Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 31

Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 31 — Moro Framhald af bls. 1. er bent á að samningaviðræður gætu farið fram fyrir milligöngu Vatikansins. Þar með yrði líkt farið að og í máli sonar sósíalistaleiðtogans Francesco de Martino Guido, sem var rænt fyrir réttu ári og var sleppt úr haldi 40 dögum síðar gegn 800 milljón líra lausnargjaldi sem auðugir sósíalistar greiddu. En ræningjar De Martinos voru ekki pólitískir öfgamenn eins og fyrst var talið heldur ótíndir glæpamenn. Giuseppe Saragat fyrrverandi forseti talaði í dag um að „sveig- janleiki" væri nauðsynlegur. Luigi Granelli, áhrifamikill þingmaður úr flokki kristilegra demókrata, sagði að það væri „grundvallar- skylda ríkisins" að neita að semja við Raúðu herdeildirnar en bætti við: „Kjarni málsins er ekki aðeins sá að hér er um stjórn mála- leiðtoga að ræða. Hann er líka manneskja og því má einskis láta ófreistað til að bjarga lífi hans.“ Blöð hafa hvað eftir annað birt fréttir um að Rauðu herdeildirnar hafi afhent bréf skrifað með hendi Moros stílað til einkaritara hans, Nicola Rana, með nákvæmum fyrirmælum um hvernig samningaviðræðum skuli komið af stað. En þeir sem rannsaka málið segjast ekkert um þetta vita. Lögreglan færði í dag um 300 manns til yfirheyrslu og þar af voru 44 handteknir, þar á meðal 29 ákærðir fyrir undirróðursstarf- semi, en hinir voru ákærðir fyrir að hafa vopn ólöglega undir höndum, að hafa smyglað sígarett- um og ýmsar aðrar sakargiftir. Þessar aðgerðir báru hins vegar engan árangur í sambandi við Moro-málið að sögn rannsóknar- manna. —Oskarsverðlaun Framhald af bls. 47. kvenhlutverkið, fyrir leik sinn í „Annie Hall“. Óttazt er að til óláta komi hljóti Vanessa Redgrave verðlaun fyrir beztan leik konu í aukahlut- verki í myndinni „Julie". Redgrave hefur gert heimilda- mynd um Palestínuflóttamenn og þykir gæta í þeirri mynd mikillar samúðar með Palestínumönnum. Þykir fullvíst, að Gyðingar muni ekki taka því hljóðlega hljóti Redgrave Óskarsverðlaun, en Palestínumenn á hinn bóginn ætla að fagna því ærlega. — Viðskipta- samningur Framhald af bls. 46. komulagið fæli í sér meira en viðskiptalegan ávinning. „Það er vottur um ávinning í þeirri stefnu aðildarlanda EBE að gera banda- lagið að miðpunkti samvinnu allra landa, án tillits til stærðar þeirra, menningar eða hagkerfis," sagði Andersen. — Mývetningar Framhald af bls. 3. þar. Arla sunnudags var haldið þaðan og tekin stefnan á Dyngju- fjöll, en ferðalangarnir ferðuðust á vélsleðum. Farið var um Dyngju- fjalladal og þaðan á Trölladyngju og ekið upp á hana. Trölladyngja mun vera 1450 og 1500 metra á hæð. Þaðan var svo haldið í Öskju og komið við í Drekagili. Síðan var haldið í Herðubreiðarlindir og gist í Þorsteinsskála s.l. nótt við ágætan aðbúnað. Lagt var af stað heimleiðis kl. 8 í morgun og komið til byggða kl. 16. Þeir sem þátt tóku í þessu ferðalagi voru Birkir Fanndal, Hörður Sigurbjarnarson, Hermann Kristjánsson, Sverrir Karlsson og Héðinn Sverrisson. Segja má að þeir hafi verið mjög heppnir með veður mest alla leiðina. Mjög róma þeir félagar ágætt útsýni og fegurð fjallanna. Kristján. — Lyfsölulög Framhald af bls. 19 lyfjabúöir hafi ekki eins og tíökast hefur frá upphafi og fram til þessa tíma, sjálfkrafa rétt til framleiöslu lyfja heldur lúti þær sömu kröfum og um lyfjagerðir eftir áriö 1985. Er þetta liður í þeirri þróun sem að hefur orðið sífellt örari síöustu árin í framleiöslu