Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 24

Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 23 „Maður hefur skrimt við þetta — þó að afkoman sé ekki til að gleðjast yfir 99 Á BÆNUM Geldingalæk í Rang- árvallahreppi búa þau hjónin Svanhvít Adolfsdóttir og Ingvar Magnússon. Þau eru nær ein- göngu með sauðfé og á sl. vetri voru þau með á fóðrum á sjöunda hundrað fjár. — Ég er búinn að búa hér í ein 14 ár og síðustu fimm árin hef ég eingöngu verið með sauðfé og nokkra kálfa til slátrunar en áður var þetta blandaður búskapur, sagði Ing- var, þegar við náðum tali af honum úti á túni, þar sem hann var í óða önn að binda hey, enda ekki margir góðir þurrkdagar, sem bændur þar um slóðir hafa fengið í sumar. Við spurðum hvað hefði einkanlega orðið til þess að hann fór eingöngu yfir f sauðféið. „Þaö sem fer verst meö okkur eru vextirnir" — Það voru ýmsar ástæður, sem lágu þar að baki en þó kannski frekast að fjósið hér var orðið lélegt og það þurfti að endur- byggja ef framhald átti að verða á kúabúskap. Þegar kom að því að gera upp á milli þess, hvort kindurnar eða kýrnar yrðu fyrir valinu, hefur það sjálfsagt ráðið úrslitum að ég er meira fyrir sauðféið. Hvernig er afkoma sauðfjár- bænda um þessar mundir? — Það sem fer verst með okkur eru vextirnir, því greiðslur fyrir afurðirnar koma mjög strjált. Við bændur hér á Suðurlandi fáum greitt fyrir sauðfjárinnlegg okkar að hausti með þeim hætti að um 65% koma á tímabilinu septem- ber-desember, næst fáum við greitt vorið eftir og lokagreiðslur fáum við ekki fyrr en næsta haust. Að vísu hefur Sláturfélag Suður- lands veitt innleggjendum sínum áburðarfyrirgreiðslu með því að ábyrgjast víxil, sem er jafnhár því, sem menn eiga inni að vori. Þetta er vitanlega ekkert til að gleðjast yfir en maður hefur skrimt við þetta. Verst er að standa undir greiðslum fyrir rekstrarvörur búsins, því þær eru orðnar mjög dýrar og greiðslu- frestur stuttur. Bændur verða flestir að velta rekstrinum áfram með víxlum og vextirnir eru fjótir að safnast saman. „Þú ert Þinn eiginn herra“ — En hvað heldur þá mönnum við búskapinn, fyrst afkoman er kannski ekki sérlega eftirsóknar- verð? — Ég kann mjög vel við mig í sveit og þá sérstaklega við sauð- fjárbúskap. Maður er út af fyrir sig og ræður sér og vinnutíma sínum að miklu leyti sjálfur og kannski er það þetta frjálsræði, sem verður til þess að halda mönnum við búskapinn. Þú ert þinn eiginn herra, nema hvað skepnurnar þurfa sína umsjá og umhirðu. Nú, menn eru oft að tala um, að við, sem erum með sauðfé höfum meiri frítíma heldur en þeir, sem eru með kýrnar. Ég finn ekki að þar sé svo mikill munur á. Við þurfum ekki að vera bundnir við þetta upp á dag yfir sumartím- ann en búskapurinn gengur lítið ef maður er ekki við þetta meira og minna, og auk þess koma tarnir á vorin og haustin. Ingvar Magnússon bóndi á Geldingalæk. „A móti höftum og Þvíumlíku“ Nú er mikið talað um erfiðleika í markaðsmálum landbúnaðarins og offramleiðslu. Hvaða aðgerðir telur þú ré;t að grípa til í þessu efni? Þegar okkur bar að garöi var heimilisfólkiö á Geldingalæk í óöa önn aö binda kvöldi kominn. hey enda góöur burrkdagur brátt aö Ljósm. t.g. — Ég hef enga patentlausn varðandi þessi mál en það er ekki hægt að neita því að offramleiðsla er til staðar. Ég er hins vegar á móti öllum höftum og þvíumlíku og í samræmi við það er ég á móti þessum umrædda fóðurbætisskatti og kvótakerfi. Ég get ekki nefnt einhverjar sérstakar aðgerðir, sem ég tel nauðsynlegar öðrum fremur en það gengur vitanlega ekki til frambúðar að rýra þann hluta, sem ætlaður er okkur bændum. Og þegar menn eru að velta þessum málum fyrir sér, þá mega þeir ekki gleyma því að aðstaða bænda er nú þegar ekki of góð fjárhagslega. Það er líka alveg skilyrði að greiðslur fyrir afurðirnar komi fyrr til okkar. Að síðustu var Ingvar spurður álits á starfsemi Búnaðarsam- bands Suðurlands og þeirri þjón- ustu, sem sambandið heldur uppi. — Starfsemi Búnaðarsambands- ins hefur auðveldað bændum mjög margvíslegt starf og þá ekki síst að verulegir áfangar hafa náðst í kynbótastarfi. Starfsemi sæðinga- stöðvanna, bæði í nautgriparækt- , inni og sauðfjárræktinni, hafa verið til góðs. Maður verður kannski ekki mikið var við ráðu- nauta sambandsins en það getur