Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 2

Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 Stefnt að því að ljúka rannsókn ávísanamálsins í þessum mán. STEFNT er að því að rann- sókn ávísanamálsins ljúki i þessum mánuði, samkvæmt þeim upplýsinKum sem Hrafn Bragason borgardómari veitti Mbl. ígær, cn hann hefur sem kunnugt er stjórnað rannsókn þessa umfangsmikla máls. Nú sem stendur er unnið að tölvuvinnslu málsins hjá Reiknistofnun bankanna og miðar því verki vel áfram. Auk Hrafns hafa þrír rannsóknar- lögreglumenn unnið við rannsóknina. Þegar vinnslu málsins lýkur verður það sent ríkissaksóknara til ákvörðunartöku. Hrafn Bragason hefur verið í leyfi frá Borgardómi nú um nokkurra mánaða skeið á með- an rannsóknin hefur staðið yfir. Leyfinu lýkur hinn 1. maí n.k. Helgi vann í fyrstu umferð í Lone Pine Lonc Pino. 3. aprfl. írá Marjíoiri Póturssynii ALÞJÓÐASKÁKMÓTIÐ í Lone Pine í Bandaríkjunum hófst í gærkvöldi og var þá fyrsta umferðin tefld. Þátttakendur eru alls 68 í mótinu, þar af 23 stórmeistar- ar. Tefldar eru 9 umferðir samkvæmt svissneska kerfinu. Kjórir íslenzkir skákmenn eru meðal þátttakenda en þeir eru auk ofanritaðs þeir Helgi Ólafsson, Haukur Angantýsson og Jónas P. Erlingsson. Guðmundur Sigurjónsson ætl- aði að vera með en hætti við þátttöku á síðustu stundu og Ásgeir Þ. Árnason, sem einnig ætlaði að vera með, náði ekki til mótsins í tæka tíð. 1 fyrstu umferð urðu úrslit þau, að Helgi vann Bandaríkja- manninn Youngworth örugg- lega með svörtu, Margeir og alþjóðameistarinn Mestel frá Englandi gerðu jafntefli, Jónas gerði jafntefli við Bandaríkja- manninn Peters en Haukur tapaði fyrir Weinstein, sem einnig er Bandaríkjamaður. Jónas var mjög óheppinn að vinna ekki í sinni skák, hann hafði lengst af miklu betra tafl og Haukur var sömuleiðis óheppinn. Hann lék mjög illa af sér í tímahraki.i I 1. umferðinni vakti það mesta athygli að Bent Larsen tapaði óvænt fyrir ungum skákmanhi að nafni Spielman og sömuleiðis tapaði Timman fyrir ungum skákmanni að nafni Seirawan. Sovézku skák-- mennirnir Polugaevsky og Petrosjan eru álitnir sigur- stranglegir og þeir unnu skákii sínar örugglega. Mál Eyjabát- anna til saksóknara SKIPSTJÓRAR Eyjabátanna fjögurra, sem Landhelgisgæzl- an kærði um páskana fyrir meint brot á reglum um þorsk- veiðibann, hafa nú allir gefið skýrslur fyrir dómi hjá bæjar- fógetanum í Vestmannaeyjum. Málin voru í gær send ríkissak- sóknaraembættinu til ákvörðunartöku. Smjörlíki hækkar HEIMILUÐ hefur verið 7% hækkun á smjörlíki og hefur hækkunin þegar tekið gildi. Austurlandskjördæmi: Fimmefstusætin á framboðslista sjálf- stæðísmannatílkynnt Hólmatíndur tíl sölu EINN af skuttogurum lands- manna var auglýstur til sölu í Morgunblaðinu á sunnudaginn og í gær fregnaði Morgunblaðið að togarinn, sem væri til sölu, væri Hólmatindur frá Eskifirði, en hann er næst elztur íslenzku skuttogaranna, keyptur frá Frakk- .landi í ársbyrjun 1971, og var upphaflega smíðaður þar árið 1967. Var Morgunblaðinu tjáð að eigandi togarans, sem er Hrað- frystihús Eskifjarðar h.f., væri að athuga með kaup á skuttogaranum Júlíusi Geirmundssyni frá ísafirði, en útgerðarfélag þess togara á von á nýjum skuttogara frá Noregi í sumar. Upphaflega mun hafa verið gert ráð fyrir því, að Júlíus Geirmundsson gengi upp í kaupin á nýja togaranum, en hér mun hafa orðið einhver breyting á. TILKYNNT hefur verið skipun í fimm efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna kom- andi alþingiskosninga. Listinn var samþykktur á kjördæmisráðsfundi á Reyðarfirði á sunnudaginn. Efstu sætin skipa: 1. Sverrir Hermannsson, alþingis- maður, Reykjavík. 