Morgunblaðið - 04.04.1978, Side 17

Morgunblaðið - 04.04.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 17 nefnds skips 3,5 klst., og hefði þvi miðkraninn einn væntanlega með glans getaö framkvæmt uppskipunina á nefndum tíma, e.t.v. með aðstoð eins lyftara í lestinni, að svo miklu leyti sem pallarnir kunna aö hafa staðiö til hliöar viö lestarop. Mér skilst SÍS hafi lagt til 2 lyftara á hafnarbakka til móttöku, svo aö ekki hafi skort framlag af þess hálfu til að hraða uppskipun. Er það því tilvalið íhugunarefni fyrir GE og verkefni fyrir „tunglflaugatölvu“ hans að reikna arðsemi af hinum geysidýra lestunar- og losunarbúnaöi nefnds skips í- umræddu tilviki og raunar líklega arðsemi af ferð skipsins í heild til íslands meö nefndan vöruslatta. Hafa ekki öll svona vel búin skip yfirfljótandi verkefni, þannig aö þau séu ekki fáanleg í snatt, eins og hér er rætt um? Meðferð varnings GE virðist álíta að lestun og losun, aðallega um hliðardyr á skipi, með líkum hætti og lýst er hér að framan, muni hafa í för meö sér betri meðferö varnings en með þeirri aðferð, sem nú er höfö á strandferöaskipunum, og enda þótt æskileg stöðlun farmeining yrði enn aukin, m.a. með aukinni eign útgerðarinnar á pöllum, gámum og lyfturum, en þarna tél ég að GE hafi ranga skoðun. Meðferð vöru í upp- og útskipun verður yfirleitt á engan hátt betri en að láta góðan krana sveifla vörueiningun- um til og frá borði. Kranar, sem ég á við, eru sérstaklega nákvæm og vönduö tæki, sem bíla mjög sjaldan og purfa lítið viðhald, en gaffallyftar- ar bila mjög oft, sérstaklega ef þeir eru notaðir við óheppileg skilyrði ains og oft vill veröa, og peir purfa pvi mikið og dýrt viðhald. Þá er líklegt, að mikill viðhaldskostnaður falli á fastar farmlyftur skipa, og draga verður í efa að fjarstýring þeirra til stöðu í hafnarbakkahæð reynist naegjanlega örugg og nákvæm. Ég minnist þess á hinum síöustu árum mínum hjá Skipautgerðinni, að jafnvel tiltölulega nýir lyftarar biluðu svo, að þeir voru frá vinnu í marga mánuði í senn, og viðhatdskostnaður var geysilegur. Það er því nokkuð varhugavert aö láta skip vera of háð nefndum tækjum um borð og í landi, því að minnast skyldu menn þess, að engin keðja í heild er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Því miður er það svo, aö gaffallyftar- ar skemma oft varning. Þetta eru þung tæki, t.d. er lyftari fyrir 2,7 tonn í kringum 5 tonn að eigin þunga og þegar stjórnendur slíks tækis renna því aö byröi í mismunandi hæð, hitta þeirekki alltaf á nákvæmlega réttan stað og þurfa jafnvel að gera fleiri atrennur. Kemur þá fyrir, að hinir egghvössu gafflar brjóta og skemma, enda kunna sekkir eða annaö, sem flutt er aö slúta niður á milli eöa út af buröarborðum palla og rifna af völdum gafflanna. Skemmdir kunna einnig að verða, þegar hlaðinn pallur er settur ofan á vöru á öðrum palli. Það er því vafalaust að eigi að byggja á því að mestu leyti að láta gaffallyftara taka úr eöa mata fasta- lyftur skips með vörum í upp- og útskipun, og skip oft á hreyfingu við hafnarbakka eöa bryggju, þá verður boðið heim miklu meiri skemmdum en verða myndu með góðum og nákvæm- um krana, þar sem stjórnandi situr hátt í kranahúsinu meö fulla yfirsýn yfir vinnusviðið. Mönnun nýrra strandferðskipa Komið hefur fram, að GE hugsar sér að fækka skipverjum á nýjum strand- feröaskipum, sem hann hefir hug á aö láta smíða aö norskri fyrirmynd, niður í 7—8 manna áhöfn samanboriö við 17 —18 manna áhöfn á Heklu og Esju, og er þó hinum nýju skipum ætlað aö flytja álfka mikið í hverri ferð, en miklu meira í heild yfir árið. En á norsku skipunum, sem