Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
Bjami M. Gísla-
son — Sjötugur
Ég hefði ekki haft löng kynni af
Bjarna M. Gíslasyni, þegar með
okkur tókst náin og varanleg
vinátta, og kom þar sitthvað til.
Báðir erum við uppaldir í af-
skekktum byggðarhverfum vestur
í fjörðum, þar sem náttúran er
hrikaleg og fögur og brimsjór fyrir
landi á löngum tímum árs. Báðir
mótuðumst við af harðri lífsbar-
áttu, þó að ég ætti betri kosta völ
en hann, og báðum rann í merg og
blóð forn alþýðumenning sagna og
rímna, frásagna af hetjulegum
afrekum í stríðinu við brim og
boða, björg og hamra og síðast en
ekki sízt margslungna og dul-
magnaðri hjátrú. Báðir gerðumst
við sjómenn á unga aldri, og báðir
réðumst við í það af vanefnum að
leita okkur aukins víðsýnis, þroska
og frama hjá frændþjóðum, sem
þjóð okkar hafði verið tengd um
aldir böndum breytilegra sam-
skipta og í allri sinni smæð og
fátækt reynzt heillastoð til þjóð-
legrar og menningarlegrar reisn-
ar. Báðum var okkur tekið vel, og
báðir reyndumst við færir um að
sjá okkur farborða, ég í Noregi og
hann í Danmörku. Báðir höfðum
við einkum leitað kynna við þá
menn í þessum löndum, sem bezt
kunnu að meta gildi þeirra menn-
ingaráhrifa, sem runnin voru af
rótum íslenzkra fornbókmennta og
höfðu tileinkað sér þau jákvæðu
lífsviðhorf, sem voru okkur báðum
eðlislæg, þjóðlega og alþjóðlega
samhyggju á grundvelli tjáningár
frelsis og trúarlegrar og siðrænn-
ar ábyrgðartilfinningar.
Bjarni hafði dvalið samfellt tíu
ár í Danmörku, þegar fundum
okkar bar saman. Fyrstu fjóra
veturna, sem hann var þar,
stundaði hann nám í lýðháskólun-
um í Als og Askov, en vann á
sumrin hverja þá erfiðsvinnu, sem
honum bauðst. En jafnt sumat
sem vetur las hann fjölda bóka.
skáldrit og bækur pm bókmenntir
félags- og menningarmál. Þá er
hann hafði náð tökum á danskri
tungu, hóf hann ritstörf og gerðist
fyrirlesari í skólum og á samkom-
um víðs vegar um Danmörku, og
brátt varð hann rómaður ræðu-
maður og fyrirlesari, og efnið í
ræðum hans og fyrirlestrum var
yfirleitt ísland, saga íslendinga
þjóðlíf og menning, ásamt nauðsyn
aukinnar norrænnar samvinnu. Og
vissulega lét hann ekki hjá líða að
minna á þá skuld, sem norrænar
þjóðir — og þá ekki sízt Danir —
ættu Islendingum að gjalda og
launa bæri að verðugu, og auðgert
var að benda á, hvernig hún fyrst
og fremst yrði goldin. Dönum bæri
að skila, þeim ómetanlega auði,
sem fólginn væri í handritunum
íslenzku í dönskum söfnum. Naut
Bjarni til þessarar starfsemi
fyrirgreiðslu og örvunar af hendi
ýmissa íslandsvina og þá fyrst og
fremst Jörgens Bukdahls, sem var
sem rithöfundur kennari og ræðu-
maður ómetanlegur leiðtogi þeirr-
ar þjóðlegu og samnorrænu menn-
ingarstefnu sem átti stórum meiri
og víðtækari ítök í dönsku þjóðinni
en meginþorri íslenzkra mennta-
manna gerði sér grein fyrir, enda
kynni þeirra af dönskum viðhorf-
um fyrst og fremst bundin við
Kaupmannahöfn.
Nú þykir mér hæfa að fara
nokkrum orðum um aðstöðu
Bjarna í Danmörku sem skálds og
rithöfundar, þegar hann hóf að
fullu baráttu sína fyrir endur-
heimt handritanna úr dönskum
söfnum.
