Morgunblaðið - 06.08.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.08.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 25 Eyjólfur K. Jónsson: Morgunblaðið birtir síðastlið- inn fimmtudag stutt álit fimm hagfræðinga á grein, sem ég ritaði í blaðið daginn áður. Mig langar að þakka þessum ágætu mönnum athugasemdirnár og tel rétt að víkja að þeim nokkrum orðum, ef verða mætti til upplýsingar. Fyrstur svarar prófessor Ólafur Björnsson og bendir réttilega á, að deila megi um, hvort það form verðtryggingar, sem í grein minni var nefnt, sé hið heppilegasta. Hann víkur hinsvegar ekki að síðari lið hugleiðinga minna um greiðslu- halla ríkissjóðs, og ber að harma það. En með hliðsjón af því, að hann er sá hagfræðingur, sem á seinni árum hefur hvað alvarlegast varað við því að ganga braut sífelldra gengis- breytinga, leyfi ég mér að vona, að þögn hans um þetta atriði megi túlka sem samþykki. Hann telji réttlætanlegt að hætta á greiðsluhalla ríkissjóðs í stuttan tíma, ef svigrúmið, sem þá myndaðist, yrði notað til að berja á verðbólgu og koma í veg fyrir, að ein gengisfelling fyigi í kjölfar annarrar. En vissulega væri mikill fengur að því, að prófessor Ólafur Björnsson fjallaði um þetta mál, því að á orð hans hlýða menn. Ummælum dr. Jóhannesar Nordals er ég í einu og öllu sammála, nema þeirri staðhæf- ingu hans, að það hljóti að leiða til hærra „neyzlustigs" að auka innlendar skuldir ríkisins á þann veg, sem ég hef lagt til. En þessu reyni ég að svara óbeint, er ég nú vík að ummælum fornvinar míns, Bjarna Braga Jónssonar. Hann segir: „í fyrsta lagi finnst mér hugmyndin um erlenda mynt ganga í berhögg við þá stefnu, sem yfirvöld hafa reynt að framfylgja með ýmsum aðgerð- um undanfarið; sem sé að efla tiltrú almennings á íslenzku krónunni." Því miður hefur þetta nú tekizt báglega, og ætti ekki að vera úr vegi að leita annarra úrræða en þeirra, sem fram að þessu hafa verið talin haldbezt, en sleppum því, gefum Bjarna Braga Jónssyni orðið áfram: „Og í öðru lagi sýnist mér, að með hugmyndinni um að greiða halla ríkissjóðs með innlendu lánsfé sé um að ræða allsherjar samneyzlulán, sem ég hélt að væri fjarri stjórnmálaskoðunum Eyjólfs. Slíkt gera þjóðir helst, þegar þær eiga í stríði.“ Hér hefur Bjarni Bragi mis- skilið mig hrapallega. Eg tek sérstaklega fram að samhliða verði að „beita aðhaldsúrræð- um“ og eingöngu eigi að fjár- magna með lántökum „halla ríkissjóðs vegna ýmissa nytsam- legra framkvæmda ríkisins". Það er því rétt hjá Bjarna Braga, að það er fjarri stjórn- málaskoðunum mínum að taka „allsherjar samneyzlulán". Auð- vitað legg ég ekki til, að samneyzla verði nú aukin, né heldur einkaneyzla, á meðan verið er að ná jafnvægi, heldur ber að keppa að því að auka sparnað, og ég er ekki reiðubú- inn að fallast á það, að einka- neyzlan mundi aukast, ef fólk sæi fram á verðhjöðnun og væri samhliða gefið tækifæri til að ávaxta sparifé sitt í „harðri" mynt. Þvert á móti hygg ég, að menn mundu fresta ýmsum innkaupum, að menn mundu leggja fé sitt á vöxtu í stað þess að vera þátttakendur í kaupæð- inu, kaupa bíl til viðbótar, litasjónvarp til viðbótar, hljóm- flutningstæki — og hvað það nú allt saman heitir. Eg er meira að segja ekki viss um, að menn mundu börða miklu meiri mat, þótt þeir þyrftu