Morgunblaðið - 20.05.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978
Frá vinstrii Valgcrður, Ásrún. Matthildur og Þórunn Halia. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
Söngskólatónleikar í Norrœna húsinu:
ffAð takaþáttí sörtgn-
um af lífi og sál”
Á Söngskólatónleikum í
Norræna húsinu laugardaginn
20. maí kl. 14.30 syngja þær
Valgcrður J. Gunnarsdóttir
sópran, Matthildur Matthías-
dóttir alt og Ásrún Davíðsdótt-
ir sópran. Undirleikarar eru
Jórunn Viðar og Krystyna
Cortes.
í stuttu samtali við Morgun-
blaðið sögðust þær vera mjög
ánægðar með veruna í skólan-
um, þetta væri eins og ein stór
fjölskylda.
Ásrún: Við sem erum að
útskrifast nú erum þau fyrstu
og eiginlega hefur starf skólans
verið sniðið eftir okkur og við
eftir honum, en það hefur verið
skemmtilegt að taka þátt í þessu
og má segja að allir hafi gert
það af lífi og sál.
Matta: Venjan er sú að
talsverð afföll verði á fólkinu
eftir fyrstu lotuna, en hjá okkur
hefur hópurinn haldist vel
saman. Annars er ég að hugsa
um að draga mig í hlé í vetur,
er húsmóðir og ætla að einbeita
mér að því, en þó ætla ég að
dunda við píanóið því mér finnst
ég vera á eftir í því sambandi
við nám í kennaradeild.
Valgerður: Eg hef hugsað mér
að fara í kennaradeildina og
halda svo áfram eins og hægt er,
en þó verður maður líklega að
sjá til hvernig þetta stokkast.
Þær stöllur kváðust bjartsýn-
ar á framtíðina og aðspurðar
kváðust þær hafa verið mjög
ánægðar að heyra álit brezka
prófdómarans á Söngskólanum
og nemendum, en prófdómarinn,
prófessor John Street, kvað
mjög mikla breidd í söng
nemenda skólans og árangur
mjög góðan, enda er fall-
prósenta með því lægsta sem
þekkist í söngskólum þótt
ströngustu prófdómarar séu
valdir til skólans.
K ennar adeild
í Söngskólan-
um næsta vetur
F’IMMTA starfsári Söngskólans
í Reykjavík er senn að ljúka. í
vetur stunduðu 75 nemendur
nám við skólann, í söng, tón-
heyrn, nótnalestri, tónfræði,
tónlistarsögu og píanóleik. Að
vanda kom prófdómari frá
Konunglega tónlistarskólanum í
London, (Royal Schools of
Music), og var það að þessu sinni
prófessor John Streets, yfirmað-
ur óperudeildarinnar í Konung-
lega tónlistarháskólanum í
London, (Royal Academy of
Music).
Alls var tekið 71 próf í vor, og
var það í eftirtöldum greinum:
Söng, ásamt tónheyrn og nótna-
lestri IV — VIII stig, tónfræði
I — V stig, hljómfræði VI og VII
stig, píanó I — V stig, og svo
tónlistarsögu.
í fyrsta sinn í sögu skólans
þreyttu nemendur próf í VIII í
söng, en því stigi þarf að ná
meðal annars til að komast í
kennaradeild skólans, sem tekur
til starfa á næsta skólaári. 15
nemendur tóku prófið, og stóð-
ust 13.
Sérmenntaðir söngkennarar
við íslenska tónlistarskóla eru
fáir, og því þörfin mikil. Því
hefur verið stefna Söngskólans
frá upphafi að opna kennara-
deild við skólann, og er því
marki nú náð, því næsta skólaár
verður slík deild opnuð við
skólann. Ennfremur verður sett
á stofn óperudeild, ljóðadeild og
námskeið fyrir kórfólk.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Garðar Cortes skólastjóri
í tilefni af því að útskrifað er
eftir 8. stig í fyrsta skipti:
„íslenzka óperan"
„Senn líður að því að
„íslenska óperan" taki til starfa
í raun. Þar sem bæði nemendur
og kennarar Söngskólans eru að
miklu leyti stofnfélagar óper-
unnar, auk Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Reykjavík og
ýmissa einsöngvara þykir mér
tilhlýðilegt að kynna þetta
fyrirtæki lítillega og undirbúa
þannig jarðveginn fyrir íslenska
óperustarfsemi.