munu vera í smíðum og GE hefir til fyrirmyndar, segir hann eiga að vera aðeins 6 manna áhöfn og áhafnarrúm. Nú er það svo, að víðast í Noregi eru fjölbreyttari samgöngumöguleikar en hér, og munar sennilega mest um ríkisjárnbrautirnar, en auk þeirra eru auðvitað þjóövegir, flug og fjöldi strandferðaskipa, sum allstór, sameig- inleg farþega- og vöruflutningaskip í lengri eða skemmri siglingum meö- fram ströndinni, og svo inn á milli skip með takmarkaðri og meira einhliða verkefni, sumpart mest eða eingöhgu á skjólsælum leiöum. Ljóst virðist, að 6 manna áhöfn á hinum norsku einhliða vöruflutninga- skipum, sem um er rætt, muni varla ætlaö að gera mikiö annað en aö sigla skipunum milli hafna, en hvernig er þá háttað vinnu um borð við lestun og losun farms og venjulega umhiröu skipanna sjálfra ásamt með flóknum og viðkvæmum sjálfvirknibúnaöi og lausum vinnuvélum, sem skipin virðast sérstaklega háð, en er hætt við bilunum? — Er krafizt afgreiðslu skipanna á nótt sem degi og fást alls staðar hæfir menn frá landi til að annast upp- og útskipun án áhættu fyrir búnað og tæki skipanna? Strandferðir kringum ísland eru úthafssiglingar um margar og misjafn- ar hafnir aö öryggi, eftir birtu, veðri, sjávarföllum o.fl. Frá því ferð er hafin frá aöalhöfn er skipunum oftast ætluö afgreiðsla á nótt sem degi, enda er dagvinnutími virkra daga ekki nema tæp 24% af 7 daga viku (168 klst.). Óvíða á viökomuhöfnum fást menn frá landi til vöruafgreiðslu um borö enda vafasamt aö borgaði sig aö stofna til lágmarksútkalls manna frá landi til afgreiöslu smáslatta, mest til upp- skipunar, sem skipsmenn hafa oft undirbúið losun á með því að leggja í stroffur, net o.fl. Það er því svo, að vöruvinna í strandferðaskipunum á flestum við- komuhöfnum lendir mjög á skipverj- um, ef skipin eiga ekki að tefjast mjög óeölilega, og ber, auk öryggisgæzlu á siglingu og á annan hátt, að hafa nefnt atriði í huga í sambandi við mönnun strandferöaskipa hér við land. Lagaákvæði og kjarasamningar um mönnun íslenzkra kaupskipa eru aö verulegu leyti margra áratuga gömul og þyrftu því endurskoðunar. Sama er að segja um samninga varðandi mönnun við lestun og losun farms á tíma aukinnar vélvæðingar. — Lög- gjafaratriðin þarf að athuga á réttan hátt af löggjafarsamkomu þjóðarinnar í samráði við stéttafélögin og endur- skoða úrelta samninga milli þeirra og skipaeigönda. Hefi ég trú á, að heilbrigðar leiðréttingar verði gerðar, ef réttsýnir menn með reynslu vinna aö málinu. En mér finnst glannalegt af GE pð kasta fram, m.a. til útbýtingar á Alþingi, áætlunum þeim um fækkun skipverja strandferðaskipa, sem hann hefir gert, án nánari athugunar og samráðs við stéttafélögin o.s.frv. og byggja á þessu útreikninga um mikinn rekstrarsparnað til rökstuðnings því að selja skip og festa fé í nýjum fyrir þúsundir millj. kr. Mér finnst viturlegra að endurskoða fyrst með prúðmannlegum hætti gömul og úrelt pappírsgögn, áður en flaustrað er til stórvægilegra fjárfest- inga, sem 'myndu vera öðruvísi, ef ekki væri reiknað með að nefnd pappírs- gögn yrðu í gildi lengi enn. Gerö vörugáma Af viðtölum mtnum við GE, áður en ég lét af störtum í stjórnarnefnd Skipaútgerðarinnar í marz 1977, skildi ég að honum fannst fátt um gáma þá ca. 3ja rúmmetra, sem ég hafði í upphafi eftir athugun aðallega á Norðurlöndum keypt sýnishorn af í Danmörku, en síðar með góðum árangri látið smíða hér heima í töluverðu magni að tölu. Gerði Sameinaöa (DFD) út í Dan- mörku tvö skip, sem notuðu sams konar gáma í stórum stíl í innanlands- flutningum, og taldi Sameinaöa þá henta betur í nefndum flutningum en stærri gáma algenga