Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 44
 t ai:<;i.Vsin<;asíminn eh: £^22480 • au<;i.Vsin<;asíminn er: 2^22480 __/ 3*Urgiml>I«t>iÖ 37. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1978 Geysilegur áhugiá aðstöðunni ¦k i*i 11 m'- "•— Nú er verið að glerja nýbygginguna á Hlemmi, en að sögn Eiríks Asgeirssonar, forstjóra SVR, eiga verktakar að skila bygging- unni af sér 15. maí. Auk miðstöðvar strætisvagnanna verður þarna rými fyrir 9 önnur verzlunar- og þjónustufyrirtæki og sagði Eiríkur greinilega mikinn áhuga á aðstöðu þarna, því milli 60 og 70 fyrirspurnir og umsóknir hefðu borizt, enda þðtt ekki væri farið að auglýsa húsnæðið ennþá. Þessa mynd af bygging- unni á Hlemmi tðk RAX í gær, en Gunnar Hansson teiknaði húsið. >!.IS| !«"i Ií« *¦¦»¦ 1 f»? -ff a Löndunarmenn í Grimsby: Felldu að aflétta löndunarbannimi - þrátt fyrir einróma samþykkt um aflétt- ingu á sameiginlegum fundi í Newcastle „ÞAÐ var samþykkt ein- róma á þessum fundi í Newcastle að aflétta bann- inu við löndunum ís- lenzkra fiskiskipa í Bret- landi, en þegar málið kom fyrir fund iöndunarmanna hér í Grimsby í gærkvöldi, felldu þeir að aflétta bann- inu með 113 atkvæðum gegn 86," sagði Jón 01- geirsson, ræðismaður í Grimsby, í samtali við Mbl. í gær. „Þessi úrslit komu mönnum mjög á óvart eftir það sem á undan var geng- ið og ég veit að Samband flutningaverkamanna hyggst halda annan fund Orkustofnun fær fullkom- inn mælingabíl ORKUSTOFNUN hefur fengið fullkominn mælingabíl, sem m.a. er búinn tækjum til notkunar á geislavirkum efnum til mælinga. Bíllinn er styrkur frá Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni og kostar hann um 60.000 dollara, eða röskar 15 milljónir króna. Benedikt Steingrímsson hjá Orkustofnun sagði, að bíllinn yrði notaður til að mæla borholur og þá sérstaklega vatn og þéttleika bergs. Framhald á bls. 28 með löndunarmönnunum í vikunni, en Sambandið taldi ekki ástæðu til að senda fulltrúa á fundinn í gærkvöldi eftir úrslit mála í Newcastle. Löndunarmenn í Fleet- wood tóku mjög í sama streng og 'starfsbræður þeirra í Grimsby, en lönd- unarmenn í Hull munu halda fund um málið á fimmtudag. í Aberdeen eru löndunarmenn harðir Hort ætlar út á 1 nd TÉKKNESKI stórmeistarinn Hort ætlar ekki að flýta sér frá Islandi þegar Reykjavikur- skákmótinu lýkur, enda er Hort orðinn vel heimavanur hérlendis, eftir einvígið við Spassky í fyrra. Hort hefur áhuga á að dvelja hér i nokk- urn tíma að mótinu loknu og fara út á land til að skoða sig um og eins til að tefla f jöltefli. á móti því að löndunar- banninu verði aflétt og reyndar eru þeir harðir á móti löndunum allra er- lendra fiskiskipa þar." Jón Olgeirsson sagði, að David Cairns, sá sem fer með fiskveiðimál af hálfu Sambands flutningaverka- manna, hefði ítrekað við sig eftir fundinn í New- castle, að afléttingu banns- ins fylgdi það, að íslenzkir útgerðarmenn yrðu að vera innan handar um það, að fiskaflinn dreifðist sem Framhald á bls. 28 Meirihluti f járhagsnefndar: Frumvarpið samþykkt, en meta skuli þátt nið- urgreiðslna o.fL í tengsl- um við óbeina skatta Stjórnarandstaðan leggur fram rökstudda dagskrá — Hvetur til frekari vidrædna 1 ANNARRI umræðu um efna- hagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar í Neðri deild í gærkvöldi sagði formaður fjárhags- og viðskipta- nefndar, Olafur G. Einarsson, að meiri hluti nefndarinnar leggi til, að frumvarpið verði sam- þykkt, en tók fram að rétt væri að fela Kauplagsnefnd