lyfja. Öll tækni og rannsóknakröfur hafa aukist svo að smáir framleiðendur eiga örðugt um vik og í rauninni er óhagkvæmt að margir aöilar hér á landi fáist við sömu framleiðslu. Eftir sem áður má þó ætla að stærri lyfjabúðir haldi áfram fram- leiöslu eftir 1985 að fengnu starfsleyfi en annars veröi það fyrst og fremst stærri aðilar í lyfjaframleiöslu í dag sem hafi á hendi lyfjaframleiðslu eftir þann tíma. Er þar fyrst og fremst um þrjú fyrirtæki aö ræða, eitt ríkisfyrir- tæki og tvö fyrirtæki einkaaðila. Ekki þykir rétt að orðlengja fleiri atriði frumvarpsins frekar á þessu stigi enda veröur væntanlega ítarlega um þaö fjallaö í heilbrigöis- og trygginganefnd, en rétt er þó að vekja athygli á veigamiklu atriði sem kom fram hjá félagi íslenskra stór- kaupmanna í athugasemdum þess félags, en ekki hefur verið tekið inn í frumvarpið og það er að lyfjaheild- verslunin verði tekin inn í lyfsölusjóö. Ástæöa er til aö kanna þetta atriði sérstaklega í meðförum nefndárinn- ar.“ — Lífríki og lífshættir Framhald af bls. 35 + 960.000.000.000 stk. dósir úr ýmsum cfnum, + 2.000.000.000 stk. ónýt bfladekk, + 140.000.000 stk. bflahræ, og á sérhverri sekúndu myndu strcyma + 180.000.000 I af skólpi í fljót, ár (>k læki. Hér að framan hefir verið vakin athygli á fáeinum dæmum þess, hversu fyrirhafnarlítið erð að þenja „velferöarhugsjónina" ad absurdum. Létt verk að vísu, en síður en svo löðurmannlegt, sérstaklega þegar þess er gætt, hversu margir vel vitibornir og hámenntaðir menn um allar jarðir hafa ánetjast henni, og ennfremur með hliðsjón af þeirri raunalegu staðreynd, að ennþá hefir fjöldi þeirra ekki sýnt teljandi iðrunarmerki. Á „velferðar“-prakkara og at- kvæðafeng þeirra er ekki orðum eyðandi. Slíkur vinstrisöfnuður lætur sig líf- og náttúruríki engu varða, hann hugsar — ef hann hugsar — aðeins um stundar- hagsmuni — — og getur aldrei fengið bata. En hirtingu hlýtur hann að fá. Ekki er ólíklegt, má raunar telja afar sennilegt, að einnig þeim sé t.d. fyrir alllöngu kunnugt um, ÞAÐ EF ALIJK JARÐARBÍIAR TÆKJU AÐ NOTA JAFNMIKLA ORKU A ÞESSARI STUNDU OG BANDARÍKJAMENN HAFA GERT UNDANFARIÐ, ÞÁ YRÐU, SAMKVÆMT TRÚVERÐ- UGUSTU ÚTREIKNINGUM, ALLAR JARÐBUNDNAR OG ÞEKKTAR ORKULINDIR IIEIMS ÞURRAUSNAR FYRIR ÁRSLOK 1979. + 360.000.000.000 t pappírsrusl á ári. + 560.000.000.000 stk. brotnar flöskur o.þ.h.. + 960.000.000.000 stk. dósir úr ýmsum efnum. + 2.000.000.000 stk. ónýt bfla- dekk. + 140.000.000 stk. bflahræ. og á sérhverri sekúndu myndu streyma + 180.000.000 I af skólpi f fljót. ár ok læki. — Aldarminning Þóra Framhald af bls. 39 að skógræktarsjóði Djúpmanna- félagsins og verði fyrsta verkefnið að girða landið, sem faðir okkar á sínum tíma gaf til minningar um konu sína, móður okkar. Bréf þeirra Æðeyjarhjóna var lesið upp á árshátíðinni og frum- kvæði þeirra lofað mjög. Þegar á þessu kvöldi bárust sjóðnum aðrar stórgjafir og var hugur manna til Djúpsins auðsær. Allar verða þessar gjafir þakkaðar af stjórn Djúpmanna- félagsins, en við bræður, eiginkon- ur okkar, börn og barnabörn, þökkum sérstaklega þann mikla heiður sem minningu foreldra okkar var sýnd af þeim, er nefndu nöfn þeirra í sambandi við gjafir sínar og biðjum þeim og þeirra fjölskyldum blessunar í bráð og lengd. Reykjavík, 4. apríl 1978. Runólfur J. Elínusson Guðmundur Elínusson. — Heræfingar í Noregi Framhald af bls. 18 mönnum kynni að takast að eyðileggja hernaðarmikilvæg mannvirki strax í upphafi átak- anna. Á þessu ári eru 350 ár liðin frá stofnun