Morgunblaðið - 12.08.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
Hingað til hefur skatta-
kerfid ordið flóknara
við hveria „einföldun”
Rœttvið GestStéinþórsson, hinn
nýja skattstjóra íReykjavík
ÞEIR ERU víst fáir sem ekki verður hugsað til
skattstjórans í sínu umdæmi um þetta leyti árs. Það er
ugglaust misjafnt hvernig þær hugsanir eru, en víst er
að þær beinast fyrst og fremst að þessu ákveðna embætti,
en ekki að þeim manni, er gegnir því. Það eru sjálfsagt
fremur fáir sem vita hvernig skattstjórinn lítur út, þótt
einhverjir geri sér ef til vill einhverja mynd af honum í
huga sér.
f byrjun þessa mánaðar tók ungur maður við starfi
skattstjóra í Reykjavík, þegar Halldór Sigfússon lét af
störfum. Blaðamaður Mbl. leit inn á skrifstofu hans nú í
vikulokin og spjallaði við hann um nýja starfið, afstöðu
almennings til þess og fleira.
Gostur Steinþórsson
Hinn nýi skattstjóri Reykvík-
inga heitir Gestur Steinþórsson og
hann var önnum kafinn við að
rýna í ýmis plögg og pappíra þegar
blm. bar að garði.
— „Það er nóg að gera þessa
dagana hjá okkur, kærufrestur var
að renna út og þeir eru margir sem
kæra. Þeir eru engu að síður
merkilega fáir að mínum dómi,
miðað við það að skattar hafa
yfirleitt hækkað um ein 70% frá
síðasta ári,“ sagði Gestur og ýtti
plöggunum dálítið til hliðar. Blm.
spurði hvort hann hefði lengi
unnið á skattstofunni.
„Eftir að ég lauk lögfræðinámi
árið 1974 vann ég við lögfræðistörf
hjá Sjóvá þar til ég byrjaði hér
sem skrifstofustjóri og jafnframt
varaskattstjóri árið 1976. Við
starfi skattstjóra tók ég svo núna
um mánaðamótin.“
„Ég kann ágætlega við þetta
starf. Það er líflegt og í því felast
mikil samskipti við fólk. Það halda
margir að þetta sé afskaplega
leiðinlegt og dauflegt starf, en
staðreyndin er allt önnur, — það
er jú varla hægt að komast nær
fólki en í gegnum budduna.
Afstaða fólks til skattyfirvalda
virðist annars hafa breyst nokkuð
á síðustu árum. Það hefur áttað
sig á að við hér á skattstofunni
erum aðeins að framfylgja ákveðn-
um lögum, en ekki að leggja gjöld
á fólk eftir okkar eigin höfði.“
„Annars gætir alltaf töluverðs
misskilnings hjá fólki í sambandi
við skattana. Það er alltaf að bera
saman sína skatta og annarra og
hugsar þá kannski sem svo: —
Hann Jón á hæðinni fyrir ofan
keypti íbúðina um leið og ég og er
meira að segja jafn gamall, en
samt borga ég helmingi hærri
skatta, hvernig stendur á þessu?
— Það áttar sig hins vegar ekki á
því að Jón á hæðinni fyrir ofan er
kannski fjölskyldumaður en við-
komandi einhleypur. Það eru alls
konar svona atriði sem fólki sést
yfir. Það er nú ekki nema von, því
að skattalögin eru svo ógurlega
flókin. Ýmis smáatriði geta ger-
breytt álagningunni."
„Það er vissulega skiljanlegt að
fólki finnist það skrýtið, en
staðreyndin er sú að menn sem
berast mikið á í fjármálum, taka
mikil lán og hafa mikil fjárráð,
koma tiltölulega best út, vegna
þess að skattalögin sem nú gilda,
eru einfaldlega ekki miðuð við
núverandi verðbólgu. Nýju skatta-
lögin, sem koma til framkvæmda
árið 1980 eru tilraun til leiðrétt-
ingar á þessu misrétti sem felst í
þessu. Það er meira að segja ekki
nóg með að fólk græði verðbólgu-
krónurnar sjálfar, heldur eignast
það einnig stöðugt meiri eignir,
sem aftur gera því auðveldara
fyrir um lánafyrirgreiðslu.“
„Ég held að það hafi verið
erfiðara að vera skattstjóri hér
áður, enda þótt maður lendi í ýmsu
núna. Það er nefnilega einhver
Pétur Sigurðsson, fyrrv. alþingismaður:
Er tímabært að færa út
íslenzku landhelgina?
