Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 Lengstu, fjölmennustu, og f jölbreyttustu tónleikar á Listahátíð íslenzkir tónlistarmenn á Listahátíd ’78 Ragnar Ingólfsson skrif- stofustjóri hér í bæ sagði, er hann var inntur eftir því af hverju honum var falið af framkvæmdaráði Lista- hátíðar að skipuleggja svo- kallaða maraþontónleika í Laugardalshöll, að Samband íslenskra karlakóra, sem hann veitir forstöðu, hafi upphaflega ætlað að halda upp á 50 ára afmæli sam- bandsins með venjulegum hætti, en hætt við þar eð slík hátíðarhöld hafi þótt skjóta skökku við á miðri Lista- hátíð. Það var þá sem það kom til tals að þessir tón- leikar Karlakórasambands- ins yrðu liður í Listahátíð ’78. Einnig var ákveðið að fela Ragnari að skipuleggja þessa maraþontónleika, þar eð mestur þungi tónleikanna hvíldi á honum hvort sem var: Um 11 karlakórar koma fram, en það munu vera um 400 söngvarar. Undir- búningur einstakra kóra hófst sl. haust, en formlegur undirbúningur undir mara- þontónleikana nú í mars. Ragnar sagði, að hann hefði notið fulltingis Björns Guðjónssonar hljómsveitar- stjóra og tónlistarkennara við undirbúning tónleikanna. Hlutur „! A>ahljómsveita á þessari fjölmenuj samkomu er stór. Björn sagði að þrátt fyrir mikla grósku á þessu sviði tónmennta væri því miður ekki til samband þeirra kennara og nemenda er stjórnuðu og lékju í skólahljómsveitum. Því væri það oftast að þar pukraðist hver í sínu horni. Björn taldi þessa tónleika stórt skref í framfaraátt, og lagði til að stofnað yrði samband skóla- hljómsveita af þessu tilefni. Það er sannarlega full ástæða til að taka undir þessa tillögu því alls munu um 30 skólahljómsveitir vera starfræktar í landinu. Annars er rétt að geta þess strax, að þrátt fyrir mikinn karlakórssöng og leik skóla- hljómsveita, verður margt annað á boðstólum. Hér á eftir fylgir listi yfir öll helstu atriðin á Maraþontón- leikunum, en þeir fara fram í Laugardalshöll í dag kl. 13:00 og standa nær sleitu- laust til kvölds, eða til kl. 21:00. Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON Ragnar Ingólfsson DAGSKRÁ kl. 13:00 Skólahljómsveitin Skólahljómsveit Garðabæjar Skólahljómsveit Mos- fellssveitar kl. 13:30 Landssamband blandaðra kórai Kór Trésmiðafélags Reykjavíkur Kór Söngskólans í Reykjavík kl. 14:30 Skólahljómsveitiri Lúðrasveitin Svanur — Unglingadeild kl. 15:00 Samband íslenskra karlakórai Karlakór Akureyrar Karlakórinn Geysir á Akureyri Karlakórinn Jökull frá Höfn í Hornafirði Karlakór Stykkis- hólms Karlakór Keflavíkur Karlakór Selfoss Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit Karlakórinn Svanir á Akranesi Karlakórinn Fóst- bræður í Reykjavík Karlakór Reykjavíkur Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði Kórarnir syngja hver um sig tvö lög, en í lok efnisskrár- innar mun Sinfóníuhljóm- sveit íslands leika undir í nokkrum lögum sem sungin verða af kórunum öllum sameiginlega. kl. 17:00 Skólahljómsveitiri Skólahljómsveit Nes- kaupstaðar Skólahljómsveit Ár- bæjar- og Breiðholts- hverfis kl. 17:30 Skólahljómsveitiri Skólahljómsveit Kópa- vogs kl. 18:00 Skólakórari Kór Barnaskólans á Akranesi Kór Gagnfræðaskól- ans á Selfossi kl. 18:30 Skólahljómsveitiri Allar ofangreindar skólahljómsveitir koma fram aftur kl. 20:00 „Góða veislu gjöra skal!“ Félagar úr Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur koma fram ásamt söngflokknum Hljóm- eyki og nokkrum hljóðfæraleikurum. Fjölbreytt efnisskrá. kl. 21:00 Lokaatriðii Skólahljómsveit Kópa- vogs leikur létt út- göngulög. Þótt sérstök efnisskrá hafi ekki verið tilbúin er þetta fór í prentun, liggur ljóst fyrir, að margt nýstárlegt og fróð- legt mun verða flutt á þessum lengstu, fjölmenn- ustu og fjölbreyttustu tón- leikum á Listahátíð ‘78. Má þar nefna nýtt tónverk, sem Leifur Þórarinsson samdi sérstaklega fyrir Skóla- hljómsveit Kópavogs, og nefnist Tveir þættir fyrir lúðrasveit( Kórali og Tnvention. Að sögn var þetta tónverk pantað af Leifi ærstaklega af þessu tilefni. rð telst einnig til