Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978
27
lltagfiitltftifeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
R itst jórna rf u lltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 90.00 kr. eintakið
J
Höldum sama
kaupmætti
Þeir, sem hafa fylgzt með skrifum Morgunblaðsins um efnahagsmál
frá þvl kaupgjaldssamningarnir voru gerðir í fyrrasumar, vita að efna-
hagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar nú koma blaðinu engan veginn á óvart.
Það var Ijóst þegar I upphafi, að samningarnir stæðust ekki án verulegra
hækkana á íslenzkum fiskafurðum erlendis, en þær hækkanir hafa ekki orðið
og þvf augljóst mál, að nauðsynlegt var að grípa í taumana, áður en við
stæðum enn einu sinni andspænis rekstrarstöðvun, sem leiða mundi af sér
mikinn samdrátt og ófyrirsjáanlegt atvinnuleysi. eins og nágrannaþjóðirnar
hafa mátt reyna.
Morgunblaðið benti á, að 60% kaupgjaldssamningar við launastéttirnar
ættu eftir að draga dilk á eftir sér, hvað þá þegar samið var um allt að 76%
kauphækkun opinberum starfsmönnum til handa Oft hefur verið bent á, að
engin þjóð þolir slíkar kaupgjaldshækkanir og til samanburðar hafa m.a.
verið tekin hér í blaðinu dæmi frá Sviþjóð, þar sem stjórnvöld telja ástandið
þannig, að ekki sé unnt að veita kaupgjaldshækkanir, en verkalýðssamtökin
krefjast 2% hækkana, miðað við 60—80% hér á landi! í fyrrasumar var að
sjálfsögðu reynt að koma þvi inn hjá almenningi. að Morgunblaðið væri
andsnúið hagsmunum launþega vegna þess að það reyndi að gera sér grein
fyrir því, hvað verða mundi, horfði raunsæjum augum á þróunina og keypti
sér ekki stundarvinsældir með þvi að vara ekki við þeim erfiðleikum, sem við
blöstu. Þá var ennfremur — og ekki siður — reynt að ala á óánægju með
Morgunblaðið i röðum opinberra starfsmanna, þegar blaðið benti á nokkrar
augljósar staðreyndir og reyndi eins og i fyrri samningunum að leggja
höfuðáherzlu á kauphækkanir þeirra, sem taka lægri laun en „topparnir", en
þessi láglaunstefna náði i hvorugum tilfellunum fram að ganga — og það er
ein af ástæðunum fyrir þvi. hvernig nú er komið. Sumir virtust jafnvel helzt
vera þeirrar skoðunar, að unnt væri að leysa launamálin með fjandskap við
Morgunblaðið, en nú eru þeir væntanlega komnir á aðra skoðun!
Blaðið hefur ekki gert annað en að vara við óheillaþróun. Það hefur reynt
að hvetja menn til að gera raunhæfa samninga. sem geti staðizt launafólki
öllu til gagns og framdráttar. En það verður ekki gert með 60—80%
kaupgjaldshækkunum. allra sízt þegar þær eiga ekki bakhjarl í miklum
verðhækkunum islenzkra afurða á erlendum mörkuðum.
En nú stöndum við ekki með alla sjóði tóma, 50—60% verðbólgu og
hrunið efnahagslíf, eins og þegar Vinstri stjórnin kom fram með efnahagstil-
lögur sinar 1974. Þá var stefnt að óhjákvæmilegri mikilli kjaraskerðingu
vegna efnahagsástandsins i landinu, en nú er að þvi unnið að halda i horfinu.
Og í raun og veru er ástæða til að ætla, að við getum haldið i horfinu, ef
spyrnt verður við fótum og við afsölum okkur þeim umframtekjum. sem
efnahagslífið hefur ekki bolmagn til að greiða. Þetta ætti ekki að vera of
mikil fórn i landi, þar sem svo vel árar og hagsæld fólks er jafn mikil eins og
hér á íslandi. Við höfum ekki efni á því að hér fari allt í kalda kol. En við
höfum aftur á móti vel efni á þvi að fórna einhverju, svo að við getum haldið
rauntekjum heimilanna og verndað kaupmáttinn. sem hefur aukizt verulega
á siðasta ári. þrátt fyrir ranga kjarasamninga og aukna verðbólgu. Við getum
haldið Í horfinu vegna þess, að ástandið i þjóðfélaginu er nú betra en var
t.a.m. '74 og kjaraskerðing á ekki að þurfa að verða eins tilfinnanleg og þá.
