Morgunblaðið - 06.08.1978, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978
Rœtt við hjónin á Olafsvöllum á Skeiðum sem reka blandað
Blaðamaður Mbl. Elín
Pálmadóttir í heim-
sókn á Óiafsvöllum
— Svona er þetta búið að vel-a
hér síðan á Landsmóti hesta-
manna, skaut hún að blaðamann-
inum til skýringar. Þá komu
eigendur íslenzkra hesta til ís-
lands í þremur leiguflugvélum. Og
þar í hópi er fólk sem maður hefur
hitt á Evrópumótum hestaeigenda
og í sambandi við íslenzka hunda
eða sölu á ullarvörurh. Þeir vita að
ég tala málin og að hér koma
margir, svo þeir geta komið
skilaboðum hvor til annars. Hér er
því búinn að vera stöðugur
straumur af Svisslendingum,
Frökkum, Þjóðverjum og Norð-
mönnum. Hér kom t.d. Norðmaður
Kjartan Georgsson og
Sigríöur Pétursdóttir
það var ég fjósamaður á Bessa-
stöðum hjá Ásgeiri Ásgeirssyni,
en kúabúið var síðar lagt niður og
ræktuð holdanaut, en því var líka
hætt. Við Sigríður vorum þá
trúlofuð og hún var við nám í
Sviss, svo hún var aldrei á
Bessastöðum.
— Nú, það var greinilega engin
framtíð í að búa á Reynisstað.
Borgin sótti að og ekkert mátti
byggja. Ég byrjaði þó með holda-
kjúklinga, en fór að leita mér að
jörð, segir Kjartan.
Nokkrir staðir komu til greina,
m.a. Saltvík á Kjalarnesi, sem
reyndist of dýr. Þá gerði bóndi
„Komumst yfir ótrúlega margt,
sem okkur þykir skemmtilegt,,
Á Ólafsvöllum á Skeiðum er rekið blandað bú. Ekki kannski hið hefðbundna
hlandaða bú, nema að nokkru leyti. En blandað íorðsins fyllstu merkingu. Þar er
kúabú. fjárbú, hrossarækt, hundarækt og útflutningsverzlun. Að þessari fjölbreyttu
starfsemi standa hjónin Kjartan Georgsson Sigríður Pétursdóttir, sem þar búa.
Heimilið bar vissulega merki um þessa miklu athafnasemi, þegar blaðamaður Mbl.
renndi þar íhlað um sex leytið einn góðviðrisdag ísíðustu viku. Útúr stofunni og
eldhúsinu barst mannamál og mátti greina fimm tungumál. Þarna voru frönsk hjón
með dóttur sína og þýzk kona að kaupa íslenzka hvolpa og auk sinna eigin
tungumála brugðu menn fyrir sig ensku. Og úr eldhúsinu bárust raddir stúlknanna,
íslenzkrar og danskrar. Sigríður stóð ísímanum við að útvega dýralækni, vottorð og
flutningskassa fyrir hvolpana með flugvélinni, milliþess sem hún ræddi við hvern og
einn á hans tungumáli.
sem hefur átt þegar fimm íslenzka
hunda frá mér og vildi fá einn í
viðbót. Og þetta fólk er að sækja
fimm hvolpa, sem það ætlar að
taka með sér á laugardag. Þetta er
ósköp gaman, en maður getur
orðið þreyttur stundum, eins og
aðrir.
Meðan Sigríður er að snúast í að
ná í dýralækni, sem er flókið mál,
því báðir næstu dýralæknar eru í
sumarfríi og Gunnar Már Gunn-
arsson í Laugarási sem leysir þá
af, hefur ekki undir höndum
réttan stimpil, er tekið til við að
spyrja gestina. Þeir þurfa að bíða
dýralæknisins, sem skoðar dýrin
og skrifar vottorðin, en fá þau svo
stimpluð í Reykjavík.
Franska fjölskyldan býr
skammt frá Strassbourg og á 8
íslenzka hesta og tvo íslenzka
hunda. En sú þýzka á 10 íslenzka
hesta og einn hund. Öll eru þau
miklir aðdáendur íslenzkra hesta.
Þau komu því á mótið, og hafa
notað tækifærið til að ferðast um
landið. Við brottförina eru þau svo
komin til að sækja þessa fimm
hvolpa, sem keyptir hafa verið á
Olafsvöllum, einn handa frönsku
hjónunum, annan handa dóttur-
inni, þann þriðja handa þýzku
konunni og svo tvo fyrir vini.