Það eru ótrúlega margir sem
gera ekki greinarmun á land-
helgi okkar og fiskveiðiland-
helgi (fiskveiðilögsögu).
Landhelgin, sem ekki er
ákveðin í ísl. lögum nema sem
tollsvæði í lögum um tollheimtu
og tolleftirlit, er skv. ákvæðum
6. gr. þeirra laga það sem hér
segir:
„Tollsvæði ríkisins er landið
ásamt eyjum og útskerjum,
sem því tilheyra, og hafið 4
sjómílur frá stórstraums-
fjöruborði, talið frá ystu
skerjum og hólmum, sem upp
úr sjó koma. Firðir eg víkur
teljast til tollsvæðisins 4
sjómílur til hafs frá línu, sem
dregin er þar sem 12 mílur
verða milli nesja, næst fjaðar-
mynni —.“
Fiskveiðilandhelgin er hins-
vegar ákveðin með lögum á þann
veg að hún er 200 sjómílum utan
við grunnlínu sem dregin er
milli 38 lögboðinna staða, svo og
kringum þrjá tiltekna staði til
viðbótar,200 mílur frá þeim en
það eru Kolbeinsey, Hvalbakur
og Grímsey.
Hver sjómíla reiknast 1852
metrar.
í fiskveiðilandhelginni er öll-
um erlendum skipum bannaðar
allar veiðar, nema með sérstök-
um samningum. Islenskum skip-
um einnig nema skv. sérstökum
ákvæðum laga óg reglna þar um.
Um fiskveiðilandhelgina, utan
hins lögboðna tollsvæðis (land-
helginnar) er öllum skipum
frjáls sigling með þeim undan-
tekningum sem eru gerðar um
búlkun og frágang veiðarfæra
fiskiskipa.
Una tollsvæðið (landhelgina
eiginlegu) gilda aðrar og strang-
ari reglur, en í 11. gr. laga um
tollheimtu og tolleftirlit segir
svo m.a.:
„Öll för, sem eru á tollsvæði
ríkisins, eru háð eftirliti
tollgæslunnar. Tollgæslu-
mönnum er heimilt að fram-
kvæma leit og rannsókn alls-
staðar í skipum og flugförum,
sem eru á tollsvæði ríkisins.
Einnig er þeim heimilt að
gera leit í öllum farartækjum,
sem eru á eða koma frá
fermingar- og affermingar-
stöðum skipa og flugfara, svo
og öðrum þeim stöðum þar
sem ótollafgreiddar vörur eru
eða hafa verið geymdar. Toll-
gæslumönnum er ennfremur
heimilt að leita í öllum
farartækjum, sem þeir hafa
grun um að flytji ólöglega
innfluttar vörur.
Stjórnendum farartækja er
skylt að stöðva þau þegar
tollgæslumaður gefur um það
merki —
Á þessari lagagrein má sjá að
réttur ísl. tollyfirvalda er mjög
mikill yfir tollsvæði ríkisins.
Þess má einnig geta að sam-
kvæmt lögum má fela áhöfnum
skipa og flugvéla . landhelgis-
gæslunnar að vinna við tolleftir-
lit.
Ég hefi nokkrum sinnum
vakið athygli á því að fyrr en
síðar þurfti Alþingi að setja lög
um landhelgi íslands, lög sem
kvæðu m.a. á um að tollsvæði og
réttur íslands til að takmarka
siglingar erlendra fara næði yfir
hafsvæði sem afmarkaðist
a.m.k. af línu sem dregin væri 12
sjómílur frá áðurnefndri grunn-
línu.