Árið 1937 kom frá honum bók,
sem heitir Glimt fra nord. Hún er
vel og alþýðlega rituð og fjallar
um Island og íslendinga. Svo
vinsæl varð hún, að hún var brátt
endurprentuð. Tveimur árum síðar
kom út ljóðabókin Ekko fra
tankens fastland. Henni var tekið
vinsamlega, en fastast kváðu að
orði um gildi hennar Einar Thom-
sen prófessor og bókmenntasögu-
höfundur og skáldið Christian
Rimestad. Þriðja bók Bjarna á
dönsku heitir Rejser blandt
frænder, ög fjallar hún um frænd-
þjóðir okkar og samband Is-
lendinga og Dana. Á árunum
1944—‘45 kom frá hendi Bjarna
tveggja binda skáldsagan De
gyldne tavl, sem ég þýddi á
íslenzku. Henni hrósuðu mjög
slíkir menn sem hið mikla skáld
Jakob Paludan, hinn vandláti dr. í
bókmenntum Jens Kruuse, hinn
víðfrægi Jörgen Bukdahl og hinn
oft hvassyrti prófessor Hans Brix.
Sú saga var brátt þýdd á hollenzku
og hlaut þar mikið lof.
Næsta bók Bjarna dró nokkuð úr
vinsældum hans víða um Dan-
mörku, hún heitir Island under
besættelsen og unionssagen. Hún
kom út 1946. Sambandsslitin oJlu
Dönum vonbrigðum og vöktu ekki
aðeins gremju, heldur og reiði
margra, og bók sinni ver Bjarni
nálstað landa sinna, auk þess sem
hann ræðst röggsamlega gegn
harkalegu skrifi dr. Lis Jacobsen
í Berlingske tidende um handrita-
málið. Árið 1949 kom frá Bjarna
bók um Jörgen Bukdahl sem
menningarlegan leiðtoga og r-it-
höfund, og árið eftir kom út
Islandsk litteratur efter
Sagatiden, en þar ritar Bjarni
nokkuð á annan veg um íslenzkar
bókmenntir en Kristinn Andrés-
son, sem var allt til æviloka
einvaldur um það, hvaða íslenzkar
bækur mættu þýða til útgáfu í
járntaldslöndunum, hver sem nú
kann að hafa verið valinn hand-
hafi þess valds. Árið 1951 kom út
ljóðabók Bjarna Stene Pá strand-
en, sem hlaut einróma lof, jafnvel
hinn harðdæmi ljóðlistardómari
Kai Friis Möller skrifaði um hana
eindregið hrós og virtist nú blasa
við Bjarna glæsilegur ferill sem
skáldi. En einmitt á árinu 1951 sá
dagsins ljós það rit, sem kvaddi
hann sem sannan son Islands til
að helga sig eingöngu þrotlausri
baráttu, unz sigur væri unnin,
hvað sem liði framtíð hans sem
skálds.
Þetta rit var álit þeirrar dönsku
stjórnskipuðu nefndar, sem í
fjögur ár hafði unnið að því að
finna gild rök gegn endurheimt
íslendinga á hinum dýrmætu
handritum. Bjarni sá þegar, að
þetta álit, samið af hálærðum og
mikilsvirtum fræðimönnum,
vitnaði ekki aðeins um djúptæka
vanþekkingu á sögu handritanna,
heldur var og mengað vísvitandi
rangfærslum, sem allar stefndu að
því marki að telja dönskum
stjórnarvöldum og dönsku þjóð-
inni yfirleitt trú um, að það væri
fjarstæða að Islendingar ættu
nokkurn minnsta rétt á að dýr-
gripirnir yrðu afhentir þeim. Ekki
bætti það úr skák, að hið víðkunna
stórskáld, Halldór Laxness, lét svo
um mælt í viðtali við danska
kommúnistablaðið Land og folk,
að ef handritin yrðu látin Is-
lendingum í té, væru þeir vísir til
að selja þau til Bandaríkjann2
fyrir stórfé. Engum var það
ljósara en Bjarna Gíslasyni, að nú
var handritamálinu stefnt í voða.
Hann tók svo þá ákvörðun að
semja um það bók, sem tæki af öll
tvímæli um rangfærslur og þekk-
ingarleysi hinna dönsku fræði-
manna, en honum varð ljóst, að til
þess að hann fengi samið slíka
bók, sem gæti orðið vopn í höndum
vina og velunnara íslands, þyrfti
hann að taka sig til og kynna sér
sögu handritanna frá rótum og
helga sig síðan eingöngu látlaus-
um áróðri í þágu hins mikla
málefnis, láta lönd og leið um
árabil öll ritstörf og alla fyrir-
lestrarstarfsemi, sem ekki þjón-
uðu hinum mikilvæga tilgangi.