norska hersins. Á þeim tíma hafa Norðmenn marga hildi háð, bæði á landi, sjó og einnig í lofti. í upphafi þessa tímabils voru Englending- ar og Svíar verstu óvinirnir, en síðar voru það Þjóðverjar undir stjórn Hitlers en nú eftir styrjaldarlok Sovétrússar. Á tímabilinu frá 1900—1918 voru Norðmenn sterkir, hernaðarlega, og það svo mjög, að hvorki Svíar né aðrar þjóðir lögðu til „atlögu" við þá. Norð- menn „brutust" þá undan yfir- ráðum Svía, en slíkt reyndist aðeins fært vegna þess að þeir treystu á her sinn. Frá 1918—1940 „afvopnuðust" Norðmenn meira og minna og þegar Þjóðverjar réðust á landið vorið 1940, varð litlum vörnum við komið. Árás Þjóðverja kom sem bein afleiðing hinna lélegu varna, sem árásaraðilanum var vel kunnugt um. Með öðrum orðum, Norðmenn hafa fengið að vera í friði þegar þeir hafa verið sterkir, hernaðarlega, en lélegar varnir hafa boðið árásarhættunni heim. Meðal almennings í Noregi kemur fram vaxandi áhugi á landvörnum, og Norðmenn vilja ekki að atburðirnir frá vorinu 1940 endurtaki sig. Innganga kvenna í herinn ber vitni þess að ungt fólk af báðum kynjum lætur varnir landsins til sín taka, en út frá því verða möguleikar á að fjölga í hern- um. — Saga til næsta bæjar Framhald af bls. 17. 2000 kg. og eru gerðir fyrir um 18 tonna burðarþol, þungi þannig samtals með fullri hleðslu kringum 20 tonn. — Hafa þessir 20-tonna gámar nokkuð sézt á Hafnarbökkum hér í Rvík, en Eimskip hefir aðallega notað gáma með hálfri nefndri stærð 8x8x10 fet, sem vega tómir kringum 1000 kg. og munu ætlaöir fyrir um það bil hálfa hleðslu miðað við hina. Ekki lét GE ákveðið í Ijós, hvaða stærð og gerð gáma hann teldi henta í strandferðunum í framtíðinni, en ég þóttist skilja, að hann hugsaði sér gáma a.m.k. ekki minni en gáma Eimskipafélagsins, til þess að strand- ferðaskipin væru hlutgeng í hringrás flutningaviðskipta á heimsmarkaði. Einhvers staðar kom það fram í fjölmiðli, að GE taldi mikil tormerki á að strandferðaskipin flyttu gáma fyrir Eimskip og krefst það athugasemdar. ( efri lestum skipanna nr. 1 og 2 er 3,68 m. hæð undir lestahlerum á 126 m2 ftatarmáli í hvoru skipa, en hæð Eimskipafélagsgámanna er aðeins 2,44 m. og stæðisflatarmál 7,42m2. Hitt er svo rétt, að eigi aö nota lyftibúnað strandferöaskipanna sjálfra, þá ræður ekki nema þungavinnubóm- án við fullhlaðna gáma nefndrar tegundar, og er flatarmál undir lestarhlerum í lest nr. 1 68,4 m2. En auövitað væri einnig hægt að taka svona gámá á hiö opna framþilfar og með allt að 5 tonna þunga á vinnusviöi krana. En hve víða á strandhöfnunum er yfirleitt aðstaöa til móttöku og tilfærslu á 10—20 tonna flutningaeiningum, og hvernig myndu tæki i þessu sambandi renta sig? Hvernig er hægt að samrýma það að keppa að svona flutningaeiningum og nota flóabáta, svo sem Djúpbátinn og Drang, til að brúa þjónustubil á milli viðkomuhafna Esju og Heklu, eins og GE hefir talfært að gera? í því sambandi ber einnig að líta á frystirúm Esju og Heklu, sem eru mjög nauðsyn- leg í strandferöunum, en ekki fyrir hendi í flóabátunum. E.t.v. reiknar GE með því að hinar „frumstæðu hafnir”, sem hann einhvers staðar nefnir svo. þurfi ekki á frystirúmum aö halda. Margar hliðar tæknivæðingar Nýlega las ég athyglisveröa grein. sem birtist í Noregs Handels og Sjöfartstidende 11/10 1977 eftir M. Markussen skipstjóra, sem hefir a.m.k. síðustu 15 árin eða lengur starfað sem hagsýsluráögjafi á sviði flutninga- tækni. Hefir hann sótt ráðstefnur vítt um lönd og haldiö fyrirlestra og