tíðinda, ao hljómsveitin hyggst greiða tónskáldinu íslenskar krónur fyrir ómakið, en slíkt og þvílíkt er fremur fátítt í íslenskum tónverka-- viðskiptum. Einnig verður frumflutt nýtt tónverk eftir Jón Ásgeirsson, er nefnist Þjóðlífsmynd. Það er Kór Gangfræðaskólans á Selfossi er stendur að því. Einnig er að geta þess, að Guðmundur Jónsson, óperusöngvari með meiru, mun syngja einsöng í tónverkinu Landkenning eftir E. Grieg, en tónverk þetta mun eitt þeirra verka ér karlakórarnir syngja sameiginlega við undirleik Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Það má með sanni segja, að Maraþontónleikarnir verði eins konar þverskurður af tónlistarstarfsemi tón- listarnema og áhugafólks um tónlist í landinu. Ef að líkum lætur hugsa sér margir gott til gióðarinnar, enda sækja um 6 þúsund manns árlega styrktartónleika karlakór- anna tveggja í Reykjavík, hvað þá er 11 karlakórar koma fram í einu. Er ekki aö efa, að karlakóraunnendur muni mæta til leiks með bros á vör. Björn Guðjónsson Opiö í dag Endaraðhús Otrateig Góð húseign á tveim hæöum á 1. hæð: eru stofur, eidhús og snyrtiherb. Uppi: 4 svefnherb. og baöherb. Góður bílskúr fylgir. Verð 25 millj. útb. 17 millj. Grundarstígur 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Verð 11 millj. Njálsgata Góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð, tvö aukaherb. í kjallara fylgja. Útb. 6,5 millj. Otrateigur 2ja herb. kjallaraíbúð. Verö 5,5 millj. Æsufell 2ja herb. íbúð á 3. hæð um 60 ferm. Mikil sameign. Útb. 6 millj. Barónsstígur 3ja herb. íbúð á 3. hæð 90 ferm. Verð 11 millj. Grettisgata Hæð og hálfur kjallari 5 herb. 125 ferm. Útb. 8,5 millj. Maríubakki 4ra herb. íbúð á 1. hæð um 108 ferm. Utb. 9 millj. Asbraut Kóp. 4ra herb. íbúð á 1. hæð um 100 ferm. Verð um 13 millj. Kvisthagi 3ja herb. íbúö á jaröhæö um 100 ferm. Sér inng. Sér hiti. Verð 11 millj. Lágmúli 400 ferm. skrifstofuhúsnæöi. Tilbúið undir málningu og tréverk. Verð 125 þús. á ferm. Óskum eftir öllum stærðum fasteigna á söluskrá. Pétur Gunnlaugsson, lögfr Laugavegi 24. símar 28370 og 28040. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU 5 herb. íbúö á 2. hæö viö Rauðalæk 112 fm. Tvískipt stofa, hol og 3 svefnherb. Tvennar svalir. Bílskúrsréttur. Útb. amk. 10 millj. 5—6 herb. raöhús eöa íbúö óskast í Laugarneshverfi, eða í skiptum fyrir 4ra—5 herb. íbúð. Til sölu 4ra—5 herb. íbúö á 1. hæö í sambyggingu viö Vesturberg. 4—5 herb. íbúö á 1. hæö í blokk viö Eskihlíö, laus nú þegar. Dr. Gunnlaugur Þóröarson hrl. Bergstaöastræti 74A, fastur viðskiptatími kl. 11—17 sími 16410. 28611 Opið í dag frá kl. 2—5. Óðinsgata 2ja herb. 60 ferm. mjög góð efri hæð (1. hæð) í tvíbýlishúsi. Þvottahús í kjallara. Verð 10.5 millj., útb. 7 millj. Bergstaðastræti Lítil en mjög snotur ósamþykkt einstaklingsíbúð í kjallara. Þrí- býlishús. íbúöin er veöbanda- laus. Verð 5 millj., útb. 3.5 millj. Lindargata 25 ferm. ósamþykkt einstakl- ingsíbúð í kjallara. Allt sér. Verð 4 millj., útb. 3 millj. Nýlendugata 3ja herb. mjög góð íbúð á 1. hæð í tvíbýli. Steinhús. Útb. 6.5—7 millj. Góð greiöslukjör ef samið er strax. Spítalastígur 3ja herb. um 70 ferm. ágæt íbúð í tvíbýli. Allt sér. Utb. 7—7.5 millj. Ásbraut 4ra herb. 102 ferm. íbúð á 4. hæö. Allar innréttingar vandað- ar. Verð 13—13.5 millj. Háaleitisbraut 4ra herb. 108 ferm. íbúð á jarðhæð. Lítil efnalaug í fullum rekstri til sölu Ágæt tæki. Eignin er skuldlaus. Verð 3.5—4 millj. Möguleiki á skiptum á einstaklingsíbúö eöa góöri bifreið. Eyrarbakki Lítið gamalt einbýlishús til sölu. Verö 2.5 millj. Hentug sem sumarbústaöur. Stokkseyri Lítiö eldra einbýlishús, hæö og ris. Verð 3.5 millj. Hentugt sem sumarbústaöur. Ný söluskrá er komin út. Eitt símtal og: hún fæst heimsend. Fasteignasalan Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvlk Gizurarson hrl. Kvöldslmi 1 7677 „Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarf ólki Vesturbær Ásvallagata frá 52—79 Upplýsingar í síma 35408 iS>r0iwí»Iabiti»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.