í millilanda- flutningum. Hagstætt stofnverð var á gámum þessum og auðvelt að gera við skemmdir á þeim. Einnig var það haft í huga, að lyftarar útgerðarinnar voru engir gerðir fyrir meiri lyftiþunga en 6000 Ibs., 2,7 tonn, og bauð því stærð nefndra gáma ógjarna heim ofhleðslu lyftaranna, sem er óholl þeim dýru tækjum. Loks kom þaö til, að Hekla og Esja gátu varla hagnýtt öflugii lyftara fyrir sig og til aöstoöar afgreiðslum í landi á ýmsum höfnum, vegna þess að eigin þungi 6000 Ibs. lyftara er í kringum 5 tonn og kranar skipanna ekki gerðir fyrir meiri lyftigetu. En ekki var hægt að reikna með, að lyftararnir yrðu eingöngu notaðir í framskipinu, þar sem 20-tonna þungavinnubómunni yrði við komið til lyftinga milli þilfara eða milli skips og lands. Skipalyfturun- um þurfti einnig að vera hægt að lyfta milli þilfara á athafnasviöi kranans, miðskips og aftar, þar sem rými lesta er einnig mest, enda er kraninn langmest notaða lyftitækiö og hrað- virkari en þungavinnubóman. Það voru því ýmsar samverkandi orsakir, sem réöu vali gáma og lyftara, og skal í því sambandi aftur minnt á keðjuna og veikasta hlekkinn. GE hafði auðvitað snemma veöur af því, að gámar einpa mest notaðir í flutningum með skipum milli landa erlendis væru af stærðinni 8x8x20 fet, en þeir vega yfirleitt sjálfir kringum Framhald á bls. 31. Úr Austur-Skagafirði Ég hefi veriö latur að senda fréttir héðan í vetur. Okkur finnst dagarnir svo svipaðir og stórtíð- indi gerast fá, þó alltaf séu að gerast tíðindi sem burtfluttu fólki úr héraðinu þætti fengur að frétta um. Tíðarfarið hefur verið óstöðugt, en verulegan snjóavetur er varla hægt að kalla veturinn sem liðinn er. Er þó alltaf mikill munur á verðurfari og snjóalögum í fram- héraði og á útsveitum. Æði oft hefir vegur teppzt til Siglufjarðar og þá helzt í Mánárskriðum, sem sýnir hve mikil þörf er þar á breytingu á vegarstæði. Svellalög hafa líka verið mikil á vegum annað slagið sem hafa torveldað umferð bíla. Um mán- aðamót febrúar-marz gerði illviðri til 6. marz. Þá gekk margt úr skorðum, vegir tepptust alveg og tankbílar, sem nú orðið annast mjólkurflutninga komust ekki heim að mörgum bæjum, sérstak- lega í úthéraði. Eftir þetta áfelli hefir hrossa- jörð verið stopul og einyrkjum erfitt að gefa mörgum hrossum út sem ekki eru á húsi, en reynsla er að hross sem á annað borð eru tekin á hús verða ekki harðsækin til beitar. Víðast hvar eru nægar heybirgðir og vonandi verða engin vandræði á næstkomandi vori. Veturinn er tími skemmtana hér eins og annars staðar. Þorrablótin voru haldin eins og vanalega á mörgum stöðum í sýslunni, og má segja að næstum hvert heimili tæki þátt í því kappáti ásamt margs konar skemmtiþáttum. Þetta er orðinn sjálfsagður þáttur í skemmtanalífi sem fólkið hlakk- ar til alveg á milli blóta. Líklegast líður ekki svo vika að ekki sé skemmtun einhvers staðar í sýsl- unni. 11. marz hélt Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi fjölmenna árshá- tíð með ríkulegum matföngum. Þar var einnig margt til skemmtunar svo sem söngva- keppni, danskeppni, skemmtileg kynning á starfi klúbbsins, hag- yrðingakeppni og aldnir klúbbfé- lagar sögðu frá ástarævintýrum yngri ára. Að öllum þessum skemmtiatriðum var mikið hlegið; sem vonandi lengir lífdaga. I héraðinu er nú eins og áður starfandi tónlistarskóli með um 150 nemendum, einnig er annar skóli á Sauðárkróki sem er einnig mjög vel sóttur. Skólastjóri Tón- listarskóla Skagfirðinga sem er Ingimar Pálsson sagði mér nýlega að nokkur ágæt efni bæði í söng og hljóðfæraslætti væru hjá þeim í námi allt frá Varmahlíð og út í Fljót. Ef kirkjukórar