Morgunblaðið - 04.04.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
Fuglasláturhús rís í Mosfellssvfeit;
Á að geta slátrað
500 fuglum á klst.
nú er í undirbúningi að hefja
bygginarframkvæmdir við fugla-
sláturhús í Mosfellssveit. Þegar
hefur verið fengin þar lóð fyrir
húsið, teikningar eru tilbúnar og
leitað hefur verið tilboða í véla-
samstæðu er getur slátrað 500
kjúklingum á klukkustund miðað
við iágmarksafköst.
Fuglasláturhús þau sem hér
hafa verið starfrækt á vegum
ýmissa einstaklinga eru orðin úr
sér gengin að því er kemur fram
í fréttatilkynningu frá bygginga-
nefnd fuglasláturhússins og hafi
það viðhorf orðið ofan á að byggja
eitt sláturhús með félagslegu
framtaki á breiðum grundvelli, og
þá að því stefnt að það geti annazt
slátrun fyrir allt Suður- og
Vesturland. Hefur því hópur
einstaklinga er framleiðir fugla-
kjöt myndað með sér samtökin
Félag kjúklingabænda og fengið til
liðs við sig félagið Hreiður hf. um
að hefja framkvæmdir við umrætt
sláturhús er starfrækt skal vera
flesta virka daga ársins.
Miðað við afköst vélasamstæðu
sláturhússins þarf einnig að koma
til annar samræmdur búnaður til
kælingar og hraðfrystingar á
staðnum. Á teikningu að húsinu er
þessara atriða gætt svo og annarra
geymsluskilyrða og aðstöðu fyrir
allt starfsfólk.
Fleiri þættir koma einnig inn í
myndina, svo sem farartæki og
flutningskassar til að sækja fugl-
ana heim til bænda og flytja á
Þorlákshöfn:
Mikil vinna en
lítill afli
Þorlákshöfn 3. apríl
VETRARVERTÍÐ hér hefur
verið mjög iéleg hvað snertir
bæði afiabrögð og gæftir það
sem af er. Afli bátanna hefur
verið mjög misjafn. Þeir bátar
sem hafa verið á heimamiðum
hafa sáralítinn afla fengið en
hinir sem sækja iengra og
landa þar af leiðandi sjaldnar
bera af með aflamagn. Það
segir að sjálfsögðu ekki alla
söguna um tilkostnað og afla-
gæði. Miðað við mánaðamót
eru þrír aflahæstu bátarnir nú
þessiri Jón á Hofi með 583
tonn, Höfrungur III. með 580
tonn og Friðrik Sigurðsson
með 541 tonn. Hins vegar er
fjöldinn af bátunum með þetta
100—250 tonn. Þá má segja að
bátarnir séu varla komnir
almennilega af stað aftur eftir
veiðibannið um páskana.
Það er mikil vinna að draga
allt upp og leggja síðan aftur að
nýju því þorskveiðibannið var
virt hér að því er bezt er vitað
alveg 100%. Á land hafa borizt
11635 tonn af loðnu í Síldar-
verksmiðju Meitils en í fyrra
voru það 19 þús. tonn. I
frystihúsi Meitilsins voru fryst
loðnuhrogn fyrir Japansmark-
að, alls 236 tonn, sem er dýr og
eftirsótt vara. Við þetta var
mikil vinna, unnið allan sólar-
hringinn á vöktum á tímabilinu
frá 7. marz til 23. marz. Nú er
talið að loðnan sé með öllu
gengin hjá. Vinna í frystihús-
inu hefur verið góð og svo er
loðnunni fyrir að þakka. Það er
von manna að aprílmánuður
verði fengsæll eins og oft áður
og hann bjargi því sem bjargað
verður hér. — KaitnhciAur.
At’(il.VsiN(»ASÍMINN KK:
22480
JR*rí)nnl<I«tiib
slátrunarstað. Allt kerfið er mótað
eftir fullkomnustu nútíma fyrir-
myndum erlendis, að því er segir
í fréttatilkynningu byggingar-
nefndarinnar, og öll meðferð
fuglanna og síðan vörunnar er í
samræmi við fullkomnustu heil-
brigðis- og hreinlætisráðstafanir
sem á okkar tímum er krafizt.