Munurinn á ástandinu nú og 1974 er m.a. sá, að Vinstri stjórnin tók við
mjög góðu búi af Viðreisnarstjóm Jóhanns Hafsteins, en lengst af á
viðreisnarstjórnartímabilinu var verðbólgunni að miklu leyti haldið i skefjum.
eins og kunnugt er, og hún blossaði ekki upp fyrr en i tið Vinstri
stjórnarinnar. Þá var verðbólgan hér á landi að nálgast heimsmet eins og
kunnugt er.
Núverandi ríkisstjórn tók aftur á móti við tómum sjóðum og grfurlegri
verðbólgu eins og allir muna. Á þvi kjörtimabili, sem senn er að Ijúka, hefur
tekizt að minnka verðbólguna um helming, enda þótt hún sé nú enn á
uppleið, eins og fyrr segir. Þó að ríkisstjóminni hafi ekki tekizt það, sem hún
ætlaði sér i upphafi, þ.e. að vinna bug á verðbólgunni verðum við að
viðurkenna, að það hefur verið verulegt spor i rétta átt að koma henni undir
30%. Og ef ráðstafanir i efnahagsmálum nú bera þann árangur, sem vonazt
er til. ætti að vera unnt að stöðva nýja verðbólguöldu og halda i horfinu.
Það sem er nýjast i tillögum ríkistjórnarinnar er sú ákvörðun að afnema
ekki vísitölubæturnar, eins og Vinstri stjórnin gerði á sinum tíma, heldur að
láta grunnkaupshækkanir halda sér og helminginn af þeirri kaupgjaldsvísi-
tölu, sem ráð var fyrir gert. Enda þótt það sé ávallt slæmt að þurfa að ógilda
einhverja þætti kaupgjaldssamninga, er með þessu reynt að taka tillit til þess
óumdeilanlega réttar. sem launþegar og raunar vinnuveitendur hafa og nefnt
hefur verið: „Frjáls samningsréttur". Launþegasamtök, sem gripu ekki til
neinna aðgerða 1974, hljóta þó að fagna þvi, að efnahagsástandið er ekki
verra nú en svo, að unnt er að fara þessa leið og taka þannig tillit til gerðra
samninga Rfkisstjórnin hefur farið með löndum til að geta haldið í horfinu
Þeir, sem tekjulægstir eru, verða verndaðir skv. frumvarpinu, þannig að
skerðing verðbóta leggst léttar á þá en aðra launþega.
Þetta er enn eitt nýmæli. í aths. frv. segir:
„Með lágmarksverðbótaákvæði i 2. gr. er svo komið i veg fyrir að skerðing
verðbóta skv. 1. gr. komi fram af fullum þunga gagnvart hinum tekjulægri i
hópi launþega, sem aðallega hafa tekjur af dagvinnu einni saman. Þannig
verður hækkun lægstu kauptaxta 1. marz, ef eingöngu er unnin dagvinna,
rúmlega 8% miðað við að verðbótavisitalan hækki um 10%, og hækkun
meðaldagvinnukauptaxta verkafólks verður um 7Vi%. Hækkun allra annarra
launa verðurá bilinu 5—7Vi% 1. marz"
Til hinna tekjulægstu er þannig tekið sérstakt tillit og hefði mátt gera það
fyrr.
