Morgunblaðið - 04.04.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 04.04.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 3 Rætt við dr. Frank Herzlin yfirlækni Freeport-spítalans Kosta áfengisvandamál íslenzku þjóðina 3,7 milljarða á ári hverju? Helgason formaður Samtaka áhugafólks um áfengismál. Ljósm. Ól. K. M. Hér á landi er nú staddur dr. Frank Herzlin yfirlæknir á Freeport Hospital í New York, en hann er upphafsmaður að stofnun spítalans, hinum fyrsta sinnar tegundar í Bandaríkjun- um. Er hann brautryðjandi á sviði lækninga drykkjusjúkl- inga, en fyrir um það bil sextán árum hóf hann afskipti af þeim máium og hefur aðallega helg- að sig þeim störfum síðan. Dr. Frank Herzlin sagðist hafa haft allmikil kynni af íslendingum, um það bil 300 hefðu verið til meðferðar á Freeport Hospital. Væri hann nú hingað kominn til að aðstoða þá aðila hérlendis sem hefðu með lækningu drykkjusjúklinga að gera, en hann sagði að hér væru aðstæður góðar og að hér á landi væri hægt að þróa aðferðir, sem gætu gefið góðan árangur. Stæðu samtök áhuga- fólks hérlendis mjög vel að vígi hvað það snerti. Á fundi með fréttamönnum ræddi dr. Herzlin nokkuð um einkenni drykkjusýki, sem hann sagði að væri vissulega ekki geðrænn sjúkdómur, en það væri vitað að einn af hverjum tíu sem drykkju áfengi ættu það á hættu að lenda í vanda. Væri hann að því leyti arfgengur að hjá sumu fólki væri fyrir hendi ákveðin einkenni sem gætu leitt til drykkjusýki ef viðkomandi á annað borð neytti áfengis. — Það hefja allir drykkjuna af sömu ástæðum, sagði dr. Herzlin, t.d. félagslegum ástæð- um, til að geta gert þetta og hitt, sem þeir telja sig annars -ekki geta gert, sem lækningu við streitu og fleira, en aðeins sumir lenda í ógöngum. Þeir þurfa að drekka meira og meira til að finna til sömu áhrifa og smám saman fara að koma fram líkamleg og hegðunarieg ein- kenni, sem benda til þess að viðkomandi sé orðinn háður áfengi án þess að hann sjálfur geri sér e.t.v. grein fyrir því strax. — Líkamleg einkenni eru meltingartruflanir, minnkandi matarlyst, lifrin getur orðið fyrir skemmdum og sjúklingur- inn fer síðan að hegða sér öðruvísi en almennt gerist, hann Mkóhólistinn sem gerðist hóf- drykkjumaður er textinn undir þessari mynd sem hékk á vegg í Leitarstöð SÁÁ í Lágmúla. drekkur meira og meira, getur illa stundað sína atvinnu, einangrast smám saman og leitar uppi drykkjufélaga, á í erfiðleikum með samskipti sín við fjölskylduna og nágranna og hann skammast sín fyrir hvern- ig er ástatt með hann. Dr. Frank Herzlin sagði að oft hefði reynzt erfitt að taka drykkjusjúklinga til meðferðar, skilningur á þeirra sjúkdómi væri svo takmarkaður að líkja Dr. Frank Herzlin t.h. og Hilmar mætti því við berkla eða holds- veiki á árum áður, menn voru teknir og einangraðir. — Nú er ekki talað um það lengur og á sama hátt verður fólk að láta af hleypidómum sínum gagnvart drykkjusjúklingnum, hann hegðar sér auðvitað öðruvísi, en hver hegðar sér ekki afbrigði- lega þegar hann er drukkinn? spurði dr. Herzlin. Nokkuð var rætt um hver kostnaður væri af völdum drykkjusýki og sagði dr. Herzlin að í Bandaríkjunum væri talið að kostnaður væri um það bil 15 milljarðar dala og sumir vildu nefna töluna 20 milljarða. Væri þá allt talið með, fjarvistir frá vinnu, slys t.d. af völdum ölvunar við akstur, sjúkrahúss- og tryggingakostnaður. Ef þetta væri reiknað yfir í íslenzkar aðstæður mætti segja að talan væri um það bil 3,7 milljarðar króna. — Fyrir 16 árum var þessi tala 2 milljarðar dala og hefur hún því hækkað verulega, en við trúum því að með aukinni menntun, upplýsinga- og fræðslustarfsemi megi benda fólki á að á þetta verður að ráðast, á þann hátt lýkst það bezt upp fyrir fólki hversu mikið vandamál hér er á ferðinni. Sem fyrr segir er Frank Herzlin m.a. hingað kominn til að eiga viðræður við ýmsa aðila er starfa að