Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 Karvel Pálmason alþingismaður: „A1 iðal la: rríl dsstjórnir h iafa stað- ðó «rik lineru kiarasi amninara” „Röskun á laimahlutföUum hefur orðið of mikU” — sagði Sigurlaug Bjarnadóttir Stjórnarfrumvarpið um ráðstafanir i efnahagsmálum voru gerð fréttaleg skil f Mbl. fvrir helgina. Framsaga forsætisráðherra. Geirs Hallgrlmssonar. fyrir frumvarpinu, var birt I heild og rakin helztu efnisatriði úr málflutningi Lúðvlks Jðsepssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, og Gylfa Þ. Glslasonar, formanns þingflokks Alþýðu- flokksins. Auk framangreindra tóku eftirtaldir þingmenn til máls við 1. umræðu frumvarpsins I neðri deild: Karvel Pálmason (SFV), Sigur- laug Bjarnadóttir (S), Eðvarð Sigurðsson (Abl) og Stefán Valgeirsson (F). Efnisatriði úr máli Karvels og Sigurlaugar verða rakin hér á eftir. Ræðum Eðvarðs og Stefáns verða gerð skil síðar í vikunni. Verðbólgan, kaupgjaldið og stjórnarákvarðanir Karvel Pálmason (SFV) sagði stuðningsblöð stjórnarinnar hamra á því stanzlaust, að veru- legar kaupgjalds- og fiskverðs- hækkanirséu undirrót verðbólgu- vaxtar, rekstrarerfiðleika í sjáv- arútvegi og vanda efnahagslifs okkar Mitt mat er að höfuðorsök- in sé önnur. Aðalorsökin er stefna háttvirtrar rikisstjórnar aliar göt- ur siðan hún kom til valda haustið 1974. Hún hefur t.d. lækkað gengi íslenzkrar krónu þrisvar sinnum á rúmum þremur árum. samtals um nærri 160%. Þessar gengis- lækkanir hafa að sjálfsögðu haft sin áhrif á verðlagsþróun í land- inu. Á einu ári, frá í febrúar 1977 til í febrúar 1978, hefur fram- færsluvísitala hækkað úr 682 stig- um i 934 stig, eða um 37%. Samt er sagt að launin séu of há. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að rikisvaldið hefurgeng- ið á undan öðrldum í hækkaðri opinberri þjónustu hvers konar. Ekki voru það verðbólguhömlur. Og hvað líður loforðum rikis- stjórnarinnar varðandi viðskipta- hallann út á við, skuldaskil við Seðiabankann og hallalausan rík- isbúskap. Viðskiptahallinn á liðnu ári nemur 9 milljörðum. Skuld við Seðlabankann um sl. áramót var 15 milljarðar króna. Hallinn á rikissjóði liðið ár var um tveir milljarðar króna. Þessar eru niðurstöður reynslunnar. Hin gullnu loforð hljóðuðu á annan veg. KPá vék að valkostum, sem ræddir voru í Verðbólgunefnd, en komnir voru frá sérfræðingum stjórnarinnar i efnahagsmálum. Hann sagði eftirtektarvert að hæstirt ríkisstjórn hefði i raun ekki valið neinn valkostinn, a.m.k. ekki eins og þeir voru fram settir. Hún leggur fram frumvarp „um að verulegu leyti allt aðrar ráðstafanir en fulltrúar hennar i verðbólgunefndinni fjölluðu um — og sérfræðingar hennar í efna- hagsmálum lögðu til að farnar væru“. KPá sagði sólstöðusamninga lið- ins sumars hafa verið gerða með vitund hæstvirtrar rikisstjórnar, scm haft hefði hönd í bagga. Sjálf hefði ríkisstjórnin síðan samið við BSRB. Þeir hefðu og verið miðað- ir við þá áætlaða aukningu þjóð- artekna eða 5%. Aukning þjóðar- tekna befði ekki reynst 5%, held- ur 7%. Samt er talin ástæða til að rifta svo nýgerðum kjarasamning- um, sagði KPá, þegar samnings- timabil ASÍ er rétt hálfnað og 3 mán. liðnir fram samningum BSRB. Enginn dregur í efa laga- legan rétt þings og stjórnar til slíks, ef nauðsyn krefur. Efast má hins vegar um hinn siðferðilega rétl. Og kaldhæðni er ef rikis- stjórnin gerir sjálfa sig að ómerk- ingi með riftun samninga, sem hún á svo rikan hlut að. Þvi miður, sagði KPá, verður að viðurkenna, að flestar, ef akki allar ríkisstjórnir, hafa staðið með einum zða öðrum hælti að því að ógilda gerða gerða kjara- samnínga aðila vinnumarkaðar- ins. Það hefur orðið hlutskipti flestra stjórnmálaforingja, þegar þeir hafa komizt i stjórnarað- stöðu. Það mun og rétt hjá forsæt- isráðherra að fulltrúar allra þing- flokka hafa staðið frammi fyrir því að þurfa að breyta visitölu- ákvæðum gildandi