Þá er það einnig nýmæli að stefna að þvi að taka óbeina skatta út úr
vísitölunni frá næstu áramótum og lækka voruqjald um 2%-stig, en hvort-
tveggja eru nýjungar sem vonandi gefa góða raun, ef samþykktar verða. í
ráði er svo að afnema vörugjaldið
Gengisfelling er i senn gamalt úrræði og óvinsælt. En ríkari þjóðir en
Islendingar hafa þurft að gripa til þeirra, s.s. Norðurlandaþjóðir og Bretar, en
brezka pundið hrundi ekki alls fyrir longu, eins og menn muna Rikisstjórnin
taldi sér ekki annað fært en færa gengi íslenzku krónunnar til raunverulegs
verðs, svo að útflutningsframleiðsluvegir okkar geti borið sig. Það hlýtur
fyrst og siðast að vera hagsmunamál launþega að tryggja næga atvinnu í
landinu með þvi að koma í veg fyrir stöðvun atvinnufyrirtækja og atvinnu
leysi. Ef ekkert hefði verið að gert, þá hefði fiskiðnaðurinn smátt og smátt
stöðvazt og atvinnuleysi orðið. Að þessu leyti þurfum við einnig að halda i
horfinu, þ.e. að tryggja útflutningsfyrirtækjunum rekstrargrundvöll og al
þýðu manna i landinu næga atvinnu. Mað efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar
innar nú ætti það að vera hægt. Það er kjarni málsins. En til þess verða
launþegar að sætta sig við óbreytt lífskjör út þetta ár. Rök hafa verið færð
fyrir þvi, að ekki sé grundvöllur fyrir frekari kjarabótum að sinni. í staðinn
fyrir miklar kjaraskerðingar 1974 er nú reynt að tryggja kaupmáttinn, sem
fyrir er. Vonandi tekur verkalýðsforystan þátt í þeirri tryggingarstarfsemi,
enda hefur kaupmátturinn hér aldrei verið meiri en meðaltalskaupmáttur s.l.
árs.
Reykjavíkurskákmótið;
Larsen er efstur með 6/2 vinníng
BENT Larsen hefur nú
tekið forystu á Reykjavík-
urskákmótinu og er kom-
inn með 6‘A vinning eftir 9
umferðir, Miles er með 6
vinninga, þá kemur Hort
með 5lA vinning, Friðrik er
með 5 vinninga, Browne og
Polugaevsky eru með 4'A,
þá kemur Lombardy með 4
vinninga, Smejkal er með
3 lA, Guðmundur, Helgi,
Kuzmin og Ögaard eru aíl-
ir með 3 vinninga, síðan
kemur Jón L. með 2A vinn-
ing og Margeir er með 2
vinninga.
Attunda og níunda umferð
Reykjavíkurskákmótsins voru
tefldar um helgina og kom oft til
mikilla sviptinga í skákunum,
eins og i fyrri umferðum, sérstak-
lega þegar nálgaðist fyrir tíma-
mörkin. A laugardag urðu úrslitin
þau, að skák Browne og Lombar-
dy fór í bið, sem Lombardy vann
síðan á sunnudagskvöid. Jón L. og
Helgi sömdu um jafntefli eftir
aðeins 40 mínútna tafl, skák Miles
og Friðriks fór í bið, en stórmeist-
ararnir sættust síðan á jafntefli
án þess að tefla skákina frekar,
Smejkal vann Margeir, Hort vann
Guðmund og Ögaard og Larsen
sömdu um jafntefli, og ennfrem-
ur Polugaevsky og Kuzmin.
I áttundu umferð, sem tefld var
á sunnudag, gerðu Kuzmin og
Smejkal jafntefli, sömuleiðis
Friðrik og Polugaevsky, Helgi og
Miles, Lombardy vann Jón L.,
Larsen vann Browne og Hort
vann Ögaard, þeir Guðmundur og
Margeir sömdu um jafntefli.
Fyrsta
stórmeistara-
jafnteflið
Ahorfendur urðu á fimmta
hundrað á Loftleiðahótelinu á
laugardag, en ekki voru margir
komnir þegar fyrstu skákinni
lauk, en það var skák Jóns L.
Arnasonar og Helga Ólafssonar.
Endaði hún með jafntefli eftir
aðeins 17 ieiki og var sagt að þetta
væri fyrsta stórmeistarajafntefli
mótsins. Þegar Helgi kom úr
keppnissalnum var hann spurður
hvers vegna þeir hefðu ekki hald-
ið lengur áfram. „Vorum búnir að
tefla þessa skák áður,“ svaraði
hann að bragði.
