Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 33 Kvikmyndahátíð 1978: Bóndi Þorsteins Jónsson- ar hlaut viðurkenninguna KVIKMYNDIN Bóndi eftir Þorstein Jónsson kvikmynda- gerðarmann hlaut heiðursverð- laun í samkeppni Kvikmynda- hátfðar 1978, en dómnefnd hátíðarinnar var skipuð þeim Wim Wenders, Pantelis Voulgaris, Baldri Hrafnkatli Jónssyni og Thor Vilhjálms- syni. t úrskurði dómnefndar- innar segir svo m.a. að hún hafi orðið sammála um að þessi kvikmynd verðskuldi heiðurs- verðlaun hátíðarinnar, en vill geta þess að tvær myndir hafi þótt bera af, þ.e. Böndi og Lilja eftir Hrafn Gunnlaugsson og Snorra Þórisson, gerð eftir kunnri smisogu Laxness. Síðan segir orðrétt: Myndin sem hlýtur verðlaun- in, Bóndi, segir frá fólki því, sem þar er fjallað um, af full- komnu raunsæi, höfundur myndarinnar kemst svo nærri þessu fólki og lífi þess að það verður ljóslifandi fyrir áhorfandanum og örlög þess taka að skipta hann miklu máli; alúð höfundar og skáldlegt næmi, kærleiki hans gagnvart viðfangsefninu þóttu vega upp á móti ýmsum tæknilegum ann- mörkum. Sumpart þótti freistandi að skipta verðlaununum vegna þess hve Bóndi og Lilja virðast ósambærilegar hvernig sem á er litið. Lilja er að flestu leyti mis- fellulaus flutningur sögunnar á marktækt myndmál, og svið- setning með ágætum. Æskilegt væri að í framtíð- inni væru veitt sin verðlaunin hvor fyrir heimildarmyndir og leiknar. Nef ndin varð sammála um að hvetja stjórnvöld og önnur áhrifaöfl um kvikmyndagerð svo sem Sjónvarp og samtök kvikmyndagerðarmanna til samstilltra átaka til að nýta ís- lensk tækifæri til að skapa full- gilda kvikmyndalist. Verðlaunin nema 200 þúsund krónum. Þá hefur Morgunblaðinu einnig borizt skriflegt álit þýzka leikstjórans Wim Wend- ers, sem var heiðursgestur nýliðinnar kvikmyndahátíðar og átti sæti í dómnefndinni, eins og áður segir. Hann þurfti að fara af landi brott áður en nefndin lauk störfum en í sam- ráði við hann var ákveðið að birta álit hans, þar sem það geymir fróðlega hugleiðingu um hinar íslenzku myndir og stöðu og framtíð islenzkrar kvikmyndagerðar: í bréfi sinu segir Wenders: „Mér finnst aðeins vera 3 kvikmyndir í samkeppninni, sem koma til álita við veitingu verðlauna: Ballaðan um Ölaf Liljurós, Bóndi og Lilja. Hinar eru annaðhvort of viðvanings- lega eða ópersónulega gerðar, þær tilheyra sviði iðnaðarkvik- mynda, sem hafa auglýsingu eða útbreiðslustarfsemi að markmiði. Það er skoðun min, að framvegis ættuð þið annað- hvort að undanskilja sh'kar kvikmyndir, eða setja þær í flokk út af fyrir sig. Hinar 3 ofannefndu kvik- myndir hafa það umfram allar aðrar að vera persónugerðar framsetningar í kvikmynda- formi, sem sýna tilfinningu fyrir stíl og fyrir hinu mann- lega. Þorsteinn Jónsson, kvikmynda- gerðarmaður Ballaðan líður meira en hinar fyrir hinn þrönga fjárhagslega stakk, sem henni er sniðinn, til dæmis skort á nægilegri birtu i inniatriðunum, og er ekki eins kunnáttusamlega gerð og Lilja, hin skáldsagnar-kvikmyndin. Bóndi er góð heimildakvik- mynd, sem í eru nokkur sér- stæð atriði, en ef til vill skortir hana i heild sinni festu í upp- byggingu og formi. Þannig fannst mér til dæmis, að notkun hljómlistar í kvikmynd- inni rýrði mjög suma kosti hennar. ,Þetta land er of lítið til að bera uppi sjónvarp og kvikmynda- gerð óháða hvort öðru," segir Wanders i álitsgerð sinni Því virðist Lilja vera jafn- bezta kvikmynin, og hin eina, þar sem raunverulegum tökum er náð á hinu afmarkaða efni. Þar sem höfuðskilyrði til þess að