Fyrsta óperan verður La
Traviata eftir Verdi og ætti
enginn að verða svikinn af því
vali, því að sú ópera er viður-
kennd sem vinsælust allra ópera
fyrr og síðar. Ætlunin er að
setja á svið minnst tvær óperur
á ári og sýna þær bæði í
Reykjavík og úti á landi.
Óperuflutningur í Þjóðleik-
húsinu hafði legið niðri um
árabil þar til núverandi þjóð-
leikhússtjóri, Sveinn Einarsson,
tók við embætti, en síðan hefur
Þjóðleikhúsið sett upp eitt
meiriháttar verk á ári. Hann
hefur sýnt nýstofnaðri „ís-
lenskri óperu" mikinn áhuga,
sem sést best á boði hans um að
hún fái aðstöðu í Þjóðleikhúsinu
í sept. 1978 með sína fyrstu
óperuuppfærslu.
Leikstjóri, búninga- og leik-
tjaldamálari hafa verið fengnir
frá Covent Garden óperunni í
London.
í þessum nemendahópi sem
nú þreytir þá raun að „syngja
tónleika," sem hluta af sínu
námi er vonandi að finna
framtíð „Islensku óperunnar“.
Óska ég þeim alls hins besta
og til hamingju með áfangann."
Jón Kjartansson. semgegnt hefur formennsku í Siglfirðingafclaginu
í 15 ár, tekur við heiðursskjali frá núverandi formanni félagsins, Olafi
Ragnarssyni.
Siglfírðingar á höfuðborgarsvæðinu:
Minnast 60 ára
kaupstaðarafmæl-
is á fjölskyldudegi
Siglfirðingar á höfuðborgar-
svæðinu munu á laugardaginn
minnast þess, að fiO ár eru liðin
frá því að Siglufjörður hlaut
kaupstaðarréttindi og 160 ár frá
því að staðurinn var löggiltur
verslunarstaður. Afmælisdagur
inn er 20. maí, en þann dag er
árlegur fjölskyldudagur Sigl-
firðingafélagsins í Reykjavík og
nágrenni. Þá munu Siglfirðingar
hittast í Kristalssal Hótels Loft-
leiða, þar sem siglfirskar konur
munu selja kaffi og kökur og
stutt ávörp verða flutt. Þá mun
vcrða kvikmyndasýning fyrir
börnin í kvikmyndasal hótelsins.
Framhald á bls. 30.
Sauðburður í
kulda í Hreppunum
Syðra-Langholti 17. maí
SAUÐBURÐUR er alls staðar haf-
inn hér um slóðir og gengur yfirleitt
vel. Ær bera á húsi, því gróður er
ekki nægur ennþá. Síðustu daga
hefur verið hér kuldi og snjóað í
byggð og þar af leiðandi viðrað illa
fyrir lambfé. Frjósemi virðist ætla
að verða í meðallagi en vissulega er
hún misjöfn eftir bæjum eins og
gengur. Víðast er 60 til 80%
tvílembt. Mikil vinna er hjá bændum
um sauðburðinn og hafa sumir tekið
þann kostinn að halda til í fjárhús-
unum allan sólarhringinn, því oft má
lítið út af bera þannig að ekki fari
illa.
Jörð er að mestu kallaus og má því
ætla að gróður tæki vel við sér ef
hlýnaði. Nokkuð er búið að bera á af
tilbúnum áburði og nokkrir bændur
eru farnir að sinna jarðvinnslu.
Sig. Sigm.
Sauðburðurinn er í hugum margra af yngri kynslóðinni til sveita einhver skemmtilegasti tími ársins. Hér
má sjá tvo félaga í einu fjárhúsinu í Ilrunamannahreppnum.
Ljósm. Sig. Sigm.