Morgunblaðið - 09.07.1978, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978
Guðbjartur og
Samvinnubankinn
Athugasemd bankaráðs
BANKARÁÐ Samvinnubankans
heíur beðið blaðið fyrir eftirfar-
andi athugasemdt
Halldór Halldórsson, blaðamað-
ur, hefur tekið sér fyrir hendur að
skrifa blaðagreinar í Dagblaðið í
þeim tilgangi að breiða út róg og
rakalaus ósannindi um Samvinnu-
bankann og viðskipti Guðbjarts
heitins Pálssonar við bankann.
Iðja þessi virðist framhald af
skrifum Kristjáns Péturssonar um
sama efni, í ársbyrjun 1977, en
grundvöll fyrir þessum skrifum
átti að fá með handtöku Guðbjarts
heitins, sem framkvæmd var af
Hauki Guðmundssyni svo sem
kunnugt er. Allt er þetta stærri
saga, sem sýnir siðgæði og vinnu-
brögð þeirra er að þessu standa.
Þótt fjarstæður og ósannindi í
greinum Halldórs ættu að liggja í
augum uppi, telur bankaráðs
Samvinnubankans óhjákvæmilegt
að vekja athygli á eftirfarandi
atriðum.
1. Til þess að skýra falsanir
Halldórs, er rétt að benda á, að fái
hann víxil í banka til 30 daga að
upphæð ein milljón, og framlengi
þennan víxil mánaðarlega í eitt ár,
og greiði aðeins af honum vexti, þá
hefur hann samþykkt víxla að
upphæð 12 milljónir, en ekki
fengið í hendur frá bankastofn-
uninni nema hina upphaflegu
milljón. Varla verður því trúað að
Halldór Halldórsson sé svo fávís
að hann viti þetta ekki. Hins vegar
eru fjárhæðir í umræddum skrif-
um fengnar með því að leggja
saman framlengingarvíxla. Hlið-
HANNES PÁLSSON
— KVEÐJUORÐ
Kveðja frá dóttursyni.
Hann afi minn er dáinn. Er ég
í fyrsta sinn fór í sveitina sem
hann hélt svo mikið upp á og þar
sem hann dvaldi oftast hjá sínu
frændfólki, er tími gafst til frá
daglegu amstri, þá kvaddi ég hann
sjúkan, en í barnslegu eðli mínu
hélt ég, að við myndum hittast
aftur, en svo varð ekki, og mun því
minningin lifa með mér um
ókomin ár.
Afi minn var mér svo mikils
virði frá því fyrst er ég kom fárra
daga gamall inn á heimili þeirra
ömmu, að ég átti þar mitt annað
heimili, og þar var hann alltaf
tilbúinn, hvernig sem á stóð, til að
hugsa um mig og hugga og margar
voru þær næturnar sem hann gekk
úr sínu rúmi fyrir „elsku vininn
sinn“ og þess mun ég minnast
núna á okkar kveðjustund. Einnig
þegar við fengum okkur bíltúr
niður að höfn til þess að athuga
skipin hans og skoða mannlífið
sem hann fræddi mig um. Systur
mínar, Hanna Sigríður og Inga
Hrönn, eiga líka sínar góðu
minningu um afa þótt ungar séu,
og við í sameiningu munum geyma
hana um alla framtíð. Öll munum
við minnast hans, einnig mamma
og pabbi, því afi var okkur svo
mikil stoð og stytta. Nú kveð ég
afa minn og bið almáttugan guð að
leiða hann hinn ljúfa veg og taka
í sína arma.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Aska afa míns verður jarðsett í
gröf móður hans í Prestbakka-
kirkjugarði á Síðu.
Ingimar Bragi.
+
Eiginkona mín og móðir okkar
JÓHANNA EINARSDÓTTIR,
Nóatúni 18,
veröur jarösett frá Fossvogskirkju már.udaginn 10. júlí kl. 1.30. Blóm og
kransar afbeöin, en þeir sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á
Hjartavernd.
