Morgunblaðið - 06.08.1978, Side 35

Morgunblaðið - 06.08.1978, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 35 Hreiðrið í mónum Ilreiðrið í mónum eftir Árna Hermann Björgvinsson, 5 ára, Garði, Þistilfirði. Það komu tveir hrossagaukar fljúgandi til Islands, og bjuggu sér hreiður úti í móa. Annar verpti fjórum eggjum í hreiðrið og lá á þeim í 21 dag. Þá fóru að heyrast brak og brestir í eggjun- um. Fuglinn reis upp af eggjunum og leit niður í hreiðrið. Þá sá hann gogg, sem kominn var út úr eggi. Daginn eftir voru komnir fjórir ungar. En eftir nokkra daga fann kjói hreiðrið. Hann ætlaði að éta ungana. Þá kom strák- ur með prik í hendinni og barði kjóann, svo að hann datt dauður niður. Strák- urinn tók kjóann og gróf hann. Síðan fór hann heim og sagði mömmu sinni og pabba frá þessu. Árni Hermann. Framhalds saga XIV Melkers og réttir Malín hann. „Sjáðu,“ segir hún dálítið flóttaleg. „Skórinn hennar er ekki týndur. Þú getur geymt hann handa næsta barninu þínu.“ En nú virðist Malín verða reið og hún segir: „Þið eruð laglegar barn- fóstrur! Ég má varla líta undan, þá látið þið barnið mitt hugsa um sig sjálft. Til allrar hamingju er ég svo glöð, af því að Pétur er á batavegi og kemur heim fljótlega, annars heði ég gefið ykkur öllum vel utan undir." „Þú segist vera glöð, en ...“ segir Melker undrandi, „en hvað um Skellu?“ „Skella er hérna í skip- inu,“ Malín. Síðan snýr hún sér við og kallar: „Palli, komdu nú! Og hafðu Skellu með þér!“ Endurfundirnir verða ólýsanlegir, og Melker fær vitneskju um, að Palli hefur synt til Skellu á flekanum og gætt hennar. „Þú ert duglegur drengur, Palli,“ segir Melker og lyftir Palla upp í fang sér. Hann faðmar að sér Palla og yrðlinginn, báða í einu. Vestermann kemur til þeirra líka og virðir yrðling- inn fyrir sér og klappar honum á kollinn. „En hvað hann er fallegur," segir hann. Og síðan lofar hann Palla að hann skuli aldrei skjóta yrðlingana. Og Palli segir honum í þakklætis- skyni, hvar riffillinn hans er falinn. Skella dáist einnig að yrðlinginum, en andartaki síðar er hún horfin aftur. Melker er að gefast upp á henni. Hvar er tröllabarnið nú? Það er útilokað að hemja það. Skemmtilegt spil Sendandii Birna M. Þorbjörnsdóttir, 7 ára, Sporði, V.-Hún. Keppendur geta verið eins margir og maður vill. Til þess að spila þurfið þið nokkrar tölur og einn tening. Tröllin Físsi og Ríssi ætla í ferðalag um landið og lenda í mörgum ævintýrum. 1. Tröllin ætla í feðalag, farðu á reit nr. 4. 5. Físsi og Ríssi festust í girðingu. Bíddu eina umferð. 15. Físsi og Ríssi kom að læk. Fáðu tölurnar 1, 3 eða 5 til að halda áfram. 25. Físsi og Ríssi koma að húsi og skoða það í krók og kring. Bíddu eina umferð. 40. Físsi og Ríssi mega ekki vera að því að skoða þetta hús. Farðu á reit nr. 46. 47. Ríssi týndi vini sínum. Farðu á reit nr. 41. 50. Físsi og Ríssi fara að borða. Bíddu tvær umferðir. 53. Þú hefur unnið. Ég ætla að senda ykkur þetta spil sem ég hef verið að búa til, ef einhver hefði gaman af, að spila það. Með kveðju,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.