Annan þeirra hafði keypt maður,
sem fór heim um Kaupmannahöfn
og hinn var ke.vptur handa lítilli
stúlku, sem hafði misst litla
íslenzka hundinn sinn undir bíl og
verið óhuggandi. Nú á að flytja
hvolpana frá Keflavík í þar til
gerðum plastkössum. Gestirnir
segja að margir þeir, sem eigi og
læri að dá íslenzka hestinn, vilji
gjarnan fá hreinræktaðan íslenzk-
an hund líka, þegar þeir kynnist
honum. Svo kaupi þeir íslenzkar
lopapeysur og reyktan lax, til að
hafa meðferðist heim til sín.
• Útflutningur
frá sveitabæ
Útflutningsverzlun er ekki
venjuleg búgrein á sveitabæ, svo
eðlilegt er að grennslast fyrir um
það, hvernig á henni standi þarna
á Ólafsvöllum, þegar gestirnir eru
farnir. En útflutningsverzlun Sig-
ríðar, sem er orðin all umfangs-
mikil, hefur orðið til eðlilega og
smám saman. Sigríður er alin upp
við viðskipti, eins og hún orðaði
það, þar sem faðir hennar stundar
það starf, og hún hefur löngum
haft tengsl við aðrar þjóðir, hefur
góða menntun og tungumálakunn-
áttu. Hún var í 4 ár við nám í
Sviss, fyrst í klausturskóla í 8
mánuði og síðan í 3 ár við nám í
félagsfræði. En frönsku var hún
byrjuð að læra 10 ára gömul hjá
séra Froman í Landakoti. Og þar
sem bezta vinkonan í skóla í Sviss
var ítölsk og Sigríður eyddi
gjarnan leyfunum sínum á Italíu,
lærði hún ítölsku til viðbótar við
þýzkuna, frönskuna og enskuna.
En það var samt ekki fyrr en
löngu síðar að bóndakonan tók að
stunda útflutningsviðskipti, sem
hófst eiginlega með því að greiða
fyrir hestaútflutningi og sölu á
íslenzkum hundum. Fólk var þá að
biðja hana um að útvega lopapeys-
ur af greiðasemi. Og verkefnið
stækkaði af sjálfu sér. Og nú hefur
hún rekið útflutningsfyrirtækið
Röskva á Ólafsvöllum á Skeiðum í
4 ár.
Þannig selur Sigríður ullarvörur
til heildsala, fyrir milligöngu
umboðsmanna erlendis, og á kaup-
stefnum, sem hún hefur sótt.
Fyrirtæki hennar hefur verið með
á helztu sýningum í nágranna-
löndunum, svo sem í Bella Center í
Kaupmannahöfn, International
Knitware Fashion í London og
sýningu í Köln. Auk þess hafði
Sigríði nú verið boðið að sýna í
Kuwait, sem hún sagði að væri
spennandi en alltof dýrt. Mest
hefur hún selt tii Þýzkalands,
Austurríkis, Sviss, Norðurlanda,
Bretlands, íriands og Japan.
Flíkurnar eru hannaðar og
framleiddar fyrir fyrirtækið víðs
vegar um landið, bæði handprjón-
aðar eftir módelum og saumaðar
úr prjónuðum ullarvoðum, en frá
þeim gengið og þeim pakkað heima
á Ólafsvöllum. Kjartan hafði verið
að sækja varning í sendingu og
kom heim síðar. Þar voru margar
fallegar flíkur, teiknaðar af ýms-
um hönnuðum. Norskur hönnuður,
sem gift er og býr austur í
sveitum, Toril Malmö, er aðal-
hönnuðurinn og þarna sáum við
flík sem hönnuð er af hreppstjóra-
frú og aðra eftir unga stúlku úr
Landsveit.
Það er til heill fjársjóður af
góðum hugmyndasmiðum, segir
Sigríður. Síðan lætur hún prjóna
voðir á prjónastofum í Vík, á
Hvolsvelli og víðar og sauma á
saumastofum á Selfossi, í Vík og
víðar. Og hún hefur samstarf við
Borg h.f. í Víðidai, hefur umboð
fyrir vörur þess til útflutnings.
Hópur af konum í sveit á Suður-
landi prjónar t.d. eitt peysumódel-
ið, sem við sjáum þarna. Þetta er
greinilega all umfangsmikið starf,
og forvitnilegt að vita hvernig
gengur að reka það á þennan hátt.
— Ég er orðin húsmóðir í
hjáverkum, segir Sigríður. Þessu
fylgja heilmikil ferðalög innan-
lands, svo maður er stundum ekki
nema tvo daga heima í viku. Þó
reyni ég að vera alltaf heima um
helgar. Svo þarf að fara utan
a.m.k. haust og vor, ræða við
umboðsmenn og viðskiptavini og
sjá um sýningarnar.