Pétur Ámundason
og börn.
t
Eiginmaður minn,
GUDMUNDUR ÁSGEIRSSON,
Heiðargerði 29,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginnll. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Áslaug Ingimundardóttir.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JONAS ÞORVALDSSON
fyrrv. skólastjóri í
Ólafsvík
Framnesvegi 27,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. júlí kl. 13.30.
Ingunn Hjördís Jónasdóttir Jónas Sch. Arnfinnsson
Valgerður Anna Jónasdóttir Elias Hergeirsson
Þorvaldur Jónasson Margrét H. Ármannsdóttir
Ragnheiður Jónasdóttir Gunnar Ólafsson
og barnabörn
stæða aðferð notar hann við
hlaupareikninga og er hér auðvit-
að í báðum tilfellum um vísvitandi
falsanir að ræða.
Halldór segir það haugalygi
bankaráðsins, sem fram er tekið í
yfirlýsingu sem birtist í Morgun-
blaðinu 9. febrúar 1977 að „Ólafur
Finsen var útgefandi að einum
víxli Guðbjarts, sem féll á Ólaf
sem ábyrgðarmann.“ Þ.e.a.s. sem
Ólafur varð að greiða. Það er sama
hvað Ólafur staðfestir þetta oft í
blöðum, Halldór segir það samt
„haugalygi".
Auðvitað var margbúið að fram-
lengja þennan víxil og Ólafur
skrifað uppá í hvert sinn.
Til þess að sýna hvernig þetta
gekk fyrir sig, skal hér birt tafla
yfir framlengingar á umræddum
víxli á árinu 1964.
Kaupdagur Upphæð
31.12.63 1.465.000
25.01.64 1.340.000
20.02.64 1.255.000
02.04.64 1.151.000
30.05.64 1.134.000
27.06.64 999.000
25.07.64 976.000
31.08.64 923.700
09.11.64 875.000
Af þessu yfirliti sést, að Guð-
bjartur greiðir til bankans á árinu
kr. 590.000 til lækkunar víxlinum,
en samkvæmt reikningsaðferð
Halldórs hefði bankinn átt að lána
honum kr. 8.653.700. Af þessu má
einnig sjá að víxillinn er aðeins
einu sinni framlengdur á réttum
tíma og því sennilega afsagður 7
sinnum. Þetta fékkst þó ekki
staðfest hjá fógetaembættinu, þar
sem ekki tókst að fá aðgang að
afsagnargerðum frá þessum tíma.
2. Halldór segir í umræddri
grein að bankaráð Samvinnubank-
ans hafi ranglega haldið því fram,
að Guðbjartur hafi aðeins átt tvo
reikninga í bankanum, nr. 313 og
242, en til viðbótar hafi hann átt
tvo felureikninga nr. 3131 og 2429.
Hér má segja að um afsakanlegan
misskilning sé að ræða hjá Hall-
dóri. Haustið 1967 hóf Samvinnu-
Gjaiddagi Grciðsludg.
20.01.64 25.01.64
20.02.64 20.02.64
20.03.64 02.04.64
20.05.64 30.05.64
20.06.64 27.06.64
20.07.64 25.07.64
20.08.64 21.08.64
20.10.64 09.11.64
10.01.65 27.01.65
bankinn tölvunotkun við bókun
hlaupareikninga. Urðu þá öll
hlaupareikningsnúmer fjögurra
stafa tölur. Var þá tölunum 1 og
9 bætt aftan við númer Guðbjarts,
en eftir sem áður hafði hann
aðeins tvo reikninga. Þetta er
sagan um felureikningana.
3. í Dagblaðinu 26/6 1978 sýnir
Halldór kvittun þar sem Einar
Agústsson hefur tekið við skulda-
bréfum af Guðbjarti.
Það er rétt kvittun Einars ber
það ekki með sér að Einar hafi
tekið við þessum skuldabréfum
fyrir hönd Samvinnubankans en
hins vegar er það staðreynd að
þannig var það í raun og veru.
Skuldabréf v/Svans Halldórssonar
keypti Samvinnubankinn til
greiðslu á víxilskyldum Svans.
Skuldabréf útgefið af Garðari
Sigmundssyni var tekið til trygg-
ingar skuld á hlaupareikningi 3131
(áður 313) og afborgarnir af því
voru lagðar inn á þann reikning.
