Morgunblaðið - 09.07.1978, Side 2

Morgunblaðið - 09.07.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 Dómpallurinn í Skógarhólum hefur verið færður til og var þessi mynd tekin við það tæki- færi. Hann er nú að sunnan- verðu við hlaupabrautina og vár því hægt að lengja beinu hlaupabrautina um 50 metra og er hún nú 350 metrar. Ljósm. Kristján. Skógarhólar um næstu helgi: Um 500 hross keppa á landsmóti hestamanna LANDSMÓT hestamanna hið áttunda í röðinni, verður haldið um næstu helgi í Skógarhólum í Þingvallasveit. Gert cr ráð fyrir að fjöldi hestamanna leggi lcið sína á mótið og þegar er vitað um hópa, sem lagðir eru af stað ríðandi á mótið, s.s. frá ísafirði, Skagafirði, Eyjafirði og Homafirði. Tii keppni á mótinu koma nærri 500 hross en um fjölda ferðahesta sem komið verður með á mótið, er erfiðara að segja fyrir um og varðandi hugsanlegan fjölda mótsgesta hafa forsvarsmenn mótsins látið þau orð falla að þeir eigi von á um 15 þúsund manns á mótið verði veður hagstætt. Mótið verður sett laust upp úr hádegi á föstudag, eða kl. 13.30, af Albert Jóhannssyni, formanni Landssambands hestamannafé- laga, en stóðhestar, sem sýndir verða á mótinu, verða hins vegar dæmdir á miðvikudag 12. júlí, kynbótahryssur verða dæmdar fyrir hádegi á fimmtudag, kl. 13 á fimmtudag verða gæðingar í B- flokki dæmdir með spjaldadómum, hross á hrossamarkaði verða kynnt kl. 15 og kl. 20 á fimmtu- dagskvöldið verða undanrásir kappreiða í 250 metra, 350 metra og 800 metra stökki. Klukkan 13 á föstudaginn verður öllum einstak- lingskynbótahrossum riðið inn á völlinn. Að lokinni setningu mótsins á föstudag eða kl. 14 verða gæðingar í A-flokki, alhliða gæðingar, dæmdir með spjaldadómum, Happdrætti SVFÍ: Bóndi fékk bifreiðina STEINÞÓR Þórðarson bóndi að Hala í Suðursveit hreppti vinning- inn, Chevrolet Malibu 1978, í happdrætti Slysavarnafélags ís- lands 1978. Sonarsonur Steinþórs og nafni, Steinþór Torfason, veitti bifreiðinni viðtöku af Gunnari Friðrikssyni forseta SFVÍ og Guðjóni Jónatanssyni fulltrúa í happdrættisnefnd SVFÍ. Enn eru ósóttir vinningar, er komu á eftirtalin númer: 4767, 7966, 23503, 28657 og 44779.“ seinna um daginn verða kynbóta- hryssur og stóðhestar kynnt, klukkan 15 fer fram unglinga- keppni 10—12 ára, klukkan 18 verða milliriðlar í 350 metra stökki og 1500 metra brokk, fyrri sprettur, og klukkan 20 fer fram gæðingaskeið. Bæði föstudags- og laugardagskvöld fara fram kvöld- vökur og er dagskrá þeirra fjöl- breytt. Á laugardag hefst dagskrá mótsins kl. 13 með því að dómum stóðhesta verður lýst og kl. 14 verður keppt til úrslita í tölti og þannig rekur hvert dagskráratrið- ið annað, s.s. lýsing dóma kynbóta- hryssa, unglingakeppni 13 til 15 ára, brokkkeppni, seinni sprettur, skeið fyrri sprettur, milliriðlar í 800 metra stökki og klukkan 18 á laugardag fer fram söluuppboð á hestum á hrossamarkaði mótsins. Klukkan 11 á sunnudag verður helgistund í Hvannagjá þar sem biskup íslands, Sigurbjörn Einars- son, predikar og Skálholtskórinn leiðir söng. Eftir hádegið fer hópreið hestamanna um mótsvæð- ið og flutt verða ávörp. Þá verða verðlaunaafhendingar og að síð- ustu fara fram úrslit kappreiða. Strangar kröfur eru að þessu sinni gerðar til kosta og gæða þeirra hrossa, sem til