I fréttatilkynningunni kemur
fram, að allmargir aðilar hafa
unnið að undirbúningi málsins, en
nú sé ætlunin að gefa fleiri
framleiðendum alifuglaafurða
kost á þátttöku í félagsskapnum.
Til þess að gera grein fyrir málinu
hefur bygginganefndin því boðað
til fundar og umræðu um bygg-
ingaáformin að Hótel Esju nk.
laugardag kl. 13.30 og þess vænzt
að eggja- og fuglakjötsframleið-
endur komi á þann fund.
Söngleikar þúsund
kórfélaga í Rvík.
í TILEFNI aí 40 ára afmæli
L.B.K. mætast í Reykjavík 14.
og 15. apríl um 1000 söng-
menn, karlar og konur, sem
ástunda það í frítíma sínum
að syngja f kór.
Haldnir verða tvennir söngleik-
ar þar sem fram koma um 20 kórar
með um 1000 félögum. Fyrri
söngleikarnir verða í Háskólabíói
Richter-Haaser leikur
hjá Tónlistarfélaginu
Tónlistarfélagið í Reykjavík
heldur tíundu tónleika fyrir
styrktarfélaga í kvöld.
Flóttamenn í Portúgal:
t>r jú hús byggd
fyrir íslenzkt fé
ÞRJÚ HÚS fyrir heimilislausa
flóttamenn í Portúgal verða byggð
fyrir fé frá Islandi. Rauði kross
íslands hefur nýlega sent 2.543.000
krónur til hjálpar flóttamönnum í
Portúgal; 2.168.000 krónur voru
ágóði af sölu hljómplötu Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna hér á landi og 375.000 krónur
voru framlag ríkistjórnarinnar til
Flóttamannaráðs íslands.
í frétt frá RKÍ segir, að fulltrúi
Alþjóðasambands Rauða kross
félaga, Erik Krum-Hansen, sem
staðsettur er í Portúgal, muni hafa
eftirlit með því að féð renni til
byggingar þessara þriggja
ákveðnu húsa, sem verða
auðkennd sem framlag frá RKÍ.
þriðjudag, klukkan 7 í
Austurbæjarbíói. Þýzki
píanóleikarinn Hans
Richter-Haaser leikur á
þessum tónleikum verk eftir
Beethoven, Schumann,
Brahms og Schubert.
Hans Richter-Haaser fæddist í
Dresden árið 1912 og hlaut
menntun sína í píanóleik og
hljómsveitarstjórn þar í borg.
Einleikaraferill hans hófst 1954 en
hann hefur síðan leikið víða um
heim og undir hljómsveitarstjórn
manna svo sem Sir John Barbir-
olli, Ferenc Ficsay, Eugen
Jochum, Rudolf Kempe og Herbert
von Karajan. Hann hefur leikið
inn á fjölmargar hljómplötur.
föstudaginn 14. apríl kl. 21.00, en
þeir seinni verða í Laugardalshöll
laugardaginn 15. apríl kl. 14.00.
Fimmtán kórar flytja sjálfstæða
söngskrá. Samsöngvunum lýkur
með söng 900 manna samkórs
L.B.K. Sinfóníuhljómsveit íslands
ásamt hljóðfæraleikurum úr
Hljómsveit Tónlistarskólans og
Sinfóníuhljómsveitinni í Reykja-
vík, samtals um 100 manns, mun
standa að flutningi tveggja tón-
verka á þessari sameiginlegu
söngskrá.
Líklegt er að blandaður kór frá
Þrándheimi í Noregi, ásamt
hljómsveit, samtals um 1000
manns, taki þátt í söngleikunum.
Söngleikum L.B.K. lýkur síðan í
Laugardalshöll að kvöldi laugar-
dags með afmælisfagnaði, þar sem
verður sameiginlegt borðhald og
fjölbreytt skemmtan fram eftir
nóttu með þeim brag, sem söng-
fólki einu er lagið.