Bjarni var sem áður snauður
maður, þegar hér var komið. En
árið 1951 kvæntist hann danskri
menntakonu, Inger Rosager. Hún
hafði að loknu stúdentsprófi farið
til íslands og dvalið þar nokkrar
víkur, og hún hafði fest ást á
landinu og eignast þar vini. Hún
hafði síðan stundað háskólanám í
tungumálum og bókmenntum og
því næst lokið kennaraprófi. Nú
fékk hún kennarastöðu í gagn-
fræðaskóla í smábænum Asnes á
Sjálandi, og þar eð hún hafði
áhuga á, að íslendingum yrði
afhentur sá mikli arfur, sem
geymdur var í dönskum söfnum,
var henni beinlínis ljúft að Bjarni
helgaði sig sínu hjartfólgna hlut-
verki, laun hennar skyldu gera
honum það fært.
Og vissulega tók nú Bjarni til
óspilltra málanna. Hann kynnti
sér mjög vandlega hin fornu
handrit og sögu þeirra og samdi
síðan bókina frægu, De islandske
hándskrifter standig aktuelle.
Hún kom fyrst út 1954, síðan aftur
1955 og í íslenzkri þýðingu hins
ágæta fræðimanns Jónasar
Kristjánssonar 1956. Og Bjarni lét
síður en svo við þetta sitja. í meira
og minna samráði við Jörgen
Bukdahl, sem beitti áhrifum sín-
um ósleitilega í þágu hins íslenzka
málstaðar, bæði í ræðu og riti, fór
Bjarni um alla Danmörku, flutti
ræður og erindi og ritaði fjölda
blaðagreina, auk þess sem hann
vann að því að beiðni vitna og
stuðningsmanna að semja og
senda þeim stuttorða efniskjarna
í ræður og skrif um hið umdeilda
stórmál. Hann mætti og á fundum
til kappræðna hálærðum málsvör-
um hins nú meir og meir illræmda
nefndarálits, bæði í Kaupmanna-
höfn og öðrum hinna fjölmennustu
borga Danmerkur, og loks fór
hann til Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands og kynnti málstað
íslendinga í erindum og viðtölum
við dagblöð, og áróður hans í
þessum löndum vakti á málinu
áhuga, sem ekki gat farið fram hjá
Dönum.
Sigurinn vannzt, og það er síður
en svö, að ég vilji eigna hann
Bjarna M. Gíslasyni einum, en
hans þáttur í baráttunni til sigurs
var ef til vill meiri en nokkurs eins
manns annars. Ég vil svo láta þess
getið, að ég, sem var allt annað en
þannig uppalinn og fræddur, að ég
hefði dálæti á Dönum, tel að
málalokin í handritamálinu megi
verða þeim til ævarandi sóma, og
væri vel, ef þau gætu orðið
fyrirmynd í samskiptum þjóða
sem allra víðast um okkar vályndu
veröld.
Bjarni M. Gíslason hefur orðið
þeirrar miklu gæfu aðnjótandi, að
verða í menningarmálum einn af
afreksmönnum þjóðar sinnar. En
gæfan hefur ekki verið honum í
öllu hliðholl. Þar kemur ekki sízt
það til, að hin ágæta kona hans
hefur um langt skeið átt við
margvíslega vanheilsu að búa, og
nú, þegar hann kemur heim til
íslands sjötugur, er hún í
sjúkrahúsi... Þá hefur og hið
langa og erfiða starf hans í þágu
handritamálsins haft lítt æskileg
áhrif á það gengi, sem brosti við
honum, þegar hann með ljóðabók-
inni Stene pá stranden var ótví-
rætt tekinn í tölu þeirra skálda í
Danmörku, sem mikils mætti af
vænta. Á meðan stóð á baráttu
hans fyrir endurheimt handrit-
anna, hafði dönsk bókmenntahefð
tekið meiri breytingum en kannski
nokkru sinni áður, og í hinum
fanska bókmenn^aheimi hefur
Bjarni ekki fundið sig slíkan
heimamann, sem hann var að
verða árið 1951. Þar við bætist, að
valdamikill hópur danskra stór-
laxa í bókmenntum og bókmennta-
legum fræðum og þá einkum í
höfuðstaðnum hafa áð minnsta
kosti óbeint látið hann finna fyrir
því, að hann eigi þar ekki vinum
að mæta. Árið 1971 kom þó út eftir
hann ljóðabókin Vinde over
jöklene, sem var ekki illa, en þó
tómlega tekið. Sama ár kom út hér
heima úrval þeirra ljóða, sem
hann hafði ort á íslenzku. Þau ljóð
komu frá hjartanu, og þau eru
runnin af rótum íslenzkra erfða,
sýna hvað íslenzk náttúra og
alþýðumenning hafi fátækum
sveini upp á að bjóða af heilbrigð-
um lífsviðhorfum, sem raunar
voru næsta óskyld því tækni-
þróaða lífsþægindakapphlaupi,
sem nú er með verðbólgunni
örlögþrunginn vágestur íslenzk
mannlífs.
