Morgunblaðið - 12.08.1978, Side 14

Morgunblaðið - 12.08.1978, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGUST 1978 ekki síður en aðrir, hafa mismun- andi vinnutíma og vinna sumir aöeins hluta úr degi. Þeir hafa fjölbreytilegar þarfir eins og annaö fólk, eiga erindi í verslanir, vilja koma í íþróttastöövar, kvikmynda- hús, leikhús og hverskonar aöra samkomustaði, heimsækja vini og kunningja, vilja sem sé geta notiö alls þess sem samfélag og náttúra hafa upp á aö bjóöa. Eigi athafna- möguleikar þeirra að vera bundnir við þrjá strætisvagna í gervallri Reykjavík er veriö aö dæma fatlaö fólk til algerrar útlegöar. Engin önnur lausn sæmandi Þessi hugmynd um sérstakt samgöngukerfi handa fötluðu fólki er sótt aftur í gráa forneskju, þegar litið var á fatlað fólk eins og óhreinu börnin hennar Evu. Þetta viðhorf hefur sem betur fer tekið stakkaskiptum víöa um lönd, ekki síst eftir aö endurhæfingarlækn- ingar komu til og hafa gerbreytt getu fatlaóra til eðlilegs lífs og starfa. Fleiri og fleiri eru að átta sig á þeirri grundvallarstaðreynd aö hluti hverrar þjóöa er fatlaö fólk — raunar býsna stór hluti — og þetta fólk á að njóta fulls jafnréttis á öllum sviöum. í því skyni að skipuleggja mikilvæga þætti í þjóðfélögunum á nýjan leik, og til þess vantar ekki fyrst og fremst fjármuni heldur fyrirhyggju.Fötlun hluta pegnanna er pví miður eðlilegt ástand og veröur pað um fyrirsjáanlega framtíð, og pá staðreynd verður að viröa að fullu. Þaö er jafn fáránlegt að tala um sérstaka strætisvagna handa fötluöum og aö koma með tillögu um sérstaka strætisvagna handa kjósendum Sjálfstæðisflokksins — í þeim samanburði er ekki fólgið vanmat mitt á kjósendum Sjálf- stæðisflokksins, heldur hið gagn- stæða. Eitt af mikilvægustu baráttumál- um fatlaöra annarstaðar á Norður- löndum um þessar mundir er einmitt jafnrétti á sviði samgöngu- mála, að fatlað fólk, m.a. í hjólastólum, geti nýtt almenn samgöngutæki til jafns við aðra. Til þess þarf að breyta samgöngu- tækjunum á margvíslegan hátt og koma fyrir ýmiskonar búnaði á biöstööum, og að þessu er skipu- lega unnið, t.a.m. í Svíþjóð. Engin önnur lausn er sæmandi jafnréttis- þjóöfélagi, og viljum við ekki öll að íslendingar geti kallað þjóðfélag sitt því nafni? Jafnrétti Það á eflaust langt í land að unnt sé að koma strætisvagna- samgöngum fyrir á þennan sjálf- sagða hátt, ekki síst vegna þess að erfiðara er að breyta því sem fyrir er en hanna nýtt. Hvernig á að leysa vandann þangað til? Ég sé enga sæmandi lausn aðra en þá aö tryggja þaö aö allt fatlað fólk, sem ekki getur notað almennings- farartæki, eigi þess kost aö eignast og starfrækja bifreiöar, sem hannaöar séu í samræmi við sérþarfir hvers fatlaðs manns. A því sviði hefur orðiö mjög ör þróun á undanförnum árum. Til aö mynda eru á markaði bílar meö lyftu, sem gera fötluðum manni í hjólastól kleift aö komast upp í bílinn, færa hjólastólinn að stýrinu, festa hann þar, aka bílnum sitjandi í hjólastólnum og nota aö lokum sama búnaö til þess að komast úr bílnum aftur. Sem betur fer munu fáir þurfa að nota slíkan búnaö; ég get t.a.m. ekiö sjálfskiptum bíl. Yröi þetta ekki afar kostnaöar- samt, kunna sumir aö spyrja. í því dæmi eru tveir liðir, kostnaöurinn annarsvegar, en hins vegar ávinn- ingur þjóöfélagsins af því aö fatlað fólk geti gegnt störfum. Úrslitaatr- iðið er þó aö allir þegnar búi viö jafnrétti, ekkert minna og ekkert meira. Magnús Kjartansson: JAFNRÉTTI Dæmt til útlegðar Grein Birgis fjallaöi um sam- göngumál meö tilliti til fatlaöra. Hann segir frá því aö ágætum mönnum hafi verið faliö að kanna samgönguvandamál fatlaðra 1974 og hafi þeir skilað ýtarlegri skýrslu. Segir Birgir að meginniðurstaöa þeirra sé sú „að 180—210 ein- Magnús Kjartansson þrjá sérhannaða strætisvagna sem einvöröungu séu ætlaöir fötluðum og séu verkefni þeirra „flutningur hreyfihamlaöra til og frá vinnu... flutningur til lækna, sérfræðinga og sjúkrastofnana... flutningur til endurhæfinga- stööva, sjúkrapjálfa og sjúkrastofnana... aörir flutning- ar, valfrjálsar ferðir.