Morgunblaðið - 09.07.1978, Side 5

Morgunblaðið - 09.07.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 5 Fjórir ungir listamenn f rá Norðurlöndum „Stóra harmoníkan" eítir Anders Áberg Óvenjuleg sýning stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Þar eru sýnd verk eftir 4 unga lista- menn frá Norðurlöndum, en eitt þeirra er ekki með, það er Finnland. Þessi sýning er upp- runalega gerð af Heine Onstad safninu í Noregi og á að sýna þátttöku Norðurlandanna í Æsku-Biennal í París 1977, en þangað er aðeins boðið lista- mönnum undir 35 ára aldri, og höfum við íslendingar verið þar þátttakendur hérumbil frá fyrstu tíð. Það hefur komið fram í fjölmiðlum, að gagnrýn- endur velji sýnendur á Æsku-Biennalen í París, en ég er hræddur um, að fáir gagn- rýnendur hérlendis hafi komið þar við sögu. Þetta vil ég leiðrétta hér til að forða okkur, sem um myndlist skrifa, frá allri ábyrgð, hvað þetta fyrir- tæki snertir og þá einkum og sér í lagi þessa sýningu á Kjarvalsstöðum. Það er nægi- legt, sem gagnrýnendur hafa á sinni könnu, þótt ekki séu þeir bornir fyrir hlutum, sem þeir hafa ekki komið nálægt. Sem sagt, hér með leiðrétti ég þetta atriði, hvað Island varðar a.m.k. Nýlistarmenn eru hér á ferð, eða það sem eitt sinn var kallað framúrstefnu-menn. Hér sjáum við unnið í fjölda efna, og ekki vantar hugmyndaflugið hjá þessum ungu listamönnum. Þeir útskýra einnig hver fyrir sig í sýningarskrá, hvað þeir eru að fara, og ekki veitir af. Þátttakandi íslands, 06Ólafur Lárusson, hefur þar sérstöðu. Texti hans er stuttur og hnit- miðaður og því honum til sóma, þegar borið er saman við það, sem sumir af félögum hans á þessari sýningu hafa að segja. Mestar eru útskyringarnar, þar sem minnst er að gera í listaverkinu. „Big smoke, no fire,“ sagði Indíáninn. Ólafur Lárusson á þarna einn þeirra félaga, concept verk, sem hanga á vegg. Það eru allt ljósmyndir og kasta fram til- gátum, sem hver og einn verður síðan að skilja eftir sinni getu. Ég held, að hann hafi sýnt þessar myndir hér heima áður, en má vera, að ég muni ekki rétt. Anders Áberg frá Svíþjóð á ef til vill skemmtilegasta verkið á þessari sýningu. Það er „Stóra harmoníkan," sem hægt er að fara inn í belginn á, og þá blasa við manni þjóðvísur. Að utan er landsbyggðin og fleira. Ég hafði skemmtun af þessu verki, og mér fannst það spegla humanistíska tilfinningu, sem er stundum vandfundin í því, sem nú er kallað nýlist. Daninn Björn Nörgaard notar ýmis efni til að búa til sitt sand- kassaland. Þar má finna möl, hraun, plast, gips, húsgögn, raflampa og sjónvarp. Svo kemur það manni óneitanlega á óvart, að verkið skuli vera til orðið fyrir áhrif úr okkar gömlu og góðu Eddu. Snorra-Edda er mjög myndrík bók — þar er öllu lýst á stuttan og laggóðan hátt. Þesskonar myndríki hef ég einnig reynt að stefna að í þessu verki," segir listamaðurinn, og þá hafið þið skilið verkið, góðir hálsar. Ég skal fúslega játa, að ég var litlu nær, þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu listamannsins, og verkið í heild verkaði heldur ruglings- legt á jafn úrkynjaðan gaml- ingja og maður er víst orðinn. Þá er einn listamaður eftir, það er Norðmaðurinn Viggo Ander sen, sem byggt hefur sérstakt herbergi inni í sýningarsalnum, Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON og þar getur heldur fátt að líta: rafmagnsperur fyrir enda her- bergisins og nokkrir munir aðrir innan veggja, ekki veit ég alveg, hvað Andersen er að fara, en þetta er allt snyrtilega upp sett. Það er svolítil til- hneiging til hreinleika og ein- földunar í formi, sem gefur þessu verki gildi. í heild varð ég ekki uppnum- inn af þessari sýningu, en það var þó skemmtilegt að sjá hvað jafnfræg listastofnun og Heine- Onstad safnið fæst við og lætur Norræna menningarmálasjóð- inn senda vítt og breitt um Norðurlönd. Mig grunar, að hér sé um visst snobberí að ræða, sem óneitanlega minnir á, að það var á Norðurlöndum, sem H.C. Andersen skrifaði „Nýju fötin keisarans." Það hafa oft verið skringileg hlaup eftir strætisvagninum í listasögu Norðurlanda, því óvissan og vankunnáttan hafa gert marga að viðundri af hræðslu við að missa af vagninum. Því ekki að hafa það eins og vitringur einn, sem spurður var hvort strætis- vagninn væri farinn framhjá. Já, en það gerir ekkert til, það kemur alltaf annar, svaraði drenghnokki, sem sullaði í pollinum sínum í haustrigning- unni. v Nýtt bílaumboó á íslandi Viö höfum nú hafiö innflutning á bílum frá Rúmeníu. Rúmenskir bílar hafa getiö sér gott orö í Evrópu og veröiö getur enginn staöist. 5 gerðir þar af 2 pick-up 2ja, 3ja og 5 dyra. 4 hjóla drif. ARO jeppinn hefur m.a. unniö Afríku safari keppnina. Sýningarbíll á Bílasölu Alla Rúts. ROMAN — 40 til 51 manna rútur Alklæddur meö sætum, sjón- varpi, stereo- hljómtæki o.fl. o.fl. Verö frá ca. kr. 24.000.000. TV — Mini Bus í 12 mismunandi geröum t.d. litlir og stórir sendibílar pallbílar, sjúkrabílar. 12 til 14 manna farþegabílar alklæddir. Verð á farþegabílum frá ca. kr. 5.5 millj. Bílarnir eru meö drifi á öllum hjólum. Bensín eða diesel. — umboöið, sf. BÍLASÖLU ALLA RÚTS Hyrjarhöföa 2 — Sími 81666 Reykjavík. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.