Morgunblaðið - 12.08.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfuiltrúi
Fréttastjóri
Auglýsírigastjóri
Ritstjórn og afgreíösla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. ð mánuöi innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakiö.
Fúaspýtumar
og bjálkinn
Þaö er ekki hægt aö ætlast til þess, aö fólk geti áttaö sig á
því moldviðri, sem þyrlaö er upp í flokksmálgögnunum, né
raunar öörum blööum, þar sem ábyrgðarleysiö ríöur einatt ekki
viö einteyming — og er þá átt viö margvísleg skrif í
síðdegisblööunum.
í flokksmálgögnunum stangast hvað á annars horn, jafnvel í
sama tölublaöinu. Venjulegir lesendur veröa ruglaöir, þegar þeir
lesa mótsagnakenndar fullyröingar þessara blaöa, en verstur er
þó Þjóöviljinn, þegar hann leggur kollhúfur og veröur í raun og
veru gjörsamlega óskiljanlegur í þrjózkufullum mótsögnum
sínum. En þær eiga auövitaö ekki rætur aö rekja til neinnar
ábyrgðartilfinningar, heldur þvert á móti eru þær sprottnar af
því ábyrgðarleysi í stjórnmálum, sem einkennt hefur
Alþýöubandalagiö og nú blasir viö öllum landslýö í sambandi
viö stjórnarmyndunarviðræöurnar viö Framsóknarflokkinn og
Alþýðuflokkinn. Alþýöubandalagiö hefur aö öllum líkindum
aldrei oröiö eins gegnsætt og nú á þessum síöustu og verstu
tímum og þaö þarf ekki einu sinni pólitísk röntgentæki til aö
skoöa hjörtu og nýru þeirra manna, sem þar fara með stjórn,
svo augljós sem skollaleikur kommanna er nú, jafnvel
heittrúuöum Alþýöubandalagsmönnum.
Sunnudaginn 6. ágúst s.l. segir annar ritstjóri blaðsins, fyrsti
þingmaöur Alþýöubandalagsins í Reykjavík, m.a.: „Alþýöu-
bandalagiö vildi fara í ríkisstjórn til þess aö breyta
efnahagskerfinu; þaö þurfti róttæk úrræöi á öllum sviðum, þar
dugöi ekki og dugir ekki hálfkákiö. Gömlu íhaldsúrræöin eru
dauöadæmd. Þaö þarf ný úrræöi, nýja meöferð vandans.
Alþýöubandalagiö haföi þau úrræöi..." En þennan sama dag
segir Ólafur Ragnar Grímsson í grein, sem er álíka athyglisverö
og þegar rjúpa rembist viö staurinn: „Gagnrýni Alþýðuflokksins
á millifærsluleiöina veröur enn fáránlegri þegar höfö er í huga sú
staðreynd, aö nú þegar hefur millifærslu veriö beitt í júní, júlí og
einnig í ágúst til styrktar frystiiönaöinum. Tillögur Alþýöubanda-
lagsins fólu því eingöngu í sér aö framlengja pær aögeröír í 4
mánuöi til viðbótar viö þá þrjá, sem þegar hafa veriö ákveönir
(leturbr. Þjóöv.)“. Hin „nýju úrræöi, nýja meðferð vandans" er
sem sagt fólgin í „gömlum íhaldsúrræöum", sem talin eru
„hálfkák“ í forystugrein Þjóðviljans þennan sama dag — og
jafnvel sagt aö séu „dauöadæmd"! Hvernig á nokkur maður aö
geta skilið svona málflutning? Er hægt aö taka hann alvarlega?
Nei, þaö er þverbrestur í Alþýöubandalaginu og Þjóöviljanum,
nýr og hættulegur þverbrestur — og þaö sér í sárin.
í forystugrein í Tímanum laugardaginn 5. ágúst sl. er sama
uppi á teningnum, en þar eru mótsagnirnar beinlínis hlægilegar.
í forystugrein blaösins þennan dag, þar sem reynt er aö gera
nýstárlegar tillögur Eyjólfs Konráös Jónssonar í efnahagsmál-
um tortryggilegar, enda þótt þær eigi skiliö, aö um þær sé
fjallað af einurð, eins og ýmsir hagfræöingar hafa gert, er m.a.
fullyrt, aö úr Sjálfstæöisflokknum heyrist ekkert annaö en
„innbyrðis skætingur, gagnkvæmar ásakanir. ..“ og þaö er þó
munur eöa blíöskaparveörið í blessuöum Framsóknarflokknum!
En lítum nánar á máliö. í grein, sem einn af ungu
tækifærissinnunum í Framsóknarflokknum skrifar og er ekkert
nema „skætingur" í garö Alfreðs Þorsteinssonar og ýmissa
annarra framsóknarmanna, er ekki skafiö utan af hlutunum. Þar
segir m.a.: „Viö, sem gagnrýnum nú flokksstarfiö, erum
umbótasinnarnir í Framsóknarflokknum. Viö höfum alltaf veriö
tilbúnir til aö hlusta, en aöeins mætt þögn milli dembulyga og
svívirðinga. Viö höfum komiö fram af fullum heilindum, en mætt
undirferli. Vö höfum aldrei leynt því markmiöi, sem viö stefnum
aö, samt erum viö ásakaðir um makk, en viö munum halda
gagnrýni okkar áfram, hvað sem þessu líður. Viö stöndum í
dagsbirtunni, en Alfreð í kvöldrökkrinu í smiöju' Kristins
Finnbogasonar...“
Svo mörg eru þau orö. Þær eru margar nýju gorkúlurnar í
Framsóknarflokknum fullar af hroka og sjálfsmetnaöi, ekki
vantar þaö. Maöur, líttu þér nær, mætti segja viö
leiðarahöfunda Tímans. Ef dæma ætti innvgði Framsóknar-
flokksins af þeirri forhliö, sem viö blasir í Tímanum s.l.
