Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDACUR 14. FEBRUAR 1978 Frú Ágústa Thors Nokkur ár eru liðin síðan ég kynntist frú Agústu Thors, sem hefði orðið 84 ára í dag — fædd 14. febrúar 1894, en hún andaðist i desember sl. Á nokkuð löngum starfsferli hefi ég kynnst mörgu öldruðu fólki, og hefir það veitt mér gleði og ánægju, reynslu og þekkingu, og á ég því margt að þakka. Frú Agústa Thors verður mér ætíð minnisstæð. Framúrskar- andi háttvís og prúð í allri fram- komu, glæsileg kona, sem stóð við hlið manns síns í áratugi, en mað- ur hennar, Kjartan Thors, var meðal fremstu áhrifa- og fram- kvæmdamanna þjóðarinnar. Ég þekkti að sjálfsógðu til hennar og systra hennar, frú Ólaf- ar Björnsdóttur, konu Péturs Halldórssonar borgarstjóra og frk. Arndísar Bjórnsdóttur leik- kona, en ég hafði aldrei kynnst henni fyrr en hún sendi mér bók að gjöf um mikilsvert framfara- mál. Oftar en einu sinni kom ég á fallegt heimili frú Agústu og var ávallt tekið sem vini. Ahugi henn- ar og þekking á öllum gróðri, blómum og trjárækt vakti undrun mína og athygli í fyrstu, en síðar komst ég að því, að þannig var það á mörgum sviðum. Frií Agústa hafði farið víða um lönd með manni sínum fyrr á árum, var víðlesin og fróð kona, sem átti mörg hugóarefni. Trú hennar á gróðrarmátt íslenska jarðvegsins var mikil og garðurinn kringum húsið hennar bar þess vott, aó hún vissi hvað hún var að tala um. Minningin um þessa fágætu konu verður mér ógleymanleg og mun ég ávallt minnast hennar með virðingu og þakklæti. Gí.sli Sigurbjörnsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar. ÖRN ARNLJOTSSON, útibústjóri, Ólafsvik, lézt að heimili sínu 1 1 febrúar Halla Gisladóttir og börn. t Eiginmaður minn. faðir okkar. tengdafaðir og afi, SIGURLAUGUR BJARNASON, Ragnheiðarstöðum, lézt að landspitalanum 1 1 febr Jarðarförin auglýst síðar Guðlaug Hinriksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður mtnn og faðir okkar. FERDINAND RÓBERT EIRÍKSSON, skósmiðameistari. andaðist í Borgarsjúkrahúsinu að morgni 12 þ.m. Magnea G. Ólafsdóttir og börn. t JENNA KRISTÍN JENSDÓTTIR, verður ja rðsungín frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1 6 Kristin J. Þorsteinn og börn. þ m kl. 1 30 Jónsdóttir, Magnússon, t Jarðarfór frænku minnar, JÓNINNU MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju. miðvikudaginn 15 febrúar kl 13 30 Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Björg Helgadóttir. t GARDAR EYMUNDSSON, Hvannalund 9, Garðabæ verður jílr ðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 16 febrúar kl 14 Blóm "'l kransar afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans átið Slysavarnarfélag Isl ands njóta pess Salome Sigfúsdóttir, Ari Kristinn Garðarsson Eymundur Torfason Kveðja: Aslaug Guðrún Torfa- frá HaUdórsstöðum ~9 *¦ m m* i ilW I dag, 14. febrúar, er til grafar borin Áslaug Torfadóttir. Hún lézt 5. febrúar s.l. af afleiðingum umferðarslyss. Aslaug var fædd að Halldórs- stöðum 28. janúar 1931. Foreldrar hennar voru hjönin Kolfinna Magnúsdóttir og Torfi Hjálmsson. Kolfinna var dóttir Magnúsar Þórarinssonar bónda og