Morgunblaðið - 20.05.1978, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978
Ég spyr þig, hr. Emil
Gilels, eru 7 ár í þrælkunar-
vinnu og 5 ár í útlegð
jafngild orðum Orlovs og eru
þjóðir Sovétríkjanna stoltar
yfir þessum dómi?
Fyrir mér er þessi dómur
smánun á sovézkum heiðri
en Orlov eina vonin um að
íbúar þinnar voldugu þjóðar
séu ekki múlbundnir hræsn-
arar og tal ykkar um lýðræði
Undir skugga Orlovs
Hr. Emil Gilels.
Það má vera, að það skipti
yður ekki miklu, frekar en
klapp hljómleikagesta sl.
fimmtudagskvöld, hvaða
stefnu einn smákarl uppi á
íslandi setur þér og auk þess
ekki víst, að orð mín berist
þér.
Þegar ég var ungur nam ég
við móðurkné sögu alþýðu-
konunnar, sem réttlaus var
skotspónn ranglátra þjóð-
félagshátta. í þeirri sögu réð
ég þær rúnir er af spratt trú
mín á „sósíalistískt" lýðræði.
Sú framtíðarsýn var dregin
fögrum litum og línum.
Smám saman fældust inn á
myndflötinn skrýtin mynd-
form, óljós og oflýst, en
bundust þó myndinni. Þessi
gagnsæju form urðu skýr og
æpandi þegar „félagi
Krútsjoff" dró þær línur, er
mörkuðu grunnform þessara
tákna. Síðan þá hafa hugtök
eins og mannréttindi leitað
mjög á huga minn.
Sjálfsagt verður erfitt að
finna samfélagsform, þar
sem mannréttindi eru full-
virt og slík draumsýn ef til
vill verða flokkuð sem óraun-
sæ trúardella. En eins og
lausn þessa máls virðist vera
fráleitur draumur, verður
andstæða hans skýrari og
þar hafa stjórnmálamenn
Sovétríkjanna verið öllum
iðnari að svívirða þá hugsjón
réttlátra og fagurra lífshátta
er spratt upp úr neyð alþýð-
unnar og neisti byltingarinn-
ar nærðist á.
Það má vera, þegar núver-
andi ofbeldis valdhafar um
allan heim eru dauðir, komi
einhver „Krútsjoff" og segi
Tðnllst
eftir JÓN
ASGEIRSSON
sannleikann og þeir sem
ofsóttir voru verði þá færðir
til í gröfum sínum. Við slík
tíðindi vaknar sú spurning
hvort slíkir „Krútsjoffar"
séu ekki jafn sekir þeim, er
þeir ákæra og yfir hverju
þeir eigi að vera stoltir.
í málatilbúnaði þeirra,
sem stunda ofsóknir, í smá-
um sem stórum stíl og um
allan heim, er heiðri og eru
teflt fram gegn efasemdum
og mótmælum. Heiðri og
æru Sovétþjóðanna stafar
ekki hætta af orðum Orlovs,
Pasternaks eða Rostropovits
heldur pólitískum skríl
valdamanna, sem svívirðir
þjóð sína og sögu.
Orlov, Pasternak,
Rostropovits og allir þeir,
sem hafa haft hugrekki til að
tjá hug sinn, eru tákn þess
að pólitísk skoðanakúgun
studd af ærandi vélveldi
nútímans í milljónföldu
margfeldi er ekki þess
megnug að þagga niður
einradda hróp þess, sem vill
ekki beygja hugsun sína
undir ofbeldi hugmyndanna,
sem grimmd manna nærist
á.
Tónleikarnir hófust á 12.
sinfóilíu Sjostakovits, sem
samin er fyrir kommúnista-
flokk Sovétrríkjanna og
fjallar um einstaka atvik og
í siðasta þættinum, um
hugsjónir byltingarinnar.
Hugsjónir verða til sem
andstæður upplifaðs rang-
lætis og birtast í hugmynd-
um eins og álfatrú, trúnni á
þúsunda ára ríkið og þörf-
inni fyrir réttlátt samfélag.
lygar. Það er á þessum
grunni, sem menn deila um
gildi 12. sinfóníunnar eftir
Sjostakovits, en ekki um
meistaralegt handbragð
hans. Innihald verksins
hljómar mér eins og öfug-
mælavísa, sem minnir
óþægilega á sífellda endur-
ritun rússneskrar sögu, en
yfir flutningi verksins hvíldi
skugginn af Orlov.