skrifaö fjölda blaðagreina um fag sitt, og geymi ég ýmsar sem úrklippur. I nefndri blaðagrein, sem ber á íslenzku fyrirsögnina: Gámar eru dýr munaöur leggur höfundur, eins og hann hefir gert í mörg ár í ræðu og riti, ríka áherzlu á, að hófsamlega stórar flutningaeiningar hafi víðast reynzt gefa langbezta rekstrarútkomu. Hann ráðleggur að. hafa sem flestar vörur, sem þannig verði fluttar, aðeins á pöllum meö bindingu á þá, ef þörf krefur. og svo tilsvarandi meðfærilegar einingar af ýmsum varningi, svo sem úr málmi. tré eða gerviefnum, og undir þetta telur hann geta fallið 80—90% þess varnings, sem yfirleitt sé fluttur meö skipum. í umræddri grein segir M.M. m.a. svo í ísl. þýðingu: „Gámastefnan hefir aöeins stuðlað að því að: 1. gera stóru skipafélögin stærri, 2. gera fáar stórar hafnir stærri. Gámastefnan hefir yfirleitt verið skaöleg mörgum hinum minniháttar skipafélögum. minniháttar höfnum og minniháttar vörusendendum og vöru- móttakendum. Hin mörgu litlu fyrirtæki vítt um lönd eiga í miklum erfiðleikum aö útvega sér viðeigandi kfana, lyftivagna, dráttarvagna, aftanívagna o.s.frv., hafa verkefni fyrir þessi tæki og kosta á viðunandi hátt viðhald hins margþætta vélabúnaðar. Gámaeiningin er undantekningalítið of stór fyrir hina algengu framleiðslu, geymslu og dreifingu." Um verö vörugáma, sem þekktir eru hérlendis, vil ég upplýsa þaö, aö fyrsta hundraöið að 3-ja rúmm. gámum, sem Skipaútgerðin lét smíöa hér heima, kostaði að mig minnir kr. 1,620.000 eða kr. 1f,200 stk., en tilboð um smíðl snemma árs 1976 var komið upp í kr. 120.000 á stk. En fyrir einu ári eða svo fékk ég upp gefið hjá Eimskipafélaginu, að hinir Ijósu trefja- efnisgámar þess af stærðinni 8x8x10 fet hefðu kostað 5,236 þýzk mörk stk. sem með núverandi gengi sýnist koma upp á nál. kr. 650.000 á stk. ■ Vöruhafnagjöld og flutninga- aðferðir Þaö er alkunna. aö mikill halli er á rekstri ferjuskiþanna tveggja, sem gerð eru út hér suð-vestantands. Hækkuðu skuldir þessara skipa við ríksábyrgðasjóð sem hér greinir á árinu 1977: Akraborg 82.2 millj. kr. Herjólfur 207.0 millj. kr. auk beinna rekstrarstyrkja úr ríkis- sjóði, 25 millj. kr. til Akraborgar og 31,7 millj. kr til Herjólfs: En þrátt fyrir hina slæmu rekstrarútkomu ferjuskip- anna. njóta þau samkvæmt fyrirmæl- um samgönguráðuneytisins mikilla fríðinda í því, samanborið við önnur skip, t.d. strandferöaskipin Esju og Heklu, að engin vöruhafnagjöld eru reiknuð af bílum, sem ferjurnar flytja né af vörum í þeim eða á. Til aö gefa hugmynd um hverju þetta munar í rekstrar- og viðskiptaaöstööu, skal það nefnt, að fari t.d. 22.000 kg vörubíll að brúttóþunga með farmi af öli og/eða gosdrykkjum með Esju eða Heklu frá Rvík til Patreksfjarðar, myndu vörugjöld til hlutaöeigandi hafna nema. jafnt fyrir tonnið í bílnum sjálfum og farminum. samanlagt fyrir báöar hafnirnar kr. 54.780 eða kr. 2490 á tonniö samkvæmt taxta, eftir 35% hækkun, sem mér er tjáð aö gengið hafi í gildi 1. marz s.l. Sömu vörugjöld myndu gilda fyrir þennaa flutning milli Rvíkur og a.m.k. margra annarra hafna, og skal nefna ísafjörð, Reyðarfjörö o.s.frv. Nefnd vörugjöld innifela ekki flutning bílsins aftur til baka. Fyrir slíkan bíl, sem fer hlaöinn eða tómur meö ferjuskipunum. er hins vegar ekki greitt neitt vörugjald til hlutaðeigandi hafna, og er þó vitað aö sérstök hafnamannvirki fyrir hundruð millj. kr. með núverandi verölagi hafa veriö gerö fyrir ferjurnar án þess slíkt komi inn á rekstrarreikninga þeirra eða hafi áhrif