Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978 15 Litið inn á taflæfingar hjá Mjölni og Taflfélagi Reykjavíkur Stjórnandinn Ottó R. Rögnvaldsson fylgist með skákum strákanna, en hann hefur séð um skákæfingarnar í Fellahelli í vetur. Frændurnir Gunnar Jónsson (t.v.) og Óskar Haraldsson. Gunnar kenndi Oskari að tefla fyrir nokkrum árum síðan, en er þó árinu yngri. „Afi kenndi mér að tefla, hann var góður í skák" Laugardag einn í fyrri mánuði þegar vetur konungur fór ómjúkum höndum um vegfarendur lögðu blaðamenn leið sina inn á Grensásveg á taflæfingu hjá yngstu félögum Taflfélags Reykjavíkur. Aðeins 37 strákar voru mættir af þeim 50 til 60 sem venjulega mæta á hverja æfingu, en þeir sem mættir voru létu ófærðina engin áhrif hafa á sig og tefldu af jötunmóði. Forsvarsmenn Taflfélags- ins tjáðu okkur að fyrir tveimur vikum hefði byrjað innanfélagsmót hjá þeim yngstu og að í dag væri tefld þriðja skákin f því móti, en hver skák er eins og hálf rar klukkustundar löng. Ekki voru þó allir sem höfðu notað þann umhugsunartima til fulls, og voru nokkrir þegar búnir með sína skák. Þar á meðal var. hressilegur strákur, Davíð Ólafsson að nafni, og fannst okkur ekki úr vegi að spjalla lítillega við hann. Hann sagðist hafa lært að tefla fyrir tveimur árum síðan og hefði afi kennt honum mannganginn, „en afi var góður í skák. Siðan hef ég reynt að koma hingað eins oft og ég get, og ég hef ekki misst úr einn einasta laugardag i allan vetur. Hins vegar tefli ég litið sem ekki neitt í skólanum en ég er úr Breiðholtinu. Ég hef teflt við nokkra meistaraflokks- menn, þar á meðal Margeir Pétursson og Stefán Briem, en tapað fyrir þeim báð- um. I dag gekk mér þó betur og ég vann. Ég fylgdist með einvigi þeirra Korchnois og Spasskys um daginn og ég held að Spassky hafi verið spældur yfir að tapa. Korchnoi er ágætur en samt held ég að Karpov vinni einvigið við hann, ég veit ekki af hverju, ég bara held það. Það er gaman að tefla en ekkert gaman að drepa mennina, miklu frekar að það sé skemmtilegt að vinna skákirn- ar". Feiminn og hlédrægur 9 ára snáði fylgdist af áhuga með skák tveggja félaga sinna. Hann kvaðst heita Tómas Björnsson og sagðist vera nýbúinn að gera jafntefli. Tómas . lærði að tefla í haust, nánar tiltekið í september og kenndi bróðir hans honum manngang- inn. „Hingað kem ég stundum, en ég tefli einnig niðri í skóla og er I skólalið- inu. Ég ætla að tefla þangað til í sumar, en þá ætla ég að hætta... kannski held ég svo áfram að tefla næsta haust. Ég fylgist ekkert með mótum eða ein- vígum erlendis, en ég fór og horfði á fjöltefli Friðriks Olafssonar og Williams Lombardys". Meðal elztu félaganna í þessum flokki er Jóhann Hjartarson, 14 ára gamall. Hann gekk í Taflfélag Reykjavíkur 1974, en hafði teflt talsvert heima hjá sér áður. Áhugann kvaðst hann hafa fengið er einvígið milli Fishers og Spasskys var haldið hér 1973. „Ég hef eiginlega ekk- ert teflt i skólanum, en ég hef hins vegar teflt við suma af landsliðsmönnum okk- ar og unnið þá nokkrum sinnum. Þá tefldi ég um daginn I fjöltefli við þá Friðrik og Lombardy en mátti bíta í það súra epli að tapa skákinni. í sumar tefldi ég á unglingamóti í Noregi, en þar voru 38 þátttakendur. Fékk ég fimm vinninga á mótinu af átta mögulegum. Ég fylgist mikið með því sem er að gerast í skákheiminum, og þá bæði hér heima og erlendis. Ég hélt með Korchnoi í viðureign hans við Spassky og gladdist mjög yfir sigri hans. Hins vegar held ég að Karpov vinni Korchnoi, því Karpov hefur unnið öll þau mót sem hann hefur tekið þátt í að undanförnu með svakalegum yfir- burðum. Þá var Karpov líka yngri og það hefur mikið að segja I keppni sem þess- ari. Persónulega er ég allur á móti Rúss- unum, og vona að Korchnoi vinni, en möguleikar hans eru eins og ég segi mun minni. Nei, það er vfst óhætt að segja að ég sé enginn Rússavinur". Taflfélagið Mjölnir er sennilega yngsta taflfélagið á Höfuðborgarsvæð- inu, en þó það sé ungt hefur félagafjöldi þess aukist jafnt og þétt, og eins og Taflfélag Reykjavíkur er það með sér deild fyrir yngstu félagana. Þær æfingar fara