Það má vel vera, að þér
sjáið ekki samband milli
veru yðar hér á landi og
dómsins yfir Orlov. Á sama
tíma og hann er fluttur í
fangelsi eruð þér sendur um
heim allan sem sýnisblóm
rússneskrar hámenningar og
prúðbúnir vestrænir borgar-
ar njóta heimsfrægðar þinn-
ar og snilli og hafa á meðan
hljótt um ánauðugan bróður
austur í Sovét.
Hr. Emil Gilels. Snilli
yðar er óumdeilanleg, en þér
eruð sendisveinn fyrir járn-
grímuklætt ofbeldið og þess
vegna mun ég ekki, þó að það
skipti yður litlu, koma á
tónleika yðar hjá tónlistar-
félaginu í dag.
Um tónleikana er það
helzt að segja, að í heild voru
þeir stórglæsilegir. Karsten
Andersen átti þarna stóran
dag og hljómsveitin var í
sínu bezta formi, t.d. lék
Viðar Alfreðsson 1. hornisti
mjög fallega með Gilels í
hæga kafla Griegkonserts-
ins.
Frammistaða stjórnand-
ans Karsten Andersen og
hljómsveitarinnar var slík,
að ástæða væri til nákvæm-
ari umfjöllunar á þessum
kkonsert en undir skuggan-
um af Orlov, verða
fangnaðarlæti og klapp eins
og samþykki við ofbeldið.
Jón Ásg.
Björg Árnadóttir:
Danskan illskiljanleg
öðrum Norðurlandaþjóðum
Hér í blaði hafa að undanförnu
verið birtar greinar með og á móti
dönsku-kennslu í skólum. Eg leyfi
mér í þessu sambandi að birta
þýðingu úr „Vi i Norden" —
tímariti norrænu félaganna — nr.
4—73: „Sameiginlegt mál allra
Norðurlandabúa er ekki til. Að
frátald'ri finnsku og íslensku er
danskan eins og við var búist það
talmál, sem erfiðast er að skilja.
Ekki einu sinni helmingur Svía
skilur dönsku, aðeins 7 af hundr-
aði Finna sögðust skilja hana, en
79 af hundraði Norðmanna."
Þessi niðurstaða fékkst þegar
norrænu félögin könnuðu hvernig
norrænar þjóðir skildu talmál
hverrar annarrar. Niðurstaðan
var eins og við var búist mjög
óhagstæð fyrir danskt talmál.
I Ivers vegna halda kennslu-yfir-
völd hér á landi þó áfram að auka
donsku-kennslu? .
Danskan er óhentug
sem norrænt hjálparmál
fyrir íslendinga
Ástæðuna fyrir óvinsældum
dönsku-kennslunnar og lökum
árangri hennar hér á landi er alls
ekki að finna í lélegri kennslu,
óhentugu námsefni eða þess hátt-
ar. Málið sjálft er óhentugt sem
norrænt hjálparmál fyrir Islend-
inga. Danskan fer þeim afar illa í
munni, og lærist þeim seint ef
nokkurn tíma. Ég held að þar
skipti litlu máli þó að dönskunám-
ið yrði umfangsmeira, eða skóla-
börnin yrðu að horfa á dönsku-
kennslu í sjónvarpi á hverjum
degi.
Um daginn kom danskur
íþróttaþjálfari til landsins.
Unglingarnir sem hann átti að
sinna höfðu 6—8 ára nám í dönsku
að baki. Kom strax í ljós að fæstir
skildu hann. Voru greidd atkvæði
um hvort málið skyldi notað á
námskeiðinu, danska eða enska, og
kusu flestir íslensku unglinganna
að nota ensku í samskiptum við
hann.
Togstreitan milli
dönsku og enskukennslu
um hylli nemenda
Þó að dönskukennslan yrði
minnkuð, þýðir það ekki sama og
að Island segði skilið við norræna
samvinnu. Danir, Norðmenn og
Svíar hafa ensku sem umfangs-
mesta erlenda túngumálið í sínum
skólum, og þeir éru nú áfram
Nórðurlönd. Það er heldur ekki
Mægt að lólía augúilum fytir þeirri
staðreynd að enska er og verður
sennilega áfram eitt helsta heims-
málið. Plr nú ekki kominn tími til
að líta með raunsæi á tungumála-
kennslu á Islandi? Dönskukennsl-
an hefur hingað til gert lítið gagn,
og síður en svo verið til að auka
tengsl Islands við Norðurlöndin.