ekki með hverjum bita að renna niður álíka skammti af sköttum. I meginefnum er ég sammála þeim prófessor Guðmundi Magnússyni og Þorvarði Elías- syni. Guðmundur bendir rétti- lega á, að traust á gengistryggð- um reikningum mætti eyði- leggja með rangri gengisskrán- ingu „og allskyns millifærslum og hundakúnstum". Og hann bendir á, að „traust ríkisstjórn, sem gæti staðið við að jafna metin aftur hjá ríkissjóði, yrði að vera forsenda þess“ að grípa til þess úrræðis að reka ríkis- búskapinn með greiðsluhalla um sinn. En „kjarni málsins er sá“, eins og Guðmundur Magnússon kemst að orði, „að gengið sé rétt skráð, þannig að afstaðan milli innlends og erlends verðlags tryggi hallalaus utanríkisvið- skipti og að ávöxtun sparifjár sé næg til að forða því frá rýrnun í verðbólgunni um sinn. — Liður í því að brjótast út úr þeirrr hringrás gæti verið að auka niðurgreiðslur eða skattalækk- un, þótt af hlytist verri staða ríkissjóðs um sinn.“ Þorvarður Elíasson bendir réttilega á, að losna myndi um mikla fjármuni, ef unnt yrði að stöðva verðbólguna og svigrúm þó gefast til annarra hluta. Þetta er mergur málsins og, á því byggist öll hugsunin. Eins sakna ég í ummælum hagfræðinganna. Enginn þeirra víkur beint að því atriði, að útflutningsframleiðslunni verði gert að taka gengistryggð lán til starfsemi sinnar, að bæði rekstrarlán og afurðalán verði með gengistryggingu. Þar held ég þó, að sé að finna eitt mikilvægasta atriði þeirrar stefnubreytingar, sem um er fjallað, eða hví skyldu t.d. afurðalán sjávarútvegs vera í innlendum peningum á lágum vöxtum, miðað við það sem nú er almennt, en varan síðan seld í erlendri mynt, eftir að gengis- breyting hefur verið fram knúin. Væri ekki nær að láta útflutningsframleiðsluna ala hafa ríflega fjármuni, en „al- vöru peninga". Er ekki ljóst, að það mundi minnka þrýstinginn á eilífar gengisbreytingar, og er ekki ljóst, að rýmri fjárráð mundu gera stjórnendum fyrir- tækjanna kleift að sinna öðru en daglegri sláttumennsku, sem hindrar þá í að einbeita kröftun- um að bættum rekstri og hrekur beztu menn frá stórfyrirtækjum sem eiga gífurlegar eignir, en vantar rekstrarfé — ef þeir þá ekki beinlínis fara í rúmið. Ef farið yrði að öllu. eða einhverju leyti inn á þær leiðir sem hér um ræðir, væri um pólitískar ákvarðanir að ræða. Hlutverk hagfræðinganna yrði að útfæra þær. Von mín er sú, að þessar hugleiðingar og um- ræður geti orðið til þess, að menn finni nýjan flöt í umræð- um, flöt, sem enginn flokkur hefur bitið sig í, né heldur fordæmt — og gerir vonandi ekki að óathuguðu máli. Enginn þyrfti því að „brjóta odd af oflæti sínu“, þótt t.d. gjaldeyris- trygging verði sett á lán til útflutningsframleiðslunnar, hvort svo sem þar yrði um að ræða sama féð og hún nú hefur til starfrækslu sinnar eða nýs fjármagns aflað með því að almenningi yrði heimilað að opna gengistryggða bankareikn- inga. í öllu falli væri æskilegt, að nýir farvegir yrðu ruddir, ef menn ætla í einlægni að leitast við að ná saman um landsstjórn. Einn kennir nú misvitrum stjórnmálamönnum um, hvernig farið hafi, annar embættis- mannakerfinu, þriðji óbilgjörn- um verkalýðsforingjum og sá fjórði máttvana atvinnurekend- um. Þetta er ófrjó deila, sem þyrfti helst að liggja niðri nú á næstunni. Þess í stað sneru menn