Morgunblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
11
neitt líknar- og hjálparstarf að
ræða.
— Við vorum búnir að kanna
það nokkuð hvar fólkið byggi og
finna staði fyrir flugvelli og
ætlunin var síðan að heimsækja
þessa staði reglulega og þar sem
gífurlega langt er á milli þeirra og
engir vegir þá var ráðgert að nota
flugvélar við starfið. Það verður þó
naumast úr því þar sem félaginu
er annaðist þetta flug hefur verið
bannað að starfa og verðum við því
að ferðast fótgangandi að mestu.
Jónas sagði að mikill vilji væri
fyrir því hjá hinni innlendu kirkju
að ná til nýrra staða og hefur
kirkjan t.d. beðið um að sendir
væru fleiri kristniboðar til lands-
ins, hann sagði að fólkið þekkti til
starfs kristniboðanna og treysti
þeim. Jónas var spurður hvort
engum þætti neinn glannaskapur
að fara með mörg börn til
óróasams lands:
— Við erum nú ekki að fara út
í neina óvissu, við höfum þegar
dvalið í Eþíópíu í 4 Vi ár og
þékkjum orðið aðstæður þar og
þekkjum fólkið. Eins og ég sagði
áðan líka þá er ekki um óróleika
að ræða í þeim landshluta sem við
dveljumst í.
Um kostnað starfsins í ár kvaðst
Jónas ekki geta sagt náknæmlega,
hann væri á milli 15 og 20
milljónir króna og væri hann allur
borinn uppi af frjálsum framlög-
um kristniboðsvina. Jónas sagði að
markmið starfsins væri að gera
Kristniboðana sem mest óþarfa og
því væri lögð áherzla á að
innlendir starfsmenn tækju við
störfum kristniboðanna, þeir leit-
uðu nýrra staða eftir því sem hægt
væri og síðan tækju þeir innlendu
við. Að lokum var hann spurður
hvers vegna hann starfaði sem
kristniboði:
— Menn starfa að kristniboðs-
starfi fyrst og fremst vegna
köllunar sinnar, en ekki af ein-
hverri ævintýramennsku. Við
kristniboðar og kristniboðsvinir
trúum því að kristniboðsskipunin
sé í fullu gildi og því eigi að boða
fagnaðarerindið og gera eins og
Kristur gerði: að boða,' kenna og
lækna, en hann lét ekkert mann-
legt afskiptalaust. Þess Vegna er
þessum þremur þáttum sinnt af
kristniboðinu — og únnið í anda
Krists. Vil ég í því sambandi
hvetja þá sem vilja styðja kristni-
boðið að muna eftir því í bænum
sínum, það efu erfiðir tímar fyrir
hina kristnu kirkju í Eþíópíu og nú
er mikil vakning og gróska á
mörgum stöðum og mikið starf
framundan.
I kvöld sunnudagskvöld, verður
sérstök kveðjusamkoma á vegum
S.Í.K. í húsi KFUM og K að
Amtmannsstíg, en Jónas og Ingi-
björg halda utan mánudaginn 8.
maí.
Samtíma málverk af Sir Isaac
Nevvton
kenningar hans óhnekktar allt
fram á 20. iildina. Ilann kvart-
aði þó oft undan því að
vísindastiirf hans hindruðu
hann í starfinu sem forstöðu-
maður myntsláttunnar og svo
aftur að það starf tefði hann
við rannsóknir hans á Biblí-
unni. Er ekki seinna vænna en
að svona þckktur og afkasta-
mikill vísindamaður fái mynd
af sér á seðil hjá Bretum.
Golfinn er vakur vagn sem notar hvert tœkifœri til að sanna
húsbónda sínum getu sína og hoUustu. Jafnvel þó það kunni að valda
öfund og afbrýðt Hann mœtir hverri þraut með lipurð og léttleika
eins og fólksvagns er von og vísa.
«!»«BORGARBILL
Betri borgarbíl finnurðu varla.
Golf er léttur og lipur í umferðinni -
bíla8tæði8vandamálum þarftu vart að
kvíða - finnirðu smugu kemurðu
Golfinum inn - hann er sniðinn fyrir
þröng stœði.
Úti á landi stendur Golfinn sig,
þægilegur í akstri og liggur vel.
Hugvit8amleg hönnun hans
veldur því að innra rýmið er mikið og
drjúgt, bæði fyrir farþega og farangur.
Farangursrýmið er 379 l. en með þreföldun á því
verður Golfinn ... —
••• FLUTNINGABILL
fjölskyldunnar
á augnabliki, með 1100 l. flutningsrými.
ÞRENNTÍ VIÐBÓT
Golfinn er sparneytinn og þú getur valið um bensín
eða dieselvél. Og svo er það hin landsfræga varahluta-
og viðgerðarþjónusta Heklu - ekki má gleyma henni -
því það er eitt að kaupa bíl - annað að reka hann.
HEKLA HF
Laugavegi 170-172 Sími 21240