Morgunblaðið - 12.08.1978, Side 26
MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
25
ekki eins miklíi. Það kaupir ekki
eins mikið af fötum og það getur
ekki leyft sér að fara í frí til
útlanda og þess háttar vegna þess
hvað það er bundið við sína vinnu.
Annars er fólk hér ekki fátækt og
getur veitt sér ýmislegt en það er
ekki að eyða í það sama og
kaupstaðafólk. Búðirnar eru ekki
rétt við dyrnar svo það er ekki eins
hægt um vik að fylgjast með hvað
fæst af fötum og öðru. Annars fer
fólk í bæinn bara þegar það þarf
að fara.
„Starfið er
mjög bindandi"
„Við erum ansi bundin af
hænunum, það þarf að týna egg
o.s.frv. en ef við höfum mann til
þess að líta eftir hænunum þá
getum við skroppið í burtu. Við
fórum til dæmis á listahátíð alveg
eins og við vildum. Það verður
helst að vera sama fólkið sem
týnir eggin frá hænunum því að
varphænur eru svo viðkvæmar.
Við vorum með strák hjá okkur í
vetur og erum með stúlku núna í
sumar.
Nú erum við að byggja við
hænsnahúsið en ef það væri ekki
gætum við tekið okkur frí. Við
stefnum að því að geta tekið okkur
frí og við ætlum að reyna að fara í
viku ferðalag síðast í ágúst.
„Alltaf í huganum
aö fara aftur
_________að vinna“_____________
„Þegar við höfum lokið við að
byggja verð ég miklu lausari því
þá er bara fjölskyldan í mat. Það
er alltaf í huganum að fara þá að
vinna aftur. Þegar maður er búinn
að vera lengi í þessu þá er erfitt að
slíta sig frá því, svo vil ég heldur
ekki missa starfið alveg. Kannski
fer ég í búskapinn aftur því að við
höfum ætlað okkur að halda þessu
áfram, við kunnum vel við okkur.“
„en við gerum alveg ráð fyrir að
erfiðustu árin séu eftir, það er
miklu erfiðara að standa undir
skuldunum, en að safna þeim.“
Vildi gjarnan geta
haft féein haensn
Fyrir utan kýrnar, hafa hjón-
in nokkra hesta, „til að nota við
smölun og í gamnireiðtúra,"
segir Kristín. „Við erum engin
hænsn með,“ heldur húsfreyja
áfram, „en ég vildi gjarnan geta
haft fáein, þá gætum við fengið
nýorpin egg.“ Svínum hafa þau
lítinn áhuga á og lízt ekkert á
þannig búskap. En kindur eru að
Hurðarbaki og ganga þær á
Flóamannafrétti.
„Okkur lízt illa á framtíðina,"
segir Ólafur, „það er leiðinlegt
að heyra að það starf, sem
maður stundar, sé illa liðið.
Annars hefur þessi herferð gegn
landbúnaðarvörum haft lítil
áhrif ennþá, þetta er svo sem
lítið annað en umtalið. Hitt er
annað mál að það gengur ekki
eins vel að selja afurðirnar og
verið hefur."
Dagurinn líður fljótt fyrir sig
að Hurðarbaki, eða eins og
hjónin komust að orði „allir
dagar eru helmingi of stuttir."
Búskapurinn tekur mikinn tíma
og tækifæri gefst sjaldan til að
fara á samkomur, enda kannski
ekki við því að búast að hægt sé
að stunda skemmtanalífið af
krafti, þegar uppbygging búsins
stendur sem hæst.
Á Hlemmiskeiði á Skeiðúm
er tvíbýli og búa þar tveir
bræður. Leifur og Vilhjálmur
Eiríkssynir, ásamt fjölskyldum
sínum. Er blaðamenn komu að
bænum voru þær bræður að
verka hafra í vothey og flytja
inn í hlöðu. Vilhjálmur var úti
á túni en Leifur var við
hlöðuna og fengum við hann til
þess að spjalla við okkur.
„Við erum með blandaðan
búskap hérna, 51 kú sem hefur
borið og 40 í uppeldi, kindurnar
eru í kringum 150 og hrossin eru
11. Hlemmiskeið hefur verið
tvíbýlisjörð í langan tíma. Auk
þess landsvæðis sem heyrir
undir hana þá höfum við annað
land undir svo að landsvæðið er
um 6—700 hektarar.
Við bræðurnir vinnum jöfnum
höndum að búskapnum. Er ég
flutti hingað frá Borgarkoti
hafði ég sveinspróf í húsasmíði
en bróðir minn hafði gengið í
bændaskóla. Hann sér því að
mestu um búfénaðinn en ég um
vélarnar og byggingar og gengur
verkaskiptingin nokkuð út frá
því. Á veturna tökum við okkur
frí sinn hvorn sunnudaginn. Það
er miklu auðveldara að taka sér
frí í félagsbúskap en annars. Sú
tegund búskapar hefur þó að
vísu bæði sína kosti og galla en
það verður hver að meta fyrir
sig.