Helgi tók strax til óspilltra mála
við að athuga biðskák sína við
Browne, en hann hafði ivið betri
Nœr Helgi
alþjóðlegum
meistara-
titli?
stöðu þegar skákin fór i bið.
Helga tók'st þó ekki að knýja fram
vinning, og sætti sig við jafntefli.
Hins vegar er sagt að Browne hafi
átt verr með að sætta sig við jafn-
teflið og verið frekar óhress, þeg-
ar hann stóð upp frá borðinu.
Friðrik
bjargaði í horn
Miles hafði hvítt á móti Friðrik
i 7. umferðinni og náði fljótlega
rýmri stöðu og miklum sóknar-
möguléikum, engu að síður var
staða svarts nokkuð traust, þar til
Miles lék h4 og þá var eins og
svarta staðan ætlaði að hrynja til
grunna. Þegar þessi leikur kom,
voru aðeins búnir 9 leikir af skák-
inni og Friðrik hugsaði sig um í
30. mínútur fyrir næsta leik og
lék þá leik sem flestir sættu sig
við. Þegar leið á skákina tókst
Friðrik að knýja hvítan til upp-
skipta, en hann hafði áður fórnað
riddara. Eftir öll uppskiptin fékk
Friðrik riddarann aftur en hafði
engu að síður tveimur peðum
minna, en nú var komið að Miles
að leika illa. Friðrik lék nú mjög
nákvæmlega og skyndilega hafði
hann jafnað metin og náð peðun-
um aftur og nokkru síðar var
hann kominn með peði meira en
Miles. Menn fóru nú að hallast að
því, að Friðrik ætti vinnings-
möguleika í skákinni, en þegar
skákin fór í bið var staðan mjög
jöfn og án þess að setjast til að
tefla biðskákina sömdu stórmeist-
ararnir um jafntefli.
3 jafntefli
úr 4 skákum
Það voru margir sem fylgdust
með þeim Ögaard og Larsen og
áttu flestir von á að Larsen myndi
eiga auðvelt með að ná vinningi
af Norðmanninum unga, en
Ögaard var á annarri skoðun. Um
tíma hafði hann rýmra tafl en
Larsen, en Larsen tókst að verjast
öllum hótunum, og að lokum var
samið um jafntefli.
„Þetta er í fjórða sinn, sem ég
tefli við Larsen á mótum,“ sagði
Ögaard að lokinni skákinni,
„þrisvar hefur verið samið um
jafntefli, en einu sinni hef ég
tapað. Þegar ég hef náð jafntefli
við hann hef ég verið með hvítt.
Annars er Larsen alltaf hættuleg-
ur, það skiptir engu hvort hann
beitir hvítu mönnunum eða þeim
svörtu.“
Gott mót —
góð verðlaun
Aðspurður sagði ögaard, að
hann kynni nokkuð vel við hið
nýja keppnisfyrirkomulag, sem
gilti á Reykjavíkurmótinu, og
þegar hann væri orðinn vanur
þessu fyrirkomulagi, ætti árangur
að verða enn betri og eins skák-
irnar.
„Ég hef tekið þátt í mörgum
mótum heima í Noregi að undan-
förnu, en þar er nú skákáhugi
mjög vaxandi og margir efnilegir
unglingar hafa þar litið dagsins
ljós. Mótið hér í Reykjavík er það
sterkasta, sem ég hef tekið þátt í,
fyrir utan skákmótið á Manilla á
Filipseyjum. Það eru 4 ár liðin
síðan ég varð alþjóðlegur meist-
ari, en siðan hefur árangurinn
verið upp og ofan. Að sjálfsögðu
vonast ég til að ná góðum árangri
á mótinu hér í Reykjavík, en engu
að siður á ég von á að þetta mót sé
of sterkt til þess að ég geti bland-
að mér í röð efstu manna,“ sagði
Ögaard.
