Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Matthías Bjamason, tryggingaráðherra: Tryggingakerfið er í sífelldri endurskoðun Matthías Bjarnason, tryggingaráðherra, mælti nýverið fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um almannatryggingar. Fyrr í vetur lagði hann fram frv., sem enn er í meðförum Alæþingis, er fjallaði aðallega um sameiningu slysatrygg- inga og annarra greina almannatrygginga. Þetta nýja frv. snýst einkum um sjúkratryggingakafla almannatryggingalaga. Þar sem almannatrygg- ingar snerta hvert heimili í landinu og eru lang stærstur gjaldaliður ríkissjóðs (fjárlaga) er framsaga ráðherra birt í heild, iesendum Mbl. til upplýsingar um þennan samfélagsþátt okkar. Aðdragandi Skömmu fyrir síðastliöin jól latíöi ég fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum nr. 67 20. apríl l971 um almannatryggingar. Fjallaði það frumvarp aðallega um sameiningu slysatrygginga og annarra greina almannatrygginga. Frumvarp þetta er ennþá í með- förum Alþingis. Frumvarp það, sem ég mælti hér fyrir er ávöxtur áframhaldandi starfs nefndar þeirrar, sem ég skipaði á árinu 1975 til þess að endurskoða lög um almannatrygg- ingar. Hefur nefndin haldið áfram í vetur að endurskoða gildandi ákvæði almannatryggingalaga um bætur sjúkratrygginga. I nefnd þessari eiga sæti aðilar tilnefndir af þingflokkunum auk nokkurra ótilnefndra aðila. Með lagafrumvarpi þessu, sem hér er lagt fram, má segja að lokið sé öðrum þætti starfs nefndarinn- ar, en þessi þáttur hefur eins og áður segir fyrst og fremst snúist um ýmis bótaákvæði sjúkra- tryggingakafía almannatrygg- ingalaga. Við þetta starf sérstak- lega hefur nefndin verið þannig skipuð: Bragi Guðmundsson, læknir, til- nefndur af Alþýðuflokknum, Guðrún Helgadóttir, deildarstj., tiln. af Alþýðubandalagi, Jón Abraham Ólafsson, sakadóm- ari, tiln. af Framsóknarflokki, Ragnhildur Helgadóttir, alþing- ism., tiln. af Sjálfstæðisflokki, Steinunn Finnbogadóttir, ljósm., tiln. af Samt. frjálsl. og vinstrim., Oddur Ólafsson, alþingism., Sigurður Ingimundarson, for- stjóri, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri og Gunnar J. Möller, framkv.stj., sem jafnframt er formaður nefndar- innar. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, hefur verið ritari nefndarinnar frá öndverðu, og ennfremur hefur Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, verið henni til aðstoðar. Helztu breytingar Helztu breytingar, sem í frum- varpi þessu felast, eru: • 1. Gert er ráð fyrir að tekin verði upp greiðsla ferðakostnaðar sjúklinga, sem þarfnast ítrekaðrar meðferðar á sjúkrahúsi vegna tiltekinna sjúkdóma. • 2. Akvörðun um greiðslur vegna tannlækninga er að ýmsu leyti breytt, m.a. með tilliti til fenginnar reynslu. • 3. Gert er ráð fyrir breyttum ákvæðum um sjúkradagpeninga. Þess skal getið, að nokkru leyti miðast þessar breytingar við þá forsendu, að áðurnefndar breyt- ingar á slysatryggingum verði samþykktar, en auk þess má nefna breytt ákvæði um dagpeninga húsmæðra og dagpeninga til manna, sem taka upp vinnu að hiuta eftir veikindaforföll. • 4. Lagt er til, að fæðingarstyrk- ur