Morgunblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 5 Nokkur minningarorð: Gabriel Turville — Petre prófessor Hinn 17. febrúar s.l. lést Gabriel Turvilie-Petre prófessor í íslensk- um fræðum í Oxford að heimili sínu, eftir langvarandi vanheilsu. Var hann tæplega sjötugur að aldri. Með honum er til moldar genginn einn ágætasti fræðimaður Breta í norrænum vísindum, mikill og einlægur vinur Islands og íslenskrar menningar að fornu og nýju. Fór vel á því, að hann skyldi um áratugi sitja stól þann, er kenndur er við Guðbrand Vigfússon prófessor, þann mikla málfræðing og vísindamann. Undirritaður hitti Turville- Petre að máli haustið 1945 heima hjá Eiríki Benedikz sendifulltrúa og frú Margréti konu hans. Áttum við þá langt og skemmtilegt samtal. Birtist hluti af þessu samtali okkar í Lesbók Morgun- blaðsins nokkru síðar. Turville- Petre var þá aðalkennari í íslensk- um fræðum í Oxford háskóla og hafði gegnt því starfi í 4 ár. Hann var englendingur í húð og hár en talaði þá þegar svo vel íslensku að erlends hreims var trauðla vart í máli hans. Til Islands kom hann fyrst árið 1928. Hafði hann áður lært dálítið í íslensku af sjálfum sér, en heimsótti nú landið til þess að læra málið til hlítar. Dvaldi hann þá í Reykjavík og á Laugarvatni. Árið eftir kom hann aftur til Islands og stundaði þá íslensku- námið hjá Þorbergi Þórðarsyni. Síðan fór hann aftur til Englands og lauk B.A. prófi í ensku. Eftir það kom hann árlega til Islands fram til ársins 1936, er hann settist að sem sendikennari í ensku við Háskóla íslands. Stundaði hann það starf til haustsins 1938. Gerðist hann þá lektor í ensku í Helsingfors i eitt ár. Turville-Petre var einnikg um skeið tektor í íslenskum fræðum við háskólann í Leeds. Þar var þá stærsta íslenska bókasafnið í Englandi. Voru þar bæði íslenskar nútímabókmenntir og fornbók- menntir. Kjarni þessa safns er bókasafn Boga Th. Melsted sagn- fræðings. Þegar ég hitti Turville-Petre fyrir 33 árum duldist engum að hann lagði alla krafta sína fram í þágu íslenskra vísindastarfa. Áhugi hans á íslenskum og norrænum fræðum var brennandi og einlægur. Hann hafði þá þegar þýtt sögu Guðmundar góða á ensku Ennfremur hafði hann skrifað ýtarlega ritgerð um Víga-Glúmssögu og var sagan síðan gefin út á ensku í Oxford. Einnig hafði hann þá skrifað ritgerð um Gísla sögu Súrssonar. Þá var hann einnig forseti The Viking Society, sem er hinn merkasti félagsskapur, er vinnur að útgáfu norrænna bókmennta. Var Eiríkur Magnússon, sem lengi dvaldi í Cambridge, meðal stofn- enda þess félags. Hér hefur aðeins verið nefnt lítið eitt af ritstörfum Turville- Petre.En hann hélt alla ævi siðan, meðan heilsa hans entist, áfram fjölþættri íslenskri og norrænni fræðastarfsemi. Meðal bóka þeirra er hann reit má nefna The Heroic Age, er kom út árið 1946, The Origin og Icelandic Literature árið 1953, The Myth and Religion of the North árið 1964, Nine Norse Studies árið 1975 og Scaldic Poetry árið 1976. Sumar þessara bóka voru mikil rit, sem geysileg vinna lá á bak við, en allar voru þær af fræðimönnum taldar hinar merk- ustu og bera vitni víðtækri þekkingu og skarpskyggni. Hér var því enginn meðalmaður á ferð heldur afkastamikill og fjölhæfur fræðimaður. Turville-Petre var bréfafélagi í Vísindafélagi íslendinga og heiðursféLagi í Hinu íslenska bókmenntafélagi. Árið 1961, á fimmtugsafmæli Háskóla íslands, var hann sæmdur heiðursdoktors- nafnbót við háskólann. Heiðurs- doktor var hann einnig við Upp- salaháskóla. Er óhætt að fullyrða að íslenskir fræðimenn kunnu vel að meta hin miklu störf hans í þágu íslenskrar tungu og menningar. I landi sínu var hann einnig mikilsmetinn vísinda- maður. Kona Turville-Petre, Joan, er einnig merkur fræðimaður. Hefur hún verið lektor í fornensku við Oxford háskóla. Hún er nú forseti The Viking Society. Þau hjón áttu 3 börn, Thorlac, Merlin og Brendan. Heitir Thorlac í höfuð Þorláks helga Skálholtsbiskups. Joan Turville-Petre ritar einnig og talar íslensku ágætlega. Hefur hún unnið merk fræðistörf, einnig um íslensk efni. Mikill skaði er að fráfalli Turville-Petre. Við íslendingar eigum honum mikið að þakka. Hann hefur setið merkán íslensk- an fráeðastól með mikilli sæmd í einum merkasta háskóla Bret- lands. Þessi hógværi og sérstæði fræðimaður unni íslandi og sögu þess heilshugar og vann mikil afrek í þágu þess. Hinn 29. apríl verður haldin minningarathöfn í kirkju Christ Church College um Gabriel Turville-Petre, en það var College hans og Guðbrandar Vigfússonar. Munu ættingjar, samstarfsmenn og vinir þar votta honum hinstu kveðju. Lundúnum. 19. apríl 1978 Sigurður Bjarnason. Eyjólfur Einarsson opnar málverkasýningu í kjallara Norræna hússins í dag, laugardag kl. 14. Á sýningunni eru 30 olíumáiverk og 16 vatnslitamyndir, ílestar unnar á síðustu tveimur árum. Eyjólfur sýndi síðast í Gallerv Súm árið 1974, en hefur siðan tekið þátt í samsýningum F.l.M. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 — 22, fram til 8. maí. Þessar litlu telpur, Þor- björg Steinarsdóttir og Gabriela Kristjánsdóttir, heimsóttu okkur á Mbl. á föstudag og höfðu heldur ljóta sögu að segja. Þær eru báðar 11 ára og eiga heima á Seltjarnarnesi. Þar höfðu þær fundið gæsahreiður og voru komin í það tvö egg. þegar tveir drengir á svip- uðu reki og telpurnar hröktu gæsina af hreiðrinu og tóku eggin. Sögðust þær Þorbjörg og Gabriela hafa séð til strákanna en því miður gátu þær ekki komið í veg fyrir ódæðið. Þegar þær komu að lá annað eggið mölbrotið við hreiðr- ið en hitt hafa strákarnir haft á brott með sér. Mbl. tekur undir orð telpnanna og er full ásta'ða til að hvetja alla til að rækta með sér virðingu og tillitssemi fyrir náttúr- unni. AUGLYSINGASÍMINN KR: 22480 JHoreunblahih Alþjóóleg bílasýning / O ✓ • 1 •• 11« • 4 J 1 Mf4 i Symngahollinni ao Bildshofoa synigunni lykur á morgun opió frá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. frá 14— til 22— Símar sýningarstjórnar: 83596 og 83567

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.