uppfinn- ingamanns á Halldórsstöðum og konu hans, Guðrúnar Bjarn- héðinsdóttur. Torfi var sonur Hjálmars Jónssonar frá Skútu- stöðum og konu hans Áslaugar Torfadóttur Bjarnasonar frá Ólafsdal. Hjálmar og Áslaug bjuggu á Ljótsstöðum í Laxárdal. Torfi og Kolfinna bjuggu langa ævi á Halldórsstöðum og þar ólst Aslaug upp í glaðværum hópi systkina. A Halldórsstöðum var þríbýli og jafnan margt um mann- inn enda Halldórsstaðaheimilin fyrr og síðar rómuð fyrir gest- risni. Ég kynntist Áslaugu er ég var í sveit drengstauli á Halldórsstöð- um. Við vorum jafnaldra og með- al þeirra yngstu i þeim glaðværa hópi ungmenna sem þá var á Hall- dórsstöðum. Þrjá bræður átti Ás- laug sem voru eldri og tvær syst- ur yngri. Það kom snemma í ljós að Ás- laug hafði í ríkum mæli erft hinar næmu tilfinningar ættmenna sinna ekki sizt á sviði tónlistar, en hún var mjög músikölsk og hreifst mjög af fagurri tónlist. Vináttan og hlýjan voru þeir eiginleikar sem ríkastir voru í fasi hennar og umhyggjan fyrir öðrum. Henni var afskaplega annt um allt Halldórsstaðafólk og raunar Laxdæli alla. Þessum þátt- um i fari hennar kynntist ég mæta vel meðan hún var í fóður- húsum, en kynni okkar urðu strjálli eftir að hún fór að heim- an. Eftir nám á Laugum fór Áslaug til Reykjavíkur í atvinnuleit. Þr kynntist hún Þorsteini Svani Jónssyni og voru þau gefin saman 1955. Næstu árin voru þau búsett í Kópavogi, en flytjast árið 1959 heim í Halldórsstaði. Þau höfðu þá eignast tvo syni, Torfa Þor- stein og Jón Ágúst. Á Halldórs- stöðum fæddust þeim tvær dætur, Kolfinna Bergþóra og Kristín. I sjö ár voru þau í sambýli við foreldra Aslaugar og var það ætíð sem ein fjölskylda, enda var As- laug mjög hænd að foreldrum sín- um. Arið 1966 flyst fjölskyldan aft- ur suður og sest þar að til fram- búðar. Næstu árin átti Aslaug við mikla vanheilsu að stríða og var langdvölum á sjúkrahúsi. Þar var að sjálfsögðu mjög erfiður tími, bæði fyrir hana sjálfa og aðra í fjölskyldunni. Langt veikinda- stríð er öllum erfitt, en ekki sízt þeim sem hafa viðkvæmar og t Sonur okkar. fóstursonur og bróðir, RÓBERT BIRGIR SIGURÐSSON. Stóragerði 18, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag þriðjudag kl 3 e h Margrét Marinósdóttir. Sigurður Ólafsson, Kristjana Herbertsdóttir. Paul Oddgeirsson, Svanhvit Sigurðardóttir. Sigrún Margrét Sigurðardóttir. Bjarney Ingimunda Bjarnadóttir, t Konan mín. móðir okkar. tengdamóðir og amma GEIRÞRUOUR BJARNADÓTTIR. sem andaðist að Hrafnistu þann 8 þ m . verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. þ.m. kl 15. Benedikt Gislason frá Hofteigi börn og tengdabörn bamabörn. t Kveðjuathöfn móður okkar og tengdamóður, JAKOBÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR. frá Melabúð, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 6 febrúar kl 10 30 Jarðað verður frá Hellnakirkju laugardaginn 1 8 febrúar kl 2 00 e h Páll Sigurbjörnsson, Pétur Sigurbjörnsson. Magnfriður Sigurbjörnsdóttir. Una Sigurbjornsdóttir, og tengdabörn. t Útför móður okkar. tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR E. FINNSDÓTTUR. Miklubraut 70. fer fram frá