Búskapurinn er
fjölskyldufyrirtæki
Við erum nýbúnir að byggja
fjós með hlöðu og er fjósið með
64 básum og lausaganga fyrir
60—70 gripi. Fjárhúsið ásamt
hlöðu byggðum við 1968 en
íbúðarhúsið 1961. Við búum
báðir í sama húsinu. Ibúðin mín
er á loftinu, við héldum nefni-
fr~' i
■... . . . /t í * 'i.V-
Ibúðarhúsiö að Hlemmiskeiði.
Vilhjáimur Eiríksson er mikill hestamaöur og hann sést hér hjá nokkrum
gæðingum Þeirra bræðra. Ljósm. Sig. Sigm.
ar og fleira útheimtir mikið
starf. Heimilishald í sveitum er
líka miklu meira en í kaupstöð-
um og starf húsmóður þar af
leiðandi miklu umfangsmeira.
Það þarf alltaf að vera til matur
handa þeim sem koma og ekki
dugar að skreppa út í búð til
þess að kaupa kökur með
kaffinu. Konan mín er úr
Reykjavík. Eg get nú ekki sagt
um það hvernig henni líkar
hérna, því getur hún aðeins
svarað sjálf, en ég hald að hún
sé bara ánægð. Hún er að
minnsta kosti ekki farin ennþá.“
„Erum óánægðir
með rafvæðinguna“
Hvernig gengur búskapurinn?
„Sunnlenzk sumur eru mjög
erfið til heyskapar. Það er dýrt
að útbúa sig þannig að hægt sé
að afla heyja í hvaða veðri sem
er. Við getum heldur ekki komið
okkur upp nógu stórri súgþurrk-
un þar sem rafvæðingin er ekki
nógu góð hér. Við erum mjög
óánægðir með það því að það
háir okkur mikið að geta ekki
haft nógu góða súgþurrkun.
I ár hefur búskapurinn gengið
sæmilega. Þetta hefur verið
meðalár nema- hvað júnímánuð-
ur var kaldur og þaö voraði
seint. Sláttur hófst því með
allra seinasta móti.“
Ertu ánægður með stöðu
bænda í þjóðfélaginu?
„Ætli nokkrar stéttir séu
ánægðar? Okkur bændum finnst
við ekki fá samsvarandi kaup og
aðrar stéttir. Bændur vinna
afskaplega mikið og sérstaklega
er vinnudagur þeirra langur á
vorin, sumrin og haustin. Við
vinnum líka á þeim tímum sem
aðrir hafa frí, það er að segja
seint á daginn, en höfum svo ef
til vill frí um miðjan daginn.
„ Við héldum
að við myndum pipra, en svo
glaptist til okkar kvenfólk”
lega að við myndum verða
piparkallar en svo glaptist til
okkar kvenfólk og við erum
báðir kvæntir nöfia. Ég á 4 börn
en Vilhjálmur 7. Nú eru 4
barnanna orðin það stór, þau
eru komin yfir fermingu, að þau
geta hjálpað til við búskapinn.
Búskapur er líka fjölskyldu-
fyrirtæki. Konurnar okkar
vinna samt ekki mikið að
bústörfum, heimilin eru það stór
að það er alveg nægileg vinna
fyrir þær. En það kemur þó
fyrir að þær grípi inn í bústörfin
ef þarf, en þar sem börnin eru
farin að hjálpa til er yfirleitt
alveg nægilegt vinnuafl hjá
okkur. Áður fyrr höfðum við
börn hér á sumrin en þurfum
þess ekki lengur.
Starf húsmóður
umfangsmeira í
sveitum
en í kaupstöðum
Það er annars mjög misjafnt
hvað konur vinna mikið að
bústörfum yfirleitt. Margar
konur vinna mikið við búskaj)-
inn með heimilisstörfunum. Is-
lenskt sveitaheimili er mjög
vinnufrekt. Gestagangur, mörg
börn, vinnuflokkar við bygging-
Leifur Eiríksson að keyra votheyið inn ( hlöðuna.
4000 lítrar af mjólk
úr hverri kú á
________síðasta ári__________
Afkoman hjá okkur lafir í því
að vera sæmileg, ekki meira en
það. Við erum núna búnir að
byggja allt, lukum því nú í vor,
svo að það er eftir að sjá hvernig
gengur."
Hvernig var framleiðslan á
síðasta ári?
„Á síðasta ári fengum við að
jafnaði 4000 lítra af mjólk úr
hverri kú og innlegg okkar í
Mjólkurbú Flóamanna var
164.000 lítrar. Hver ær gaf af
sér 30 kg af kjöti að jafnaði.
Annars skuluð þið spyrja hann
Vilhjálm að þessu þegar þið
farið því að hann man þetta
betur en ég,“ sagði Leifur að
lokum og fór aftur að starfa við
votheyið.
Blaðamenn fóru því niður á
tún til þess að tala við Vilhjálm
en hann vildi ekki leiðrétta tölur
bróður síns og sagði þær réttar.
Er við lögðum af stað frá
bænum voru allir farriir að
vinna aftur og það lá við að við
hefðum hálfgerða sektarkennd
yfir því að hafa tafið fólkið frá
vinnu á þessum góðviðrisdegi.