á áðurnefndar greiðslur úr ríkisábyrgðasjóði. En margt er skrýtið í henni veröld, og út á nefnd fríðindi ferjuskipanna, sem þó standa sig jafnilla rekstrarlega og raun ber vitni. þótt um sé að ræða aðeins stuttleiðasiglingar tengdar aðalsamgöngumiðstöð landsins, þá hefir GE tekið að gæla við þá hugmynd að láta sem mest af vörum standa á hjólum um borö í skipum t hinum lengri strandferðum. M.a. hefir komið fram, að GE hefir látið sér til hugar koma aö flytja hlaðna sementstankbíla með umræddum strandferðaskipum milli lands- fjórðunga til lækkunar flutningskostn- aðar. Hann hugsar sér einnig aö láta Skipaútgeröina flytja 30 þús. tonn af sementi og 20 þús. tonn af áburöi að mestu með annarri stykkjavöru og í sömu ferðum skipa. sem áherzla er lögð á aö verðt helzt alltaf á ákveðnum vikudögum og klukkutímum á ákveðn- um áætlunarhöfnum. — Hugmynda- flugið er mikiðl! Ut af sementstankbílum, vil ég upplýsa. aö þeir bílar sem hér eru aöallega notaöir, vega sjálfir með farmgeymi í kringum 15 tonn, og er endurnýjunarverö nú talið 35 millj. kr. Flutningsgeta er 22—25 tonn í ferð, þannig að með hleðslu vega bílarnir 37 — 40 tonn. Fyrir þrábeiðni Vestmannaeyinga var svona bíll í örfá skipti (sjalfsagt hafnagjaldafrítt) sendur með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja. En Svavar heitinn Pálsson forstjóri Sementsverk- smiðjunnar tjáði mér, að þáö aö leggja til svona bíl. þó ekki væri nema rúmiega einn sólarhring fyrir aðeins eina hleðslu. næði kostnaðarlega engri átt. En hvaö þá um eina hleösiu í margra daga ferð? Ég vil því segja við ráðamenn. að langi þá til aó taka rekstrarhallametið af Vestmannaeyjaferjunni. þá skuli þeir taka að flytja allar vörur á bílum í hinum meiri háttar strandferðum hér við land. Farþegaflutningar í gámum Fyrr í þessari grein er því lýst hve mikiö farþegarými var í farþegaskipum þeim. sem þjónuðu landsmönnum í um þaö bil 20 ár eftir síöari heimstyrjöld- ina. og eitthvaö mun GE hafa velt því fyrir sér. aö óviðfelldið væri. að einu skipin í aðalstrandferðum, 3 ný skip. ef smíðuð yrðu eftir hans eigin fyrirlagi samkvæmt norskri fyrirmynd. gætu ekki skotið nokkrum farþegum á milli hafna á mannsæmandi hátt. Hefir GE í þessu sambandi komið fram með þá frumlegu hugmynd að flytja farþega í gámum í lest, og viröist hann álíta. aö þetta liggi nokkuð vel við. Á veturna þurfi fólk lítt á skipaferöum að halda milli staða, og samrýmist það vel hagsmunum strandferðaskipanna, sem hafi þá yfirleitt vel nýtt lestarými, en á sumrin muni lestarými oftast illa nýtt og sé þá tilvalið að gefa fólki kost á aö ferðast í þar til gerðum gámum í lest. Menn hnjóta samt um það, að ekki virðist í umræddum skipum gert ráð fyrir neinum herbergjum fyrir þjónustufólk farþega. og er því haldið, að GE hafi fengið þá hagræðingarhug- mynd frá ráöherranum. sem ber ábyrgð á honum, að hafa sjálfvirka fóðrun og brynningu fyrir farþega í gámunum. Bráðsniöll virðist þessi hugmynd, og er hér með lagt til að smíðaður verði fyrst einn tilraunagámur og taki þeir sér far í honum ráðherrann og skósveinn hans í kynnisferð með strandferðaskipi kringum land. Á höfnum fái þeir svo tækifæri til að viðra sig og tjá lýðnum hversu dásamlegt sé aö ferðast á þennan hátt. Lýkur hér sögu að sinni. Guöjón F. Teitsson Skrifstofa Arnarflugs lokuö vegna jarðarfarar Skrifstofa Arnarflugs veröur lokuö í dag, 4. apríl, frá kl. 1—5 vegna jarðarfarar Vilhjálms Vilhjálmssonar flugmanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.