4. Nokkur bið hefaur orðið á því
að hægt væri að senda þessa
athugasemd vegna fjarveru
bankaráðsmanna. Bankaráðið ætl-
ar sér ekki að standa í frekari
blaðaskrifum um þetta mál.
Bankaráð
Samvinnubankans.
Svona lítur það út, nýja veiðihúsið á efsta svæðinu í Stóru-Laxá. (Ljósm. Sig. Sigm.)
Syðra-Langholti:
Nýtt veiðihús í Hreppunum
Nýlega var tekið í notkun nýtt
og myndarlcgt veiðihús fyrir
efsta svæðið í Stóru Laxá í
Hreppum, en þar er veitt á fimm
stangir. Húsið, sem bændurnir
byggðu sjálfir, hefur hlotið nafn-
ið Stöðulfoss og stendur það
skammt frá bænum Laxárdal.
Það er um 80 fermetrar að
flatarmáli, byggt úr timbri og
stendur á súlum. í því eru fimm
rúmgóð herhergi. eldhús,
geymsla og bað. Það var Þórður
Jasonarson, byggingarmeistari í
Rcykjavík, sem húsið hannaði og
Guðmundur Jónsson Birnustöð-
um á Skeiðum var byggingar-
meistari. Kostnaður við byggingu
húsins er um 6 — 7 milljónir
króna.
Sem fyrr segir, er hús þetta
fyrir efsta svæðið í ánni, en fyrir
voru við ána tvö veiðihús, annað
við Hlíð fyrir þriðja svæði og hitt
hjá Hólakoti fyrir fyrsta og annað
svæðið.
Veiðin í Stóru Laxá hefur verið
geysilega góð það sem af er og
voru í gær komnir um 200 laxar á
land, en til gamans má geta þess,
að í fyrrasumar veiddust 266
fiskar allt fram á haustið. Laxá á
einn stærsta laxastofn landsins og
er meðalþunginn til þessa í kring
um 10—11 pund. Fyrst verið er að
tala um góða veiði, er rétt að geta
þess að næstum alls staðar er nú
talað um að bæði fiskigengd og
veiði sé mun meiri heldur en á
sama tíma í fyrra og má nefna sem
dæmi, að á hádegi í gær voru 330
laxar komnir á land úr Grímsá í
Borgarfirði, en á sama tíma í fyrra
voru þeir aðeins 165.
Sig. Sigm.
- Argentínustjóm
Framhald af bls. 34.
hafi einhver áform á prjónunum
við suðurenda meginlandsins.
Af þessum sökum er e.t.v. ekki
að furða að Chilemönnum hafi
verið ljúft að verða vitni að
hrörnandi samskiptum Brasilíu
og Argentinu varðandi hagnýt-
ingu vatnasvæða á ánni Paraná.
Bæði löndin hafa gert áætlun í
þessu efni, sem stangast á hvor
við aðra.
Erlend samtök hafa ýtt undir
tilraunir Argentínustjórnar til
að leggja rækt við þjóðernis-
hyggju í landinu og má á meðal
þeirra nefna „Amnesty
International" sem hefur gert
málstað pólitískra fanga í
A-rgentínu að sínum, en fangar
þessir nema trúlega nokkrum
þúsundum. Allur þorri Argen-
tínumanna hefur á tilfinning-
unni að þjóðin hafi sætt ill-
kvittnum slúðurofsóknum þar
sem forkólfar mannréttindabar-
áttu hafa ekki greint nægjan-
lega á milli argentínskra stjórn-
valda og þjóðarinnar í heild.
Ekki óvænt sjón í Argentínu. Hermaður vopnaður vélbyssu rekur
afsettan ráðherra á undan sér eftir tiltektir í Buenos Aires.
Senriilega myndi Argentínu-
stjórn fara með stórsigur af
hólmi ef kæmi til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um mannrétt-
indastefnu. Hinu verður ekki á
móti mælt að hún hefur staðið
höllum fæti víða í landinu og má
ætla að flestir Argentínumanna
kysu að hafa aðra foringja við
stjórnvölinn.