líka verið að bændur leiti of lítið til þeirra, sagði Ingvar að lokum. Siguröur Haraldsson bóndi í Kirkjubæ og Freyja Hilmarsdóttir, sem starfar við tamningar hjá Siguröi, halda hér í hryssuna Rakel, sem sýnd verður á Landbúnaöarsýningunni. Ljósm. t.g. við verðum að halda áfram að vinna nýja markaði. Hingað til lands verða þó alltaf sóttir úrvalshestar og kynbóta- gripir en ég hef ekki alltof sterka trú á því að við getum gengið að breiðum markaði erlendis sem vísum. Þróunin er reyndar þegar orðin sú að hingað eru að mestum hluta sótt frekar góð og tamin hross. „Erlendi markaöurinn veröur aldrei breiöur“ Er þá ekki grundvöllur hér á landi fyrir ræktun hrossa á erlendan markað? — Það er skoðun mín að fyrir slíku sé ekki grundvöllur — erlendi markaðurinn verður aldrei það breiður og stór en hins vegar held ég að salan á innanlands- markaðnum eigi eftir að aukast, því hestamennskan er alltaf að verða útbreiddari. Hestamennska hefur færst mjög í vöxt út um allt land og eins og ég sagði áður hef ég selt tiltölulega mest af hrossum til annarra staða en Reykjavíkur. Ég er ekki með þessu að telja úr mönnum kjarkinn, því auðvitað eiga menn að leggja út í ræktun sem þessa ef þeir hafa til þess áhuga. Menn verða þá að muna það að hrossarækt hefur fram að þessu ekki verið nein auðsupp- spretta og til þess að menn geti framfleytt fjölskyldu þurfa þeir, eins og ég sagði hér fyrr, að hafa eitthvert annað starf sem trygg- ingu. Til dæmis fara sauðfé og hross ákaflega vel saman, ef jarðnæðið býður upp á það en til að slíkt fari saman þarf jörðin að vera stór. Á minni jörðum kemur til greina að vera með auk hrossanna búgreinar, sem ekki gera kröfu til landrýmis, s.s. aiifugla eða svín. Mín skoðun er hins vegar sú að kúabúskapur og hrossarækt fari ekki saman því kúabóndinn má ekki vera að því að sinna hrossunum og þá sérstak- lega tamningu þeirra. Eins og málin standa nú er ekki um annað að ræða fyrir þá, sem stunda hrossarækt, en að temja hross sín sjálfir. Það að koma hrossunum á tamningastöðvar er alltof dýrt nema um sé að ræða úrvalsgripi. „Finna Þarf sanngjarna leiö til takmarkana á beit í afréttum Nú ert þú Sigurður einnig formaður Hagsmunafélags hrossa- bænda. Hver eru helstu hags- munamál hrossabænda um þessar mundir? — Ef rætt er um málefni hrossabænda í heild, þá brennur það einna heitast á mönnum, sérstaklega á norðanverðu landinu og einnig á stöku svæðum hér syðra, hversu nú er þrengt að hrossabúskap með takmörkunum á því, hvað reka megi mörg hross í afrétt. Eg veit að hrossabændur skilja það alveg mæta vel að það verður að vinna markvisst að uppbyggingu og uppgræðslu há- lendisins en það getur ekki verið sanngjart að þær takmarkanir, sem menn telja rétt að setja á gripafjölda í afréttunum, bitni nær einvörðungu á hrossabænd- um. Þarna þarf að finna einhverja sanngjarna leið. Markaðsmálin eru alltaf í brennipunkti og þar miðast starfið mest við hinn erlenda markað. Vitanlega verður við að reyna eins og hægt er að halda í markaðinn í þeim löndum, sem við höfum selt hross til, en við verðum einnig að vinna nýja. Það má t.d. ekki einblína á Þýskaland og reyndar er þetta breytt því við höfum selt töluvert til Norðurlandanna. Menn, sem vel þekkja til, s.s. í Svíþjóð, hafa sagt mér að þar eigi að vera hægt að vinna góðan markað fyrir íslensk hross. „Ágóöinn fer allur í tamningarkostnaö ef bóndinn temur ekki sjálfur“ í tengslum við markaðsmálin er líka mál, sem er afar mikilvægt að finna einhverja lausn á en það er tamning og þjálfun hrossa til sölu. Gagnvart erlenda markaðnum hefur þessu verið mjög ábótavant, þó þetta hafi mikið færst til betri vegar á allra síðustu árum. Erlendir kaupendur hrossa hafa komið hingað til lands og ferðast um landið en ekki fundið nógu vel tamin hross og þvi keypt færri en ella. Þetta veldur bændum veru- legum erfiðleikum vegna þess hversu það er dýrt að láta temja hross, því miðað við hross í miðlungs gæðaflokki þá étur tamningarkostnaðurinn upp hagnaðinn af sölunni. Eina lausnin á þessum vanda er að bóndinn vinni þetta sjálfur heima á búi sinu, því að öðrum kosti fer ágóðinn allur í tamningarkostnað og sala á ótömdum hrossum verður alltaf minni með hverju ári, sagði Sigurður að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.