fram í Fellahelli og þangað brugð- um við okkur næst. Aðstaðan þar er að visu ekki eins góð og hjá Taflfélagi Reykjavíkur, en hínir ungu skákmenn settu það ekki fyrir sig og tefldu af engu minni grimmd og hörku en félagar þeirra í T.R. Við borð eitt sat drenghnokki í kjöltu föður síns og starði forvitnum augum í kringum sig. „Ég heiti Steinar Sveinsson og er sex ára", sagði hann þegar við inntum hann eftir nafni. Steinar sagði að þetta væri í fyrsta skiptið sem hann hefði mætt á taflæfingu, en pabbi hans kenndi honum að tefla. „Ég horfði á einvfgið á milli Horts og Spasskys í sjónvarpinu og fékk áhugann þaðan, en ég hef aldrei teflt við neina meistara, hvorki innlenda né er- lenda. Eg fylgdist líka með einvíginu á milli Korchnois og Spasskys og hélt með báðum, svo held ég að Karpov vinni Korchnoi. Af hverju, bara, annars veit ég það ekki", sagði Steinar að lokum, og þó ekki væri hann hár f loftinu skein áhuginn úr honum. Hæglátur og hljóður piltur sat hugsi við borð og velti fyrir sér skákstöðunni á borðinu fyrir framan sig. Hann kvaðst vera 10 ára og heita Þráinn Vigf ússon og vera búinn að tefla í sex ár, þó svo hann hafi ekki gengið í taflfélag fyrr en í fyrra. „Ég tefli ekkert i skólanum, en ég hef einnig teflt niðri í Pósthússtræti af og til, frá þvf æfingar hófust þar fyrir stuttu. Eg hef engum mótum tekið þátt í, en ég tefldi í fjölteflinu við Hort út á Nesi í fyrra, þegar hann setti heimsmetið. En ég tefldi ekki á móti bandarfsku unglingunum, sem voru hér um daginn". Öskar Haraldsson, sem er þrettán ára, tefldi hins vegar við þá og gerði jafntefli í einu skákinni. „Þeir bandarfsku voru ekki eins góðir og við. Ég veit ekki af hverju, kannski fáum við betri þjálfun en þeir. Ég er búinn að tefla heillengi, ég held ég hafi byrjað að tefla fyrir svona sex sjö árum, en frændi minn Gunnar Jónsson, sem er ári yngri en ég, kenndi mér mannganginn. Fjölteflið við þá Lombardy og Friðrik tefldi ég þó ekki. Ég ætlaði að gera það, en ég vissi ekki af þvi, það var svo illa auglýst. Svo var ég líka að gera eitthvað annað þetta kvöld. Ég veit ekki af hverju ég tefli, mér finnst það gamari, og þar að auki er skák miklu betri iþrótt en spil svoleiðis. Ég á tvær skákbækur og ég les þær oft. Þá renni ég yfir skákirnar í blöðunum og fer yfir þær heima," sagði þessi skýri piltur að lokum. Umsjón með taflæfingunum í Fella- helli hefur Ottó Rögnvaldsson og er hann 17 ára. Þar sem okkur fannst óvanalegt að svo ungur piltur sæi um æfingar fengum við hann til að fræða okkur eilítið um sjálfan sig. „Það at- vikaðist þannig að mér hafði verið feng- ið það starf að sjá um húsið niðri í Pósthússtræti 17, en þar erum við einnig með æfingasal, og svo var mér boðin þessi staða i vetur. Við vorum fyrst tveir með skákæfingarnar hérna, en hinn hætti fyrir tveimur vikum síðan og ég hef verið með þetta einn síðan. Ég kann ágætlega við þetta, strákarnir eru fínir og þetta er allt í lagi. Venjulega koma hingað svona 10—20 strákar, og flestir eru úr Breiðholtinu, en hérna eru aðeins æfingar fyrir þá yngstu, það er að segja þá sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, en fullorðn- ir og unglingar tefla í Pósthússtrætinu. Ég hef reynt að kenna strákunum undir- stöðuatri >i skáklistarinnar, og hef stuðst við skákbók eina, en annars koma þeir hingað bara og tefla hver við annan. Sjálfur hef ég teflt siðan ég man eftir mér og ætla að halda því áfram og ókomna framtfð", sagði Ottó urr leið og við þökkuðum fyrir og héldu i út i vetrargaddinn. Davíð Olafssyni koma til allra man skákunum. fannst lítið „Kannski hætti ég að tefla í ndrápanna í sumar," sagði Tómas Björnsson og brosti kankvíslcga. Þó hann sé ekki nema 14 ára, hefur Jóhann Hjartarson lagt marga af sterkustu skákmönn- um okkar að velli vid skák- borðið. Steinar Sveinsson er án efa meðal yngstu félaganna í Mjölni, ef ekki sá yngsti, en hann er aðeins sex ára gamall. Þráinn Vigfússon var einn af mörgum sem tók þátt í fjöltefl- inu við Hort í Mýrarhússköla í fyrra, cn þá setti Hort heims- met í skák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.