sér að nýjum viðfangsefn- um. Þá er von til að vel farnist. Pólitísk ákvörðun 100. ártíð Jóns Sigurðssonar Það löggjafarþing, sem kemur saman á haustdögum, verður það 100. í röðinni íslenzkra löggjafar- þinga. Þetta verður því á sinn hátt sögulegt þing þegar litið er um öxl engu síður en þá litið er til þeirra viðamiklu og vandasömu verkefna, er þess bíða. Og áður en þessu 100. löggjafarþingi þjóðarinnar lýkur rennur upp árið 1979 en þá er hundraðasta árstíð Jóns Sigurðs- sonar, forseta, er leiddi sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar veigamestu sporin og kallaður var „sómi Islands, sverð þess og skjöldur". í tilefni af því, hvern veg minningu Jóns Sigurðssonar verði sýndur verðugur sómi á 100. ártíb hans, bar Þorvaldur Garðar Kristjánsson fram fyrirspurn á síðasta þingi varðandi fyrirhugað- ar framkvæmdir á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, svaraði því til, að samkvæmt þingsályktun, sem samþykkt hafi verið á Alþingi 16. janúar 1945, væri hlutverk Hrafnseyrarnefndar að stýra framkvæmdum á Hrafnseyri i minningu Jóns Sigurðssonar. For- sætisráðherra sagði nefndina mundu standa að því að láta fullgera bygginguna á Hrafnseyri með því að byggja við hana nýja álmu, þar sem yrði inngangur að minjasafni Jóns Sigurðssonar og kapella, sem mætti nota til fundarhalda. Gert væri ráð fyrir, að kostnaður við þessar bygging- arframkvæmdir greiddist m.a. úr minningarsjóði Dóru Þórhalls- dóttur og með samskotum ein- staklinga og samtaka, sem Hrafnseyrarnefnd myndi beita sér fyrir. Nefndin muni ljúka þessum framkvæmdum fyrir ártíðina og minnast hennar með opnun minja- safns Jóns Sigurðssonar, vígslu kapellunnar og á annan viðeigandi hátt. Það er vel til fundið að gera alla þjóðina, með einum eða öðrum hætti, að virkum þátttakanda í því að heiðra minningu Jóns Sigurðs- sonar á 100 ára ártíð hans. Það þarf og að gera á viðeigandi hátt í skólum landsins og fjölmiðlum, ekki sízt útvarpi og sjónvarpi. Ekki hafa farið spurnir af því, hvern veg verður að slíku staðið. Vonandi verður það gert af háttvísi og hógværð en fullri reisn. Sterkur fr jáls- hyggjuflokkur Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aður við samruna Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Höfuð- inntak sjálfstæðisstefnunnar var frelsi og fullveldi þjóðarinnar út á við, en inn á við frelsi ein- staklingsins til menntunar, skoðanamyndunar, tjáningar, starfs og framtaks. Sjálfstæðis- flokkurinn lagði fram frjálslynda umbótastefnu á þjóðmálasviði með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Hann lagði áherzlu á stéttasam- vinnu í stað stéttastríðs. Fámenni þjóðarinnar leyfði ekki .innbyrðis ófrið. Hann vildi virkja ein- staklinginn, hæfileika hans, hug og hönd, til átaka í þjóðfélaginu. Hann taldi eðlilega samkeppni örva til árangurs og stefna ætti að því að hver einstaklingur yrði efnalega sjálfstæður og óháður, samhliða því sem félagslegt öryggi fólks yrði tryggt. Þetta er enn í dag grunntónn sjálfstæðisstefn- unnar, þó að aðstæður séu breytt- ar og mörgum áfanganum náð, sem var út við sjóndeildarhring, er flokkurinn var stofnaður. Þó að margt hafi breytzt í þjóðfélagi okkar og flokkurinn hafi mætt bæði velgengni og mótbyr, eins og gengur í stjórn- málum, hefur frjálshyggjufólk