Þvert á móti hafa nemendur haft
svo lítinn áhuga á dönsku, að þeir
hafa snúið sér að hinum ensku-
mælandi heimi sem betri valkost.
Þannig er kennsla í dönsku engin
stoð fyrir norræna samvinnu í
framtíðinni, heldur hindrun. Éger
líka hrædd um, að með þessu
áframhaldi í kennslumálum, þar
sem danskan keppir við ensku um
hylli nemenda, um aukna kennslu-
tíma, um aukna fjárveitingu, verði
ansi lítið eftir til að sinna
móðurmálinu. Það verður því
undir í baráttunni, og til þess er
leikurinn ekki gerður, eða hvað?
Það er þess vegna spurning,
hvort tilboð danskra mennta-
manna um aðstoð við að auka
dönskukennslu bæði í skólum og
fjölmiðlum sé ekki bjarnargreiði
þegar allt kemur til alls. Danir
nota hvert einasta tækifæri til að
minna á það að Islendingar sjálfir
hafi kosið að læra dönsku, þeir
hafi sjálfir beðið um hjálp í þessu
máli, frumkvæðið ætíð komið frá
þeim o.sv.fr.
Ég efast um að almenningur í
landinu standi einhuga á bak við
þessar beiðnir. Getur verið að hér
sé um að ræða, að smá þrýstihópur
með miðstöð í Norræna húsinu tali
fyrir hönd atlra skólabarna í
landinu?
Dönskukennsluna
út úr harnaskóla
Að lokum leyfi ég mér að koma
með- tillögur um lausn á þessu
máli: Dönskukennsla út úr 4., 5. og
6. bekk barnaskóla. Kenna Norður-
landamál frá 7. bekk, og leyfa að
velja milli dönsku, norsku og
sænsku. Skólakerfið stefnir hvort
eð er í aukna fjölbreytni í
kennslugreinum. Með þessu móti
veldu nemendur má) það sem þeir
hefðu áhuga á, og námið yrði
Framhald á bls. 30.
Edgar Guðmundsson
Iðnaðarráðherra heíur skipað
Edgar Guðmundsson verkfræð-
ing stjórnarformann Rannsókna-
stofnunar hyggingariðnaðarins.
Ásamt honum voru skipaðir í
stjórnina Gunnar S. Björnsson.
skv. tilnefningu Landssambands
iðnaðarmanna og Ilalldór Jóns-
Kaffisala
hjá Gudspeki-
félaginu
ÞJÓNUSTUREGLA Gpðspeki-
félagsins heldur sína árlegu kaffi-
sölu kl. 3 á sunnudag í Templara-
höllinni á Eiríksgötu 5. Ágóðannm
son framkvæmdastjóri sam-
kvæmt tilnefningu Ráðgjafar-
nefndar Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins.
Edgar Guðmundsson rekur eigin
verkfræðistofu á Ægissíðu í
Reykjavík. Fyrri hluta verkfræði-
prófi lauk hann 1964 frá Háskóla
Islands en lokaprófi frá NTH í
Þrándheimi 1966. Hann var bæjar-
verkfræðingur á Ólafsfirði og
Dalvík 1967—1969 og kennari við
Tækniskólann frá 1970 og yið
háskólann frá 1974. Er þar nú
aðjunkt. Edgar átti m.a. sæti í
umhverfismálanefnd ríkis-
stjórnarinnar, og er ráðunautur
Iðnaðarráðuneytisins í fjarhita-
málum. Hann hefur ritað fjölda
tækigreina í innlend og erlend
blöð. Á árinu 1977 kom út
fræðiritið Trévirki, svo og Tækni-
mat húsa. Og nú vinnur Edgar að
samningu bókar um timburplötur,
sem kemur út á Norðurlöndum
síðar á þessu ári.
verður varið til viðhalds á húsi
félagsins.
Verður þar dagskrá. Ávarp
flytur Sigvaldi Hjálmarsson,
Ragnheiður Guðmundsdóttir
syngur með undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar og Gunnar Valdi-
marsson og Karl Helgason lesa
upp. Myndsýning verður frá Ind-
landi. Þá geta menn fræðst um
tilgang félagsins og starf.
Skipaður stjórnar-
formaður R.b.