Ég læt nú þessu máli mínu lokið
með þökkum og heillaóskum til
Bjarna og fjölskyldu hans og leyfi
mér að láta hann sjálfan tala til
þjóðar sinnar eins og hann lýkur
ljóði sínu Gestur í borginni:
Nú er hér örbirgðin numin úr löRum.
Og nú rís hér feikna turn,
þar sem íður við stóðum og horfðum á
hafið
hijóðir f þrá og spurn.
Nú eru þeir stóru steinarnir horfnir, —
heyr steypvélanna suð,
sjá, járnið og sementið treysta trúna
á tækninnar steinrunna guð.
En börnin eru hér enn að ieikjum
og yrkja á sögunnar blað
gróskuóð lífsins, sem gjallinu storkar. —
Guð himinsins sér um það.
Guðmundur Gfslason Hágalfn.
Jörgen Bukdahl átti áttræðisaf-
mæi 8. desember 1976.
Af því tilefni gaf félagið „Fri
nordisk Folkehöjskole" út bréf
hans til Poul Engberg. Bréfa
þessara er einkum getið hér vegna
þess að þau sanna hinn mikla hlut
Bjarna M. Gíslasonar að handa-
ritamálinu og mikilvægt frum-
kvæði hans um farsæla afgreiðslu
þess og lyktir.
Þar er þess getið, að Georg
Brandes segi frá því í æviminning-
um sínum, að Pólverjar hafi orðið
svo hrifnir af frammistöðu hans,
að þeir hafi hrópað: „II faudrait lui
élever des statutes“. („Það verður
að gera honum myndastyttu".)
Margir hrópuðu „Handritin
heim“. Þegar þau eru að koma
gæti okkur gleymst rökin til þess
—, og þakkirnar fyrir það.
I veizlu á Þingvöllum nokkrum
árum áður en handritamálið var
útkljáð mælti Jörgen Jörgensen
við mig.
„Þið fáið handritin heim.
En ykkur verður að skiljast, að
þetta er líka okkar mál; öllu er
óhætt.
Þetta mál kostar sinn aðdrag-
anda“. Þáverandi rektor Kaup-
mannahafnarháskóla, er sat ná-
lægt okkur þarna, heyrði þessi orð
ráðherrans og mælti: „Já vissulega
fáið þið þau, en málið þarf að
þróast einnig heima fyrir, í
Danmörku".
Þess skal hér getið, að Jörgen
Jörgensen var sá leiðtogi danskra
stjórnmálamanna, er í nánustum
tengslum var við lýðháskólahreyf-
inguna í Danmörku.
Um hlut danskra háskólamanna
að heimkomu handritanna skal
ekki fjölyrt hér, en marga fræga
Hildi háði Bjarni M. Gíslason við
þá og safnamennina í Danmörku,
þótt í þeim hópi væri einnig
velgerðamenn málstaðar okkar —
varla þó ýkja margir.
Brandes var ekki vinveittur
okkur íslendingum í sjálfstæðis-
málinu, þó átti hann marga ákafa
fylgismenn hér á landi í bók-
menntum og trúmálum.
Kynslóðir þeirra áhrifa eru nú
að mestu horfnar.
Forsendur þess, að verið er nú
að skila Árnasafni heim til íslands
má og meira rekja til Grundtvigs
en Brandesar.
Þegar Danir áttu hvað erfiðast
á síðari heimsstyrjaldarárunum
heyrðist Brandés tæplega nefndur,
en Grundtvig varð virkt og lifandi
afl í þjóðlífinu og nú eru að koma
út mikil rit um Grundtvig í
Danmörku og víða er þess beðið
með eftirvæntingu, að stórvirki
birtist um hann frá hendi
Bukdahls, eins og hann hefur allra
síðustu árin ritað hvert verkið
öðru merkara um Sören Kierke-
gaard.
