Morgunblaðið - 27.05.1978, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1978
35
Bragi Michaelsson,
bæjarfulltrúi:
X-D
í Kópavogi
Hitaveitan sparar okkur
900 milljónir króna á ári
í þeirri kosningabaráttu sem nú
er aö ljúka hefur mest verið rætt
um tvö höfuðmál hér í Kópavogi.
Annað þessara mála er hitaveitan,
sem í dag sparar okkur Kópavogs-
búum 900 milljónir á ári, eða 75%
af öllum útsvörum Kópavogsbúa á
þessu ári. Þessi mikla kjarabót,
sem við fengum er hitaveitan kom,
er nú sem óðast að koma fram.
Daglega sjáum við á þessum
vordögum að íbúar Kópavogs eru
að snyrta hús sín og lóðir. Ástæða
þess að þetta mál hefur borið svo
mjög á góma nú er hin margum-
talaða afstaða Eggerts Steinsen í
bæjarstjór n Kópavogs er samn-
ingurinn um hitaveituna við
Reykjavík kom til afgreiðslu.
Hann greiddi atkvæði gegn þess-
um samningi og meira að segja
sagði sig úr meirihluta bæjar-
stjórnar vegna þessa mesta hags-
munarmáls Kópavogsbúa fyrr og
síðar. Þessi furðulega afstaða kom,
að vonum flatt upp á Kópavogsbúa
og í dag skilur hann enginn.
Eggert er í dag einn á báti eins og
hann var 1972.
En hvað vildi
Eggert 1972?
Það er von að slík spurning
vakni á vörum bæjarbúa. 1972
vildi Eggert Steinsen, að Kópa-
vogsbúar hæfu sjálfir rekstur
hitaveitu. Jafnvel þótt þeir keyptu
vatnið á sama verði og við fáum
það í dag, þá yrði að selja vatnið
mun dýrara en við kaupum það nú,
og sparnaður okkar yrði þá mun
minni. Það er ennfremur ljóst, að
ef Kópavogsbúar hefðu sjálfir
farið að leggja hitaveitu hefði
farið miklu lengri tími í fram-
kvæmdirnar. Bæjarsjóður hefði
einnig orðið að taka á sig veruleg-
ar skuldbindingar, sem seinkað
hefði öllum öðrum framkvæmdum
í bænum, en sem við höfum nú
lokið við.
Hvað kjósa
Kópavogsbúar?
Nú á sunnudaginn göngum við
að kjörborðinu og veljum okkur
bæjarstjórn til næstu 4 ára. Það er
afar mikilvægt að þá velji Kópa-
vogsbúar rétt. Ef til vill álykta
einhverjir sjálfstæðismenn sem
svo, að það sé allt í lagi að velja
þennan S-lista.- En ég spyr: Vilja
Kópavogsbúar vinstri stjórn í
okkar bæ? Ef við sjálfstæðismenn
sundrum kröftum okkar á sunnu-
daginn er vinstri stjórn. í okkar
bæ, Kópavogi, orðin staðreynd,
sem við höfum engin áhrif á.
Margir álíta ef til vill, að nái
Guðni Stefánsson kjöri í bæjar-
stjórn, verði hann einn af fulltrú-
um okkar sjálfstæðismanna. Því
miður er ég hræddur um, að svo
sé ekki.
Á sunnudaginn setja flestir
Kópavogsbúar x við D.
Bilasala Guðfinns hefur opnað
útibú á horni Borgartúns og
Nóatúns og er hún því að sögn
Guðfinns Halldórssonar orðin
stærsta bílasalan í Reykjavík.
Starfa hjá báðum bílastölunum
alls 8 sölumenn og sagði Guð-
finnur að með þessu nýja útibúi
væri ætlunin að geta veitt betri
þjónustu. en bíll sem skráður er
tii sölu á öðrum staðnum er um
leið skráður á hinum og hafa
menn því strax tvo möguleika.
sagði Guðfinnur. Bflasala Guð-
finns hefur nú starfað í 5 ár. A
myndinni eru Guðfinnuc
Ilalldórsson t.v. og Þórir
Ilalldórsson sem er útibússtjóri.
Hitaveita Reykjavíkur á Nesjavöllum:
Rannsóknir í full-
an gang áríð 1980
„Þaö er við háhitasvæðið í
Grafningi sem við bindum mestar
vonir varðandi næstu stórvirkjun
fyrir hitaveitu Reykjavíkur,“
sagði Jóhannes Zoega hitaveitu-
stjóri í samtali við Mbl. í gær.