keppni koma á Landsmótinu og hafa t.d. verið sett ákveðin lágmörg varðandi þann árangur, sem kappreiðahross verða að hafa náð til að mega keppa á mótinu, kynbótahrossin eiga að vera nær eingöngu fyrstu verðlauna hross og gæðingar eiga að hafa náð ekki lægri einkunn en 7,60. Varðandi fjölda hrossa í einstökum keppnisgreinum má nefna að um 80 gæðingar keppa í hvorum flokki, sýnd verða um 100 kynbótahross, nærri 130 hross taka þátt í kappreiðum, unglingar keppa á 40 hestum í sérstakri unglingakeppni, 25 hestar taka þátt í töltkeppninni og 10 hestar keppa í gæðingaskeiðinu. Meðal keppnishrossa í kappreiðum móts- ins eru nær öll bestu hlaupahross landsins um þessar mundir og það sama má segja um vekringana. Margvíslegar lagfæringar hafa verið gerðar á mótssvæðinu og má þar nefna að gert hefur verið upphækkað áhorfendasvæði, dóm- pallurinn hefur verið fluttur yfir hlaupabrautina og beina brautin þannig lengd í 350 metra og þá hafa verið gerðir þrír hringvellir innan stóra hringvallarins. Er ætlunin að á þessum hringvöllum fari fram dómar kynbótahrossa, dómar gæðinga, unglingakeppni, töltkeppni o.fl. Landsmótið hefur fengið afnot af landinu í Svartagili og hefur túnið þar verið girt og er ætlunin að þar verði beitt langferðahross- um. Auk þess hafa verið girt tvö beitarhólf utan mótssvæðisins, á völlunum við Svartagilslæk og á Leirdalnum. Þá hafa reiðleiðir að Þingvöllum verið lagfærðar s.s. leiðin um Fellsendaflóann, gerð ný reiðleið frá Grafningsvegamótum að mótssvæðinu og ný leið gegnum þjóðgarðinn frá Vatnsvíkinni um Skógarkot og Langastíg eftir gömlu leiðinni upp á vellina fyrir ofan Þingvöll. Á vinnufundi sem haldinn var að Laugarvatni dagana 4.-8. júli, á vegum Iláskóla Sameinuðu Þjóðanna(HSÞ) var samþykkt tilboð íslenzku ríkisstjórnarinnar um þjálfunarnámskcið í jarðhita- fræðum hér á landi. Endanleg ákvörðun býður nú samþykkis íslenzkra stjórnvalda á því fyrir komulagi sem samþykkt var á fundinum. Af hálfu HSÞ og sérfræðinga hér á landi er ekkert því til fyrirstöðu að starfsemin hefjist á næsta ári. Háskóli Sameinuðu Þjóðanna stóð fyrir fundinum og bauð til hans erlendum gestum og nokkr- um íslenzkum sérfræðingum, sem unnið hafa að undirbúningi hugsanlegrar jarðhitaþjálfunar á vegum Sameinuðu Þjóðanna hér á landi. Aðdragandi fundarins að Laugavatni var sá, að í janúar 1976 sendu islenzk stjórnvöld erindi til hins nýstofnaða HSÞ, þar sem reifaðar voru hugmyndir um starfsemi hér á landi í tengslum við háskólann. 1 lok júní 1977 kom hingað til lands dr. Walther Manshard, aðstoðar- rektor HSÞ, ásamt ráðunaut sínum. Þeir lýstu þeirri skoðun sinni; að eðlilegt væri að miða fyrst um sinn einkum við þjálfun styrkþega í rannsóknum varðandi vinnslu á nýtingu jarðhita, og yrði þjálfunin fólgin í þátttöku í hagnýtum verkefnum og fræðslu í tengslum við þau. Niðrustaða viðræðnanna varð sú, að hér yrði athugað umfang og skipulag hugsanlegrar þjálfunarstarfsemi af þessu tagi á vegum Orkustofn- unar í samvinnu við Háskóla íslands og stefnt yrði að ákveðnum tillögum sem lagðar vrðu fyrir HSÞ. Að tillögunum unnu fulltrúar menntamálaráðuneytis, iðnaðar- ráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Orkustofnunar, Háskóla íslands, Rannsóknaráðs ríkisins og íslenzku UNESCO