falli niður, sjúkrasamlög greiði vist á fæðingarstofnunum og konur, sem fæða í heimahúsum, fái greiddan ljósmóðurkostnað ásamt dagpeningum. • 5. Sett eru ákvæði um^ipphaf og lok sjúkratryggingar í sam- bandi við búferlaflutning til landsins og frá. • 6. Gert er ráð fyrir, að sett verði reglugerð um sjúkrahjálp, er veitt verði umfram það, sem lögboðin er í stað þess að slík ákvæði séu í samþykktum ein- stakra samlaga. • 7.Nokkur ákvæði núgildandi laga eru gerð skýrari og færð til samræmis við núverandi fram- kvæmd. Eins og fyrr eru breytingar nefndarinnar, sem hér voru tíundaðar, byggðar á umfjöllun hennar á greinargerð Guðjóns Hansen, tryggingafræðings, en honum var falið snemma á árinu 1975 að vinna að athugun á tilteknum þáttum löggjafar um almannatryggingar og skyld mál- efni. Aður en vikið verður að hverjum einstökum þætti þeirra breytinga, sem hér hafa verið taldar upp, þykir mér tilhlýðilegt að fara nokkrum orðum um sjúkratrygg- ingar almenn, sérstaklega hvað snertir þróun þessara mála á undanförnum áratugum. A undan- förnum árum hafa verið gerðar margar og veigamiklar breytingar á nær öllum greinum almanna- trygginga. Sjúkratryggingar Ef við lítum á sjúkratryggingar sérstaklega, þá hafa þær algjöra sérstöðu, Oegar litið er á þróun útgjalda. Reiknuð sem hundraðs- hluti af vergri þjóðarframleiðslu hafa útgjöld sjúkratrygginga meira en fjórfaldast á tímabilinu frá 1950—1974, þ.e.a.s. aukist úr 1,1% í 4,7%_. _Til samanburðar má nefna.-að"á þessu t'mabili jukust úfaöld lífeyristrygginga vegna elli, örorku og dauða úr 1,9% í 3% af vergri þjóðarframleiðslu eða um því sem næst 60%. A þessum aldarfjórðungi hefur fjárhagsgrundvöllur sjúkratrygg- inga gerbreyst. Arið 1950 stóðu iðgjöld hinna tryggðu undir 60% útgjalda, ríki og sveitarsjóðir lögðu hvor um sig fram 20%, þó aldrei yfir tiitekna fjárhæð á hvern iðgjaldsgreiðanda. Árið 1971 var svo komið, að hluti iðgjalda nam 23%, framlag ríkissjóðs 57% og framlag sveitarfélaga 20%. Ástæðurnar fyrir þessu breytta hlutfalli milli iðgjalda og framlags ríkissjóðs voru fyrst og fremst tvær, þ.e.a.s. í fyrsta lagi, að ekki þótti rétt að láta afnám ríkisfram- færslunnar hafa í för með sér hækkun iðgjalda, og í öðru lagi var niðurgreiðsla sjúkrasamlagsið- gjalda, sem á tímabili þótti hentug aðferð til að halda verðlagsvísitölu í skefjum. Niðurgreiðslunni var síðan breytt í hækkaðan hundraðshluta ríkissjóðsframlags- ins. Árið 1972 voru iðgjöld felld niður og útgjöldum var síðan skipt þannig milli ríkis og sveitarfélaga, að framlag ríkis nemur nú tæpum 93% þ.e.a.s. 90% af útgjöldum sjúkrasamlaga ásamt öllum út- gjöldum sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins, en framlag sveitarfélaga nemur rúm- um 7% af heildarútgjöldum. Þess skal getið hér að ekki er tekið tillit til hins sérstaka sjúkratrygginga- gjalds, sem komið var á frá og með 1. jan. 1976 til að lækka útgjöld ríkissjóðs og er allt annars eðlis en hin gömlu sjúkrasamlagsiðgjöld. Sjúkrasamlög Frá árinu 1951 var starfandi sjúkrasamlag í hverju sveitar- félagi, og voru samlögin alls yfir 220 talsins. Árið 1956 var svo- nefndum