laugardag, mætti fullyröa án fyrirvara, aö þar væri mörg
fúaspýtan í hlutverki bjálkans. Ef svo heidur fram sem
horfir veröa einkunnarorö Framsóknarflokksins innan tíöar:
Blindur leiöir blindan.
Það eru nú tvær aldir síðan
séra Gunnar Pálsson í Hjarð-
arholti orti þá merkilegu
vísu, sem þannig byrjar:
Ef menn vildu Island
eins með fara og Holland.
held ég varla Ilolland
hálfu betra en ísland,
og í eru þessi nær ofdirfsku-
fullu orð, mælt á neyðaröld:
Auðugt land er ísland
af ýmsu er vantar Ilolland.
En því tekur skáldið Hol-
land til samanburðar, að það
var í hugum manna frjósam-
ast og ríkast allra grann-
landa. Og mjög um sama
leyti orti Eggert Ólafsson
hinn mikla kvæðaflokk sinn,
Búnaðarbálk, sem er lofgjörð
um kosti íslands, einkum sem
landbúnaðarlands, og um leið
brýning til landsmanna, að
þeir opni augu sín fyrir
þessum kostum og ali með sér
manndáð til að færa sér þá í
nyt.
Sannmæli er, að boðun og
lögeggjan þessara og þvílíkra
vakningarmanna hafi aldrei
síðan verið látin niður falla.
Þessi trú þeirra á möguleika
Brýning um a*
vernda kosti <
Ávarp forseta Island dr. Kristjáns Eldjt
við opnun Landbúnaðarsýningarinnar á
landsins hefur alltaf átt sína
boðendur og baráttumenn til
andófs gegn gömlum og nýj-
um kvörtunum undan hörku
og fátækt landsins, þeim
barlómi sem Eggert kallaði
svartagallsraus. Þessi ósam-
hljóma tvísöngur á þó sínar
eðlilegu skýringar þegar að
er gáð. ísland hefur mörgum
löndum fremur tvær hliðar,
hina góðu og gjöfulu og hina
hörðu og naumu. Landið er
að vísu auðugt, bæði landið
sjálft og hafið kringum það,
sem er hluti þess, en í eðli
þess býr sú ættarfylgja norð-
ursins að halda fast á kostum
sínum og láta þá ekki fala
nema fyrir atorku og þraut-
seigju, æðruleysi og fyrir-
hyggju. Alls þessa hefur
þurft með til þess að geta
lifað sæmilegu lífi í þessu
landi og þess þarf enn alls
með til að hér verði lifað góðu
lífi á nútímavísu. En hver
maður hlýtur að sjá, sem sjá
vill, að það er hægt ef
menntuð þjóð beitir viti og
vilja, verkhyggni og vísind-
um, til þess að laða fram
kosti landsins, skilja eðli
þess, rækta allt það góða,
sem í því býr, og semja við
hart skap þess í stað þess að
láta það koma sér í uppnám.
Þeir segja, útivistarmenn
nútímans, að allt veður sé
gott, allt hitastig þægilegt,
þetta sé aðeins spurning um
að kunna að búa sig, með öllu
sem í því hugtaki felst.
Þetta mætti vera kjörorð
fleiri en útilífsmanna: að
kunna að búa sig, eða með
öðrum orðum, kunna að nýta
kosti landsins til fullnustu og
kunna að umbera og umgang-
ast það, sem kalla má ókosti
þess, þannig að þeir vinni
ekki lífinu í landinu grand.
Enginn mun ætlast til, að
bóndinn hafi gaman af
óþurrki eða sjómaðurinn af
gæftaleysi og ördeyðu. En svo
skynsamlegt ráð þarf að vera
gert fyrir jafnsjálfsögðum
hlut í lífsbaráttu beggja, að
þeir geti haldið sínu jafnað-
argeði og staðið nokkurn
veginn jafnréttir þegar slíkt
ber að höndum. Og er þá
komið að þeim þættinum sem
ekki er minnstur, fyrirhyggj-
unni og hagstjórninni og
félagsþroskanum, hjá hverj-
um og einum og þjóðfélaginu
í heild. Heillavænleg sam-
skipti við náttúru landsins,
sem vér sækjum lífsbjörg
vora til, kemur fyrir lítið, ef
vér kunnum ekki fótum vor-
um forráð í meðferð þess,
sem aflað er.
Um þessar mundir er
þannig ástatt í þjóðfélagi
voru, að mikill óstöðugleiki
ríkir í efnahags- og atvinnu-
lífi. Áhrif þessa óstöðugleika
eru margvísleg og skaðsam-
leg og hafa meðal annars
bitnað harkalega á íslenskum
landbúnaði. Ekki skal spilla
hátíðarstund með því að
fjölyrða um slíkt, þótt það
búi sjálfsagt einhvers staðar