— Vissir erfiðleikar eru því
samfara að reka svona fyrirtæki
frá sveitabæ, segir hún. En það
hefur aftur á móti þann kost að
vinnustaðurinn er heima og þann-
ig betur hægt að vera húsmóðir,
bóndakona og útflytjandi í senn.
En símakostnaður verður ákaflega
miklu hærri og pósturinn kemur
ekki nema annað hvert kvöld, svo
að bréfin geta orðið of gömul. Því
er nauðsynlegt að hafa telexað-
gang. Við höfum telexþjónustu
3—4 fyrirtæki saman í Reykjavík.
Stúlka tekur þar niður skilaboð til
mín og hringir þau hingað. Ég
svara um hæl og hringi skilaboðin
til hennar. Einnig eru ferðirnar
kostnaðarsamar, 86 km. leið til
Reykjavíkur en eftir góðum vegi.
— Það er mjög gaman að þessu,
segir Sigríður, þó við erfiðleika sé
að etja. Maður kynnist svo mörg-
um indælum manneskjum hér
heima og erlendis. En í handprjón-
inu er samdráttur, vegna þess að
svo mikið er farið að seljast af
eftirlíkingum erlendis.
• Alltaf ætlað
að búa
Þau Kjartan og Sigríður settust
ekki að á Ólafsvöllum til að reka
þar útflutningsverzlun. Annað
vakti fyrir þeim. Kjartan er í
rauninni bóndasonur úr Reykja-
vík, Georg Jónsson faðir hans, sem
er bróðir þeirra Finns og Ríkharðs
Jónssonar, var með bú á Reynis-
stað í Skerjafirði, hafði þar 25 kýr
og stundaði hrognkelsaveiði á
vorin. Og Kjartan var með honum
við það. Stundaði hrognkelsaveið-
ina á trillu í tvö vor, eftir að hann
flutti að Ólafsvöllum.
— Ég hugsa að ég hafi alltaf
verið ákveðinn í að búa, segir
hann. Ég tók samt kandidatsprófið
í Bændaskólanum á Hvanneyri og
starfaði hjá Búnaðarfélagi íslands
í eitt ár eftir að námi lauk. Eftir
einn hér í sveitinni frænda mín-
um, Jóni Kjartanssyni, aðvart um
að jörðin Ólafsvellir á Skeiðum
væri laus. Mér leizt strax vel á
hana og fékk hana.
— Þetta er 400 ha kirkjujörð,
sem ríkið á, en ég á öll húsin og
ræktunina. íbúðarhúsið var hér
fyrir, en við innréttuðum.
Spurður um það hvort hann hiki
ekki við að byggja upp á jörð, sem
þau eiga ekki sjálf, svarar Kjart-
an: — Ég hefi alltaf litið á jörðina
eins og ég eigi hana sjálfur. Ríkinu
er skylt að endurgreiða það, sem
gert er, á matsverði. Ég hefi
hugsað mér, að þeim mun meir og
betur sem ég geri, þeim mun betur
stend ég að vígi, ef ég verð að
hætta. Og ég held að þetta sé
hugsunarhátturinn á þessum sex
bæjum hér í kring.
— Dæmi um það er að alger
samstaða var meðal okkar um
borun eftir heitu vatni. Holan
kostaði að lokum 100 milljónir kr.
En engum datt í hug að hætta.
Borað var niður á 1100 metra dýpi
og kom vatn, en náðist ekki. Á
botninum var 60 stiga heitt vatn,
en ekki hægt að útiloka æðar með
27 stiga heitu vatni á 400 metra
dýpi. Við verðum því að safna
kjarki og peningum áður en við
reynum aftur, bætti Kjartan við,
er hann var spurður hvort úti væri
ævintýri.
— Þetta er svipað ævintýri og
við Kröflu, aðeins í smærri stíl. Ég
get ákaflega vel skilið þá góðu
menn sem standa að Kröflu. Þegar
út í þetta er komið, er ekki hægt að
hætta, maður verður bara að
halda áfram að moka peningum í
það meðan nokkur kostur er.
Holan okkar er semsagt ónýt, en
nú ætla þeir að fá að nota hana til
að setja í hana jarðskjálftamæla,
vegna jarðskjálftahættu hér á
Suðurlandi. Þeir setja niður þrjá
dýptarmæla, við Hellu, niðri við
ströndina og hér.
• Kindum fækkað
í 40
Þegar minnzt er á jarðskjálfta,
veitum við því athygli þar sem við
sitjum í eldhúsinu yfir „kvöld-
snarli", að húsið hristist. Það
stendur ekki á klöpp og dúar
auðveldlega. Skýringin nú er sú, að
skurðgrafa frá Ræktunarsam-
bandi Flóa og Skeiða er að grafa