héraðssamlögum komið á fót, og skyldu þau vera tengiliður hreppasamlaga innan hverrar sýslu, en síðar tókú þau jafnframt við verkefnum, sem hreppasam- lögin þóttu of fámenn til að geta sinnt. Tryggingastofnunin hafði umsjón með sjúkra- og héraðs- samlögum. Með stórauknum sjúkrahús- kostnaöi sjúkratrygginga, er ríkis- framfærslan var afnumin, Oóttu mörg héraðs- og kaupstaöasamlög- in of fámenn til að taka á sig hina auknu áhættu. Var þvúkomið á samtryggingu samlaganna vegna langlegu, og annaðist sjúkratrygg- ingadeild Tryggingastofnunarinn- ar það verkefni. Frá og með árinu 1972 hefur ekki verið um slíka samtryggingu samlaganna að ræða, heldur hefur ríkisstjóður einn staðið undir útgjöldum sjúkratryggingadeildar Trygg- ingastofnunarinnar. Árið 1973 var sjúkrasamlögum fækkað svo, að sjúkrasamlag . skyldi vera í hverjum kaupstað og í hverri sýslu. Almannatrygginga- lögin veita heimild til frekari sameiningar samlaga. Héraðssam- lögin hurfu þá úr sögunni og eru sjúkratryggingar nú í höndum 40 sjúkrasamlaga og sjúkratrygg- ingadeildar Tryggingastofnunar- innar. Þrátt fyrir þau stakka- skipti, sem sjúkrasamlögin hafa tekið, bæði með hliðsjón af verk- efnum og fjárhagsgrundvelli, hefur engin breyting orðið á stjórn þeirra. Þannig skipar ráðherra stjórnarformann, en bæjarstjórn eða sýslunefnd (í hreppasamlögum Matthías Bjarnason, tryggingaráðherra. var það sveitarstjórn) kýs 4 stjórnarmenn. Bætur sjúkratrygginga eru að mestu leyti lögákveðnar, en í samþykktum fyrir hvert einstakt samlag er heimilt að kveða á um víðtækari hjálp vegna veikinda. Samþykktir hafa ekki verið endur- skoðaðar með tilliti til hinna breyttu viðhorfa í fjármálum samlaganna, og ekki mun hafa verið gengið frá samþykktum fyrir hin nýju sjúkrasamlög utan kaup- staða. Auk mismunandi bótaréttar vegna samþykktarákvæðanna kemur það í mörgum tilvikum í hlut sjúkrasamlagsstjórna að úr- skurða um greiðslur samkvæmt almennum ákvæðum laganna. I framhaldi af athugun sem heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið létu gera í hugsanlegum leiðum til lækkunar útgjalda ríkissjóðs til sjúkratrygginga á árinu 1976, fór fram könnun á því sama ári á vegum Tryggingastofnunar ríkis- ins á starfsemi sjúkrasamlaga, einkum með tilliti til afgreiðslu á læknareikningum og eftirlits með þeim. Niðurstöður þeirrar könnun- ar benda til þess, að mörg samlög telja sig vanbúin til nauðsynlegs aðhalds án frumkvæðis Trygg- ingastofnunarinnar. Með breytt- um fjárhagsgrundvelli virðast sjónarmið hafa hneigst mjög í þá átt, að hér sé nú um að ræða vandamál ríkisins. Hjá Tryggingastofnun ríkisins og ríkisendurskoðun kemur jafn- framt fram sú skoðun, að treg innheimta framlaga sveitarfélaga til sjúkratrygginga eigi að nokkru leyti rót sína að rekja til svipaðra sjónarmiða. Samkvæmt 40. gr. almanna- tryggingalaga eru allir landsmenn sjúkratryggðir í sjúkrasamlagi, þar sem þeir eiga lögheimili. Þau biðtímaákvæði, sem giltu við búferlaflutning til landsins féllu niður með afnámi iðgjalda- greiðslna, óg sama gilti að sjálf- sögðu um þá vísbendingu um raunverulegt búsetuland, sem fólst í iðgjaldagreiðslum