hér á landi allar götur frá stofnun flokksins borið gæfu til að standa saman, flokkslega séð. Það hefur verið heill þess, hagur og styrkur. Öfugt við svokallaða „vinstri" flokka, sem flokkslega og skoðana- lega iðka krónískan hanaslag, hafa sjálfstæðismenn leyst sín innri vandamál og átök þann veg, að flokkurinn hefur styrkst en ekki veikst. Hafi einhverjir aðilar reynt að rjúfa þennan styrk, hefur hinn almenni flokksmaður kippt hlut- unum í liðinn. Tímabundinn ágreiningur getur hinsvegar hreinsað út, hleypt fersku lofti í flokksstarfið, örvað til stærri átaka, ef þess er gætt, að ekki sé vegið að fjöreggi frjálshyggjufólks í þessu landi, þ.e. að niðurstaða skoðanaskipta verði aukin sam- heldni út á við. Það er frjáls- hyggjufólki á Islandi nauðsynlegt að hafa sterkan, samhentan Sjálf- stæðisflokk, sem tryggi ein- staklingsfrelsi og mannhelgi, iýð- ræði og þingræði i landinu. Það er vert að minnast þess, að minni- hluti þjóða og mannkyns býr við lýðræði og þingræði, í vestrænum skilningi þeirra orða. Þegnrétt- indi. eins og við þekkjum þau, eru munaður, er til þess að gjöra lítill hluti heimsbyggðar nýtur. Um slík réttindi þarf að standa trúan vörð. í ljósi reynslunnar Á þessu ári er haldið upp á 60 ára afmæli sósíalsks þjóðskipulags í Sovétríkjunum. Það var m.a. gert með réttarhöldum og þrælkunar- dómum yfir „andófsmönnum" fyr- ir þær sakir einar, að hafa aðrar skoðanir en stjórnarherrar. Fyrir þær sakir að krefjast persónu- bundinna mannréttinda í sam- ræmi við Helsinkisáttmálann. Dæmið um það, hvert alræðis- hyggja sósíalisma og kommún- isma leiðir almenn mannréttindi og einstaklingsfrelsi, er ekki bundið við Sovétríkin ein eða sextíu ára reynslu af sósíölsku þjóðskipulagi þar. Hún nær til tuga þjóðlanda í A-Evrópu, Afríku og Asíu. Og niðurstaðan er hvar- vetna hin sama. Það er hvergi til undantekning frá reglunni. Afnám mannréttinda, sem sjálf- sögð þykja á Vesturlöndum, í löndum alræðishyggjunnar, er stundum afsakað með skipulags- hyggju og fyllra efnahagslegu öryggi. Þessi afsökun væri vafa- söm, þó að rétt væri, en hún er alröng. Alþjóðlegar skýrslur sýna að almenn lífskjör í ríkjum sósíalismans eru ekki aðeins miklu lakari en í ríkjum V-Evrópu og N-Ameriku, heldur mörgum ára- tugum á eftir. Reynsla fjölmargra þjóða af framkvæmd sósíalisma kemur því ekki aðeins fram í þrengri persónulegum réttindum einstaklinganna á svo til öllum sviðum mannlegs lífs, heldur og verulega lakari almennum lífs- kjörum. Og enginn hefur heyrt um verkföll, yfirvinnubann eða út- flutningsbann þar á bæ. Kjarabar- átta er orð sem ekki þekkist. Það er m.a. til vitnis um félagsleg og fagleg réttindi einstakra starfs- stétta. Það gegnir furðu að boðendur slíkra þjóðfélagshátta skuli hafa nokkurn hljómgrunn meðal almennings hér á landi. Hið borgaralega lýðræði eins og við þekkjum það t.d. á Norðurlönd- um hefur að vísu sína annmarka, sem skylt er að horfast í augu við. En það felur í sér hæfileikann til að þróast frá þeim til meiri fullkomnunar, fyrir áhrif meiri- hluta fólks í frjálsum leynilegum kosningum, á friðsaman og heil- brigðan hátt. Það er einn af mörgum — og ekki sízti — kostum þess í samanburði við stjórnskipu- lag alræðishyggju og sósíalisma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.