Formaður L.B.K. er Garðar
Cortes, én framkvæmdastjóri
Söngleika ‘78 er Sverrir Kjartans-
son.
o
Prófkjör Alþýðuflokks í Grindavík:
Svavar Árnason
hlaut flest atkvæði
INNLENT
í PRÓFKJÖRI Alþýðuflokksins
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar
í Grindavík greiddi alls 261 íbúi
atkvæði en í síðustu bæjarstjórn-
arkosningum þar hlaut Alþýðu-
flokkurinn 217 atkvæði.
Prófkjörið var bindandi fyrir
fimm efstu sætin, en samkvæmt
reglu prófkjörsins þurfti fram-
bjóðandinn að hljóta 20% af
kjörfylgi flokksins við síðustu
sambærilegar kosningar til að
kosning yrði bindandi.
Flest atkvæði í þessu prófkjöri
hlaut Svavar Árnason í fyrsta
sætið eða 122 atkvæði, annar varð
Jón Hólmgeirsson er hlaut 101
atkvæði í 1. og 2. sætið, þriðji varð
Guðbrandur Eiríksson sem hlaut
109 atkvæði í fyrstu 3 sætin, þá
kom Sigmar Sævaldsson með 111
atkvæði í öll sætin og fimmta varð
Sæunn Kristjánsdóttir með 130
atkvæði.
Rauði krossinn:
50 kr. spila-
kassar
í gagnið
RAUÐI kross Islands er nú að
undirbúa uppsetningu nýrrar
tegundar af spilakössum víða
um land í stað þeirra gömlu
sem verið hafa í gangi undan-
farin ár. Spilað hefur verið með
10 kr. peningum í gömlu
kössunum og hafa þeir verið
aðaltekjulind Rauða krossins á
landinu, en t.d. áríð 1976 var
veltan í kössunum tæpar 63
millj. kr. og skiluðu þeir þá 36
milljónum kr. í hagnað. í nýju
spilakössunum verður spilað
með 50 kr. peningum þannig að
reikna má með að veltan aukizt
mjög mikið ef notkun þeirra
verður með svipuðu sniði. Á
landinu eru nú í notkun um 110
spilakassar hjá Rauða krossin-
um og miðað er við að þeir
gangi úr sér áður en nýju
kassarnir koma í gagnið.
HER ER HUN!
salkura
Sakura er nafnið á þessari frábæru
litfilmu, sem gefur þér ótal nýja
möguleika (sem þú hefur ekki
kynnst áður). Sakuracolor er fram-
leidd af Konishiroku-verksmiðj-
unum í Japan, sem einnig standa á
bak við hinar viðurkenndu Konica
ljósmyndavélar.
24 myndir á rúllu.
Það er alveg óþarfi að örvænta þegar
búið er að taka 20 myndir. Filman er
alls ekki búin, þú átt 4 myndir eftir,
því Sakura gefur þér meira.
Það eru 24 myndir á hverri Sakura-
color filmu í stað 20 hjá öðrum.
Og fyrir sama verð.
400% ljósnæmari.
Hún er 4 sinnum ljósnæmari
en venjuleg litfilma.
Þú getur tekið myndir innanhúss án
flass, og sólarlagsmyndirnar verða
leikur einn.
Og auðvitað hentar hún einnig
við allar venjulegar aðstæður.
Þessi filma er bylting. Hún gefur
þér þúsund nýja möguleika.
Tímaritin Amaterfotographer og
Foto & Smalfilm dæma þessa filmu
þá bestu á markaðinum í dag.
Sakuracolor
er fínkornuð.
Ekki aðeins er hún
ljósnæm. Hún er líka sérstak-
iega finkornuð. Myndgæðin eru frábær,
og gefa möguleika ástórumstækkunum.
>/an
HASTÞÓRf
Suðurlandsbraut 20, Hafnarstræti 17, Reykjavík Sími 82733