Morgunblaðið - 20.05.1978, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.05.1978, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978 þar sem við gerðum hagkvæman samning við Reykjavíkurborg um að hitaveita Reykjavíkur sæi um lagningu hitaveitunnar og ræki þannig að Kópavogsbúar sætu við sama borð og Reykvíkingar. Afnot Kópavogs af hitaveitunni spara bæjarbúum hátt í sömu upphæð og nemur allri útsvarsbyrði þeirra miðað við svipaða olíunotkun og hér var. Þegar þessu mikla verki var lokið var augljóst að fullnaðargerð gatna var næsta stórmál. Því var það strax að þessum framkvæmd- um loknum, eða 1976, að hafist var handa við varanlega gatnagerð með endanlegum frágangi, undir- byggingu gatna, slitlagi, gang- stéttum og gatnalýsingu. A s.l. kjörtímabili var lagt slitlag á um 12.5 kílómetra af undirbyggðum götum, gerðar gangstéttir að lengd 6.5 km og gengið frá lýsingu við þessar götur. Auk þess var bundið slitlag lagt á óundirbyggðar götur 7,3 km að lengd. Þá hafa miklar athuganir verið gerðar og hönnun hófst á holræsi í Kópavogsdal á kjörtímabilinu. Auk þess sem margvíslegar endur- bætur hafa verið gerðar á hol- ræsakerfi bæjarins. Hvað varðar framtíðina, stefn- um við að áframhaldandi átaki í gerð varanlegrar gatnagerðar, gerð gangstétta og gatnalýsingum og er það von okkar að takast megi að ljúka stærstum hluta þess sem eftir er á komandi kjörtímabili. Á nokkrar götur, sem nú eru malar- götur verði lagt rykbundið slitlag til bráðabirgða, þótt þær séu ekki Kópavogur ekki lengur svefn- bær nágrannabyggðanna heldur einn mesti iðnaðarbær landsins Miklar framkvæmdir og upp- gangur hafa vcrið í Kópavogi s.l. 8 ár. í bæjarstjórn Kópavogs hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur myndað meirihluta. Axel Jónsson. f.v. alþingismaður skipar nú efsta sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins til bæj- arstjórnar Kópavogs og hefur átt sæti í' stjórn bæjarins undanfarin 16 ár. Á næsta kjörtímabili verður Axel Jónsson væntanlega sá fulltrúi sem lengst hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs. Morgun- blaðið ræddi við Axel fyrir skömmu um hclztu framkvæmdir í Kópavogi og aðra starfsemi á vegum hæjarins á undanförnum árum og viðfangsefnin framund- an. Fer samtalið hér á eftir. Stjórnun og fjármál Ein ánægjulegasta breytingin, sem hefur orðið hér s.l. 8 ár, er að ekki er lengur hægt að tala um Kópavog sem svefnbæ nágranna- sveitarfélaganna. Hann er nú orðinn einn mesti iðnaðarbær landsins, þá fyrst og fremst vegna mikils átaks bæjarstjórnarinnar sem hefur kappkostað, að hafa ætíð til lóðir fyrir atvinnufyrir- tæki. Sem dæmi um þessa breyt- ingu vil ég nefna að samkvæmt könnun sem gerð var á s.l. ári, þá er um 40% alls starfsfólks í fyrirtækjum hér i Kópavogi að- komufólk. Okkar helzta gagnrýni þegar við vorum í minnihluta hér í bæjar- stjórn, gagnrýndum við það mjög að umsamdar lausaskuldir bæjar- ins væru óhóflega háar að okkar mati, um og yfir 80% af öilum skuldum bæjarsjóðs. I þessu efni hefur orðið grundvallabreyting undir forystu sjálfstæðismanna undanfarin tvö kjörtímabil og í dag eru lausaskuldir bæjarins aðeins um 40-50% af heildar- skuldabyrðinni. Við stefnum auð- vitað að því að koma þessu neðar og vonum í því sambandi að veruleg bót verði, þegar stað- greiðslukerfi skatta verður orðið að veruleika. Dæmi um