£ Þeir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen hafa komið mikið við sögu á Reykjavíkur-
skákmótinu, og virðast báðir vera I góðu formi þessa dagana. Þeir hafa oft teflt
saman og samanlagt hefur Friðrik betra vinningshlutfall. Myndirnar tvær, sem hér
eru birtar, eru teknar með 23 ára millihili. Þá eldri tók Ól.K.M. árið 1955 þegar
Larsen hafði sigrað í einvígi þeirra félaga um Norðurlandameistaratitilinn í skák,
en einvígið fór fram í Sjómannaskólanum. Þá voru þeir Friðrik og Larsen báðir
tvítugir. Nýrri m.vndina tók Ólafur K. Magnússon á Reykjavíkurskákmótinu á
laugardag. Friðrik fylgist þarna með Larsen, þegar hann teflir við Norðmanninn
Ögaard.
Nær Helgi
titli
alþjóðameistara?
Helgi Ólafsson tefldi á móti
Miles á sunnudag og var alls
óhræddur við hinn unga enska
stórmeistara — Miles er næst
yngsti stórmeistari í heiminum.
Fékk Helgi fljótlega rýmri stöðu
og þegar upp var staðið var Helgi
peði yfir Miles, en það dugði hon-
um ekki til vinnings. Helgi er nú
kominn með 3 vinninga eftir átta
umferðir. Hann á því möguleika á
að hljóta alþjóðlegan meistaratitil
á þessu móti, en til þess þarf hann
5lA vinning, eða 2‘A vinning til
viðbótar í siðustu 5 umferðunum.
Larsen yfir-
spilaði Browne
Larsen sýndi enn einu sinni, að
hann er í miklu stuði þessa dag-
ana, er hann tefldi við Browne á
sunnudag, og fátt eitt getur nú
komið í veg fyrir að hann verði í
röð efstu manna eða efstur á
þessu móti. Larsen tefldi rólega
sókn á móti Browne, sem reyndi
að koma góðri vörn við. Hægt og
bitandi braut Daninn niður allar
varnir Bandaríkjamannsins og
gafst Browne upp eftir 50 leiki.
Browne reyndi lengi að þrjóskast
við, og gaf ekki skákina fyrr en
2—3 leikir voru í mátið.
Það er ekki hægt að segja að
Guðmundur Sigurjónsson sé í
miklu stuði á þessu móti. Hann er
nú kominn með 3 vinninga ásamt
þeim Kuzmin, Helga Ólafssyni og
Ögaard. Guðmundur gerði jafn-
tefli við Margeir á sunnudag, og
komst hvorugur langt áleiðis í
skákinni.
Níunda umferð Reykjavíkur-
skákmótsins verður tefld á Hótel
Loftleiðum í dag kl. 18. Þá eigast
við Browne og Hort, Jón L. Arna-
son og Larsen, Miles og Lom-
bardy, Helgi og Polugaevsky,
Smejkal og Friðrik, Margeir og
Kuzmin og Ögaard og Guðmund-
ur.
Þ.Ó.
Rafmagnað
loft
Það fór ekki milli mála hvaða
skák var veitt mest athygli í 8.
umferðinni, sem tefld var á
sunnudag, en það var skák Frið-
riks Ólafssonar og Polugaevsky.
Friðrik hafði hvítt og upp kom
Najdorf-Polugaevsky afbrigði af
Sikileyjarvörn. Öllum á óvart
kom fljótlega að því, að Friðrik
fórnaði riddara. „Hvað er maður-
inn að storka Polugaevsky, mann-
inum sem þessi vörn er m.a.
kennd við,“ sagði einhver. En það
kom í ljós að fórn Friðriks var
djúpt hugsuð og tilgangurinn
kom smátt og smátt i ljós. Staðan
varð fljótt í miklu uppnámi og
kóngsstaða svarts varð mjög veik.
Polugaevsky rataði þó alltaf á
réttu leikina, og að lokum fórnaði
hann drottningunni fyrir hrók og
biskup, og hafði fyrir riddarann,
sem Friðrik fórnaði, þannig að nú
komst staðan í nokkurt jafnvægi.
Þegar leiknir höfðu verið 32 leik-
ir í þessari æsispennandi skák,
sömdu kapparnir um jafntefli. Þá
hafði Friðrik drottninguna á móti
tveimur hrókum og einu peði
meira. Eftir skákina sagðist hann
vissulega hafa getað teflt eitthvað
áfram, en vinningur hefði vérið
langsóttur.