Þegar Matthías Jochumsson
gerir upp lífsreikninga þeirra
Brandesar og Grundtvigs, telur
hann, að Brandes hafi skort
heimanbúnað, en Grundtvig hafi
átt sér djúpar rætur.
Þar brást innsæið ekki Matthí-
asi, frekar venjú. Á þessu eru
flestir dómbærir menn, og þetta er
einmitt niðurstaða hinna nákunn-
ugustu og lærðustu manna.
Heimanbúnaður Bjarna M.
Gíslasonar var ekki ríkulegur, er
hann hélt til Danmerkur — í
peningum.
En auðugur var hann, tápmikill-
ar ættar og farsæls uppeldis, að
ógleymdum lærdómi strangrar
lífsbaráttu til sjós og lands,
ungmennis er braust áfram og
herti gönguna á brattann eins og
góðum Vestfirðingi sæmir ávallt.
Bjarni eignaðist ýmsa góða og
trölltrygga vini á þessum árum
hér heima, ævilangt án vafa, auk
ræktarsams frændfólks.
En þegar rakinn er heiman-
búnaður Bjarna, verður að leggja
áherzlu á, að hann var ekki að fara
að heiman alls kostar, er hann
lenti meðal lýðháskólamanna í
Danmörku og raunar yfirleitt á
Norðurlöndum.
Hjálp Norðurlanda í Vest-
mannaeyjargosinu var ekki með
öllu utanríkismálefni þeirra, held-
ur bjó heimhugur þar að baki,
einnig.
Sá, sem stendur á Lögbergi á
Þingvöllum með Norðurlandabú-
um, skynjar heimkomuhugarblæ
með þeim.
Miklar stundir voru að vera þar
með þeim Arnfred skólastjóra í
Askov, Jens Marinus Jensen æsku-
lýðsleiðtoga og lýðháskólastjóra,
að ógleymdum Jörgen Bukdahl.
Heimhugur táknar ekki
einangrun.
Sá skilur aðra, sem hugar að
sjálfum sér.
Örlög Norðurlanda eru mjög ein
og söm.
Lausn Suður-Jótlandsmálsins
átti mikinn þátt í sigri okkar 1.
desember 1918.
Danir þeir, er þekktu bezt og
lifðu viðreisn 19. aldar, vissu mest
um gildi handritanna fyrir sam-
eiginlegan norrænan málstað.
Þegar Sigurður Þórólfsson kom
til Askov og var að undirbúa
íslenzka lýðháskólahreyfingu árið
1901 sagði skólastjórinn, leiðtogi
dönsku lýðháskólamannanna,
Schröder: „Þið íslendingar eigið að
vera sjálfstæðir."
Endurreisn Alþingis átti sér
einnig rætur í dönskum þjóð-
frelsisanda og danskri rómantík.
Er Bjarni M. Gíslason mótaði
stefnu Dana í handritamálinu árið
1938 i samráði við þá Jörgen
Bukdahl og síðar C.P.O. Christian-
sen, lýðháskólastjóra, lagði hann
áherzlu á, að handritamálið yrði
að leysast fyrir danskt frumkvæði,
en ekki með togstreitu þjóða í
milli, og úr því sem komið væri,
með danskri þjóðargjöf, að þetta
væri danskt þjóðarmálefni.
Við höfum litið um of á þetta
mál sem þólitískt tafl flokka í
milli og skal hér ekki hlutur
einstakra stjórnmálamanna skert-
ur og sáu þeir sér hyggilegan leik
á borði að styðja þjóðarhreyfingu;
hugsjón sumum þeirra.
En réttlætiskennd danskrar
þjóðar og samnorrænar menning-
arerfðir, er danskir lýðháskóla-
menn varðveittu bezt, máttu sín
mest um lausn málsins.
„Hvar værir þú staddur án
íslendinga?", mælti íslenzki lýðhá-
skólafrumherjinn, Guðmundur
Hjaltason og barði í ræðupúlt
Björnstjerne Björnsons, er honum
fannst skáldið hallmæla okkur.
Boðskapur Grundtvigs um hið
þjóðlega var grundvöllurinn.
Hið þjóðlega í boðskp hans
verður vart þýtt með einu orði á
íslenzku („Det folkelige").
Hugtakið táknar hjá honum
eiginlega: Heimleiðis. Það sem á
heima í þjóðarsálinni, er frá henni
komið og stefnir heim til hennar.
Þjóðlegur er sá maður, að mati
Grundtvigs, sem lifir í samræmi
og sátt við sérleik sinn og innsta
eðli, hinn náttúrulegi maður,