að meta sér- staklega þátt niðurgreiðslna í vöruverði, svo og aðra þætti í tengslum við óbeina skatta, því að telja megi niðifrgreiðslur til óbeinna skatta. Sagði hann, að athugun þessi skuli fara fram í samráði við samtök atvinnuveg- anna og launþegasamtökín. Talsmenn stjórnarandstöðunn- ar skiluðu séráliti og báru fram tillögu til rökstuddrar dagskrár þess efnis, að í sérbókunum full- trúa ASI og BSRB með tillögum þeirra og fleiri í Verðbólgunefnd um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem lagðar voru fram á fundi nefndarinnar 8. þ.m., segi eftir- farandi: „Við sem erum fulltrúar ASI og BSRB tökum fram, að samtök okkar eru reiðubúin að eiga viðræður við ríkisstjórnina á grundvelli þessara tillagna." Með vísan til þessarar yfirlýsingar tel- ur deildin rétt og leggur til að viðræður framangreindra laun- Ný lyfta í Bláfjöllum A LAUGARDAG var opnuð í Blá- fjallafólkvangi ný skíðalyfta. Hún er neðan við Eldborgargil og þannig í brekku að hentar vel fólki með takmarkaða skíðakunn- áttu, en rafmagn var lagt þang- að í sumar. Flykktist fólk strax að og var fullt við lyftuna allan dag- inn, en það léttir á hinum tveim- ur lyftum fðlkvangsins í Kóngs- gili. Aðsókn hefur verið geysimikil í Framhald á bls. 28 þegasamtaka og ríkisstjórnarinn- ar fari fram um ráðstafanir í efnahagsmálum og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá, segir i dag— skrártillögu minni hlutans. Utvarps- umræð- ur í kvöld UTVARPSUMRÆÐUR verða frá Alþingi í kvöld og hefjast þær klukkan 20:30. Utvarpað verður þriðju umræðu í neðri deild um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir i efnahagsmálum. Röð flokkanna verður þessi: Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Ræðumenn hvers flokks fá 30 mínútur til umráða til tveggja umferða; 15 eða 20 minútur í fyrri umferð og 10 eða 15 mín- útur í síðari umferð. Af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins tala Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra og Matthías A. Mathiesen fjármálaráðherra, af hálfu Alþýðubandalagsins Lúðvík Jósepsson og Eðvarð Sigurðsson, af hálfu Fram- sóknarflokksins Halldór E. Sigurðsson, samgöngumála- og landbúnaðarráðherra, og Tóm- as Arnason, af hálfu Alþýðu- flokksins Benedikt Gröndal og Sighvatur Björgvinsson í fyrri umferð og Gylfi Þ. Gíslason i hinni síðari og af hálfu Sam- takanna tala þeir Magnús Torfi Ólafsson og Karvel Pálmason. Tvftir fyrstu talningu í kosningu Starfsmannafélags Rvíkurborgar: Listi uppstillingar- nefndar allur kosinn LISTI uppstillingarnefndar náði allur kjöri samkvæmt bráða- birgðatölum úr fyrstu talningu að loknu stjórnarkjori í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar í gær. Þegar Mbl. hafði síðast spurnir af talningu klukkan tvö I nótt lágu fyrir bráðabirgðatölur. Samkvæmt þeim var Þórhallur Halldórsson endurkjörinn for- maður, hlaut 796 atkvæði, en for- mannsefni „Nýrrar hreyfingar" Gunngeir Pétursson hlaut 600 at- kvæði. A kjörskrá voru 2366 og Þórhallur Halldórsson greiddu 1443 atkvæði, eða 62,5%. Auk formanns voru kjörnir fimm meðstjórnendur; Guðmund- ur Eiríksson með 1185 atkvæðum, Eyþór Fannberg með 836 atkvæð- um, Arndís Þórðardóttir með 811 atkvæðum, Ingibjörg M. Jónsdótt- ir með 783 atkvæðum og Ingi- björg Agnars með 758 atkvæðum. „Ný hreyfing" studdi Guðmund Eiríksson, en frambjóðendur hreyfingarinnar í meðstjórnenda- • embætti hlutu atkvæði sem hér Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.