Morgunblaðið - 10.06.1978, Side 17

Morgunblaðið - 10.06.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 17 hann þekkti betur þarfir fólksins en það sjálft og því engin ástæða til óánægju með neyzluvöruskortinn sem flestir þeir sem heimsótt hafa Sovétríkin telja að öðru fremur setji svip sinn á daglegt líf almennings þar. Allt er það í samræmi við-vilja hinnar landsföðurlegu forsjár, sem ein þekkir hinar raunverulegu þarfir fólksins. Söngsveitin á Skólavörðustíg 14 Ýmsir kunna nú að segja sem svo, að þeir Napóleon, Hitler og Stalín tilheyri sögunni og umræða um þá o£ allt þeirra athæfi sé án tengsla við vandamál liðandi stundar. Þetta er þó á misskilningi byggt. Það eru ekki til nein „hrein" efnahagskerfi í þeirri merkingu, að annað hvort séu allar ákvarðanir teknar af hálfu yfirvalda eða markaðirnir séu allsráðandi. Fyrra dæmið myndi helzt vera að finna í ættflokkasamfélagi á steinaldar- stigi, þar sem ættarhöfðinginn ræður öllu og síðara fólkið er ekki til. Alls staðar eru til einhverjar samneyzluþarfir, sem sjá verður fyrir utan markaðarins. Jafnvel í Sovétríkjunum er til frjáls markaður og í Ungverjalandi er verulegur hluti þjóðarbúskaparins rekinn á markaðsgrundvelli. ísland er talið kapitalískt ríki, sem hljóti sem slíkt að byggja á markaðs- búskap. En núlifandi kynslóð hefir þó kynnzt því, að markaðurinn hefir verið tekinn úr sambandi um lengri eða skemmri tíma. Við skulum í þessu sambandi sleppa heims- styrjaldarárunum því að stórstyrj- öld hlýtur alltaf að gera markaðsbú- skap meira og minna óvirkan. En við, sem komin erum á miðjan aldur og þar yfir, munum glöggt friðar- tíma þegar landsföðurleg forsjá hefir verið látin víkja markaðinum sem dreifingarkerfi til hliðar. Svo var á kreppuárunum 1932-1939 og e.t.v. þó í enn ríkara mæli á skömmtunar- og vöruskortstímabil- inu 1947-50. Með efnahagsráðstöfun- um þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stóðu að vorið 1950 var stórt skref tekið í þá átt að koma aftur á virkum markaðsbúskap og með efnahagsráð- stöfunum Viðreisnarstjórnarinnar 1960 mátti segja að skrefið væri tekið að fullu og hefir ekki síðan orðið á veruleg breyting, þrátt fyrir pólitíska sviptivinda. Það sem einkenndi ofangreind tímabil var m.a. það, að kaupmáttur launa ákvarðaðist ekki eins og nú af hlutfallinu milli kaupgjalds og vísitölu framfærslukostnaðar, held- ur af því hvað leyft var að flytja inn og hvað stjórnvöldum á hverjum tíma þóknaðist að skammta. Þeir sem ákvarðanir tóku í því efni voru þeir sem skipuðú það sem ég kalla hér „söngsveitina" á Skólavörðustíg 14, sbr. lofkvæði Djambúls frá Kasakistan um Stalín. Söngsveitin var mismunandi stór, stundum kvartett, stundum kvintett og allt ofan í dúett. Nú var það síður en svo að í nefndinni á Skólavörðu- stíg sem hét ýmsum nöfnum þótt valdsvið hennar breyttist lítt, væri skipuð einhverjum vanmetakindum. Hún var að jafnaði skipuð hinum mestu heiðursmönnum. Það að óvinsældir kerfisins bitnuðu oft á þessum mönnum persónulega með aðdróttunum um mútuþægni o.þ.h. var mjög ómaklegt. En þetta breytir engu um það, að þessir menn voru ekki fremur en aðrir gæddir neinu sjötta skilningar- viti, þannig að þeir gætu skynjað hagsmuni þjóðarinnar, alþýðunnar eða hvað það er nú kallað. I því efni höfðu þeir ekki frekar en aðrir neina viðmiðun aðra en eigin þarfir og smekk að því viðbættu að vafalaust hefir oft verið látið undan þrýstingi frá stjórrimálaleiðtogum, sem beittu áhrifum sínum til þess að leystur yrði vandi einstaklinga og fyrir- tækja sem studdu þann stjórnmála- flokk, sem hlut átti að máli. í framkvæmd leiddi kerfið til mjög óskynsamlegrar ráðstöfunar gjald- eyris miðað við það að markaðurinn hefði verið látinn ráða. Á Skólavörðustígnum var raunar búinn til matseðill þjóðarinnar á grundvelli smekks og þarfa þeírra fáu, sem markaðinn bjuggu til. Afnumið var í rauninni hið frjálsa neyzluval með þeirhi stórfelldu kjaraskerðingu sem af slíku leiðir. Þá leiddi af kerfinu, að tekin var upp