2. Pétur Blöndal, forstjóri, Seyðisfirði. 3. Egill Jónsson, ráðunautur, Seljavöllum, A-Skaftafellssýslu. 4. Jóhann D. Jónsson, umdæmis- stjóri, Egilsstöðum. 5. Tryggvi Gunnarsson. skip- stjóri, Vopnafirði. Álverð hefur ekki hækkað að marki MARKAÐSVERÐ á áli hefur lítið breyzt að undanförnu, þótt menn hafi búizt við því að heimsmarkaðsverð hækkaði, m.a. vegna verðbólgu og eins þess að orkuverð hefur hækkað. í Evrópu er skráð vcrð á pundi 51 sent, en í Bandaríkjunum 53 sent, þar sem það hefur verið yfirleitt örlítið hærra. Spár hafa verið um að verðið hækkaði í um 60 sent hvert pund. í Evrópu cr markaðsverð talsvert lægra en skráð verð eða 45 til 48 scnt. Sjálfstæðismenn í Hveragerði: Fimmtán í prófkjöri til hreppsnefndar Ragnar Halldórsson, forstjóri íslenzka álfélagsins h.f., sagði í gær að töluvert auðvelt væri að selja ál á þessu lága verði, en hann Víðast fært á aðalvegum GÓÐ FÆRÐ er á öllu Suðurlandi og ailt til Egilsstaða austur um. Þá cr fært um Oddsskarð til Neskaupstaðar, en Fjarðarheiði er lokuð. Um allt Vesturland er ágæt færð og í Reykhólasveit. Á Vestfjörðum var fært í gær milli Þingeyrar og Flateyrar og unnið var við að opna aðrar leiðir milli byggða, en þungfært er á fjallvegum. Fært var norður Strandir allt til Drangsness og á Norðurlandi var víða fært á aðalvegum og austur um til Austfjarða. kvað ekki hægt að sjá fyrir að makáðurinn myndi breytast mikið. Þó kvað hann menn bera slíkar vonir í brjósti , að fyrsti og annar ársfjórðungur verði heldur lélegir, en þegar fari að síga á seinni hluta ársins muni verðið hækka eitt- hvað. Morgunblaðið spurði Ragnar að því, hvað verðið þyrfti að stíga mikið til þess að stækkun áivers- ins í Straumsvík kæmist á við- ræðustig. Hann taldi að það yrði að fara í 56 til 58 sent pundið, en þó þyrfti það ekki að fara svö hátt, ef rætt væri um lenginu á skála 2 um 10 þúsund tonn. En til þess að rætt yrði í alvöru um skála 3, þá þyrfti raunverulegt verð að fara Framhald á bls. 30. PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Hveragerði til hreppsnefndar- kosninga fer fram í Hveragerði n.k. laugardag og sunnudag, en alls eru 15 í framboði. Kjörfundur verður í húsi Rafbæjar að Austur- mörk 2. Þeir sem hafa rétt til að kjósa eru allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og fer kjör þannig fram að kjósandi verður að merkja með tölustöfum við fæst 5 menn til þess að kjörseðill sé gildur og ekki fleiri en 10. Á fimmtudagskvöld verður kjörstað- ur opinn frá 21—22 fyrir þá sem ekki verða heima um helgina. Frambjóðendur eru þessiri Aage Michelsen, Hraunbæ. Aðal- steinn Steindórsson, Hvera- hvammi. Björk Gunnarsdóttir, Dynskólgum 6. Friðgeir Krist- jánsson, Heiðmörk 77. Guðjón H. Björnsson, Heiðmörk 32. Gunnar Kristóíersson, Bláskógum 9. Haf- steinn Kristinsson, Þelamörk 61. Helgi Þorsteinsson, Borgar- hrauni 16. Margrét Björg Sigurð- ardóttir, Dynskógum 26. Ólafur Óskarsson, Reykjamörk 1A. Sig- rún Sigfúsdóttir, Laufskógum 31.. Svava Hauksdóttir, Klettahlíð 4. Svavar Hauksson, Klettahlíð 7. Sæmundur Jónsson, Friðarstöð- um. Ævar Már Axelsson, Kamba- hrauni 23. Sjálfstæðismenn á Sauðár- króki skipa í 7 efstu sætin Sauðárkróki 3. aprfl. í prófkjöri sjálfstæðismanna um síðustu helgi vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga tóku þátt 206 kjósendur. Úrslit urðu þau að flest atkvæði í 1. sæti fékk Þorbjörn Árnason lögfræðingur, 97 atkvæði. Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri fékk í 1. og 2. sæti 67 atkvæði. Friðrik J. Frið- riksson héraðslæknir fékk í 1,—3. sæti 81 atkvæði. Björn Guönason húsasmíðameistari fékk 115 at- kvæði í 1.—4. sæti. Pálmi Jónsson verktaki fékk 111 atkvæði í 1.—5. sæti og Jón Ásbergsson fram- kvæmdastjóri fékk í 1,—6. sæti 73 atkvæði. Þess skal getið að sá síðastnefndi, Jón Ásbergsson, var ekki á prófkjörslistanum og fékk hann flest atkvæði í 2. sæti. —jón. Samband fískvinnslustöðva: © INNLENT Sjómanna- samningar lausir frá 1. maí n.k. FLESTÖLL sjómannafélög landsins munu nú hafa sagt upp samningum sjómanna frá og með 1. maf næstkomandi, en Sjó- mannasamband íslands og Far manna- og fiskimannasamband íslands létu tilmæli til félaga út ganga um að þau segðu upp samningum sem og önnur sam- bönd innan Alþýðusambands ís- lands. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sjómenn vildu hafa allt á hreinu áður en næst yrði ákveðið fiskverð. Því hefði verið ákveðið að samningar yrðu lausir frá og með 1. maí næstkomandi. Ríkisstjómin útvegi ográðstafí 500 millj- ón króna lánsfénu Á aðalfundi Sambands fisk- vinnslustöðva, sem haldinn var í Reykjavík 31. marz sl„ var samþykkt að skora á ríkisstjórn- ina að útvega og ráðstafa þvf sérstaka lánsfé, að upphæð 500 milljónir króna, sem stjórnin hafði áður heitið. Ennfremur var skorað á stjórnvöld að hraða úthlutun 350 millj. kr„ sem safnast f gengismunarsjóði. í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borizt frá Sambandi fisk- vinnslustöðva segir, að vegna slæmra rekstrarskilyrða fisk- vinnslufyrirtækja, vilji aðal- fundurinn vekja athygli alþjóðar á stöðu þessarar mikilvægu atvinnu- greinar. Um alllangt skeið hafi talsmenn fiskvinnslufyrirtækj- anna bent á neikvæða þróun varðandi rekstrarskilyrði fyrir- tækja sinna, þrátt fyrir hækkandi afurðaverð. Innlendur kostnaður hafi hækkað örar en tekjur, sem aðallega séu í formi erlends gjaldeyris. Auk þessa vanda hafi fyrirtæki á Suður- og Vesturlandi þurft að glíma við vanda, er stafi af minnkandi afla og lélegri aflasamsetningu. Þriðja meiri háttar orsök núverandi vanda fiskvinnslufyrirtækja sé mjög óhagstæð þróun markaðsmála á skreiðarmörkuðum, og einnig ríki mikil óvissa á saltfiskmörkuðum okkar í dag. Þá segir að skammtímalausnir séu skamntgóður vermir, og því sé brýn þörf á að gera ráðstafanir til þess að draga úr misræmi í þeirri þróun innlends og erlends verð- lags, sem við blasi, með öllum tiltækum ráðum. Þrátt fyrir gengisbreytingar. og hækkun viðmiðunarverðs í hinum Framhald á bls. 30. Flúorrannsókn í Hafnarfirði: All há gildi en ekki ástæða tilaðvarana „Það komu fram nokkuð há gildi á grænmeti í görðum við Herjólfsgötu og rifsberjum á Hvaleyrarholti, en það er ekki talin heilsufarsleg hætta af græn- metinu, en rifsberin eru varasam- ari og því ætti ekki að neyta þeirra án þess að skola þau fyrst,“ sagði Grímur Jónsson, héraðslæknir í Hafnarfirði, er Mbl. spurði hann um niðurstöður rannsókna á fluormagni í græn- meti, scm tekið var á nokkrum stöðum í Hafnarfirði í haust. Grfmur sagði, að ekki hefði þótt ástæða til aðvarana vegna niður- staðna rannsókna. „Það er nauðsynlegt að þessum rannsóknum verði haldið áfram," sagði Grímur. „Mér er tjáð, að þa'ð séu mjög miklar sveiflur í fluor- magni í loftinu í grennd við álverið og því tel ég nauðsynlegt að rannsóknum á grænmeti og öðrum gróðri sé haldið áfram og þær gerðar eins víðtækar og unnt er.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.