skilja kvikmyndina er mælt mál, og ég skildi ekki orð af þvi, get ég aðeins dæmt hvernig myndin kom mér fyrir sjónir, en ég er hræddur um að það sé töluverð takmörkun. Því er það tillaga mín, að verðlaunin fari til Lilju og/eða Bónda, sem fulltrúa tveggja mismunandi forma, skáld- gerðar og heimildamyndar, og að Ballaðan um Olaf Liljurós fái viðurkenningu. Ef dóm- nefndin verður að taka afstöðu um aðeins aðra af tveim, verð ég að láta hana skera úr um hvora. Eftir að hafa séð „Blóðrautt sólarlag" eftir Hrafn Gunn- laugsson, gerða fyrir íslenzka sjónvarpið, og hrifizt af ágæt- um tökum stjórnanda hennar, kvikmyndatökumanns, leikara og höfundar eða framleiðanda á verkinu, langar mig mjög til þess að mæla með því við dóm- nefndina, íslenzk yfirvöld, og sérhvern þann sem hefur með málið að gera, eða hefur áhuga á íslenzkri kvikmyndagerð, að íhuga alla möguleika til sám- vínnu milli sjónvarps, innlendrar kvikmyndagerðar og væntanlegrar aðstoðar ríkis- ins. Þetta land er of lítið til þess að bera uppi sjönvarp og kvik- myndagerð óháð hvort öðru. Ég veit af eigin raun að jafnvel í landi sem Þýzkalandi, er það hið sameinaða átak. sem hefur gert tilveru og vöxt hinnar nýju þýzku kvikmyndagerðar mögu- lega." — Sadat Framhald af bls. 1 áfram tilraunum til að finna lausn á vandamálum Jerúsalems og Palestínumanna. Þetta var önnur heimsókn Sadats til Vatikansins á tveimur arum. Að- ur höfðu Giovanni Leone forseti og Andreotti forsætisráðherra fullvissað Sadat um áframhald- andi stuðning sinn við friðartil- raunir hans. t Jerúsalem ítrekaði Menachem Begin forsætisráðherra í dag að semja mætti um búseru tsraels- manna í Sinai og á vesturbakkan- um og fagnaði þvi að Bandaríkja- menn hafa aftur hafizt handa um að miðla máluin í detlu Egypta og tsraelsmanna. Hann reyndi að vinmælast við Bandarfkjamenn, sem styggðust við þá ásökun ísra- elsku stjórnarinnar um helgina að Cyrus Vance utanrikisráðherra hefði tekið málstað Egypta, en dró ásökunina ekki til baka. Hann staðfesti að vinmu við stækkun ísraelskra þorpa i Sinai hefði ver- ið hætt. 1 Chicago sagði Moshe Dayan, utanrikisráðherra tsraels, í dag að Sadat gæti ekki samið frið í Miðausturlöndum án þátttöku Husseins Jórdaníukonungs og leiðtoga Palestínumanna. Hann taldi beztu leiðina til að koma aftur af stað friðarviðræðum væri að fá Hussein konung til að taka þátt í þeim. — Járnblendi Framhald af bls. 14. suðvestanlands og komist að þeirri niðurstöðu að Grundar- tangi væri hagkvæmasti staður fyrir fyrirtækið. Jafnframt var það haft í huga, að bygging verksmiðjunnar á þessum stað ásamt góðri höfn mundi hafa mikla þýðingu til eflingar byggða- og atvinnuþróunar í sunnanverðu vesturlandskjör- dæmi. Bent var á, að hafnar- skilyrði eru mjög góð og stækkunarmöguleikar hafnar miklir, mikið landrými fyrir hendi og góð skilyrði fyrir myndun þéttbýliskjarna. Enn- fremur var bent á, að staðurinn liggur í þjóðbraut, ekki einung- is innan vegakerfisins, heldur einnig orkukerfisins, þegar höfð er í huga byggðalinan til norðurlands. Þá var einnig til þess litið, að staðurinn er utan áhrifasvæðis Reykjavfkur, en þó ekki fjarlægari en svo, að þangað má sækja nauðsynlega sérhæfða þjónustu, án þess að höfuðborgarsvæðið hafi veru- leg dagleg áhrif. Verksmiðjan er reist á lóð í eigu ríkisins, sem félagið hefur á leigu. Lóðin leyfir nokkra stækkun verksmiðjunnar um- fram þær áætlanir, sem nú er unnið eftir. Samkvæmt þeim áætlunum verður verksmiðjan reist i tveimur áfðngum. Hafnarmannvirkin, sem gerð eru