Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 35

Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 35 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir XII Sumir fá aldrei bata Flóttinn undir hafsbotn og heimskaut Undir ömurlegu þrældómsoki Hugmyndaheimur að hruni kominn Þannig verður umhverfið, ef þrifamenn gera ekki skyldu sína. en þeir, er kalla sig kristilega. Að hraðaaukningu þessarar djöful legu hringiðu baxa leiðtogar stjórnarandstöðu af jafn fskrandi þrákelkni og stjórnarforysta. Og einmitt þá iýstur afvegaleiddur alþýðumúgurinn upp háværustu hyllingarópunum, þegar hann hefir verið teymdur áfanga nær eigin tortímingu.“ Efasemdir og vonbrigði Af eðli tíðarandans og krafti ofsatrúarinnar hefir að sjálf- sögðu leitt, að ekki hefir annað þótt standast vinsælustu mann- úðarkröfur með meiri glæsibrag en að mannkyn allt öðlist fulla og óskilyrta hlutdeild í blessun- inni. Af því hefir þar af leiðandi verið unnið undanbragðalaust af hálfu „velferðarríkja" Vest- urlanda, þrátt fyrir að stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafi undir höndum óvéfengdar hagsrs%ur, sem sýna, hvenær búizt er við að málmar og önnur hráefni, orku- lindir og fle^far lífsnauðsynjar verði með öllu á þrotum. Engan þarf því að reka í rogastanz, þegar fulltrúar Asíu- og Afríku- þjóða gerast óþolinmóðir og spyrja vonsviknir, hvaðan úr ósköpunum ríkisstjórnir frjálsa heimsins drekki í sig þann kjark, eða hvernig þær hafi öðlazt allt það lungaþanþol, sem þurfi til að kyrja í sífellu óðinn um alhnattlegt farsældarríki, sem sé í burðarliðunun. Ekki er ólíklegt, má raunar telja afar sennilegt, að einnig þeim sé t.d. fyrir alllöngu kunnugt um, AÐ EF ALLIR JARÐARBÚAR TÆKJU AÐ NOTA JAFNMIKLA ORKU A ÞESSARI STUNDU OG BANDARÍKJAMENN HAFA GERT UNDANFARIÐ. ÞÁ YRÐU, SAM- KVÆMT TRÚVERÐUGUSTU ÚT REIKNINGUM, ALI.AR JARÐ- BUNDNAR OG ÞEKKTAR ORKU LINDIR HEIMS ÞURRAUSNAR FYR IR ÁRSLOK 1979. Fullvíst er og, að nefndir fulltrúar muni hafa kynnt sér rannsóknaniðurstöður um mögu- lega endingarhæfni ýmiss konar notavarnings og raunverulegan notkunartíma í Bandaríkjunum, sem UNESCO birti ekki alls fyrir löngu. Þetta er alveg víst, þegar af þeirri ástæðu, að ýmsir þeirra áttu sjálfir hlut að gerð skýrsl- unnar og sofnun þeirra heimilda, sem hún er reist á. En samkvæmt meðaltalsniðurstöðum þessarar UNESCO-skýrslu er endingarhæfni reiðhjóls 25 ár, Bandarikjamaður kastar því eftir 3 ár, en Þriðjaheimsbúi notar það f 50 ár, fólksbifreið er smfðuð með 11 ára endingarhæfni fyrir augum, Banda- ríkjamaður fleygir henni eftir 3 ár, en Indverji notar hana f 37 ár, endingarhæfni skurðgröfu er rösk 14 ár, Bandarfkjamaður notar hana í 8 ár, en f Kuala Lumpur skröltir hún f 50 ár, endingarhæfni Ijósmyndavéla- og tækja, miðað við góða meðferð, er 35 ár, Bandarfkjamaður fær sér slík tæki á 2—4 ára fresti. en Chilemaður notast við þau f 50 ár. Af framangreindu sést munur- inn á bruðli og sparsemi í svo skæru ljósi, að engu þarf við að bæta. Haugar um allan heim Loks er annars ekki úr vegi að geta sér þess til, að einhverjir Þriðjaheimsmenn kunni að hafa leitt hugann að fleiri hliðum málsins — og e.t.v. hrosið hugur við. Þeim, eins og öllum öðrum, hefir ævinlega verið sagt, að „velferðin" væri þá fyrst komin í tillhýðilegan skrúða, þegar neyzla og not efnislegra verð- mæta væru komin á sama sóun- arstig og í Bandaríkjunum. Ef þeir hefðu gert sér það ómak að hugleiða afleiðingarnar, myndu þeir auðveldlega hafa komizt að hrollvekjandi niðurstöðum að því er varðar skarnafrakstur alþjóð- legrar „velferðar", sem myndi þá verða, án þess að um tæmandi upptalningu geti hér verið að ræða: + 360.000.000.000 t pappírsrusl á ári, + 560.000.000.000 stk. brotnar flöskur o.þ.h.. Framhald á bls. 31. Jðnaðurinn getur flutt sig um set... og meira að segja burt af athafnasvæði hinnar hvítu einræðiskúgun- ar verkalýðssamtakanna, til landa, þar sem kaupið er lægra... Flótti hinna háþróuðu framleiðsluafla til hinna lituðu heldur áfram og hvítu munaðarlaunin verða kenning.u — Oswald Spengler. HUGMYNDAHEIMUR AÐ HRUNIKOMINN Flóttinn undir hafsbotn og heimskaut/ Undir ömurlegu þrældómsoki. Sumir fá aldrei bata. Sviptingar framundan Elztu og traustustu heimildir, sem kunnar eru um upphaf baráttusögu mannkynsins, greina frá áformum og athöfn- um kónga og keisara í þeim tilgangi að gera sér framandi þjóðir undirgefnar. í tímans rás beindist áhugi valdamanna æ meira að lendum og löndum, og hefir sá áhugi sízt farið dvín- andi, enda hefir hann lifað góðu lífi fram á þennan dag í ýmsum og breytilegum tilbrigðum. Margt bendir nú til, að flestar þjóðir og ríki heims búi sig undir stórátök í viðleitni sinni við að trsgrja sér aðgang að hráefnaforða jarðar og sem varanlegust ítök í honum, helzt varanleg yfirráð. Þetta á ekki aðeins við um þau hráefni og lífsnytjar, sem á og í jörðu eru fólgin. Togstreitan um gnægta- forða hafs og hafsbotns er hafin fyrir alllöngu, og að undirbún- ingi vinnslu verðmæta undir hafsbotni og heimskautum er unnið hvíldarlaust með öllum áhrifamestu vopnum vísinda og tækni. Verulegur árangur hefir raunar þegar náðst í þeim efnum; um nokkur undanfarin ár hefir olía verið sogin úr iðrum jarðar undir hafsbotni, og vinnsla afurða úr henni orðin álitleg atvinnugrein. Ástæðan fyrir því, að hrá- efnaöflun er beint með vaxandi ákafa á áður óþekktar slóðir, sem án nokkurs efa hljóta að reynast margfalt örðugri við- fangs en hinar hefðbundnu, og enginn getur að svo komnu staðhæft um með gildum rökum að séu auðugri, er ekkert leynd- armál eða dularfuil á nokkurn hátt. Hún er einfaldlega sú, að hinn óendurnýjanlegi auðæfa- forði jarðar gengur óðfluga til þurrðar. Sóknin undir hafsbotn og heimskaut er þess vegna neyðarúrræði; sérhvert siguróp á þeirri braut þýðir í raun og veru, að mannkynið hefir stigið skrefi framar á ætternisstapa. Það hefir vikið sér undan að takast á við lífsháttavandamál sín, einkum sökum óbifanlegrar trúar sinnar á, að gnægtaforði náttúruríkisins sé óþrjótandi og að „þeir“, þ.e. vísinda- og tæknifrömuðir, búi yfir úrræð- um, er aldrei geti brugðizt. Skortur af versta tagi Ýmsum hefir orðið ærið harmsefni — og öðrum undrun- arkvalræði — að menningar- þjóðir Evrópu skyldu varpa heimsyfirráðunum frá sér á sínum tíma með jafn ábyrgðar- lausum hætti og raun varð á. Ávallt hlýtur að vera sárt að týna völdum og virðingu, g ekki heldur sársaukalaust að tapa fjármunum, sárara þó að glata heiðri og æru, en sárast af öllu að missa