áfengismálum og mun hann á miðvikudagskvöldið tala á opnum fundi AA-samtak- anna og um næstu helgi þ.e.,8. og 9. apríl kl. 10—12 og 13.30—16 á Hótel Sögu, mun hann halda eins konar námskeið eða fyrirlestra á vegum Freeport-klúbbsins þar sem hann ræðir um starfsemi Free- port Hospital og hvernig mönn- um sé ráðlagt að lifa og starfa til nýtara lífernis, eða eins og efnið heitir á ensku, The Free- port philosophie of succesful life. Er þessi ráðstefna opin öllum áhugamönnum um áfengismál. Lítið tOHt tekið til sjón- armiða Verzlunarráðs — segir Hjalti Geir Kristjánsson um verðlagsfrumvarpið VERZLUNARRÁÐ íslands kom saman til fundar f gærdag til að fjalla um frumvarp það um vcrðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sem lagt var fram á Alþingi nýlega. Að sögn Hjalta Geirs Kristjáns- sonar, formanns ráðsins, var ekki lokið á þessum fundi að fjalla um afstöðu Verzlunarráðs til frum- varpsins heldur er að því stefnt að halda annan fund um frumvarpið síðar í vikunni, enda væri hér um flókið og umfangsmikið mál að ræða. Hjalti Geir sagði, að Verzlunar- ráð hefði á sínum tíma gert ítarlegar athugasemdir við verð- Nígeríumenn ætla að kaupa skreið: Seljendur utan til að ganga frá samningum „ÞÆR fréttir hafa borizt til okkar frá Nígeríu, að í fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar, sem lagt var fram 1. apríl s.l., sé gert ráð fyrir, að á þessu fjárhagsári verið keypt skreið, en hve mikið stjórnvöld ætla sér að kaupa, er okkur ekki kunnugt um, sagði Bragi Eiríksson framkvæmda- stjóri Samlags skreiðarframleið- enda þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Bragi kvaðst gera ráð fyrir að fulltrúar íslenzkra skreiðarfram- leiðenda héldu á næstunni til Nígeríu til að ganga frá samning- um um skreiðarsölu og hve mikið yrði selt. Þá sagði hann, að það hefði legið í loftinu, að stjórnvöld í Nígeríu settu einhverja inn- flutningstolla á skreiðina, en honum fyndist það einkennileg ráðstöfun, ef á það væri litið, að stjórnvöld ætluðu nú sjálf að flytja skreiðina inn, þ.e. að þau tolluðu sig sjálf. lagseftirlitsfrumvarp sem þá var á döfinni, en lítið tillit virtist hafa verið tekið til sjónarmiða Verzlunarráðs því að frumvarpið nú væri með litlum breytingum frá því sem þá var, að dómi verzlunarráðsmanna. Hjalti Geir sagði ennfremur, að Verzlunarráð- ið hygðist hafa náið samráð við önnur samtök verzlunarinnar um afstöðu og athugasemdir við verð- lagsfrumvarpið sem nú væri á dagskrá. Að sögn Gunnars Snorrasonar, formanns Kaupmannasamtak- anna, munu þau fjalla um málið á fundi í dag, en Félag ísl. stórkaup- manna mun fjalla um frumvarpið einhvern næstu daga að sögn skrifstofu félagsins. ! i Heimaey selur í Hull HEIMAEY VE frá Vest- mannaeyjum selur um 70 lestir af fiski í Hull á morgun, miðvikudag. Stór hluti aflans er ýsa og hluti hans umframafli frá fisk- vinnslustöðvunum í Vest- mannaeyjum. Erró París. „Ég vinn nú af fullum krafti og það er númer eitt. Ég reikna með að koma heim til íslands í kringum 20. maí til þess að setja upp sýninguna fyrir Listahátíðina.“ Um þessar mundir er Iceland Review að láta prenta bók um Erró á Italíu og kvaðst Erró fylgjast náið með þeirri framkvæmd. „Það eru 100 litmyndir í þeirri bók og hún er mjög vel gerð og 150 Errómyndir á leið til íslands „ÞAÐ er búið að pakka niður 150 myndum sem eru nú á ' leiðinni til íslands,“ sagði Erró list- málari í samtali við Morgunhlaðið í gær þar sem hann var staddur í mikið til hennar vandað. Það er líka búið að vinna að útgáfunni í tvö ár, en reiknað er með að bókin komi út á Islandi um svipað leyti og sýningin verður opnuð." Mývetningar fóru suð ur öræfi á vélsleðum Björk. Mývatnssveit. 3. apríl. UM HELGINA fóru 5 Mývetning- ar í leiðangur suður á öræfi. Lagt var af stað á laugardag og haldið í Svartárkot í Bárðardal og gist Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.