Fossvogskirkju. miðvikudaginn 1 5 febrúar kl 1 5 00 Friðþjófur H. Torfason, Halldóra Torfadóttir, Högni Torfason, Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Ásthildur Torfadóttir, Arnór Þorláksson, Aðalheiður Torfadóttir, Ragnar Ásmundsson, Helga Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginkonu minnar, dóttur. móður, tengdamóður og ömmu. j JARÞRÚÐAR WICK BJARNARSON Óli Ragnar Georgsson, ÞuriðurT. Bjarnason, Vilhelmina R. Hansson, Georg Ragnarsson, Tömas H. Ragnarsson. Bengt Hansson. Stella Gunnarsdóttir. Auður Snorradóttir, Bára Ragnarsdóttir og barnabörn. næmar tilfinningar. En barátt við oS þrek hennar til að sigrast á sjú leikanum reyndist mikið og e,ltl til fulls bata.-Sá einn veit sei reynir hvað stríð við langvara" veikindi er. í þessum erfiðleifcU var það Kolfinna móðir nenr!an sem reyndist fjólskyldunni stw^ og styttan, sá faðmur sem tóK öllum áföllum með stillingu veitti skjól ungum börnum. Mar^ ir voru fúsir að rétta þar hjálPa hönd, bæði ættingjar og vens' menn. Fóður sinn missti Aslaug fyrir nokkrum árum. Eins og fyrr segir náði Ás)auí? aftur fullum bata og 1976 f'u^ hún með fjölskyldu sína a Vesturgötu 20 og bjó þar ásam móður sinni og systur. Svanur ot Aslaug höfðu þá slitið samvistu' fyrir nokkru. A Vesturgötunni leið ÁslaU? mjög vel og fjölskyldan var mJ° hamingjusöm. Nú þegar Ásl8' er svo skyndilega burt verður þessi síðastí tími óme legur sólargeisli í lífi afkomt'f hennar og aðstandenda. ft Systkini Áslaugar eru öll búse á Stór-Reykjavíkursvæðinú. FJ skyldur þeirra eru allar rnJ samhentar og var það m'l" styrkur fyrir heimili AslaUga*' Ánægjan var líka óblandin í Þe*jj um hópi yfir því að Áslaug sKy' . hafa endurheimt heilsuna "£#*, notið þess að vera með börnu sínum. Hún var mikil heim,1'j manneskja og börnin voru herl afskaplega kær. . Mér er ríkast í huga nú, \>ef_a Áslaug er kvödd, hennar næm' kölluð eta"' tllíl' tt' hlýi hugur og hennar mikla I hyggja fyrir því sem minna ma ( sín. Hún hafói í ríkum mæli & þá eiginleika beggja sinna r, eldra að vera sífellt að huga , vellíðan annarra en minna . sjálfrar sín. Frá henni stafaði a úð og blíða sem hennar nánUs þekktu best. n Það er mikill harmur kveð' að börnum og aldraðri móður missa slíkan ástvin. En þa^ , huggun harmi gegn að fr*!L- garðurinn er stór og samsta?" til hjálpar í hverri raun. Og m'"1 ingin lifir um góða móður, e\& legadóttur. j] Ég veit að hugir margra 'e'takj(j ykkar á þessari erfiðu stund, eK sízt heiman úr Laxárdal. , ,,• ,kKu Við hjónin sendum Y' oi börnunum, þér, Kolfinna, ; systkinum og venslafólki "^ j innilegustu samúðarkveðjur- Guðs friði, Kári Arnórsso'' Misritufl FÖÐURNAFN misritaðist ¦<" sunnudagsblaðinu í f.v,'irí;,.|llj kveðjuorða til hjónanna Júl' ^,, Sigurborgar Guðmundsdóttu' Guðmundar Jóhannesar Jóha ^ sonar. — En í blaðinu ^ Jóhannesson fyrir Jóhartt1?.,-^ Er beðist afsökunar á mistö*• j þessum. Utför Júliönu var fíc gær frá Fríkirkjunni í I firði. fna'" t Maðurinn minn, JÓHANNJAKOBSSON. Setbergi. Stokkseyri, ójt léít i Landspitalanum að'ar 13 þm ,f Marta Kjartansfio,,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.