þeirra, sem erlendis dvöldu. Þess munu jafnvel dæmi, að synjað hefur verið um greiðslu sjúkrahjálpar til handa íslenskum ríkisborgurum, sem lögheimili eiga erlendis, en hafa komið hingað til dvalar um stundarsakir e.t.v. í því skyni að njóta hér læknishjálpar. Til synjunar hefði hins vegar senni- lega ekki komið ef hlutaðeigandi sjúklingur hefði gætt þess að skrá hér lögheimili við komu til lands- ins. Lögin um lögheimili voru ekki samin með tilliti til núverandi aðstæðna í þessu efni, og er því vandalítið fyrir íslenska ríkisborg- ara, svo og erlenda ríkisborgara, sem einhver tengsl hafa við landið, að skrá sig hér, þótt hvorki komi til raunverulegrar búsetu né skatt- greiðslna. Misnotkun af þessu tagi getur í einstökum tilvikum skipt verulegum fjárhæðum, en góðar sjúkratryggingar í nágrannalönd- um okkar, og sjúkratrygginga- samningum við Norðurlönd og ókunnugleiki á þeim lagaákvæð- um, sem hér gilda, draga úr þeirri hættu, sem af þessu stafar. Gjaldskrár sjúkrahúsa Samkvæmt almannatrygginga- lögum skal ákveða daggjöld og gjaldskrár sjúkrahúsa þannig, að samanlagðar tekjur stofnunar standi undir eðlilegum rekstrar- kostnaði á hverjum tíma, miðað við þá þjónustu, er heilbrigðis- og tyggingamálaráðherra hefur ákveðið að viðkomandi stofnun veiti. Samanburður milli Norðurlanda sýnir, að tilhögun þessara mála er þar með mjög ólíkum hætti. Þar eru útgjöld sjúkratrygginga vegna sjúkrahúsvistar miðað við hundr- aðshluta af heildarútgjöldum sjúkratrygginga í hverju landi mismunandi. I Danmörku er talan 4%, í Noregi 5,2%, í Svíþjóð 4% og í Finnlandi 0% meðan sama tala er á íslandi 73%. Þess skal getið hér að eingöngu á Islandi og í Noregi taka sjúkratryggingar verulegan þátt í greiðslu kostnað- ar við sjúkrahúsvist. Það er engan veginn að ástæðu- lausu, aðlögun þessara mála er með öðrum hætti hér á landi en í nágrannalöndunum. í nágranna- löndunum er sjúkrahúsarekstur að mestu í höndum sveitarfélaga, og í langflestum tilvikum njóta menn sjúkrahúsvistar á Oví svæði, þar sem þeir eiga heima. Utansveitar- menn eru sendir til heimasjúkra- húsa, um leið og einhver tök eru á eða greiðslu krafist á útreiknuð- um kostnaði við vist þeirra. Vegna fámennis þjóðar vorrar og smæðar sveitarfélaga er slík tilhögun ekki hugsanleg hér á landi. Hér á landi rekur ríkið 48% af sjúkrahúsum, sveitarfélög 37% og aðrir aðilar 15% og er þá miðað við skiptingu heildarkostnaðar við sjúkrahúsakerfið. Á árinu 1975 námu útgjöld sjúkratrygginga tæpum 10 milljörðum króna. Aðeins 5% þeirrar fjárhæðar var varið til greiðslu dagpeninga, skrifstofukostnaðar og varasjóðs- tillags, en 95% voru greiðslur fyrir læknishjálp og ýmiss konar vörur og þjónustu. Þegar ennfremur er litið á hinn öra vöxt þessara útgjalda á undanförnum árum og önnur atriði, sem hér hafa mörg verið rakin að framan, er ekki ólíklegt að margur kunni að draga í efa, að núverandi kerfi valdi því verkefni að halda útgjöldum í skefjum og tryggja góða nýtingu Ríkið rekur 48% sjúkrahúsa, sveitarfélög 37%, aðrir 15% 2 stjómarfrumvörp um almannatryggingar til umf jöllunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.