eru taldir eru milli 10 og 20 kórar starfandi í héraðinu. Er það því eins og oft áður að Skagfirðingar eru einn syngjandi söfnuður, enda sam- hljóða álit fólksins að syngjandi félagsskapur sé sá bezti sem í er starfað. A Hofsósi er nú unnið að stækkun og uppbyggingu frysti- húss staðarins; verður það mjög myndarleg bygging sem örugglega á eftir að styðja að efnilegri uppbyggingu á Hofsósi og ná- grenni. Togararnir þrír, sem Skag- firðingar gera út, hafa fiskað eitthvað misjafnt en oft vel og hafa örugglega gjörbreytt efna- hagslegri afkomu fólks sem vinnur að nýtingu aflans. Á Hofsósi er unnið úr ‘A þess afla sem á land kemur úr togskipunum. Smærri bátar eru að byrja á þorskanetum og grásleppu, en um páska var uppihald á veiði hér eins og annars staðar. Með samvinnu og samstarfi fólks í byggðum Skagafjarðar sé ég hilla undir framkvæmdir sem fáir menn geta ekki komið í framkvæmd en okkur öllum verð- ur leikur einn að gera. Björn í Bæ. Frá sýningu á Grænjöxlum. Grænjaxlar á Stóra sviðinu ÁKVEÐIÐ hefur veriö aö hafa tv»r sýningar á Grænjöxlum á stóra sviöi Þjóöleikhússins. Veröa Þ»r á Þriöjudagskvöld kl. 20 og 22. í frétt frá Þjóöleikhúsinu segir að sýningar á verkinu, sem er eftir Pétur Gunnars- son Spilverk þjóöanna og leikendur séu nú orönar yfir 50 talsins. Þótt verkið fjalli einkum um unglinga, sam- skipti þeirra innbyröis og viö fulloröna sé sýningin ekki síður ætluö fullorön- um, enda hafi hún falliö í góöan jarðveg hjá þeim eldri, ekki síður en ungu kynslóöinni. Þessar sýningar veröa aö líkindum hinar síöustu í höfuöborginni en þaö veröur sýnt úti á landi á næstunni. Flytjendur eru fjórir leikarar auk Spilverks- ins sem samið hefur alla tónlistina. I>ad er leikur ad læra Tónmenntir a-k Höfundur dr. Hallgrímur Helga- son Útgefandi Menningarsjóður Með þessu riti, sem er hið fyrsta í sinni grein á íslandi, er stigið stórmerkilegt spor. Hversu oft hefir ekki mér og mínum starfs- bræðrum reynzt torvelt að útskýra mörg hinna flóknu hugtaka, sem fyrir koma í hinum alþjóðlega orðaforða tónlistar. Hér er án efa þrekvirki unnið í lausn á þýðing- um fyrir jafnt áhugamenn sem atvinnumenn. Sem dæmi þess má nefna alþjóðaorðið að „improvisera", sem hér útleggst að snarstefja. Hittir það vel í mark bæði að merkingu og mynd- un, er stutt og ljóst. Enda þótt víða sé horft um alþjóðasvið, þá eru heimahagar sízt gerðir hornreka. Hér eru menn minntir á marga tón- menntafrömuði .og starf þeirra, sem skemmtilega rifjast upp við lestur bókarinnar eða kemur mönnum jafnvel algjörlega á óvart. Þannig munu fáir kannast við söngfélag Jónasar Helgasonar frá síðustu aldamótum, Alfa, en kórinn færir honum skilnaöar- kveðju „í húsi Bárufélagsins 13. febr. 1901“, þar sem samkvæmt bókartexta segir m.a.: Þú. sem einn af Islands sonum ætfð studdir söngsins mennt, hana fyrst með fbgrum vonum fékkstu fslands börnum kennt. Þá er einnig gaman að fræðast hér um uppruna ýmissa sönglaga, sem mönnum eru töm síðan frá barnæsku, en vita annars lítil deili á, eins og t.d. Fósturlandsins Freyja, Gaudeamus o.fl. Ekki má gleyma skilgreiningu á fjölda hljóðfæra með lýsingum á al- mennri notkun þeirra ásamt með- fylgjandi myndum, sem margar hafa aldrei áður sést á okkar landi. Allur er frágangur bókar til mikillar fyrirmyndar, myndavel ríkulegt og frábært, með nokkrum litmyndum. Mjög hóflegt verð ætti að stuöla að mikilli útbreiðslu þessa brautryðjandaverks dr. Hallgríms, en fyrir það verðskuld- ar hann bæði virðingu og þakk- læti. Með tilhlökkun er beðið eftir framhaldi þessa menningarrits. Einar Markússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.