samninga. En það er ekki þar með sagt að allir stjórnmálamenn hafi staðið i slik- um sporum. Hér stendur a.m.k. einn, sem ekki hefur staðið i sliku. (Gripið fram i: máske á þingmaðurinn það eftir). Það kann að vera rétt hjá hæstv. viðsk.r., en ég fullyrði, að ég hefi ekki, hvorki sem stjórnarsinni né stjórnarandstæðingur, staðið i þvi að ógilda gerða samninga við veraklýðshreyfinguna. En það eru áreiðanlega fáir alþingis- menn, sem geta sömu sögu sagt. Enn er eitt samningsrofið á ferð- inni. Og þjóðin fellir sinn dóm yfir mönnum, sem að þvi standa. i næstu kosningum. Skv. þeim samningum, sem nú eru í gildi, átti að koma 10% iaunahækkun 1. marz. Ef frum- varpið verður samþykkt verður hækkunin aðeins 5%. Sama er að segja um verðbætur 1. júni nk. Þá vék KPá wð 3. gr. frumvarpsins, sem hann kallaði kosninga- stefnuldskrá stjórnarflokkanna, þ.e. að taka ahrif óbeinna skatta út úr vísitölugrundvelli frá og með komandi áramótum 1978/1979. Mér finnst „svipaður keimur að þessu, sem hér er lagt Karvel Pálmason. Sigurlaug Bjarnadóttir. til, og þvi sem fyrrv. forsætisráð- herra, i fyrrv. rikisstjórn, núver- andi hæstv. viðskiptaráðherra, lagði til á útmánuðum 1974, þegar hann lagði til að vinstri stjórnin rifti gildandi samningum við verkalýðshreyfinguna. Ekki kæmi mér á óvart þó „hér væri um að ræða kænskubragð hjá þessum háttv. ráðherra, til þess að fá tækifæri til þess, hugsan- lega, að hlaupa úr vistinni, áður en vistráðningin er útrunnin . . .“ Eg er þeirrar skoðunar, hversu slæm sem forysta Sjálfstæðis- flokksins er að þvi er varðar verkalýðshreyfinguna, þá er hún i mörgum tilfellum gull á við það, sem sumir hverjir forystúmenn Framsóknarfl. sýna i hugarfari til verkalýðshreyfingarinnar. KPá rakti siðan efnisatriði frv., samdrátt í þjónustu við lands- byggé, sem og aóarðbærar ríkis- framkv., o.fl. Hann sagði að lok- um að verði þetta frv. samþykkt, hefði stjórnin valið þann kost að efna til vinnudeilna og ófriðar. Hún yrði að taka afleiðingum þeirra gerða sinna. Engar verðbætur á hærri laun Sigurlaug Bjarnadóttir (S) hóf mál sitt á að leggja áherzlu á, að hér væri annars vegar stórt og viðurhlutamikið mál og varðaði miklu og háttv. Alþingi tæki tií þess á byrgða afstöðu — stjórnar- liðar sem stjórnarandstæðingar. Þá varðaði það ekki siður miklu, að fólkið f landinu, hver full- þroska einstaklingur reyndi fyrir sitt leyti að taka hér ábyrga af- stöðu. Hún taldi, að í þjóðfélaginu gætti vaxandi tilhneigingar til að fólk hugsaði í hópum, varpaði frá sér jafnvel i hinum mikilvægustu málum persónulegri ábyrgð í hendur fárra útvalinna tals- manna, sem þannig fengju í hendur óeðlilega mikil völd, óeðli- lega mikil áhrif og ábyrgð. Lýð- ræði okkar tæki i æ ríkari mæli á sig mynd fulltrúalýðræðis en hlutur einstaklingsins yrði að sama skapi minni en æskilegt væri. Háværar mótmælaraddir bærust nú þegar utan úr þjóð- félaginu frá ýmsum félögum og hópum, upphrópanir um svik, árásir, striðsyfirlýsingar — áður en að þjóðinni hefði gefizt nokk- urt tóm til að átta sig á, hvað umræddar efnahagsráðstafanir fælu i sér i raun og veru. Þessi viðbrögð þyrftu í sjálfu sér ekki að koma á óvart en sizt væru þau til þess fallin að skapa þann skiln- ing og samkomulagsvilja meðal þjóðarinnar, sem nú væri öllu öðru fremur þörf fyrir. Þau úrræði, sem þetta frum- varp fæli í sér væru að sjálfsögðu engir góðir kostir, sem bornir væru fram af horskum hug. Hér væri um að ræða nauðvörn — varnaraðgerðir til að verja þjóð- ina frekari áföllum af völdum vaxandi verðbólgu, hættu á at- vinnuleysi og stöðnun. Þessar að- gerðir bæru ef til vil keim af bráðabirgða ráðstöfunum en mið- uðu þó, ef rétt væri á haldið, tvimælalaust að þvi að beina efna- hagsmálum okkar i heillavæn- legri farveg en þau væru í þessa stundina. Engin ríkisstjórn gripi til óvinsælla aðgerða að gamni sinu og það sízt af öllu, er tvennar almennar kosningar