Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978
27
eða að dvalið sé milli ferða og
farnar gönguferðir út frá þeim.
Húsverði er nauðsynlegt að hafa í
stóru húsunum, bæði vegna hús-
anna sjálfra og umhverfisins. Þeir
vinna mjög gott starf. Sumir eru
að hluta hjá Náttúruverndarráði,
svo sem í Landmannalaugum og á
Hveravöllum.
— Okkar stærstu hópar sækja
að jafnaði á þá staði sem sæluhús-
in eru á. Til dæmis voru um hverja
helgi í júlímánuði 130—140 manns
í Þórsmörk og 40—50 manns um
hverja helgi í Landmannalaugum,'
en þá er líka farið í Eldgjá.
— Vandamál? Ég veit ekki
hvort þetta er vandamál. Þórs-
mörkin þolir mikinn fjölda manna
án þess að á sjái, ef vel er gengið
um. Þar er svo skýlt og gróðurinn
svo sterkur, og þar er góð hrein-
lætisaðstaða. Auðvitað verður að
ganga vel um. Stðirnir, sem hærra
standa, svo sem Landmannalaugar
og Hveravellir, þola ekki eins
mikinn ágang.
• Fjallahópur
— Við höfum einnig verið að
reyna að fara á aðra staði en þá,
sem orðnir eru fastur liður. Úm
hverja helgi er boðið upp á
einhverja slíka. Yfirleitt hefur
reynzt erfitt að fá fólk til að fara
annað en venjan er. En í sumar
hefur okkur tekizt að fá í hverja
auglýsta ferð, og það er alveg
einstakt. Nú um síðustu helgi var
t.d. farið í Þjófadali og gengið á
Hrútfell. Helgina áður var gengið
á Fimmvörðuháls, farið hefur
verið að Hagavatni og nú um
verzlunarmannahelgina er ætlun-
in að ganga á Öræfajökul frá
Sandfelli og þegar komnir 15—20
þátttakendur viku áður, svo búast
má við góðri þátttöku. Það er
kominn þarna kjarni, sem við
köllum fjallahópinn, og sækir
mjög þær ferðir sem bjóða upp á
fjallgöngur.
— Til slíkra ferða þarf góðan
útbúnað, en fólk sem vill ferðast er
yfirleitt búið að koma sér upp
einn besti útsýnisstaður í Skaga-
firði.
• í Grænlandi
með tjöld
— Hvað við erum með á prjón-
unum? Við höfum allt ísland í
huga og sömuleiðis nágrannalönd-
in. Þótt ísland sé gott, þá eru fleiri
lönd það líka. Náttúran er söm við
sig. Utanlands er ferðast svipað og
innanlands. Miðað er við að stanza
og líta í kring um sig. Mér mundi
sjálfum ekki henta að fara ár eftir
ár á sólarströnd, búa í sama
herberginu, sitja á sömu börunum
og liggja á sömu ströndinni. Það er
of einhæft. Og margir fleiri eru
sama sinnis.
— 'I sumar höfum við farið til
Grænlands og Færeyja og höfum
það þá eins og hér heima, búum í
tjöldum og göngum mikið. Höfum
þegar farið eina vikuferð til
Grænlands, förum aðra ferð í
vikunni en þá þriðju í
ágúst tmánuði. Tjaldbúðirnar fær-
um við til, flytjum okkur eftir því
sem tilefni gefst til og um semst
við grænlenzka aðila. Ákveðum
þetta ekki fyrirfram, umfram það
að flogið er til Eiríksfjarðar. Við
flutninga milli staða eru notaðir
bátar. Seinni ferðina höfum við
skipulagt vegna Flugleiða, og þá
gefst fólki kostur á að vera í hóteli.
• Að taka allt
sorp með heim
Einar var að því spurður hvort
margir útlendingar kæmu í ferðir
Útivistar á íslandi. —
" — Sárafáir einstaklingar, svar-
aði hann. En við erum með
franska Jiópa, sem eru alveg út af
fyrir sig. Þá skipuleggjum við
ferðirnar fyrir þá og höfum
íslenzka fararstjóra. Ferðirnar eru
mjög góðum útbúnaði, bæði
gönguskóm, hlífðarfatnaði, regn-
fatnaði, góðum bakpoka, og jafn-
vel broddum og ísöxum til jökla-
ferða. Það er reglulega gaman að
sjá þegar fólk er að fara af stað,
hve vel það er útbúið. Þetta er
ekkert sambærilegt við það sem
áður var, enda fékkst þá ekki
útbúnaður af þessu tagi. Auk þess
eru þeir, sem stunda ferðalög að
ráði, alltaf í ullarnærfötum, sem
er í rauninni skilyrði fyrir því að
manni líði alltaf vel á ferðalagi.
