur sínar að rekja til húnvetnskra sauðaþjófa. það er annað mál EKJ kallaði „orð min í garð blaðamanna skæting" Ég biðst engrar afsökunar á þvi þó ég gerist þungorður i garð manna „sem bera á okkur tugthússak- ir. Hins vegar getur islenzk blaða- mannastétt verið þrælmenntuð þó hún sé illa mennt.” VH talaði um siðferðis- kröfur blaðamanna Getur VH nefnt mér eitt dæmi úr Dagblaðinu, þar sem vart hefur orðið við siðferðisþrek i þeim skilningi. sem heiðarlegir menn, skilja það, bara eitt dæmi Og hvern veg féllu Magnúsi Kjartanssyni orð um þann skriffinn, sem nýlega skrifaði um gamalt fólk og dagskrá útvarps i Þjóð- viljann? Þar bauð hann viðkomandi að lita í spegil, þar gæti hann áreiðanlega séð mann sem ekki þekkti þessar sið- ferðiskröfur sem VH nefnir SVH vitrv- aði og til greinar ungs manns í Visi. sem talið hefði þingmenn illa gefið misindisfólk með ríkar glæpahneigðir Og i leiðara sjálfs Mbl hafi og staðið fullum fetum að þingmenn væru skatt- svikarar. (Talað var um skattfriðindi i Mbl innskot Mbl ) Ég hlýt að svara slikum aðdróttunum, sagði SVH. SVH boðaði siðan nýtt frumvarp, er hann myndi flytja þess efnis, að alþing- ismenn nytu launa skv þeim launa- flokki i kjarasamningi opinberra starfs- manna rikisins, er þingfararkaups- nefnd ákveður og skuli 1/12 hluti árslauna greiðast mánaðarlega. Hér væri lagt til að hverfa til gamallar hefðar, og Alþingi ákvarðaði sjálft um laun og önnur kjör þingmanna. Þetta væri eina rétta svarið út úr þeim ógöngum sem blaðamenn hefðu kom- ið þingmönnum i i augum þjóðarinnar 0 Greinargerð þingfarar- kaupsnefndar Eyjólfur Konráð Jónsson (S) itrek- aði þá skoðun sina. að Alþingi ætti sjálft að ákvarða þingmannalaun og mismunandi forsendur hjá sér og t d Lúðvík Jósepssyni fyrir sömu niður- stöðu. Siðan vék hann að fullyrðingum SVH i garð ritstjóra Mbl SVH héldi því að Mbl hefði kallað þingmenn skattsvikara Fyrir þessari staðhæfmgu væri enginn fótur í leiðara Mbl hefði staðið: „Auk þess hafa þingmenn skammtað sjálfum sér skattfrlðindi". Þetta væri rétt Þingmenn hefðu skammtað hinum og þessum skattfríð- indi i löggjöf SVH talaði fyrst um skattaivilnanir. Nú herðir hann á og segir ummæli Mbl fjalla um skattsvik Hvorugt er raunar rétt. þvi skattfriðindi eru eitt. skattsvik annað Ég tel að auki sagði EKJ að ekki sé farið með rétt mál i greinargerð þingfararkaupsnefndar Þar segir að kjaradómur úrskurði laun þingmanna með dómi sinum i nóv sl.: „Samkvæmt lögum taka þingmenn laun skv 3ja efsta flokki i launaskrá starfsmanna rikisins. efsta þrepi þess flokks og allir þm. sömu laun án tillits til starfsaldurs. " Hvar stendur þetta i lögum. spurði EKJ Hið rétta er að það stendur I 1. gr. laga nr 57/1971 að þingmenn taki laun skv launaflokki B-3 Annað stendur þar ekki Og þessi launaflokkur er ekki lengur til Það stendur heldur ekkert um það að það skuli vera hæsta þrep Ég vil gjarnan fá að vita. hvaða lögfræðingar það eru. sem fullyrða að þetta sé rétt lögskýring hjá nefndinni Þá er beinlinis rangt í greinargerð þingfararkaupsnefndar. þar sem stendur: ..Þingmenn sem bú- settir eru i Rvik en gegna þing- mennsku fyrir landsbyggðarkjördæmi fá greiddan húsaleigustyrk milli þmga og hálfa dagpeninga og hefur svo verið siðan 19 73" Ég hefi ekki fengið slikan styrk greiddan Ég held og að það hafi ekki stoð i lögum að greiða slikan styrk Sagt er að allir fái þetta greitt Ekki ég. enda ekki um slikt beðið Ég bað hins vegar um greinargerð um þetta mál, sem enn hefur ekki borizt Það er máske timi til kominn að biðja um ..yeirlit um laun og greiðslur til hvers og einstaks þingmanns, þegar visvitandi er borin ósanngirni og óheiðarleiki á fjarstadda menn, s s blaðamannastéttina i heild, ritstjóra einstakra blaða. sem reyna að stjórna blöðm sinum af réttsýni og heiðarleika Maður skilur hvað sá ritstjóri. sem SVH réðst sérstaklega i. Matthias Johannessen étti við. þegar hann sagði I merku viðtali. sem allir kann- ast við. að þegar hann mætti ékveðnum þingmönnum, þé minntu þeir sig é músarrindla, sem héldu að þeir væru komnir úr arnarhreiðri." Fleiri þingmenn tóku til méls I umræðunni. Sumir kvöddu sér hljóðs oftar en einu sinni. Hér verður þó látið staðar numið I að rekja efnisatr- iði úr ræðum þeirra. Þess er þó rétt að geta að I svarræðu SVH kom fram. varðandi lögskýringu, sem um var spurt, að þar var átt við skrifstofustjóra Alþingis, Friðjón Sigurðsson Hann las og upp úr fundargerð þingfararkaups nefndar 24/10/73, varðandi húsa- leigujjeninga þingmanna. búsettra í Rvík. sem kjörnir eru i strjálbýliskjör dæmum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.