„Við höfum gert nokkrar rann-
sóknir á svæðinu og eina djúpa og
erum að eindurbæta okkar að-
stöðu þarna, þvi að svæðið þarf að
rannsaka betur. Ég reikna ekki
með það við komumst í neinar
umtalsverðar framkvæmdir á
Nesjavöllum á næsta ári, en úr
því ætti að komast skriður á
rannsóknirnar.
Það sem næst kemur á verkefna-
skránni er að ljúka borunum í
Mosfellssveit, en þar eigum við
eftir þrjár holur, sem ég býst við
að verði lokið við á næsta ári. Þá
er byrjað á tveimur djúpum holum
í Reykjavík og er ætlunin að
fullkanna jarðhitasvæðin í borg-
inni og þessar tvær fyrstu holur
ættu að gefa okkur vísbendingu
Jón Magnússon, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna:
Um hvað er kosið?
Það hefur vakið eftirtekt, að við
þær bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningar, sem nú fara í hönd er
mikið af ungum frambjóðendum á
listum Sjálfstæðisflokksins um
land allt. Þess eru jafnvel dæmi,
í stórum bæjarfélögum, að fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins,
sem skipa aðal- eða baráttusæti
séu allir úr röðum ungra sjálf-
stæðismanna. Framboðslistar
flokksins voru flestir valdir með
opnum prófkjörum og það traust
sem það unga fólk sem nú skipar
sæti á listum Sjálfstæðisflokksins
hlaut í prófkjörunum er metið af
ungum kjósendum.
Enginn annar flokkur en Sjálf-
stæðisflokkurinn getur því með
jafn miklum rétti kallað sig flokk
unga fólksins.
Ungir sjálfstæðismenn hafa um
árabil lagt áherzlu á valddreifingu
og talið eðlilegt að fólkið sjálft
hefði sem mest áhrif á sín eigin
mál. Við höfum í því sambandi
bent á nauðsyn þess, að ríkisvaldið
sleppti hendinni af ýmsum mála-
flokkum, en bæjar- og sveitar-
stjórnir standa venjulega nær
borgurunum en ríkisvaldið og af
þeim sökum hafa þeir meiri áhrif
á gang þeirra mála, sem heyra
undir sveitarstjórnir en á lands-
mál almennt. Með því að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn er því stuðlað
að framgangi þessarar stefnu.
Traustasta vígi Sjálfstæðis-
flokksins hefur frá stofnun flokks-
ins, verið Reykjavík. Það kemur
því ekkert á óvart, að enn sem fyrr
Jón Magnússon
skuli andstæðingar okkar neyta
flestra bragða til að fella meiri-
hluta Sjálfstæðismanna þar. —
Valkostirnir í Reykjavík eru
meirihluti Sjálfstæðisflokksins
eða meirihluti vinstri flokkanna.
Kjósendur eiga um það að velja,
hvort þeir vilja að unnið sé að
málum á sama hátt og gert hefur
verið, undir traustri og öruggri
forystu Birgis ísleifs Gunnarsson-
ar eða við taki ósamstæð stjórn
minnihlutaflokkanna.
Minnihlutaflokkarnir hafa urn
margt ólík viðhorf, það liggur því
fyrir að samstarf þeirra mundi
einkennast af sífelldum hrossa-
kaupum og málamiðlunum. Slík
forysta í borgarmálum er líkleg til
um, hvert áframhaldið verður. Þá
er einnig ætlunin að rannsaka
möguleikana í Korpúlsstaða- og
Blikastaðalandi.
Að undanförnu hafa verið mikl-
ar framkvæmdir hjá hitaveitunni
í nágrannabæjunum en nú er svo
komið að veitukerfið verður ekki
öllu stærra í bili, nema þessi
eðlilega stækkun sem verður með
vaxandi byggð. Við ætlum því að
nota hléið til að bæta þjónustu
fyrirtækisins, styrkja kerfið og
auka öryggið gagnvart kuldaköst-
um óg minnka hættuna á truflun-
um.
Smíð nýrra vatnsgeyma við
Reykjaæð til aukinnar miðlunar
og bygging dælustöðvar við þá eru
nærtæk verkefni. Við hugsuðum
okkur fyrst að setja þá á
Grafarholtið. Vonandi getum við
hafizt handa á næsta ári og komið
upp geymi þá og síðan haldið
stöðugt áfram, því að það verður
einmitt út frá þessari stöð sem við
tengjum beint yfir í Gufunesið,
þegar það fer að byggjast. Stækk-
un kyndistöðvarinnar við Bæjar-
háls úr 35MW í 80MW er verkefni,
sem áætlað er á árunum 1980 og
81.
