Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 27 fstur með 6/2 vinning 0 Þeir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen hafa komið mikið við sögu á Reykjavíkur- skákmótinu, og virðast báðir vera í góðu formi þessa dagana. Þeir hafa oft teflt saman og samanlagt hefur Friðrik betra vinningshlutfall. Myndirnar tvær, sem hér eru birtar, eru teknar með 23 ára millibili. Þá eldri tók ÓI.K.M. árið 1955 þegar Larsen hafði sigrað í einvígi þeirra félaga um Norðurlandameistaratitilinn í skák, en einvígið fór fram í Sjómannaskólanum. Þá voru þeir Friðrik og Larsen báðir tvítugir. Nýrri myndina tók Ólafur K. Magnússon á Reykjavíkurskákmótinu á laugardag. Friðrik fylgist þarna með Larsen, þegar hann teflir við Norómanninn Ögaard. meira. Eftir skákina sagðist hann vissulega hafa getað teflt eitthvað áfram, en vinningur hefði vérið langsóttur. Á sjötta hundrað manns voru í Loftleiðahótelinu á sunnudag og fylgdust með skákinni og hafa áhorfendur aldrei verið fleiri, það sem af er mótinu. A meðan skák Friðriks og Polugaevskys stóð yf- ir, má segja að loftið í húsinu hafi verið rafmagnað, þrátt fyrir að sum skákséníin væru búin að spá jafntefli þegar í byrjun skákar- innar. „Ég átti alls ekki von á þessari riddarafórn Friðriks, satt að segja bjóst ég við öllum öðrum leikjum í stöðunni," sagði Lev Poluga- evsky þegar við hittum hann að máli er hann var farinn að slappa af eftir átökin við Friðrik. „Ég þurfti sífellt að klóra í bakkann í þessari skák og alltaf tókst mér að hitta á réttu leikina en það var hreint ekkert gaman að vera með kónginn svona berskjaldaðan. Skákin var skemmtilega tefld hjá Friðrik." Þegar Polugaevsky var spurður hvort hann væri farinn að kunna við hin nýju tímatakmörk, sem gilda á mótinu, sagði hann, að hann hefði gert of mörg mistök til þess að hann gæti verið ánægður með þau. Nær Helgi titli alþjóðameistara? Helgi Ólafsson tefldi á móti Miles á sunnudag og var alls óhræddur við hinn unga enska stórmeistara — Miles er næst yngsti stórmeistari i heiminum. Fékk Helgi fljótlega rýmri stöðu og þegar upp var staðið var Helgi peði yfir Miles, en það dugði hon- um ekki til vinnings. Helgi er nú kominn með 3 vinninga eftir átta umferðir. Hann á því möguleika á að hljóta alþjóðlegan meistaratitil á þessu móti, en til þess þarf hann 5'/4 vinning, eða 2lA vinning til viðbótar i síðustu 5 umferðunum. Larsen yf ir- spilaði Browne Larsen sýndi enn einu sinni, að hann er i miklu stuði þessa dag- ana, er hann tefldi við Browne á sunnudag, og fátt eitt getur nú komið í veg fyrir að hann verði f röð efstu manna eða efstur á þessu móti. Larsen tefldi rólega sókn á móti Browne, sem reyndi að koma góðri vörn við. Hægt og bítandi braut Daninn niður allar varnir Bandaríkjamannsins og gafst Browne upp eftir 50 leiki. Browne reyndi lengi að þrjóskast við, og gaf ekki skákina fyrr en 2—3 leikir voru í mátið. Það er ekki hægt að segja að Guðmundur Sigurjónsson sé í miklu stuði á þessu móti. Hann er nú kominn með 3 vinninga ásamt þeim Kuzmin, Helga Ölafssyni og Ögaard. Guðmundur gerði jafn- tefli við Margeir á sunnudag, og komst hvorugur Iangt áleiðis í skákinni. Niunda umferð Reykjavíkur- skákmótsins verður tefld á Hótel Loftleiðum í dag kl. 18. Þá eigast við Browne og Hort, Jón L. Arna- son og Larsen, Miles og Lom- bardy, Helgi og Polugaevsky, Smejkal og Friðrik, Margeir og Kuzmin og Ögaard og Guðmund- ur. Þ.O. Ný frímerki Ungmennafélagið Reykdælir: Sýnir Klukkustrengi Jökuls Jakobssonar að Logalandi TVÖ frímerki í flokknum „Merkir íslendingar" verða gefin út 8. marz n.k. Á 50 króna frímerki verður mynd af Þorvaldi Thorodd- sen og á 60 króna frímerki mynd af Bríet Bjarnhéðs- dóttur. Frímerkin eru prentuð hjá Frímerkjaprentsmiðju frönsku póstpjónustunnar. UNGMENNAFÉLAG Reykdæla sýnir um þessar mundir leikritið „Klukkustrengi" eftir Jökul Jak- obsson í félagsheimilinu Loga- landi. Æfingar hafa staðið frá því snemma í vetur undir leikstjórn Guðrúnar Alfreðsdóttur, sem hefur stýrt nokkrum Ieikritum út um landsbyggðina undanfarið. „Klukkustrengi" samdi Jökull upphaflega fyrir Leikfélag Akur- eyrar og var hann á starfslaunum hjá Leikfélaginu. Var leikritið frumsýnt leikárið 1971—'72. Það var svo sýnt í Þjóðleikhúsinu í uppsetningu Brynju Benedikts- dóttur. Uppsetning Guðrúnar Al- freðsdóttur í Logalandi er því þriðja uppfærsla Klukkustrengja og jafnframt sú fyrsta hjá áhuga- mannaleikflokki. Með helztu hlut- verk fara Ingibjörg Helgadóttir, Gréta Ingvarsdóttir, Kristófer Kristinsson, Páll Guðnason, Hug- rún Hauksdóttir, Þorsteinn Pét- ursson, Sigurður Jónsson og Brandur Högnason. Næsta leik- sýning verður föstudaginn 17. febrúar kl. 21. Miðapantanir eru i gegnum símstöðina í Reykholti. Ungmennafélag Reykdæla er eitt aðildarfélaga Ungmennasam- bands Borgarfjarðar. Var U.M.F. Reykdælir stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1908. Hefur félagið þvi lagt að baki sjö áratugi á komandi vori. Verður þess minnst sérstak- lega. Núverandi stjórn félagsins skipa: Kristófer Kristinsson, Val- gerður Jónasdóttir og Bernhard Jóhannesson. —fréttaritari. §P33**T- "•» *| 'í 3juj V^L ¦¦¦¦" mi B-*:» ¦ M<»«» H "•F-'^B ^Kí- MT i h ^'-¦ÍP**** i ¦P^ : 1 i v. ^ V -¦, s^m^'- _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.