að Grundartanga, eru í eigu sameiginlegs hafnarsjóðs sveitarfélaganna allra sveitar- félaga í Borgarfjarðarsýslu og Akraneskaupstaðar. Höfnin er undir sérstakri stjörn skipaðri fulltrúum þessara sveitarfélaga og sýslumánni en fjármögnuð með lánum, sem útveguð eru að tilhlutan ríkisins. Að því leyti, sem hlutafé Járnblendifélagsins ekki hrekkur til, er bygging verk- smiðjunnar fjármögnuð með erlendum lánum. Þannig hefur verið samið um eftirtalin lán: Frá N.kr. millj. Norræna fjár- festingarbankanum 200 Norsk Exportfinans 125 Samsteypu lánastofnana- US$ millj. undir f orystu Den norske Creditbank og Lands- banka tslands (tíma- bundin lánsfyrirgreiðsla ábyggingartima) 10 Den norske Creditbank (rekstrarfé) 6 Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 500 milljón kr. byggingar- kostnaði verksmiðjunnar að meðtöldum vöxtum á bygging- artíma. Sú áætlun gæti raskast vegna verðþróunar. Bygging og rekstur járn- blendiverksmiðjunnar flytur til landsins margbrotna tækni- þekkingu, sem hér er ekki til fyrir. Þessi tækniþekking er sérstök og afmörkuð. Fram- leiðsla járnblendis tengist ekki teljandi neinum framleiðslu- iðnaði hér innanlands og hefur þannig væntanlega ekki bein áhrif á iðnþróun út fyrir fyrir- tækið sjálft. Obein áhrif af byggingu og rekstri verksmiðj- unnar á iðnþróun, ekki síst i ýmsum greinum þjónustuiðnað- ar hljóta hins vegar að verða allmikil. Þá er ekki unnt að spá, hver áhrif bygging járnblendi- verksmiðjunnar kann að hafa þegar frá líður og fyrirtækinu vex svo fiskur um hrygg, að það getur ráðist í frekari uppbygg- ingu en þá, sem nú er unnið að. Að frátöldu álverinu í Straumsvík er jánblendiverk- smiðjan stærsta iðnaðarfjár- festing, sem ráðist hefur verið í hér á landi og sú lang stærsta, sem tslendingar hafs sjálfir ráðist í og tekið áhættu af. Fjár- festingin er kannski á borð við 25—30 vel búin loðnuskip eða 10—12 stórar fiskmjölsverk- smiðjur eða nær 500 góðar bú- jarðir með allri áhöfn. Akvörðunin, sem tekin var um að ráðast i þetta fyrirtæki, fól í sér a.m.k. tvö vcigamikil stefnuatriði. Hið fyrra var að halda lengra á braut orkufreks iðnaðar eftir iðjuverið í Straumsvík, en hið síðara eins og áður var getið að taka meiri- hluta áhættu og ávinnings af þeim rekstri í okkar eigin hend- ur. Opinberar umræður um verk- smiðjuna hafa hingað til gjarna snúist um hvort sú stefna, sem þarna var mörkuð, er rétt eða röng. Um það má að sjálfsögðu deila eins og allar stjórnmála- legar ákvarðanir. Mismunandi mat manna hvers og eins ræður afstöðunni til þess máls og ann- arra slíkra, sem á eftir munu koma til ákvörðunar. Ljóst er, að engin iðnrekstur verður settur á fót án þess að einhverju sé til þess fórnað. Höfn verður ekki byggð án þess að skemma fjöruna. Skipaum- ferð getur valdið óþrifum. Verksmiðja verður ekki reist án þess að hún sjáist. Verk- smiðjurekstri fylgja ýmiss óæskileg áhrif, sem landsmenn mæta vel þekkja, svo sem há- vaði, reykur, óþefur o.s.frv. Allt eru þetta meira og minna óhjákvæmilegir fylgifiskar iðn- þróunar. Allt þetta hafa þeir kjörnu forystumenn, sem ákváðu bygg- ingu verksmiðjunnar, haft i huga, þegar sú ákvörðun var tekin. Aðalatriðið er, að hún hefur með lögmætum hætti ver- ið tekin og nú er það viðfangs- efni þeirra, sem treyst hefur verið fyrir forystuhlutverkum i rekstri fyrirtækisins, að gera það sem frekast er kostur til að þetta verði gott fyrirtæki, sem gefur fólkinu, sem hér mun starfa áreiðanlega atvinnu við bestu möguleg skilyrði, lánveit- endum timanlega