— Þrátt fyrir aukna bílaeign er
stór hópur af fólki, sem vill ferðast
með leiðsögumanni, sem getur
upplýst um sögur og örnefni, svo
fólk fái meira út úr ferðinni. Og
leiðsögumenn eru líka margir
orðnir líflegri og segja meira frá
en áður var siður. Miðað er að því
að hafa fjölbreyttar ferðir, svo
allir finni eitthvað við sitt hæfi.
Þannig er til dæmis efnt til ferða
með sérfróðum mönnum, í ýmsum
greinum, sem ná til misstórra
hópa. Ferðir á söguslóðir eru
vinsælar, til dæmis á söguslóðir
Njálu, og sögustaði í Borgarfirði
og Dalasýslu. Jarðfræðilegar ferð-
ir eiga erfiðara uppdráttar, en
áhugi er vaxandi. Og sama er að
segja um fuglaskoðunarferðir,
jurtaferðir og grasaferðir. Það
síðasttalda er nýjung og verður
efnt til grasaferðar í ágúst.
— Ferðafélagið er vaxandi fé-
lag, sagði Þórunn að lokum.
Félagatala var um sl. áramót um
7500—8000 og hefur orðið töluverð
aukning síðan, svo hún er líklega
nú nær 80000. Og það ánægjulega
er að félagið er að endurnýjast
með ungu fólki.
Áður en Þórunn kvaddi, var
aðeins drepið á ferðafélagsbæk-
urnar, sem orðnar eru 51 talsins,
og eru nú lljósprentaðar um leið og
þær seljast upp. Fjölmargir koma
og fá sér bók yfir það svæði, sem
þeir ætla að ferðast á, áður en þeir
leggja upp í ferð. Enda er þar að
finna einhverja beztu landlýsingu,
sem fáanleg er, og spannar yfir
allt landið.
alveg eins og fyrir Islendinga,
nema hvað þær eru lengri. Það eru
2ja—3ja vikna ferðir, sem er of
langt fyrir íslendinga.
— Verðlag í landinu er hátt,
eins og við þekkjum, sagði Einar,
þegar talið barst að því. Öll
þjónusta er dýr. Ef maður ekur á
sínum eigin vegum um landið og
villl kaupa sér mat, þá er ekkert að
fá annað en veizlumat í hvert mál.
En margir vilja bara einfaldan
góðan mat, sem er ódýrari, svo
sem soðinn fisk og kartöflur, þar
sem nýjan fisk er að fá, sem er
víða.
— Þegar borið er saman verð-
lagið hér og t.d. á Spáni, þá
gleymist gjarnan að reikna með
öllum aukagjaldeyrinum, sem fólk
hefur með sér og eyðir. Hér á landi
er ekki þjónusta eins og á dýrustu
hótelum erlendis, en þar eru nú
uppi kaupkröfur líka. Starfsfólk
unir því ekki lengur að vera
ódýrara vinnuafl en þekkist ann-
ars staðar. Svo þetta breytist
vafalaust. Þá færist ferðamanna-
straumurinn til. Hvað ísland
snertir, þá hefur það einn erfiðan
hjalla sem ferðamannaland. Það
er svo dýrt að komast hingað.
Að lokum ræðum við um um-
gengni á þeim stöðum, sem farið er
um, þegar ferðazt er um ísland.
Einar leggur áherzlu á að fólk taki
allt sitt sorp með sér, flytji það
þangað sem það getur losnað við
það á eðlilegan hátt. Engin lausn
er að setja það í yfirfullar tunnur,
stinga undir steina eða grafa það,
því tófan grefur það upp. Hún
bjargar sér, eins og eðli hennar
segir til um, og nær í matinn.
Umgengni skiptir höfuðmáli.
Menn eiga ekki að skilja við neinn
stað í verra ástandi, en þeir vilja
koma að honum sjálfir.
Gamlaárskvöld,
grímuball og
sautjándi
júní allt í senn
Það veröur seint sagt um
okkur íslendinga að við fylgj-
umst ekki með æðaslætti
mannlífsins úti í heimi. Þann-
ig voru ekki fyrr komnar
hingað uppeftir fréttir af
skítugum ungmennum í út-
löndum sem tuggðu sikkris-
nælur, höfðu grænmálað hár
og kölluðust „pönkarar", að
mikils metnir tónlistarfröm-
uðir hófu að leika hljómlist í
„pönk-stíl,“ sem er nokkurs
konar taktfastur hávaði með
ofbeldisívafi. í það minnsta
þóttust hinir mætu poppfræð-
ingar dagblaðanna greina eitt-
hvað því um líkt á breiðskífu
Megasar og Spilverksins hér
um árið. Haldin voru sérdeilis
aðlaðandi „pönkkvöld" í þess-
um bleiku öldurhúsum okkar
og sínu íslenska hámarki náði
pönk-bylgjan þegar þau dá-
samlegu undur gerðust að
margfaldir snillingar í pönki,
pönksveitin Stranglers, komu
hingað og heiðruði fósturjörð-
ina með heilum hljómleikum í
Laugardalshöll.