ritskoðun, þar sem leyfi þurfti til áð flytja inn erlendar bækur. Ég sótti einu sinni á þessum árum um leyfi til þess að flytja inn nokkrar erlendar bækur til afnota við kennslu mína, en fékk blákalda synjun. Það leiðréttist þó fljótlega fyrir tilstilli góðkunningja míns, sem sæti átti í nefndinni. Kollega minn, sem þá var, próf. Guðmundur heitinn Thoroddsen átti þó ekki sama láni að fagna því að hann sagði einu sinni þegar við hittumst á förnum vegi, að nú gæfist hann upp við að sækja til gjaldeyrisnefndar um leyfi, til innflutnings vísindarita í læknisfræði, því að slíku hefði alltaf verið synjað. Þá fól fyrirkomulagið í sér átt- hagafjötra, því að enginn gat farið til útlanda án leyfis nefndarinnar. Það vakti töluverða athygli þegar það skeði, að mig minnir árið 1948, ólafur Björnsson. að nokkrir menn kærðu til mann- réttindadómstóls S.Þ. yfir því að þeim hefði verið synjað um ferða- gjaldeyri. Ágallar kerfisins voru því ekki að kenna þeim, sem framkvæmdu það, sem eins og fyrr segir voru yfirleitt mestu heiðursmenn, heldur lágu þeir í kerfinu sjálfu. En áðurnefnd dæmi ættu að sýna það, að ekki þarf að fara austur fyrir járntjald til þess að finna dæmi um skerðingu mannréttinda af þessu tagi, slíkt verður alltaf fylgifiskur slíkrar skipanar efnahagsmála. Markaðsbúskapur og kjaramál I kosningabaráttunni á yfirstand- andi vori hafa kjaramálin eðlilega borið mjög á góma. Ekki er ætlunin hér að leitast við að kryfja þau til mergjar, en mér koma þessi mál svo fyrir sjónir, að kjarni þess, sem um er deilt sé sá, að það hafi verið mat ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga þeirra, sem að efnahagstillögunum frá því í febrúar stóðu, að ef auka ætti neyzluna eða kaupmátt launa í samræmi við þá kjarasamninga, sem í gildi voru, þá myndi það kosta svo mikinn niðurskurð fjárfestingar að veruleg hætta yrði á atyinnuleysi. Annar kostur gat verið sá, að auka viðskiptahallann við útlönd, en allir Virtust sammála um, að það kæmi ekki til greina. Ég tel, að þungvæg rök liggi að baki sjónarmiðum ríkisstjórnarinn- ar og sérfræðinganna, þannig að það hafi verið túlkun ráðstafanna, sem farið hafi úrskeiðis, svo sem úrslit bæjarstjórnarkosninganna sýna, fremur en hitt að til hafi verið valkostir, sem betur kæmu við hag almennings, en allir þeir 13 sem sæti áttu í verðbólgunefndinni voru sammála um það, að hjá einhverjum aðgerðum yrði ekki komizt. Það hefir mikið verið birt af skýrslum, sem fróðlegar eru aflestr- ar fyrir sérfræðinga í efnahagsmál- um, en alltof lítið um þetta sagt, a.m.k. af viti á máli sem almenning- ur skilur. Annað mál er, að vissulega er það vandasamt að túlka nauðsyn efnahagsaðgerða, sem valda kunna í bili meiri eða minni kjaraskerðingu fyrir almenningi. Einn af forystumönnum danskra sósíaldemókrata, hagfræðingur að mennt, var hér á' ferð fyrir rúmum 20 árum. Komst hann þá eitt sinn svo að orði: „Mikið megum við danskir sósíaldemókratar öfunda Vinstri flokkinn af því að eiga Thorkil Kristensen. Hann getur talað þannig um efnahagsmál, að hver maður skilur það. Við eigum engan slíkan.“ Munu þó fáir þing- flokkar á Norðurlöndum a.m.k. vera svo vel í stakk búnir sem dönsku sósíaldemokratarnir að túlka efna- hagsmál, svo mörgum færum hag- fræðingum, sem þeir hafa á að skipa, bæði innan þings og utan. En því er hér minnst á kjaramálin í tengslum við félaga Napóleon, að til er að vísu ein leið enn ef leið skyldi kalla, sem á pappírnum gæti fengið það dæmi til að ganga upp, að skerða ekki vísitölubætur, án þess að dregið sé úr fjárfestingu eða skuldasöfnun erlendis aukin, a.m.k. ekki fyrst í stað. Hún væri sú að taka upp innflutningshöft að nýju og kalla einhverja „söngvara þjóðvísunnar" til starfa að nýju. Auðvitað myndi þetta hafa í för með sér meiri skerðingu lífskjara launþeganna en nokkur vísitöluskerðing sem til umræðu hefir verið, en sú skerðing yrði ekki mæld í tölum því að nú væri vísitalan ekki lengur neinn mælikvarði á kaupmátt launa. Þess- ari aðferð mætti