Morgunblaðið - 20.05.1978, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.05.1978, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI • „Ég ætla ekki að kjósa“ „Þetta heyrist oft sagt og til skýringar er látið fylgja: af því að allir stjórnmálaflokkar eru brenglaðir eða: það munar ekkert um eitt atkvæði. Þessar hugsanir eiga engan rétt á sér, því þótt margt megi finna að öllum flokkum þá eru þeir misjafnlega brenglaðir. Og þar sem segir að ekkert muni um eitt atkvæði þá er ekki með öllu útilokað að eitt atkvæði geti ráðið úrslitum. Fyrir og um síðustu aldamót höfðu þeir einir kosningarétt sem greiddu ákveðna upphæð til sveit- ar. Seinna var kosningaréttur miðaður við aldur. En þá var kosið í heyranda hljóði svo sumir neyddust til að greiða atkvæði gegn vilja sínum til að forðast andúð eða annað verra. Eftir áralanga baráttu voru sett lög um leynilega atkvæðagreiðslu við kosningar til alþingis og sveitarstjórna og var það oft talinn „helgur réttur“ enda var þá kjörsókn oft með ágætum. Seinna bættist við kosningaréttur kvenna. Að þessu athuguðu ættu kjós- endur allir að gera sér grein fyrir mismun á mönnum eða málefnum og láta engan utanaðkomandi áróður trufla sig og að því loknu fara á kjörstað og greiða atkvæði því sem hann eða hún álítur skömminni til skást, en fyrst og fremst gegn því sem hann álítur verst.' Allir að kjósa. 7836-8039“ • Þakkir fyrir vorkvöld „Kæri Velvakandi. Nú langar mig til þess að ’skrifa nokkrar línur, en ritfær er ég ekki og kannski sérð þú þer ekki fært að birta þessar línur mínar. En löngun mín er svo sterk til þess að þakka sjónvarpinu fyrir þáttinn „Á vorkvöldi", sem bæði hefur verið fjölbreyttur og sérlega skemmtilegur, og vil ég sérstak- lega þakka Lorange og félögum hans fyrir góða skemmtun því mikið var ánægjulegt að heyra gömlu góðu lögin frá því maður var á sínum yngri árum. Eg held að fólk á miðjum aldri horfi fremur á sjónvarpið um helgar og ég held að við eigum líka rétt á að fá að heyra það sem er að okkar mati skemmtilegast enda finnst mér að þessi þáttur hafi reynt að gera öllum til hæfis. Og við almenningur gerum okkur ekki grein fyrir því hvað svona þættir kosta mikla vinnu og heilabrot. Vil ég því færa Tage og Ólafi góðar þakkir fyrir mjög góða skemmtun. Eyjá Þorleifsdóttir.“ • Klukkan í gang eða ... „Ég sem svo margir aðrir Morgunblaðslesendur hef tekið eftir því, að blaðið hefur verið að reyna að vekja athygli allra þeirra, sem Torgklukkan á Lækj- artorgi heyrir undir, á því niður- lægjandi ástandi sem sú klukka er í og látin vera svo dögum og vikum skiptir. — Ekki hefur þetta borið neinn sjáanlegan árangur enn. Nú vil ég birta í „opnu bréfi til Birgis ísleifs Gunnarssonar borg- arstjóra í Reykjavík", — gegnum þína dálka Veívakandi, áskorun þess efnis: Að hann í krafti síns embættis og i nafni bæjarbúa gefi fyrirskipun um annað tveggja: Að rífa klukkuna án tafar og fyrir kjördag borgarstjórnarkosning- anna. — Eða að hann fyrirskipi og sjái sjálfur um framkvæmdir: Viðgerð nú þegar og að henni verði SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á búlgarska meistaramótinu í fyrra sem haldið var í Sofia í ^desember kom þessi staða upp í skák þeirra Arnaudovs og Bohosjans, sem hafði svart og átti leik. 31.... Dxe4!, 32. fxe4 - IIxf2+, 33. Kh3 - h5, 34. Dd7 - Bf6, 35. g4 — Be5, 36. gxh5 — Hxh2+, 37. Kg4 - Hf4+ og hvítur gafst upp. Þeir Inkiov og Kadulov urðu jafnir og efstir á mótinu, en Radulov sigraði síðar í auka- keppni um titilinn. lokið fyrir kjördag borgarstjórn- arkosninganna 28. maí. Miðbæingur.“ • Óþrif við hitaveitustokk Austurbæinguri — Ég hef orðið nokkuð vör við það að sumt fólk er farið að líta á hitaveitustokkinn nánast sem ruslahaug. Fyrir hefur komið að fólk sem er að tína rusl og taka til í görðum sínum gerir sér lítið fyrir og fleygir því beint út fyrir lóðina og að hitaveitustokknum, helzt þeim megin sem ekki snýr að eigin lóð að sjálfsögðu. Ég hefði haldið að svona tiltekt væri lítils virði, enda blasir ruslið við allra augum eftir sem áður. Nú er allir hafa eigin bíla er varla mikið mál að aka ruslinu í Gufunes ef það er of mikið til að koma því í tunnurnar. Finnst mér að fólk þyrfti að athuga þetta, þetta er lóð borgar- innar og varla á hún að þurfa að taka til eftir trassaskap annarra. HÖGNI HREKKVÍSI ©1978 McNauftht Syod., loe. \W/ Þetta er svindl! Boltarnir frá honum eru sleipir af bölvuðu munnslefi! Til sölu M/Benz 508D m/vökva- stýri. Verö 4,2 m. Góö kjör. Uppl. á Braut símar 81510 — 81502 — 76146. Yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis mun hafa aösetur á skrifstofu formanns, Erlends Björnssonar, sýslumanns á Seyöisfiröi, viö alþingiskosningar sem fram eiga aö fara sunnudaginn 25. júní næstkomandi. Framboöslistum ber aö skila til formanns yfirkjörstjórnar ekki síöar en miövikudaginn 24. maí næstkomandi klukkan 24. Yfirkjörstjórnin kemur saman á skrifstofu formanns fimmtudaginn 25. þ.m. klukkan 14 til aö úrskuröa um framboðslista, sem borist hafa og gefst umboðsmönnum listanna kostur á aö vera viöstaddir. F.h. yfirkjörstjórnar A us turlandskjördæmis Seyöisfiröi, 18. maí 1978 Erlendur Björnsson. ÞÓR^ SÍMI 815QO-ÁRIVIÚLA11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.