nefndarinnar. I tillögunum, sem samþykktar voru nú á fundinum, er gert ráð fyrir því, að íslendingar standi straum af meginhluta þess kostnaðar, sem beint er tengdur innlendri aðstöðu og innlendum mannafla, en HSÞ standi straum af dvalarstyrkjum og erlendum kostnaði styrkþega ásamt þeim hluta af árlegum kostnaði, sem beint er tengdur hinum erlendu styrkþegum, svo sem ferðum þeirra innanlands. Litið er á kostnað ríkissjóðs af starfsemi þessari sem hluta af framlagi íslands til aðstoðar við þróunarlöndin. Sérfræðingar frá Orkustofnun og Háskóla íslands hafa starfað undanfarnar vikur við að semja starfsáætlun fyrir þjálfun í jarð- hitafræðum á íslandi á vegum HSÞ. Þeirra tillögur hlutu jákvæð- ar viðtökur allra fundarmanna. Framhald á bls. 46. Opna málverkasýn- ingar á Akureyri Listmálararnir Helgi Vil- berg og Óli G. Jóhannsson opnuðu í gær sameiginlega myndlistarsýningar í Gall- erý Háhól á Akureyri. Helgi sýnir þar 32 myndir, nokkur olíumálverk, en flestar eru samsett myndverk. Óli sýn- ir 29 myndir, flestar akrýl- myndir. Sýningarnar standa til 16. júlí og eru opnar kl. 20—22 virka daga, en kl. 15—22 um helgar. Sv.P. Helgi Vilberg Óli G. Jóhannsson Gengisspáin hefur stað- izt í öllum höfuðatriðum GENGISSPÁ sú, sem starfs- menn L.Í.Ú., Sambands fisk- vinnsiustöðva og Vinnuveit- endasambands íslands gerðu í maí á s.l. ári, eða nokkru áður en „sólstöðusamningarnir“ svo- kölluðu voru gerðir, hefur staðizt í öiium höfuðatriðum. Gengisspáin var byggð á reikn- jngum frystihúsanna í maí 1977 og var þá miðað við sáttatilboð sáttanefndar, en endanlegir samningar voru byggðir á því. Gengisspáin er miðuð við gengi dollara og sýnir hvað gengið þyrfti að vera á hverjum tíma til að tryggja hallaiausan rekstur frystihúsanna. Samkvæmt gengisspánni ætti gengi bandaríkjadollars nú að vera 303.90, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér þyrfti gengið að vera 306 kr. til að tryggja hallalaus- an rekstur húsanna. Þá gerir gengisspáin ráð fyrir að ef sömu fiskverðs- og kaup- hækkanir verða til loka október n.k. og gert er ráð fyrir í samningum, þá þyrfti gengi dollars að vera 349.50 kr. Ágúst Einarsson starfsmaður L.I.Ú. var einn þeirra sem vann að þessari gengisspá og þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær sagði hann, að gengisfelling eins og fram kæmi í spánni kæmi sér mjög illa fyrir útgerð- ina í landinu, þar sem lang- stærsti hlutinn af gjaldaliðum útgerðarinnar væri háður er- lendu gengi, eins og t.d. veiðar- færi, olía, viðhald og ennfremur væru núorðið öll lán til fiski- skipakaupa gengistryggð, þann- ig að gengisfelling kallaði á hærra fiskverð, sem síðan þýddi útgjaldaaukningu fyrir fryst- inguna, og sem síðan kallaði á enn frekari leiðréttingu. Sagði Ágúst, að þegar þessi gengisspá hefði verið lögð fram hefðu fæstir tekið mark á henni, allra sízt verkalýðsleiðtogarnir en það sem væri að gerast nú. Framhald á bls. 46. Aðstoð íslands við þróunarlöndin: Síðasta landsmót hestamanna var haldið á Vindheimamelum í Skagafirði 1974. Meðal hrossa, sem sýnd voru á síðasta landsmóti var stóðhesturinn Hylur frá Kirkjubæ og sést hann hér með afkvæmum sínum. Þjálfunamámskeið í jarðhitafræðum hér á vegum HSÞ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.