Þessu hreyfði ég meðal ann-
ars í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins, innan stjórna hags-
munasamtaka og í persónuleg-
um viðtölum við ýmsa sem
teljast til ráðamanna þessara
mála um mótun og hraða slíkra
aðgerða.
Til þess hefur sú skoðun þó i
verið ríkjandi að við ættum að
flýta okkur hægt í þessu máli,
láta það bíða þar til full
niðurstaða væri fengin á haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í málum sem varða
okkar aðalhagsmunamál. Á þá
skoðun hefi ég fallist.
Pétur Sigurðsson.
Um er að ræða viðkvæmt mál
á alþjóðavettvangi, mál sem
gengur þvert á skoðanir stór-
þjóða sem hafa yfir sjóher að
ráða, en þær hafa til þessa verið
aðal talsmenn frjálsra siglinga,
helst allt að landsteinum sjálf-
stæðra ríkja, þótt þær hafi í
sumum tilfellum aðrar skoðanir
varðandi eigin landhelgi, sbr.
Sovétríkin sem hafa 12 mílur.
Á þessu hefur þó orðið mikil
breyting. Er það helst að þakka
þeirri afstöðubreytingu sem
orðið hefur hjá fulltrúum
Frakka á hafréttarráðstefn'unni.
Þessa skoðanabreytingu þeirra
má rekja til síðasta stórslyss í
sögu olíuflutninganna sem átti
sér stað við Frakklandsströnd
Ermarsunds. En það munu
Kanandamenn sem hafa til
þessa haft (með stuðningi Is-
lendinga) forystu um það á
ráðstefnunni að strandríki fái
rétt til að setja reglur um
siglingar skipa um fiskveiði-
landhelgi sína.
Ein megin ástæða þessa
áhuga míns á útfærslu land-
helginnar er ótti minn við þær
geigvænlegu afleiðingar sem
hlytust af, fyrir lífríkið við
strendur Islands, ef olíuskip
færist og farmur þess dreifðist
um grunnmið og fjörur. Að vísu
er ein aðalsiglingaleiðin
Ameríka — Evrópa djúpt suður
af íslandi, en ákvörðunarstaðir
éru dreifðir allt til Grænlands,
N-Noregs og Rússlands. Auk
þess getur verið um siglinga-
skekkjur og bilanir að ræða sem
auka þessa hættu að mun.
Til okkar sjálfra er flutt
mikið magn olíu og þeir sem til
þekkja vita að sigling ókunn-
ugra, á stórum djúpsigldum
skipum til okkar oliuhafna í
erfiðum vetrarveðrum er enginn
barnaleikur og margar hættur
að varast.
Réttur okkar íslendinga til að
ráða um slíkar og aðrar hættu-
legar siglingar á lífshagsmuna-
svæðum okkar á að vera ótví-
ræður löngu áður en far með
hættulegan farm nálgast
strendur okkar.
Að sjálfsögðu geta skip og
loftför hernaðarþjóða verið búin
þeim vopnum sem valdið gætu
gífurlegri eyðingu ef slys bæri
að höndum. Fyrir stuttu birtist
frétt um ferðir erlends herskips
langt inni á Húnaflóa.
í sumar var hér á ferð erlent
skip sem reyndi að trufla veiðar
íslenskra skipa.
í slíkum tilfellum er sjálfsagt
að eiga skilyrðislausan yfirráða-
rétt og stjórnunarrétt siglinga
yfir a.m.k. hluta fiskveiðiland-
helginnar.
Að sjálfsögðu eru fleiri en ég
sem leitt hafa hugann að þessu
máli og máske tjáð sig opinber-
lega þar um. Ég þykist t.d. vita
að okkar ágætu sendinefndar-
menn á hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna hafi rætt
þetta mál í sínum hópi og það
ekki síst eftir afstöðubreytingu
Frakka.
Væri fróðlegt að heyra
skoðanir þeirra þar um, svo og
um rök gegn slíkri framkvæmd
sem ég geri mér fulla grein fyrir
að eru fyrir hendi.