væru i nánd. Það væri ábyrgðarleysi að slá þeim á frest af hræðslu við fylgis- tap. Fólkið yrði hér sjálft að vega hlutina og meta og taka siðan sjálfstæða og ábyrga afstöðu. S. Bj. taldi að vandi okkar myndi ekki eins mikill nú, ef rikisstjórnin hefði gripið fyrr i taumana. Hún hefði s.l. vor, þegar sýnt var hvert stefndi i kjara- samningum, verið sannfærð um, að nauðsynlegt væri að lögbinda hámarks- og lágmarkskaup og láta síðan launþegasamtökin um að skipla þvi, sem til skiptanna væri innan ákveðinna marka. Með þvi hefði að vísu verið gripið til þess neyðarúrræðis að hefta að nokkru hinn frjálsa samningsrétt og hefði vafalaust mætt harðri and- Efnahagsmálafrumvarp rfkisstjórnarinnar brotið til mergjar. Fremst á mynd sést Sverrir Hermannsson en honum að baki Lúðvík Jósepsson (næstur) og Eðvarð Sigurðsson (fjær). stöðu. Nú yrði ekki Iengur undan því vikizt. S. Bj. sagðist styðja efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem heild en þó með nokkrum fyrirvara. Hún hefði í sínum þing- flokki lýst afdráttarlausri and- stöðu sinni við nokkrar launa- hækkanir á þessu ári til þeirra launþega, er mesta kauphækkun hefðu fengið árið sem leið. Þar með samþykkti hún ekki 1. og 2. gr. frumv. eins og þær hér lægju fyrir — þ.e. greinarnar um skerð- ingu verðbóta. I sinum huga kæmu þarna til greina þrir val- kostir — að visu óútfærðir en i meginatriðum þessir. 1. Engar verðbætur komi á laun, sem eru hærri en kr. 300 þús. á mánuði. 2. Engar verðbætur á laun, sem hækkuðu á s.l. ári um 70% eða meira. Hugsanlega mætti miða fremur við 60% launahækkun en með tilliti til þess, að opinberir starfsmenn töldu sig hafa dregizt aftur úr öðrum launþegum væri rétt að miða fremur við 70% (Til málamiðlunar er i þessum val- kostum, 1 og 2, talað um verð- bæturnar aðeins en grunnkaups- hækkanir látnar halda sér). 3. Fullar verðbætur komi á allra lægstu laun (hugsanlega upp að 125 þús. kr. mánaðarlaunum) i prósent tölu og siðan sama krónu- tala á öll laun þar fyrir ofan. — Þessi valkostur væri auðveldur i framkvæmd S. Bj. kvaðst ekki vera tals- maður alisherjar launajöfnunar. Menn ættu að sjálfsögðu að njóta launa i samræmi við menntun, hæfni og dugnað. En röskun á launahlutföllum í landinu hefði orðið það mikil á undanförnum verðbólguárum og með prósentu- aðferðinni við launaákvarðanir, að leiðréttingar væri þörf. Ekki væri rétt að líta á kaupgjaldið eitt sem orsakavald verðbólgunnar, þar kæmi fleira til, en það væri þó álit sérfræðinga, að launaþáttur- inn vægi þar um 70%. Athyglis- vert væri, að á meðan laun á ís- iandi hækka um 60—80% á einu ári, væru grannþjóðir okkar að velta vöngum yfir 2—5% launa- hækkunum. Værum við íslend- ingar ekki háðir sömu efnahags- legu lögmálum og aðrar þjóðir? S. Bj. sagði, að sér væri ljóst, að þeir valkostir, sem hún benti á í samband við verðbæturnar skiptu ekki sköpum fjárhagslega séð en „ég tel það óendanlega mikilvægt — sagði hún — að við reynum, og að þjóðin finni, að við reynum eftir megni að gæta sanngirni og jafnvægis í þeim ráðstöfunum, sem nú er gripið til“. S. Bj. vék stuttlega að 3. gr. frumvarpsins, sem hvað mest er um deilt — að óbeinir skattar verði teknir út úr vísitölunni. Kannski kæmi það hér nokkuð snögglega upp á teninginn og vist væri þetta viðkvæmt atriði og gæti skoðast hættulegt i augum þeirra manna, sem virtust teija að hlutverk rikisstjórna væri að nið- ast á þjóðinni fremur en að vernda hagsmuni hennar og vel- ferð. Sér virtist þetta ákvæði horfa til lagfæringar á meingöll- uðu og vitlausu visitölukerfi. S. Bj. kvaðst í lok ræðu sinnar mælast til þess, að hugmyndir þær, er hún hefði hér sett fram i sambandi við verðbótaákvæði frumv. yrðu teknar til athugunar í fjárhags- og viðskiptanefnd, er fjalla mun um málið, enda þótt hún hefði ekki borið þær fram i formlegri breytingartillögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.