Morgunblaðið - 09.07.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.07.1978, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JULI 1978 Gamanmál og spurningar bæði fyrir fólk, sem situr inni í lokuðum bíl á fleygiferð í moldviðri og ryki, og fyrir þá, sem njóta frístunda sinna á annan hátt! Hlaðan hans Jóns bónda hafði brunnið til ösku og fulltrúi frá tryggingarfélaginu var að reyna að útskýra það fyrir honum, að hann fengi ekki endurgreiðslu í peningum. „Lesið þér tryggingarskírteinið," sagði hann. „Þá sjáið þér, að við skuldbindum okkur til þess að byggja hlöðu nákvæmlega einsog þá, sem eyðilagðist." Jón bóndi varð ævareiður og öskraði: „Ef þið ætlið að hafa það svona, þá er best að afturkalla strax líftrygginguna á konunni rninni!" - O — 1) Tveir indíánar voru á göngu gegnum skóginn. Annar þeirra var lítill, og hann var sonur stóra indíánans. En sá stóri var ekki faðir litla indíánans! Hvernig gat þetta átt sér stað 2) Hvaða bogi er það, sem enginn getir nokkru sinni spennt? 3) Hvað er það sem þú kastar, þegar þú þarfnast þess, en dregur það til þín, þegar þú þarft ekki á því að halda? Svör á síðunni Ferðalangur! Ferðalangurinn á myndinni er glaður og hýr á svipinn. En hann á samt langa leið fyrir höndum. Það kann meira að segja að vera, að hann sé orðinn hálf ráðavilltur. Þó má ráða bót á því með smá aðstoð við hann. Ef þú fyllir út reitina með punktunum í með einhverjum lit eða blýanti, kemur í ljós borgin, sem hann ætlar til. Það er höfuðborg í Evrópu. Hand- knatt- leikur Það getur vel verið, að það sé auðvelt að sjá, að á myndunum tveimur eru þeir að leika handknatt- leik. Að vísu vitum við ekki hvort þetta er einn af leikjunum úr fyrstu deild Islandsmótsins — en þeg- ar við aðgættum nánar, þá sáum við, að myndirn- ar eru alls ekki alveg eins. Það er fimm mismunandi atriði, sem eru öðruvísi! Geturðu fundið þau áður en ein og hálf mínúta er liðin? TröUabamið á Kr ákueyj u Framhaldssaga ÍX Vestermann lítur allt í kring um sig. „Eg sé ekki neitt," segir hann. „Ég held, að þú sért að gera gys að mér.“ „Ég held nú síður," segir Skotta sannfærandi og dregur sitthvað upp úr vasa sínum. „Sjáðu bara! Hér er apinn!" í sömu andrá lyftir hún litlum spegli upp að nefi Vestermanns og hann virðir fyrir sér andlit sitt, hrukk- ótt og sólbrennt. „Þetta þykir mér einum of langt gengið.... það sem betra var: Hann er hættur við refaveiðarnar þennan daginn. Skotta snýr aftur til hinna barnanna, sem sitja enn við refagrenið. „Vestermann er farinn heim,“ segir hún til skýring- ar. „Hann kemur bara aftur seinna," segir Palli, sem er engan veginn rólegur. „Og þá skýtur hann vesalings yrðlingana. Hvað eigum við að gera?“ Palli er hugsi. „Maður eins og Vestermann ætti alls ekki að hafa byssuleyfi! Nú veit ég, hvað við gerum! Við brjótumst inn hjá honum í nótt og rænum byssunni hans! Þá getur hann ekki skotið yrðlingana!" „Já, en heldurðu að það takist?" spyr Skotta skelk- uð. „Já, ef við verðum hepp- in,“ segir Palli. „Hittumst öll þrjú í kvöld, þegar hin éru háttuð! Þá fremjum við innbrot hjá Vestermann!" III. Síðla kvölds, nokkru eftir háttatíma á Krákueyju, skríða Palli, Skotta og Stína út um glugga hvert á sínu heimili. Enginn veitir ferða- lagi þeirra eftirtekt, og þau hittast skömmu síðar fyrir framan hús Vestermanns sjómanns. Nú ætla þau að framkvæma ákvörðun sína. Skotta hefur notað tímann fram að þessu til þess að hugsa nánar um hana, og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.