endur- greiðslu lána, eigendum góðan arð og þjóðarbúinu nýja, styrka stoð undir efnahagsframfarir i landinu. Þess mun verða freist- að að draga úr hinum óæskí- legu áhrifum af verksmiðju- rekstrinum eins og frekast er kostur. Eins og nú standa sakir skipta þessi jákvæðu atriði ein raunverulegu máli og þurfa að verða ríkjandi i umræðunni um þetta fyrirtæki. hqfur allar þýðingar Orglands með áhuga og skilningi, er vissu- lega orðinn betur að sér i islensk- um bókmenntum er margur íslendingur sem menntaður á þó að kallast. Því fyrir utan þetta safn hefur Orgland þýtt og sent frá sér um tug bóka með ljóðum einstakra skálda. Mig langar svo að geta þess að bækur þessar, sem og fleiri íslonskar þýðingar sem Fonna forlag hefur gefið út undanfarið eru prentaðar hérlendis — í prentsmiðjunni Odda. Það telst til viðburða um leið og ýmsir islensk- ir útgefendur láta prenta bækur sinar erlendis. Erlendur Jónsson. -^Safn Orglands Framfaald af bls. 10 seia — eins og norðmenn, en þannig skrifa þeir það líka saman- ber þessa frægu vísu Æra-Tobba: Veit eg visst kvar vadet er, men vil inkje seia deg: ut frá öyrar-odden, ut f or svarte bakken. Fyrri bækur Orglands í þessu mikla safni heita Islandske dikt og Islandske gullalderdikt. Frá margvislegu sjónarmiði séð tel ég þetta síðasta bindi best. Hér er ekki verið að kynna neina gullöld heldur kveðskap sem hefur verið lítils metinn til þessa af út- lendingum. Langmestur hluti þess sem hér var ort á þessum öldum (13. til 18.) liggur óprent- að i handritum og fáuin kunnugt. Aðeins fáein skáld urðu það lif- seig að lifa af öld sína. Það er því vandasamt að koma þessu á fram- færi erlendis. En Orgland fer um þetta bæði styrkum og mjúkum höndum; sá sem les inngang hans hlýtur strax að sannfærast um að þarna fer maður sem veit hvað hann er að segja. Það væri ekki ónýtt að eiga svona menn i fleiri löndum. Og þar sem mi Orgland er líka háskólakennari í bók- menntum eru honum hæg heima- tökin að fylgja þessum verkum eftir alla leið ef svo má að orði komast. Norðmaður, sem lesið — Galdrafár Framhald af bls. 10 Fyrra ritið er páf abréf f ra 1484 og hið siðara Nornahamarinn sem hann lét semja og gefa út 1486. Galdrafárið mikla mun hafa byrj- að i fjallabyggðum Alpanna og Pýreneafjalla. Það voru svart- munkar sem hófu nornaveiðar á þessum slóðum. Þetta leiðir hug- ann að því hve afskekktar fjalla- byggðir Evrópu eiga skylt við norðurbyggðir Vestfjarða og bendir Helgi Skúli Kjartansson á að kirkjunnar menn fengu litinn hljómgrunn hjá þessu fólki sem bjó fjarri alfaraleiðum. I stuttum en greinargóðum inngangi sínum tekst honum að mínu viti vel að tengja galdrasðgu tslands galdra- málum annars staðar i Evrópu. Raunar má benda á bók Siglaugs Brynleifssonar Galdrar og brennudómar (Mál og menning 1976) þar sem þess er einnig freistað að setja íslonsk galdra- mál í evrópskt samhengi. Hugh Trevor-Roper bendir á hliðstæður galdrafársins á okkar öld: gyðingaofsóknir nasista, McCart hy-isma i Bandarikjunum. Það er hverju orði sannara að galdafári Evrópu er ekki að fullu lokið, en birtist okkur i nýrri mynd, til dæmis sem ótti við frjálslyndi i skoðunum og vax- andi tilhneiging til hafta og banna undir þvi yfirskyni að ver- ið sé að leiðbeina heimskingjum. Utgáfa þessarar bókar er að- standendum hennar til sóma, en hún er i flokki Lærdómsrita Bók- menntafélagsins. Þýðing Helga Skúlasonar er vandvirknisleg, inngangur hans og athugasemdir i bókarlok eru þarfaþing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.