Morgunblaðið - 29.04.1978, Page 16
16 .. MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
Ágúst Einarsson viðskiptafræðingur:
í grein í Morgunblaðinu í apríl
1977 eftir undirritaðan, var leitast
við að svara þeirri spurningu
hverjar afleiðingar kröfur Alþýðu-
sambands Islands, sem settar voru
fram á A.S.I. þingi í nóvember
1976, myndu hafa á hag fiskveiða
og vinnslu, næðu þær fram að
ganga. M.a. kemur fram í grein
þessari að hugsanleg afleiðing, ef
kröfur A.S.I. yrðu að veruleika
væri gengislækkun, en sú leið
hefur ætíð verið notuð við svipuð
skilyrði á undanförnum árum.
Ennfremur kemur fram, að hvort
hér verði um eina stóra gengis-
breytingu að ræða eða margar
litlar, skipti ekki höfuðmáli. Þá
kemur einnig fram í greininni, að
útflutningstekjur frystingar, sölt-
unar og herzlu námu í ársbyrjun
1977 ca. 44.2 milljörðum króna, og
ennfremur að útflutningstekjurn-
ar þyrftu að hækka um ca. 27% til
að vega upp þann útgjaldaauka
sem 30% launa- og hráefnishækk-
un hefði í för með sér. Með öðrum
orðum þýrftu þessar vinnslugrein-
ar að fá 27% meira fyrir þann
gjaldeyri, sem þær afla en var í
ársbyrjun 1977. Þau varnaðarorð,
sem sett voru fram í framan-
greindri blaðagrein, hafa öll átt
við rök að styðjast.
Meðan á samningaviðræðum
vinnuveitenda og A.S.I. stóð, lagði
V.S.Í. fram áætlun um þróun
gengis m.v. sáttatilboð sáttanefnd-
ar, en hinir endanlegu samningar
voru nær samhljóða því.
I þessari gengisspá kemur fram
eftirfarandi:
\hrif sáttatilboAs á ttenKÍ bandarikjadoll-
ars samninKstímabilið.
kr.
Þáverandi Kentd .................. 192.50
I. ájfúst 1977 .................. 206.80
1. desember 1977 ............... 236.85
1. marz 1978 .................. 259.60
1. júní 1978 .................... 290.30
1. septemb. 1978 ............... 324.60
1. nóvemb. 1978 ................ 349.50
Hér að framan hefur verið rakin
spá um þróun gengis frá því í maí
1977 þar til 1. nóvember í ár, þ.e.
til loka samningstímabils. Hér er
um 18 mánaða tímabil að ræða og
skyldi því engan undra, að einhver
frávik yrðu, en í Ijós kom, að
raunverulegt gengi bandaríkja-
dollars þann 1. marz s.l. var 252.90
kr. þ.e. spáin gerir ráð fyrir 34.9%
hækkun á því tímabili, en raunin
hefur orðið 31.3% hækkun. Með
öðrum orðum, það sem er að
gerast í dag ætti engum að koma
á óvart og allra sízt Alþýðusam-
bandsforystunni.
Hér að framan er spáin sýnd allt
til loka samningstímabilsins, þó að
forsendur hafi breyzt við breyting-
ar á vísitölulið samningsins.
Ég hef sett framanritað hér
niður til þess að reyna enn einu
sinni að opna augu manna fyrir
því, að séu vissar forsendur fyrir
hendi, þá er tiltölulega auðvelt að
spá fyrir um þróun í framtíðinni.
Útgerðin
Frá því á árinu 1973 hefur
afkoma útgerðarinnar verið mjög
bágborin. Þannig sýna reikningar,
að tap útgerðar fyrir beina skatta
var á árinu 1973 7% af tekjum
1974 7.7%, 1975 13.8%, 1976 10.9%
og áætlunin fyrir árið 1977 gerir
ráð fyrir því að tapið verði 1.2%
af tekjum. Hér er um heildaraf-
komu að ræða, þ.e. samánlagða
afkomu bátaflotans, loðnuflotans
og skuttogara af minni og stærri
gerð.