Þar var mikið um dýrðir.
Gagnfræðaskólakrakkarnir
vöknuðu allt í einu upp við það
að það var komið gamlaárs-
kvöld, grímuball og sautjándi
júní allt í senn. Fjölmargar
húsmæður þessa lands máttu
sjá á eftir snyrtiáhöldum
sínum í helgimyndir pönksins
á andlitum afkvæma sinna,
sem síðan skrýddust garð-
vinnufatnaði afa síns -og
ömmu og fóru að sjá stórpönk-
arana spila.
Þeir snillingarnir frömdu
slíkan hávaða að jafnvel
þrautreyndir hávaðamengarar
úr öldurhúsabransanum tóku
fyrir eyrun, en fögnuður ungl-,
inganna var mikill, enda ekki
á hverjum degi sem gamlaárs-
kvöld ber upp á sautjánda júní
og hægt að bregða sér í gervi
heimsfrægra hávaðagarpa
með því að klessa á sig
kinnalit og setja upp horn-
spangarsólgleraugu.
En allt tekur enda um síðir.
Hinir miklu pönk-spámenn
voru allt í einu búnir að spila
gítargripin þrjú í öllum mögu-
legum samsetningum og allir
fóru heim, og daginn eftir
voru allir krakkarnir orðnir að
þessu sígilda vandamáli, ís-
lenskum unglingum, nema
hvað einn og einn var með
hálfa sikkrisnælu í vasanum.
Síðan hefur enginn talað
neitt að ráði um pönk hér a
skerinu, lífið gengur sinn
vanagang niður verðbólgu-
skriðuna og stjórnmálafor-
ingjar keppast við að ryðja
brautina með útspekúleruð
fjölmiðlabros á vör.
En viti menn. Rétt í þann
mund er þær fregnir berast
utan úr heimi að pönkið sé
dáið, en fé þess og frændur
njótist af miklum krafti á
nokkrum umboðsskrifstofum í
Englandi og víðar, kemur
hingað upp á landið hálf-ís-
lenskt pönkfyrirbæri frá
Þýskalandi og hyggst fremja
hér landsmönnum hávaða, til
yndis og ánægju, næstu þrjár
vikur.
Pönkið er sem sagt búið alls
staðar nema hér. Þessi hljóm-
list sem stundum var nefnd
nýbylgja, var einungis sápu-
kúla sem hljómplötuauðhring-
arnir blésu upp svo hægt væri
að koma nógu miklu af pen-
ingum inn í hana og það gekk
afbragðsvel, enda gleypa menn
óspart vð sápukúlum núna á
létttónlistarsviðinu, þar sem
allir eru að bíða eftir stór-
þvotti, á við Bítlana á sínum
tíma. Það er hins vegar
ánægjulegt að hin margumtal-
aða pönk-bylgja reis og hneig
hérlendis á því sem næst
einum sólarhring. Tónlst
pönkaranna, sem umboðsaðil-
ar hálfíslenska fyrirbærisins
kalla tungumál heillar kyn-
slóðar, átti bara hreint ekkert
erindi hingað, eftir allt saman.
En eins og dæmin sanna gæti
það vissulega átt sér stað, að
eftir nokkur ár þegar venju-
legir menn muna ekki lengur
hvað pönk var, verði ennþá
einn pönkari eftir á sveimi,
með næluna góðu í kinninni,
græna hárið og hornspangar-
sólgleraugun. Ef svo væri
sýnist mér fullvíst, að sá
pönkari væri hér á íslandi.
Einn og ýfirgefinn, eins og
geirfuglinn forðum.
—SIB
Innilegar þakkir til allra sem
glöddu mig með heimsóknum,
gjöfum og heillaskeytum á 85
ára afmaeli mínu 18. júlí sl. og
geröu mér daginn ógleyman-
legan.
Guö blessi ykkur öll.
Þorgerdur
Siauröardóttir,
Rauöageröi 24.
Ég þakka öllum vinum og vandamönnum þann
hlýhug og vináttu, sem þeir sýndu mér á
áttræöisafmæli mínu 1. ágúst s.l.
Ottó Gudjónsson,
Norðurbrún 1.