Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 Vinsældalistar og fréttir 11 -r» L4 i_ poDDneiTninum. Kemnr brezka hljómsveitín MagpaGarta tíl íslands? Eins og lesendur rekur ef- laust minni tii var eitt af markmiðunum með hljómleik- um StranKÍers hér á landi í maí að opna augu erlendra hljóm- sveita fyrir íslandi. Að ein- hvcrju leyti virðist þetta hafa tekizt, því fyrir skömmu var staddur f Reykjavik umboðs- maður brezku hljómsveitarinn- ar Majjna Carta og lýsti hann miklum áhuga á að koma með hljómsveitina hingað á næsta sumri og halda í viku hljónr leikaferðalag um landið. Umboðsmaðurinn Sigfrid Birdsen, sem er norskur, sagði að næsta sumar héldi hljóm- sveitin í hljómleikaferðalag til Færeyja og væri nú í athugun hvort ekki væri hægt að koma við á Islandi í leiðinni. Er ætlunin þá að fara með ferjunni Smyrli og flytja allt magnara- kerfið og annað hafurtask hljómsveitarinnar sjóleiðina. A íslandi er hugmyndin að hafa vikuviðdvöl og halda hljómleika víða á landinu. En þessar hugmyndir eru enn mjög í lausu lofti og enn hefur lítið verið rætt við innlenda aðila um þessi mál. En áður en lengra er haldið er rétt að segja frá hljómsveit- inni og sögu hennar. Magna Carta var í upphafi dúett og skipuðu hann þeir Chris Simpson og Glen Stuart. Hljómlistin sem þeir léku var enskt þjóðlagarokk og fyrst í stað komu þeir eingöngu fram í þjóðlaga-klúbbum. Fyrsta plata dúettsins Magna Carta kom út árið 1969 og nefndist hún „Times of change." Platan hlaut dræmar viðtökur, enda lítið til hennar vandað af hálfu útgáfu- fyrirtækisins. Hún þjónaði þó þeim veigamikla tilgangi að ýta hljómsveitinni fram í dagsljósið og var góð kynning á Magna Carta. „Seasons" nefndist næsta plata hljómsvietarinnar og er sú plata talin af mörgum það bezta sem frá Magna Carta hefur komið. Nafn sitt dregur hljón- platan af verki, sem fjallar um árstíðirnar fjórar og tók það verk um 20 mínútur í flutningi. Á „Seasons" aðstoða þeir Danny Thompson og Rick Wakeman þá Simpson og Stuart, en Gus Gudgean sá um að útsetja lögin. Plata þessi gerði Magna Carta fræga í einu vetfangi og í kjölfar hennar hélt hljómsveitin hljóm- leika í Albert Hall í London. Hljómleikarnir voru hljóðritað- ir, en upptökurnar týndust og var því ekki hægt að gefa hljómleikana út á plötu eins og ætlunin hafði verið. Davy Johnstone, gítarleikari, gekk nú í Magna Carta og er hann á plötunni „Songs from Wastes Orchard.“ Það átti þó ekki að liggja fyrir Johnstone að vera lengi í hljómsveitinni, því eftir skamma hríð gekk hann í hljómsveit Eltons Johns. Við sæti Johnstones í Magna Carta tók Stan Gordon og stuttu eftir að hann gengur í hljóm- sveitina kemur fjórða plata hennar út, „Lord of the ages.“ Upphaflega átti platan að heita „Frozen optimist", þar sem á plötunni er lag sem nefnist „Sun ain’t gonna rise.“ En illa tókst til með lagið í upptöku og það varð úr að platan var skírð „Lord of the ages.“ Sakir ágreinings hljómplötu- útgáfufyrirtækisins og umboðs- manns Magna Carta varð nokk- uð hlé á því að hljómsveitin léti frá sér fara nýja plötu. Sú kom ekki út fyrr en 1974 og nefndist „Martin’s cafe,“ en platan var tekin upp árið áður. En nú var umboðsmaður Magna Carta bú- inn að fá nóg og stakk af til Ástralíu, en hljómsveitin sat uppi með mikla skuldasúpu. Til að bjarga málunum seldi Chris Simpson hús sitt og tókst síðan með aðstoð lögfræðings að rétta hag hljómsveitarinnar við. Ný plata fylgdi í kjölfarið og bar hún titilinn „Putting it back together." Nú 'var Glen Stuart hættur í hljómösveitinni og í hans stað kom Tom Hoy. Tveir KATE BUSH VINSÆL I JAPAN Kate liush. söngkonan unga sem sló í gegn með lagi sínu „Wuthering IIeights“ íyrr á árinu. hafnaði í öðru sæti í söngvakeppni sem nýlega var haldin í Tokyo. Lagið sem hún söng nefnist „Moving" og er af plötu hennar „The Kick Inside“. Keppninni var sjónvarpað beint til 35 milljón manna í Japan. en lagið „Moving“ er nú í 42. sæti japanska vinsaldalistans. Þá má geta þess að annað lag eftir Kate Bush er í 11. sæti vinsældalistans í Bretlandi og nefnist það „Man With The Child In IIis Eyes". Magna