Afkomumynd hinna ýmsu
greina er þó mjög misjöfn og er
afkoma bátaflotans án loðnuveiða
og hinna stærri skuttogara lökust
á framangreindu fimm ára tíma-
bili. Astæðan er sú, að aflaminnk-
un hefur orðið tilfinnanlegust hjá
hinum almennu vertíðarbátum og
olíuverðshækkunin kom verst við
hina stærri skuttogara, þar eð þeir
Áhrif
eru með mjög olíufrekar vélar.
Loðnuflotinn er sá hluti flotans,
sem bezta akomu hefur haft
undanfarin ár. Mjög verulegur
hagnaður varð hjá honum á
árunum 1973 og 1974, en árin 1975
og 1976 voru slæm og t.d. nam þá
tap loðnuflotans á árinu 1975
10.4% af tekjum. Mjög góð afkoma
varð hins vegar á loðnuflotanum
árið 1977, en þá var metaflaár.
Afkoma skuttogara af minni
gerð hefur batnað verulega hin
síðari ár og er afkoma' þeirra árið
1977 viðunandi.
Ágúst Einarsson
Staða útgerðar
í ársbyrjun 1978
Um áramótin síðustu var af-
koma hinna ýmsu greina útgerðar-
innar tiltölulega bágborin. Fisk-
verðshækkun hafði ekki orðið frá
því 1. júlí 1977, en þá var fiskverð
hækkað um 20%. M.v. allar þær
kostnaðarhækkanir, sem dunið
höfðu yfir síðustu mánuði ársins
og þær, sem vitað var að kæmu til
framkvæmda um áramót, var
ljóst, að töluverð fiskverðshækkun
þurfti að koma til þann 1. janúar.
Ennfremur var ljóst, að sjó-
mannasamtökin myndu krefjast
kjarabóta fyrir félagsmenn sína,
en kaup almennt hafði hækkað um
ca. 14% í desember 1977.
í ársbyrjun 1978 var áætlað að
rekstrarskilyrði hinna ýmsu
greina flotans væru sem hér segir:
af tekjum
Bátar án loðnu .......... tap 14.5%
Loðnubátar .............. hagn. 8.1%
Minni skuttog............ tap 1.8%
Stærri skuttog........... tap 11.1%
Eins og að framan segir var
ljóst, að til töluverðrar fiskverðs-
hækkunar myndi koma um ára-
mótin og má víst telja, að fulltrúar
fiskvinnslunnar í Verðlagsráði
hafi gert sér fulla grein fyrir því.
Á fundi yfirnefndar Verðlags-
ráðsins þann 25. janúar var síðan
samþykkt með atkv. oddamanns
og fulltrúa seljenda, að fiskverð
altoennt myndi hækka um 13% frá
1. janúar að telja.
Eftir þá fiskverðshækkun batn-
aði staða útgerðarinnar töluvert
og má ætla, að afkoma hinna
einstöku greina hafi verið sem hér
segir:
af tekjum
Bátar án loðnuveiða ........... tap 7.7%
Minni skuttog. .............. hagn. 2.2%
Stærri skuttog.................. tap 3.3%
Hvað loðnuflotann varðar var
staða þeirra tiltöluléga jákvæð í
upphafi árs, eins og fram hefur
komið.
Öllum aðilum, sem um efna-
hagsmál fjölluðu, var fyllilega
kjarasamninganna
á sjávarútveginn
' . * ,'Cr v-'
[ ""11nL'ií
ÆTml jjy;
Þegar þeir átu Seltfarnarnesið
14. MARZ s.l. var Slysavarnadeildin Bjarni Pálsson á Seltjarnarncsi 10 ára. í tilefni afmælisins voru
nokkrum velunnurum slysavarnamála á Seltjarnarnesi færðir borðfánar sem þakklætisvottur. Meðal
þeirra. sem fengu fána. var bæjarstjórn Seltjarnarness, sem á undanförnum árum hefur sýnt
starfsemi Slysavarnadeildarinnar Bjarna Pálssonar og Björgunarsveitinni Albert mikinn vclvilja.