Á sjötta hundrað manns voru i
Loftleiðahótelinu á sunnudag og
fylgdust með skákinni og hafa
áhorfendur aldrei verið fleiri, það
sem af er mótinu. A meðan skák
Friðriks og Polugaevskys stóð yf-
ir, má segja að loftið í húsinu hafi
verið rafmagnað, þrátt fyrir að
sum skákséníin væru búin að spá
jafntefli þegar í byrjun skákar-
innar.
„Eg átti alls ekki von á þessari
riddarafórn Friðriks, satt að segja
bjóst ég við öllum öðrum leikjum
í stöðunni," sagði Lev Poluga-
evsky þegar við hittum hann að
máli er hann var farinn að slappa
af eftir átökin við Friðrik. „Ég
þurfti sífellt að klóra í bakkann í
þessari skák og alltaf tókst mér að
hitta á réttu Ieikina en það var
hreint ekkert gaman að vera með
kónginn svona berskjaldaðan.
Skákin var skemmtilega tefld hjá
Friðrik."
Þegar Polugaevsky var spurður
hvort hann væri farinn að kunna
við hin nýju tímatakmörk, sem
gilda á mótinu, sagði hann, að
hann hefði gert of mörg mistök til
þess að hann gæti verið ánægður
með þau.
Loðnuaflinn 141 þús.
lestir á laugardag
Gísli Árni RE kominn með 6700 lestir
Ný frímerki
Ungmennafélagið Reykdælir:
Sýnir Klukkustrengi Jökuls
Jakobssonar að Logalandi
Heildarloðnuaflinn var orðinn
141.813 lestir sl. laugardagskvöld,
en á sama tíma f fyrra var heild-
araflinn 200.852 lestir. Sam-
kvæmt skýrslu Fiskifélags Is-
lands var vitað um 65 skip sem
fengið höfðu einhvern afla á laug-
ardagskvöld og í síðustu viku öfI-
uðust alls 60.241 lest af loðnu. Þá
segir að á sama tfma í fyrra hafi
73 skip verið búin að fá einhvérn
afla.
Aflahæstu loðnuskipin í viku-
lokin voru þessi: Gísli Árni RE
6742 lestir, Börkur NK 6074 lest-
ir, Örn KE 5925 lestir, Grindvík-
ingur GK 5412 lestir og Víkingur
AK5262 lestir.
Loðnu hefur nú verið landað á
15 stöðum, auk bræðsluskipsins
Norglobal. Mestu hefur verið
landað í Siglufirði, samtals 32.
544 lestum, og þá kemur Raufar-
höfn með 22.304 lestir.
Meðfylgjandi er skýrsla yfir þá
báta, sem fengið hafa einhvern
afla, svo og skýrsla yfir löndunar-
hafnir.
Gísli Arni RE 375 ................ 6742
Börkur NK 122 .................... 6074
örn KE 13 ........................ 5925
Grindvíkingur GK 606 ...............5412
Vlkingur AK 100.....................5262
Pétur Jónsson RE 69 ................4802
Gullberg VE 292 ....................4511
tsafold HG 209 4247
Öskar Halldérsson RE157 ...$1.......4074
Harpa RE 342 ................... 3924
Alberf GK 31 ................... 3825
Guðmundur RE 29 .................. 3597
Huginn VE 55 ..................... 3577
Loftur Baldvinsson EA 25 ...........3530
Skarðsvfk SH 205 ............... 3503
Súlan EA 300 .......................3462
Eldborg GK 13.......................3394
HilmirSU líl ................... 3339
Breki VE 61 ........................3304
Þórshamai GK 75 .................. 3276
Húnaröst AR 150 .................. 3052
Kap II VE 4 ...................... 2964
StapavíkSI4 ........................2732
Rauðsey AK 14 ......................2590
Hákon ÞH 250 ...................... 2622
HelgaH RE373........................2573
Hrafn GK 12 ....................... 2571
Náttfari ÞH 60 ................... 2221
Isleifur VE 63 .....................2061
Fífill GK 54 .......................2053
Arsæll KE 17 ..................... 1934