þessa grundvallar- breytingu get ég nefnt, að 1970 var yfirdráttur bæjarsjóðs við Búnað- arbankann um 20% af heildar- veltu bæjarsjóðs, en í dag er þessi yfirdráttur komin niður í 3% af veltunni, og segir það sína sögu. Þjónustan hefur verið aukin stórlega með bættri stjórnun og má þar nefna m.a. að tekið hefur verið upp nýtt leiðakerfi strætis- vagna með stóraukinni tíðni ferða, 5 nýir strætisvagnar voru keyptir á kjörtímabilinu. Aldraðir fá fríar ferðir með SVK. Hafin hefur verið samvinna við Reykjavík um að skiptimiðar gildi jafnt í strætis- vögnum beggja sveitarfélaganna. Þetta leiddi til þess að við urðum að lækka verð miða í strætisvagna Kópavogs miðað við það sem áður var. Til að þetta geti gengið snurðulaust fyrir sig verður bæj- arsjóður Kópavogs að niðurgreiða þessa þjónustu árlega um 110-120 milljónir króna. Margs konar endurskoðun á stjórnkerfi bæjarins hefur farið fram á kjörtímabilinu, eins og ávallt er nauðsynlegt. Keypt var tölva og öllu bókhaldskerfi bæjar- ins og fyrirtækja hans komið í tölvuvinnslu og þar með stóraukið og flýtt upplýsingastreymi um öll fjármál bæjarins út um bæjar- kerfið og til bæjarfulltrúa. Hitaveita og varanleg gatnagerð Stærsta hagsmunamáli Kópa- vogsbúa, hitaveituframkvæmdun- um, var lokið á kjörtímabilinu eða árið 1975. Þetta reyndist mögulegt Rætt við Axel Jónsson bæjarfulltrúa í Kópavogi sem skipar efsta sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins par. ..i i 5 \ \ r^.iW%3vitnmi*rn, avram. Hinn nýi miðbær Kópavogs. Stefnt er að því að ljúka byggingum austan Hafnarfjarðarvegar á næsta kjörtimabili, en langtímaverkefni er siðan að byggja yfir Ilafnarfjarðarveginn og halda áfram vestur, í samfelldri byggð. undirbyggðar til að bæta það slæma ástand, sem þar ríkir nú. Þá stefnum við að því að hefjast handa við byggingu holræsisins í Kópavogsdal. Fræðslumál í fræðslumálum hafa skólabygg- ingar alltaf verið stærsta verkefn- ið, í því sambandi vil ég nefna að á s.l. kjörtímabili var lokið við byggingu áfanga við Kópavogs- skóla og Þingholtsskóla, þar sem fyrstu skólaeldhúsin í Kópavogi voru innréttuð. Byggður var stærsti áfanginn hingað til við Digranesskóla með ýmsum sér- kennslustofum, sem hefur stórlega bætt alla aðstöðu í skólanum. Snælandsskóli var smám saman stækkaður eftir þörfum með laus- um kennslustofum og jafnframt hannaður nýr heilstæður grunn- skóli og fyrsti áfangi hans er nú í byggingu og verður tilbúinn á þessu sumri. I fyrsta sinn er nú að mestu fullnægt kennsluskyldu í leikfimi við grunnskólann í Kópavogi, þótt hluti kennslunnar fari fram í leiguhúsnæði. Nú er í byggingu stórt íþróttahús við Digranesskóla og verður það fokhelt á þessu sumri. Þá má nefna að Bókasafn Kópavogs er 25 ára um þessar mundir. Bókakostur þess hefur vaxið ört síðustu ár og er nú um 30.000 bindi. Starfsemi bókasafns- ins hefur aukist hröðum skrefum og er nú svo komið að húsakynnin í Félagsheimilinu eru orðin alltof lítil. Hefur í því sambandi verið ákveðið að safnið fái inni í húsnæði kaupstaðarins að Fann- borg 3-5 og verður það flutt þangað á þessu ári. Það sem brýnast er á komandi kjörtímabili er að haldið verði áfram byggingu Snælandsskóla, byggður verði lokaáfangi við Digranesskóla, stofnaður verði Hjallaskóli með lausum kennslu- stofum frá Snælandsskóla ef þörf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.