Á afmælis- og aðalfundinum var boðið upp á all sérstæða afmælistertu, en hún var eftfrlíking af
Seltjarnarnesinu og áreiðanlega stærsta terta, sem boðið hefur verið upp á í Félagsheimili Seltirninga.
Sæmdir
OBE-ordunni
ELIZABETH Bretadrottning
hefur heiðrað þrjá íslendinga
með því að veita þeim orðuna
,;Order of the British Ernpire".
Islendingarnir eru frú Ellen
Sighvatsson, Ilannes Hafstein
og Geir Zoega.
Föstudaginn 21. aprfl afhenti
sendiherra Breta á íslandi,
Kenneth A. East. orðurnar við
athöfn í brezka sendiráðinu.
Meðfylgjandi myndir eru tekn-
ar við það tækifæri.
Landslagsarkitektar stofna félag
Flateyri:
Listi fram-
farasinna
1 latevri 28. apríl
FRAMBOÐSLISTI framfarasinna
vegna komandi sveitarstjórnar-
kosninga hefur verið lagður fram á
Flateyri og skipa listann eftirfar
andit
1. Eyvindur Bjarnason kennari, 2.
Hjörleifur Guðmundsson verkamað-
ur, 3. Bolli Olafsson bókari, 4.
Guðbjartur Olafsson húsasmiður, 5.
Þórarinn Kristjánsson verksmiðju-
stjóri, 6. Björn Jónsson vélsmiður, 7.
Jóhann Svavarsson rafvirki.
Fróttaritari
HINN 24. febrúar s.I. var stofnað
í Reykjavík „Félag íslenskra
Iandsarkitekta“, skammstafað
F.Í.L.
Markmið félagsins er að stuðla
að þróun landslags- og garð-
byggingarlistar með því að vinna
að réttri meðferð og notkun
lands, sem og mótun þess. Auk
þess skal íélagið ga-ta hagsmuna
félagsmanna.
Félagar geta þeir einir orðið,
sem lokið hafa námi og fullnaðar-
prófi við menntastofnanir, sem
félagið samþykkir, en þá er stuðst
við samþykktir „Alþjóðasamtaka
landslagsarkitekta" I.h'.L.A.
(International federation of
landscape architects).
Starfsheitið „landslagsarkitekt"
er hér með tekið upp í stað
garðarkitekt eða skrúðgarðaarki-
tekt, sem notað hefur verið fram
að þessu. Þykir nýja starfsheitið
ná betur starfssviðinu, auk þess
sem þessi þróun er í samræmi við
þá breytingu, sem átt hefur sér
stað á starfsheitinu í' nágranna-
iöndunum á síðustu árum.
Hið sérstaka lífræna viðfangs-
efni landslagsarkitektsins ér:
a) Varðveisla núverandi verð-
mæta lands og lífríkis þess.
b) Mótun nýs lands í samræmi við
nútíma lifnaðarhætti og vax-
andi kröfur um bætt umhverfi.
Starfssvið landslagsarkitekta er
víðtækt, allt frá skipulagi lóða við
einstakar bvggingar, til þátttöku í
skipulagi á heilum landssvæðum.
Nefna má sem dæmi:
a) Útivistarsvæði við hýbýli
manna.
b) Iþróttasvæði, skrúðgarða og
kirkjugarða
d) Landslagsmótun, þar sem
meiriháttar jarðrask og breyt-
ingar á landi eru óumflýjanleg-
ar, svo sem við byggingu
raforkuvera, við vega- og
brúargerð o.fl.
c) Þátttaka í skipulagi bæja og
gerð landnýtingaráætlana.
Stærsta verkefni félagsins á
þessu ári er undirbúningur undir
ráðstefnu norrænna landslags-
arkitekta, sem haldin verður hér á
landi sumarið 1979.
Undirbúningur ráðstefnunnar
er mikið starf fyrir lítið félag, en
stofnfélagar eru aðeins 5 talsins.
Þeir eru: Auður Sveinsdóttir,
Einar E. Sæmundsen, Jón H.
Björnsson, Reynir Helgason og
Reynir Vilhjálmsson, sem jafn-
framt er formaður félagsins.
(Fréttatilkynning).