Carta, eins og hljómsveitin er skipuð í dag, talið frá vinstri: Robin Thyne, sem leikur á flautur, gítar og syngur, Chris Simpson, gítar og söngur, Jee Abbot, bassaleikari og Tom Hoy, gítar og söngur. aðrir hljóðfæraleikarar, Robin Thyne og Jee Abbat gengu í hljómsveitina og Magna Carta var nú orðinn kvartett. „Putting it back together" kom út hjá GTO-útgáfufyrirtækinu, en Chris Simpson og félagar hans í, Magna Carta voru ekkert yfir sig hrifnir af samskiptum sínum við það félag. Töldu þeir að forráðamenn GTO hefðu mestan áhuga á að útsetja tónlist hljómsveitarinnar í diskó-stíl og varð það úr að hljómsveitin skipti um útgáfufélag. Nýja félagið var Phonogram, en það félag gaf út allar plötur hljóm- sveitarinnar nema „Putting it back together." I haust er síðan væntanleg á markaðinn sjöunda plata Magna Carta, „Prisoners on the line.“ Á þeirri plötu er verk í anda „Seasons" og nefnist það „Prisoners on the line.“ Hvort það á eftir að vekja sömu vinsældir og „Seasons" er annað mál og aðeins tíminn getur skorið þar úr. En sem sagt, hver veit nema okkur íslendingum veitist tæki- færi til að sjá Magna Carta á hljómleikum á íslandi næsta ár. Það væri ekki amalegt. Vinsældalistar Aðeins tvö ný lög eru á brezka vinsældarlistan- um þessa vikuna og eru þessi lög flutt af nýbylgjuhljómsveitinni Boomtown Rats og af söngkonunni Kate Bush. John Travolta og Olivia Newton-John tróna sem fyrr í efsta sæti, en Rolling Stones hafa hrapað úr 3. sætinu f það 4. í Bandaríkjunum er allt með kyrrum kjörum og er ekki að sjá að bandaríski listinn muni breytast mikið í bráð. LONDON. 1. ( 1) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John. 2. ( 2) Smurf song — Father Abraham. 3. ( 4) Annie’s song — James Galway. 4. ( 3) Miss you — Rolling Stones. 5. ( 6) Airport — Motors. 6. (11) Man with the child in his eyes — Kate Bush. 9. (10) Dancing in the city — Marshall Main. 8. (20) Like clockwork — Boomtown Rats. 9. ( 5) Making up again — Goldie. 10. ( 7) Rivers of Babylon — Boney M. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. NEW YORK. 1. ( 1) Shadow dancing — Andy Gibb. 2. ( 2) Baker street — Gerry Rafferty. 3. ( 3) It’s a heartache — Bonnie Tyler. 4. ( 6) Miss you — Rolling Stones. 5. ( 5) Take a chance on me — ABBA. 6. ( 7) Use to be my girl — O’Jays. (11) Still the same — Bob Seger. 8. ( 8) Dance with me — Peter Brown. 9. (10) You belong to me — Carly Simon. 10. (12) The groove line — Heatwave. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. AMSTERDAM. 1. ( 2) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Nwton-John. 2. ( 1) Rivers of Babylon — Boney M. 3. ( 4) Miss you — Rolling Stones. 4. ( 3) Lady MacCorey — Band Zonder Naam. 5. ( 8) Whole lotte rosie — AC/DC. 6. ( 5) Golden years of rock’n roll — Long Tall Ernie. ( 6) If you can’t give me love — Suzie Quatro. 8. (12) Hold your back — Status Quo. 9. (17) Dance across the floor — Jimmy „Bo“ Horne. 10. (9) Piece of the rock — Mother’s finest. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. BONN. 1. ( 1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. ( 2) Night fever — Bee Gees. 3. ( 3) Stayin alive — Bee Gees. 4. ( 5) Oh Carol — Smokie. 5. ( 4) Take a chance on me — ABBA. 6. ( 9) If you can’t give me love — Suzi Quatro. ( 8) Eagle - ABBA. 8. ( 7) Runaround Sue — Leif Garrett. 9. ( 6) Love is like oxygen — Sweet. 10. (10) Lay love on you — Luisa Fernandez. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. HONG KONG. 1. ( 5) With a little luck — Wings. 2. ( 2) I was only joking — Rod Stewart. 3. ( 4) Moving out — Billy Joel. 4. ( 1) Night fever — Bee Gees. 5. ( 3) If I can’t have you — Yvonne Elliman. 6. ( 7) Baker street — Gerry Rafferty. ( 6) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John. 8. (10) Rivers of Babylon — Boney M. 9. (12) Dust in the wind — Kansas. 10. (—) Miss you — Rolling Stones. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Boomtown Rats, nýbylgjuhljómsveitin sem segist hafa innleitt nýbylgju-tónlistarstefnuna í Dyflinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.