líkja við það að ætla sér að lækna hitasótt með því að brjóta hitamælinn. Hinn frjálsi markaður er raunar fjöregg kjarabaráttu launþeganna í þeirri mynd, sem hún er rekin í þeim löndum, sem á markaðarbúskap byggja. Þegar tekin eru upp höft eða skömmtun eru með því slegin úr hendi launþeganna öll þau vopn er samtök þeirra hafa yfir að ráða til að auka kaupmátt launa sinna. Þeir kunna að vísu að geta knúið fram hærra kaup, en nú er það ekki lengur kaupið sem ræður lífskjörunum heldur hitt, hvað stjórnvöldunum þóknast að skammta fólkinu. Austan járntjalds eru frjáls launþegasam- tök, þ.e. óháð ríkisvaldinu, sem kunnugt er bönnuð. En jafnvel þótt þau væru leyfð, þá gætu þau litlu áorkað til þess að tryggja fólki sínu neinar raunhæfar kjarabætur. Telji stjórnvöld að ekki sé grundvöllur fyrir því að kjörin séu bætt, mættu þau kauphækkunum með strangari skömmtun, svo að kjörin standa í stað. Það þarf þó ekki að fara austur fyrir járntjald til þess að finna dæmi um það sem hér hefir verið sagt. Hvað gerðist hér á landi sumarið 1947? Þá um vorið var Dagsbrún í mánaðarverkfalli og tókst að knýja fram talsverða kauphækkun. En þá um sumarið var tekin upp ströng vöruskömmtun, sem gerði að engu hinar áunnu kjarabætur og miklu meira en það. Einhver kann nú að segja sem svo, að hafta og skömmtunarráðstafanir komi að því leyti betur við en t.d. vísitöluskerðingar, að fyrrnefndar ráðstafanir gangi jafnt yfir alla. Þetta er þó á algerum misskilningi byggt. Vegna ólíkra þarfa einstakl- inganna ganga einmitt engar kjara- skerðingarráðstafanir eins ójafnt yfir og skömmtun og höft. Jafnvel þó um almenna nauðsynjavöru sé að ræða eins og t.d. kaffi, þá mun rosknu fólki það í minni frá stríðsárunum hvernig kaffiskömmt- unin bitnaði þá á því fólki, þar sem aðeins var fullorðið í heimili, þar sem barnafjölskyldur höfðu gnótt kaffis. Ef um sérhæfðar vörur er að ræða, kemur ójöfnuðurinn þó enn skýrar fram. Á haftaárunum mun innflutningur hljóðfæra yfirleitt hafa verið bannaður (einhver undan- tekning mun þó hafa verið leyfð að því er snertir kirkjuorgel). Fyrir þá ómúsíkölsku var þetta nánast „kjarabót“, þar sem þeir losnuðu við þá óþægilegan hávaða. En hins vegar var hér um tilfinningalega skerðingu lífsánægju og þá um leið lífskjara söngelska fólksins að ræða. Ætti þetta ekki að þurfa nánari skýringa við. Forða verður kaupæði og vöruskorti að afstöðnum kosningum Því miður er „félagi Napóleon" ekki nein Grýla miðað við ástæður í íslenzku efnahagslífi í dag, heldur þvert á móti Ijóslifandi ógnun við lífskjör almennings, sem blasir við á næsta leiti. Alvarlegar horfur í gjaldeyrismálum þjóðarinnar, sem ekki hafa batnað við langvarandi útflutningsbann ætti að opna augu allra fyrir hættunni á því, að stjórnvöld hver sem þau verða eftir kosningar kaupi sér gálgafrest í Framhald á bls. 26. Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON skirrst við að höfða til þess sem afbrigðilegt kallast í fari fnanna, þess freistað að kalla á viðbrögð, andsvör. Aftur á móti létu reykvískir borgarar ögranir Þjóðverjanna ekkert á sig fá. Framandi tungu- mál varð óbrúanleg gjá milli leikaranna og áhorfenda. Mikið var um börn sem fylgd- ust áhugasöm með sýningunni, en naumast var þátturinn um syndaaflausnina við hæfi þeirra. Trúðleikurinn var þeim hins vegar fagnaðarefni, gervi leikar- anna og sú nýbreytni að leika á stultum. Skyndilega var fremur hátíðlegt andrúmsloft borgarinn- ar horfið og eitthvað tekið við sem minnti á að mannkynsfrels- arar hefðu náð völdum, fólk varð að líta upp til þýskra uppreisnar- manna í list og boðun. Þetta var þægileg tilbreyting. Das Freies Theater gerði okkur að þátttakendum í evrópskri leiklist sem byggir á gömlum grunni, en hefur aldrei fest rætur hér. Koma þeirra var áreiðanlega með því forvitnilegasta á þessari stjörnuhátíð. Sandspyrnukeppni Kvartmíluklúbbsins veröur haldin að Hrauni í Ölfusi sunnudaginn 11. júní kl. 2 e.h. ■>

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.