kjark og vit. Eins og nú er komið fyrir Vesturlanda- búum virðist þá fljótt á litið ekki skorta margt fremur en tvennt hið síðastnefnda; þetta er eiginlega meira en tilgáta, sem jaðrar við vissu, þetta ber að skilja bókstaflega. „Allt þeirra kapp og stapp stefnir að þeirri óhjákvæmilegustu tortímingu, sem hugsanleg er,“ segir dr. Herbert Gruhl, formaður umhverfismálanefndar þing- flokks CÐU/CSU í Bonn, og er honum naumast láandi þó að hann kveði fast að orði. Á meðal allra iðnaðarþjóða, í svokölluðum velferðarríkjum, verða kröfurnar um aukna og meiri framleiðslu, hraðari vöru- og peningaveltu, gráðugri neyzlu, hugsunarlausari sóun, því ofboðslegri þeim mun skýr- ar, sem hráefnaþrot náttúrunn- ar kemur í ljós. Hvergi þykir neitt athugavert við ímyndunar- veiki, sem brýst út í kröfugerð um 4, 5, 6 eða jafnvel 7% árlega aukingu eyðslumáttar kaup- gjalds. Að sjálfsögðu hvarflar ekki að neinum „ábyrgum“ að framreikna dæmið, gera sér og öðrum skiljanlegt, hvað til dæmis „aðeins" 5% árlegur eyðslumáttarvöxtur þýðir í heimtufrekju og aðgangshörku gegn náttúru- og lífríkinu. Þess háttar varfærni kemur sér líka óneitanlega betur fyrir auð- þekkta aðila, því að 5% árlegur vöxtur þýðir tvöföldun á röskum 14 árum, fjórföldun á 28 árum, áttföldun á 42 árum og tíföldun á tæpum 48 árum. Og þannig áfram þrátt fyrir að „velferðar- þjóðfélögin" rembist án afláts - við að seðja „kjarabótahungur" þegna sinna eins og það nú þegar er, og hafi stöðugt allar klær úti til að komast yfir þau efnis- og orkufeikn, sem til þess þarf. Eru til svona mörg tonn? Ef heil brú væri í „aðeins" 5%-kjarabótadellunni, ætti t.d. Islendingur, sem fæddist í hitt- eðfyrra, að geta gert sér vonir um að halda fimmtugsafmælið sitt hátíðlegt í „velferðarríki", þar sem + fiskaflinn næmi 13.652.000 t afmælisárið, + verðmæti útflutningsvara næmi 1.046.720.000.000 kr. afmælisárið, + raforkunotkunin næmi 26.020.000 megawöttum af- mælisárið, + sauðfjáreignin næmi 8.708.480 kroppum afmælis- árið, + bílaeignin næmi 653.400 fólksbifreiðum (þar af í Vestmannaeyjum 11.298 stykkjum) afmælisárið, + farnar væru 700.000 þriggja vikna sólbaðsferðir til Suðurlanda afmælisárið, allt miðað við hagtölur ársins 1977, stöðugt verðlag, fast gengi og annað óbreytt, þ.á m. íbúa- fjöldi landsins, enda væri að öðrum kosti ekki um brúklegar kjarabætur að ræða. I sjálfu sér væri ekki í frásögur færandi, ef kjarabóta- draumórar hefðu eingöngu geis- að á Islandi. Það hefði ekki verið til marks um að annað en „sérstöðu Islands", og þess vegna orðið að afskrifast. Því er hins vegar ekki að heilsa. Vinstrivillan er alþjóðleg og hefur beinlínis orðið trúarbrögð. Rösklega 60 ára kommúnismi í austri og 30 ára „velferðar- undur“ í vestri hafa ofurselt mannkynið einhverri illkynjuð- ustu heilakveisu 20. aldar: kenn- ingunni um viðstöðulausan hag- vöxt. Um hana segir dr. Herbert Gruhl m.a.: „Undir þrældómsok þessarar vit- firrinxslcKu endaleysu haía beygt sig verkalýðsforsprakkar jafnt sem atvinnurekendur, verkamenn sem bændur. suðuramerískir hern- aðareinvaidar alveg eins og skandinavískir lýðræðissinnar, kommúniskir flokkar ekki síður Hann lýtur ekki „velferðar“ lögmálum lifandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.