Þórður Jónasson EA 350 ........... 1894
Sandafell GK 82 .....................1819
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 ....... 1765
Svanur RE45..........................1548
Bjarni ölafsson AK 70 ...............1413
Magnús NK 72.........................1412
VikurbergGK 1........................1408
Narfi RE 13..........................1401
Faxi GK 44 ..........................1398
HelgaGuðmundsdóttir BA 77 .......... 1369
Frevja RE 38 ..................... 1268
Sigurbjörg OF 1 .....................1185
Skírnir AK 16 .......................1109
Arne.v KE 50 ....................... 1059
Guðmundur Kristinn SU 404 ............865
Vörður ÞH 4...........................685
Jón Finnsson GK 506 ................ 647
Gjafar VE 600 ...................... 633
Arnarnes HF 52 .......................610
Ljósfari RE 102 ..............i.......581
Gunnar Jónsson VE 555 ............... 550
Andvari VE 100..........j.yi...... 534
Helga RE 49........................ 488
ölafur Magnússon EA 250 .......... 485
Bergur II VE 144 ................. 400
Eyjaver VE 7 ........................ 397
Vonin KE 2 ...........................377
Bylgja VE 75 .........................292
Heimaey VE 1 .........................251
Dagfari Þll 70 ..................... 223
Bergur VE 44 ....................... 200
Stfgandi II VE 44 ....................200
Stígandi II VE477 ................. 161
Isleifur IV AR 66 ....................149
Bjarnare.v VE 501 .....................82
Skipafjöldi 65
Vikuafli
60241 lestir
Heildarafli 141813 lestir.
Nafnstaðar Vikuafli Heildarafli
(lestir) (lestir)
Siglufjörður 4713 32544
Raufarhöfn 3870 22304
Framhald á bls. 28
TVÖ frímerki í flokknum
„Merkir Islendingar“
verða gefin út 8. marz n.k.
Á 50 króna frímerki verður
mynd af Þorvaldi Thorodd-
sen og á 60 króna frímerki
mynd af Bríet Bjarnhéðs-
dóttur.
Frímerkin eru prentuð
hjá Frímerkjaprentsmiðju
frönsku póstþjónustunnar.
UNGMENNAFÉLAG Reykdæla
sýnir um þessar mundir leikritið
„Klukkustrengi“ eftir Jökul Jak-
ubsson í félagsheimilinu Loga-
landi. Æfingar hafa staðið frá því
snemma í vetur undir leikstjórn
Guðrúnar Alfreðsdóttur, sem
hefur stýrt nokkrum leikritum út
um landsbyggðina undanfarið.
„Klukkustrengi“ samdi Jökull
upphaflega fyrir Leikfélag Akur-
eyrar og var hann á starfslaunum
hjá Leikfélaginu. Var leikritið
frumsýnt leikárið 1971—72. Það
var svo sýnt í Þjóðleikhúsinu í
uppsetningu Brynju Benedikts-
dóttur. Uppsetning Guðrúnar Al-
freðsdóttur í Logalandi er því
þriðja uppfærsla Klukkustrengja
og jafnframt sú fyrsta hjá áhuga-
mannaleikflokki. Með helztu hlut-
verk fara Ingibjörg Helgadóttir,
Gréta Ingvarsdóttir, Kristófer
Kristinsson, Páll Guðnason, Hug-
rún Hauksdóttir, Þorsteinn Pét-
ursson, Sigurður Jónsson og
Brandur Högnason. Næsta leik-
sýning verður föstudaginn 17.
febrúar kl. 21. Miðapantanir eru í
gegnum símstöðina í Reykholti.
Ungmennafélag Reykdæla er
eitt aðildarfélaga Ungmennasam-
bands Borgarfjarðar. Var U.M.F.
Reykdælir stofnað á sumardaginn
fyrsta árið 1908. Hefur félagið því
lagt að baki sjö áratugi á komandi
vori. Verður þess minnst sérstak-
lega. Núverandi stjórn félagsins
skipa: Kristófer Kristinsson, Val-
gerður Jónasdóttir og Bernhard
Jóhannesson.