“ Mér er ekki unnt að sjá hvernig unnt væri að starfrækja þetta kerfi á hinu stóra Reykjavíkursvæöi, þótt eflaust hafi einhverjar hagræðingar búið kerfið til. Mér sýnist aö strætisvagnarnir þrír geti ekki annað verkefnum sínum nema litið sé á fatlað fólk eins og dauöa fiska í togara eöa salt í flutningaskipi. í raun eru þarfir fatlaöra jafn margvíslegar og einstaklingarnir eru. Fatlaðir menn fara til vinnu á mismunandi tímum — ekkert minna og ekkert meira Mikið varð ég glaöur þegar ég sá í Morgunblaöinu sjötta ágúst grein „um samgöngumál hreyfihamlaðra í Reykjavík" eftir Birgi ísleif Gunnarsson, fyrrum borgarstjóra í höfuðborginni og áhrifamann í borgarstjórn. Ég hef fylgst með umræðum um málefni Reykjavíkur í um það bil hálfa öld og minnist þess naumast að forustumaður í málefnum höfuðborgarinnar hafi skrifað sérstaka grein um vanda- mál fatlaöra á nokkru sviöi borgar- lífsins. Enda hefur stjórn borgar- innar verið hagaö í samræmi við það, og mætti nefna um það mýmörg dæmi. í þeim hluta borgarinnar þar sem ég er búsett- ur eru gangstéttarbrúnir til að mynda hvergi sneiddar við gang- brautir, svo að maður sem er einn í hjólastól á þess engan kost aö komast yfir götu, og það er erfiöleikum bundiö fyrir fólk með barnavagna. Stofnanir borgarinn- ar, t.a.m. sundstaðir, eru ekki miöaöar viö þaö aö fatlaö fólk gæti haft eöliieg afnot af þeim, né aörir almennir samkomustaðir. í Reykjavík er aöalmiöstöö Trygg- ingastofnunar ríkisins, þótt hún sé ekki formlega á vegum borgaryfir- valda; ég hygg aö hvergi annars- staðar í víðri veröld sé hliðstæð stofnun þannig hönnuö að fatlaö fólk í hjólastólum geti ekki komist inn í hana til þess að ræða viö lækna, sérfræöinga og annaö starfsfólk. Þetta tómlæti er þeim mun alvarlegra sem alþjóðlegir staölar sýna að um 15 hundraðs- hlutar manna eru fatlaöir hverju sinni, þ.e. 12 þúsundir Reykvíkinga um þessar mundir, en í þeim hópi eru meötalin börn aö þriggja ára aldri sem vissulega eru „fötluð" samkvæmt almennum reglum samfélagsins. Sem betur fer er fötlunin takmörkuð og tímabundin hjá flestum, þótt hún skilji einatt eftir sig ör sem ekki eru sjáanleg á ytra borði. Eftir að ég fatlaöist — ég hef bréf upp á þaö aö fötlun mín nemi meiru en 75% sam- kvæmt einhverjum staðli Trygg- ingarstofnunar ríkisins — hef ég átt kost á að feröast æöi mikið um öll önnur Norðurlönd vegna starfa minna í Noröurlandaráöi. Ég hef komið í fjölmargar borgir og bæi og hvarvetna litið á umhverfi mitt frá sjónarmiði fatlaöra. Niöurstaö- an af þessari einkakönnun minni er sú að Reykjavík sé verr á vegi stödd á þessu sviöi en öll önnur bæjarféiög sem ég hef heimsótt á Norðurlöndum. Því fagnaöi ég grein Birgis ísleifs Gunnarssonar sérstaklega. staklingar í borginni geti naum- ast farið erinda sinna én aðstoö- ar, par sem sérsmíðaðra vagna sé full pörf“. Mér finnst þessi tala tortryggilega lág, þótt ég hafi ekki enn séö skýrsluna sjálfa, og trúlega er hún einvörðungu miðuð við þá sem algerlega eru bundnir við hjólastóla. Ég hef ekki notað hjólastól að staðaldri um langt skeið, heldur stjáklað með aöstoö tveggja stafa og skamman spöl hverju sinni; því fer hins vegar fjarri að ég geti notað strætisvagn- ana til þess aö ferðast um. Ég hygg aö fatlaðir sem ekki geta notað almenningsfarartæki eins og þau eru nú hönnuð nemi mörgun hundruöum, og þúsundum ef börn í barnavögnum eru meðtalin. Lausn þessa vanda á aö vera sú samkvæmt grein Birgis að kaupa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.