Auk þess sem við munum svo
leggja dreifikerfi í ný hverfi og
endurnýja kerfin í eldri bæjar-
hverfum eru nokkur meiri háttar
verkefni innanborgar, eins og að
ljúka við Vesturbæjaræðina, sem
gerð var í fyrra frá Melatorgi og
vestur úr, lögnina í Grandann og
Örfirsey og langningu æðar frá
Elliðavogi í Laugarnes. Það verður
framhald af æðinni sem nú er í
iðnaðarherfinu við Elliðavog og á
að fullnægja iðnaðar- og hafar-
hverfinu við sundið og Laugarnes-
herfinu," sagði Jóhannes Zoéga
hitaveitustjóri.
að fresta ákvarðanatöku um mikil-
væg mál og mundi valda því að
nauðsynjamál kæmust ekki í
framkvæmd.
Minnihlutaflokkarnir hafa ekki
fengist til þess að segja hvernig
þeir munu starfa eftir kosningar
ef þeir fá meirihluta nú. Það er því
fullkomlega óljóst hvað verður upp
á teningnum og þeir sem gefa þeim
flokkum atkvæði sitt gera það án
þess að geta gert sér grein fyrir
því, hverskonar stjórn borgarmála
þeir eru að kjósa.
Valið er því auðvelt. Þeir sem
vilja að áfram verði við völd
framsækin en ábyrg stefna, kjósa
Sjálfstæðisflokkinn. Hinir sem
vilja leggja út i óvissuna og eru í
andstöðu við stefnu Sjálfstæðis-
flokksins velja þá óvissu sem þeim
hentar bezt.
Málefnastaða sjálfstæðismanna
í borgarstjórn er í dag svo sterk,
að minnihiutaflokkrnir treysta sér
ekki til að berjast við okkur á þeim
vettvangi. Svo virðist sem and-
stæðingarnir telji þá helzta von að
hljóta fylgi, ef þeir þegja um þau
málefni sem kosið er um en reyna
þess í stað að setja á oddinn mál
sem koma bæjar- og sveitarstjórn-
arkosningum ekki við.
Við þurfum því að herjast svo
vel sem við getum og tryggja að
sigur Sjálfstæðisflokksins verði að
veruleika a' sunnudaginn kemur.
— Merkið má ekki falla og við
skulum verja vígið. — Við skulum
verja Reykjavík.
Höfum kaupendur að eftirtöldum veröbréfum:
Verðtryggö spariskírteini ríkissjóðs:
1967 1. flokkur Kaupgengi pr. kr. 100- 2472.46 Yfirgengi miðað við inn- lausnarverð Seölabankans 53.9%
1967 2. flokkur 2455.91 32.9%
1968 1. flokkur 2139.43 17.7%
1968 2. flokkur 2011.91 17.0%
1969 1. flokkur 1500.21 17.1%
1970 1. flokkur 1379.14 53,5%
1970 2. flokkur 1006.82 17.2%
1971 1. flokkur 948.37 52.2%
1972 1. flokkur 826.50 17.2%
1972 2. flokkur 707.46 52.2%
1973 1. flokkur A 543.84
1973 2. flokkur 502.65
1974 1. flokkur 349.12
1975 1. flokkur 285.44
1975 2. flokkur 217.83
1976 1. flokkur 206.20
1976 2. flokkur 167.44
1977 1. flokkur 155.81
1977 2. flokkur 130.27
1978 1. flokkur 100.00
VEÐSKULDABRÉF*:
1. ár Nafnvextir: 26%
2 ár Nafnvextir: 26%
3 ár Nafnvextir: 26%
*) Miðað er við auðseljanlega fasteign.
Kaupgengi
pr. kr. 100.-
79-
70- /
64-
Höfum seljendur aó eftirtöldum verðbréfum:
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF
RÍKISSJÓÐS: prTm-
274.73 (10%afföll)
274.73 (10% afföll)
171.57 (19.3% afföll)
1974 — E
1974 — F
1975 — G
HLUTABREF:
Verslunarbankinn
Kauptilboð óskast
PJÁRPCmnGARPÉIAC úiardj Hft
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu)
Sími 20580 Opið frá kl 1 3 00 til 1 6 00 alla virka daga